Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 33

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 33 ERLENT Fáum lítinn Guðmundur Bjarnason umhverfísráðherra er ekki bjartsýnn á að tekið verði tillit til -----------y-------------------- málflutnings Islendinga á ráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Kyoto. Þóroddur Bjarnason ræddi við Guðmund um þetta og möguleikann á því að ekki verði skrifað undir samninginn en hann segir það slæman kost. hljómgrunn Reuters AL Gore, varaforseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Kyoto. Njósnari falsaði gögnin ÍSRAELSKUR njósnari hefur játað að hafa falsað upplýsing- ar og afhent yfírboðurum sín- um. Yehuda Gil, sem hefur starfað sem sjálfboðaliði hjá leyniþjónustunni Mossad frá því hann hætti þar störfum fyr- ir fjórum árum, falsaði gögn þess efnis að Sýrlandsstjórn væri að undirbúa árás á Israel. Talið er að þau hafi jafnvel haft mótandi áhrif á stefnu Israela gagnvart Sýrlandi. Winnie ekki í framboði WINNIE Madikizela-Mand- ela, fyrrverandi eiginkonu Nel- sons Mandela, forseta Suður- Afríku, hefur mistekist að fá tilnefningu sína til fram- boðs til emb- ættis varafor- seta Afríska þjóðarráðsins (ANC) sam- þykkta. Kvennahreyf- ing ANC, sem Winnie veitir forystu, ákvað um helgina að afturkalla stuðn- ing sinn við hana. Undanfarnar vikur hefur sannleiks- og sátta- nefnd Suður-Afríku fjallað um ásakanir á hendur henni um morð og misþyrmingar á ung- um blökkumönnum. F-27 fram af flugbraut RANNSÓKN er nú hafín á or- sökum þess að farþegaflugvél, með 53 innanborðs, rann út af flugbraut á Guernsey flugvelli á Channel eyjum á sunnudags- kvöld. Vélin, sem er af gerðinni Fokker F-27, rann út af flug- brautinni eftir lendingu í vonskuveðri. Havel og Lux Havel veitir Lux umboð VACLAV Havel, forseti Tékk- lands, fól í gær Josef Lux, að- stoðarforsætisráðherra og for- manni kristilegra demókrata, stjórnarmyndunarumboð. Stjórnarkreppa hefur verið í Tékklandi frá því 30. nóvember er stjórn Vaclavs Kláus missti meirihluta sinn í kjölfar fjár- málahneykslis. Flugritinn fundinn FLUGRITAR þýskrar her- flutningavélar, sem hrapaði við strönd Namibíu eftir árekstur við bandaríska herflugvél fyrii' rúmum tíu vikum, hafa fundist. Níu bandarískir hermenn og 23 manns í þýsku flutningavél- inni fórust í slysinu. FUNDIR á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar í Kyoto stóðu í allan gærdag, bæði í allsherjarnefnd þar sem ráðherrar þjóðanna fluttu opnunarræður sinar og á lokuðum fundum þar sem reyna á til þrautar að ná samkomu- lagi um útblást- ursmörk. Guð- mundur Bjarna- son umhverfis- ráðherra lagði í opnunarræðu sinni áherslu á að aðstæður á ís- landi væru veru- lega ólíkar að- stæðum stærri þjóða. „Efnahag- ur landsins er svo lítill að jafnvel ein framkvæmd fyr- irtækis getur aukið umtalsvert út- blástur í landinu í heild,“ sagði Guð- mundur. „Mig langar að nefna eitt dæmi. Erlent fyi'irtæki hóf bygg- ingu álvers fytT á þessu ári. Þrátt fyrir að öll raforka sem fyrirtækið mun nota til framleiðslu sinnar sé úr endurnýjanlegum orkugjöfum, mun útblástur gróðurhúsaloftteg- unda í framkvæmdinni auka heild- arútblástur Iandsins um 10-15%“. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðmundur að þetta magn útblást- urs væri aðeins örlítið brot af heild- arútblæstri lands á borð við Banda- ríkin ef sama álver hefði verið reist þar í landi. Um þingið í heild sinni og gang viðræðna sagði hann að sér virtist mikil harka vera hlaupin í umræð- urnar og menn reyndu nú ákaft að ná saman um einhver fóst mörk í málinu. Sagði Guðmundur erfítt fyrir þjóðir að koma á framfæri sjónarmiðum um að tekið yrði tillit RITT Bjerregaard, sem fer með umhverfismál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB), sagðist á blaðamannafundi á sunnudag vera reiðubúin að sam- þykkja breytilegan niðurskurð á út- blæstri gróður- húsalofttegunda hjá ríkjum öðrum en Bandaríkjunum, ESB og Japan. Ritt „Við teljum að Bjerrcgaard ESB, Bandaríkin og Japan eigi að skera jafnmikið nið- ur, og það þýðir að við erum tilbúin að ræða breytilegan niðurskurð ann- arra ríkja,“ sagði Bjerregaard. A fundinum sagðist hún ekki styðja uppkast að tiliögu sem Raul Estrada, stjórnandi umræðna á lofts- lagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kyoto, setti fram um helgina en hún gerir ráð fyrir 10% lækkun fyrir ESB, 5% fyrir Japan og 2,5% fyrir Bandaríkin. „Við styðjum ekki þá til- iögu. Við viljum að öll iðnríki hafi sama markmið og við teljum að Bandaríkjamenn geti meira, og verði að gera enda eru þeir sú þjóð sem losar mest af gróðurhúsalofttegund- um út í andrúmsloftið.“ I ræðu sinni á þinginu í gær lagði til mismunandi aðstæðna þjóða en Islendingar hefðu lagt áherslu á það. Sagði hann það íyrst og fremst Evrópusambandið sem lagst hefði eindregið gegn því. Guðmundur hefur rætt við um- hverfisráðherra hinna Norðurland- anna svo og ráðheiTa Lúxemborg- ar, sem var talsmaður ESB í við- ræðunum, og þar ræddi hann stöðu íslands. Guðmundur sagði málflutning Is- lendinga hafa hlotið lítinn hljóm- gi-unn og því væri verið að leita annarra leiða til að vekja athygli á honum. „Það er þá helst að benda á hve efnahagskerfið er lítið og við- kvæmt. Við höfun talað um hve já- kvætt það er að nota endumýj- anlega orku í stað oi'ku sem mengar meira jafnvel þótt það þýði að nýtingin í iðnaðarferli auki stað- bundna losun. Það er þó aftur á móti jákvætt fyrir heiminn í heild,“ sagði Guðmundur. Slæmur kostur að vera ekki aðilar Eins og Guðmundur minntist á tala hér flestir, og þá sérstaklega ESB, gegn öllum undanþágum sem gætu skapað svigi'úm fyrir ríki að aðlaga losun sína á eigin skilmálum. „Menn eru fyrst og fremst að stoppa í götin en ekki að búa til ný. Það leggst því flest á þá sveifina að vera okkur nokkuð erfitt." Guðmundur segist nú sem fyrr leggja mikla áherslu á það að ís- lendingar verði aðilar að samningn- um. „Það er auðvitað mögulegt að okkur verði gert ókleift að vera aðil- Bjerregard enn áherslu á afstöðu ESB sem hún segir byggða á raun- hæfum markmiðum og vera tækni- lega framkvæmanlega. Hún kvaðst ekki vilja skapa neinar smugur eða undankomuleiðir í samningnum. Meðal þeirra smuga sem nefndar hafa verið er uppgræðsla lands sem bindur koltvísýring. Segir Bjerre- gaard að slíkt geti ekki vegið upp á móti útblæstri viðkomandi þjóðar, en Islendingar leggja mikla áherslu á að slíkt verði viðurkennt. Þá má nefna skipti á útblást- urskvótum, en Bjerregaard segir ESB ekki algerlega á móti kvóta- skiptum. Sambandið vilji hins vegar bíða eftir frekari viðbrögðum frá Bandaríkjunum og Japan. Bjerregard sagði á blaðamanna- fundinum að ESB tæki til dæmis ekki sex aðalgróðurhúsaloftegund- irnar inn í samninginn heldur kynnti hún svokallaða 3+3 áætlun sem gerir ráð fyrir að þrjár lofttegundir komi inn síðar án þess að hafa áhrif á gerð- an samning. I umræðunni hér á þinginu eru mismunandi skoðanir á því hve margra svokallaðra gróðurhúsaloft- tegunda samningurinn eigi að ná til. T.d. hafa Japanir hingað til aðeins talað um að takmarka losun einnar lofttegundar. ar að samningnum, til dæmis ef hann myndi stefna efnahag okkar mjög í hættu. Til þess að við getum orðið aðilar að þessum samningi verður að taka tillit til einhverra af þessum hugmyndum sem við höfum sett fram. Ef þeim verður öllum ýtt út af borðinu minnka möguleikar okkar á að vera aðilar að væntan- legúm samningi." Guðmundur sagði að hugsanleg áhrif þess að standa utan samnings- ins væni t.d. slæm áhrif á ímynd landsins sem ferðamannalands og ímynd sjávarútvegsins þar sem áhersla væri lögð á hreinleika, ómengað umhverfi og varðveislu náttúrulegi'a gæða. „Þetta eru þættir sem við verðum að velta fyrir okkur og erfitt er að reikna út áhrif- in. Við verðum að hafa langtíma- sjónarmið í huga.“ Aðspurður um fund hans með norrænu ráðherrunum í gær í ljósi ESB-aðildar Finnlands, Svíþjóðar og Danmerkur sagði Guðmundur að umhverfisráðherra Danmerkur, Svend Auken, hefði lagt áherslu á það sjónarmið ESB að koma yrði í veg fyrir allar undankomuleiðir og smugur. „Norðmenn búa aftur á móti við svipaðar aðstæður og við . . . Mér finnst þó að við mætum skilningi á vandamálum okkar, til dæmis á því hve mikið við voi’um búin að gera fyrir 1990, sem er okk- ur í raun óhagkvæmt viðmiðunarár þar sem við vorum búin að leysa öll okkar húshitunarmál.“ Kyoto. Morgunblaðið. OVENJU heitt hefur verið í Kyoto síðustu daga og hefur það minnt ráðstefnugesti á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem eru nú um 10.000, á um- ræðuefnið með áþreifanlegum hætti. Að öllu jöfnu er hitinn ná- lægt frostmarki á þessum árs- tíma í Kyoto en í gær var hann um 18 gráður. A1 Gore, varaforseti Banda- ríkjanna, nefndi þetta í ræðu sinni í gær og vísaði í nýlega skýrslu vísindamanna að árið 1997 myndi verða það heitasta frá því að mælingar hófust og að níu af tíu heitustu árum frá því að mælingar hófust hefðu verið á síðasta áratug. „Afleiðingar þess sem við erum að gera jörð- inni og það hve dýrkeypt það gæti reynst að grípa ekki þegar í stað í taumana eru ógnvænlegar. Flóð verða tíðari og stærri og sjúkdómar og farsóttir skæðari og útbreiddari. Uppskerubrest- ur, hungursneyð og bráðnun jökla gætu orðið afleiðingar þess að jörðin hitnar," sagði Gore. Varaforsetinn er þekktur fyrir áhuga sinn á umhverfísmálum og hefur meðal annars ritað bók um málið, „Earth in the Balance" (Jörð í jafnvægi). Guðmundur sagði að sér þætti gæta ákveðins tvískinnungs í mál- flutningi aðildarlanda Evrópusam- bandsins. „Að þeirra mati kemur ekki til greina að taka tillit til mis- munandi þjóða utan sambandsins en ESB ætlar að hafa mismunandi markmið landa innan þess þar sem sumar þjóðir eins og Portúgal mega auka losun um 40% og Svíþjóð um 5% á meðan lönd á borð við Lúxem- borg verða að draga úr útblæstri um 30%.“ Nokkuð ánægður með Gore Guðmundur kvaðst vera nokkuð ánægður með ræðu A1 Gores, vara- forseta Bandaríkjanna, sem ávarp- aði ráðstefnuna i gærmorgun, þótt hann hefði ef til vill ekki haft neitt nýtt fram að færa. „Bandaríkja- menn hafa tekið undir sum þau sjónarmið sem við erum að glíma við og því er ég að sumu leyti sam- mála málflutingi þeirra. Þeir hafa talað um að taka allar sex gasteg- undirnar inn, þeir taka tillit til gróð- urbindingar og segjast munu fallast á einhverjar mismunandi aðstæður þjóða þó að þeir hafi talað um mjög þröng mörk í því sambandi." Guðmundur sagði að nú, þegar aðeins tveir dagar eru þar til ráð- stefnunni lýkur, sýndist sér afar óljóst hvort af samningi yrði. „Við skulum sjá hvað næstu tveir dagar bera í skauti sér, það er engin ástæða til að vera of svartsýnn í augnablikinu.“ Umhverfísverndarsinnar standa fyrir mörgum uppákom- um á meðan ráðstefnan stendur yfír til að minna ráðstefnugesti og almenning á hver áhrif hlýn- unar jarðar geta orðið. T.d. hafa fjórar mörgæsir úr ís verið sett- ar upp fyrir utan aðalinnganginn í ráðstefnuhöllina með skilaboð- um til Als Gores. Nýr fáni fyrir heita jörð I gær héldu alþjóðleg um- hverfisverndarsamtök, Vinir jarðarinnar, uppákomu þar sem borinn var inn fáni sem samtökin sögðu vera tillögu að nýjum heimsfána ef ekkert yrði að gert. Fáninn sýnir hvernig rautt „hita- teppi“ Ieggst yfir jörðina. A uppákomunni settu samtök- in fram kröfu um að Bandaríkin, sem menga mest allra ríkja, taki forystu í viðræðunum. Talsmað- ur samtakanna las kafla upp úr bók Gores, „Jörð í jafnvægi" þar sem hann fjallar m.a. um til hvaða aðgerða þurfi að grípa til að stöðva hlýnun jarðar vegna gróðurhúsaáhrifa. Var Gore hvattur til að lesa bók sína að nýju og leggja að því búnu fram nýjar tillögur. Winnie Mandela Guðmundur Bjarnason Léð máls á breyti- leg’um niðurskurði Kyoto. Morgunblaðið. Umhverfissinnar virkir í hitanum í Kyoto

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.