Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 57

Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 57 MAGNUS TÓMASSON + Magnús Tómas- son fæddist í Reykjavík 7. janúar 1926. Hann lést á Landspítalanum 29. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Magnússon, f. 10.2. 1897, d. 29.5. 1975, og Ólína Eyjólfs- dóttir, f. 15.12. 1902, d. 8.9. 1981. Systkini Magnús- ar eru Eyjólfur, f. 11.10. 1923, d. 16.10. 1988, Olafía, f. 25.3. 1927, Tómas Ólafur, f. 7.6. 1930, Sigurður, f. 18.8. 1933, d. 20.4. 1976, Sigmundur, f. 13.1. 1940, og Sigríður Magnea f. 21.3. 1942. Magnús kvæntist hinn 8. febrúar 1947 Þorbjörgu Eiðs- dóttur, f. 4.8. 1924. Börn Magn- úsar og Þorbjargar eru: Ólafía Sigríður, f. 29.8. 1948, maki Jóhann Geirharðsson, f. 12.8. 1946. Börn þeirra eru Magnús Þór, f. 30.1.1971, sambýliskona Védís Sigurjónsdóttir, f. 13.11. 1972, og Geirharð- ur Snær, f. 31.12. 1975, sambýliskona Hjördís Guðnadótt- ir, f. 3.9. 1976. Eið- ur Kristinn, f. 7.9. 1950, maki Kristin Ólafsdóttir, f. 14.12. 1951. Börn þeirra eru: Eiður Kristinn, f. 27.7. 1984 og Anna Margrét, f. 4.11. 1985. Fyrir átti Kristín Erlu Björk, f. 27.4. 1972, sambýlismaður Magnús Einarsson, f. 28.4. 1970. Börn þeirra eru Alexander Öm, f. 21.12. 1994, og Einar Arnar, f. 9.6. 1996. Magnús starfaði um árabil á strandferðaskipinu Esju, þar til hann hóf nám í pípulögnum sem hann starfaði við lengst af, eða þar til hann hóf störf hjá versl- uninni Utilíf og vann þar meðan þrek og heilsa entist. Utför Magnúsar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku afi, nú ertu farinn og við söknum þín sárt, því þú varst okkur svo góður. Við geymum í hugum okkar allra minningarnar um góðu stundirnar okkar saman. Það var svo gaman að fara austur og vera í hjólhýsinu og fylgjast með þér að veiða. Og oft ef stóri fiskurinn beit á, var öllum boðið í laxaveislu. Okkur þótti enginn sunnudagur nema farið væri í heimsókn til afa og ömmu í Skálagerði, og alltaf fengum við eitthvað gott í munn- inn. Svo var notalegt að sitja í fang- inu á þér. Nú ertu kominn til Guðs og þarft ekki að vera veikur framar. Elsku afi, við vitum að nú líður þér vel. Við þökkum þér fyrir að hafa fengið að eiga svona góðan afa, þann albesta. Við biðjum góðan Guð að styrkja ömmu sem misst hefur svo mikið. Anna og Eiður. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) I dag kveð ég elskulegan tengda- föður, sem lést eftir erfið veikindi. Eg kynntist Magnúsi fyrst þegar við unnum saman fyrir löngu. Fann ég strax hvern mann hann hafði að geyma. Hann var glaðlegur, létt- ur og gaman að tala við hann. Seinna giftist ég inn í fjölskylduna og var mér og dóttur minni tekið sérstaklega vel af þeim hjónum. Magnús var mjög barngóður maður og afabörnin voru auðvitað í miklu uppáhaldi hjá honum. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn í Skála- gerðið, og það var eiginlega komin hefð fyrir því að fara á sunnudögum til þeirra. Það var gaman að sjá hve samrýnd hjón þau voru og mikl- ir vinir, enda búin að vera saman i yfir 50 ár. Magnús hafði mjög gaman af því að veiða fisk og naut útiverunnar og náttúrunnar. Nú hin seinni ár gat hann kannski ekki farið eins oft og hann hefði viljað vegna veikinda. Margar góðar minningar á ég um hann, en ég ætla að geyma þær innra með mér. Þó er mér efst í huga hve traustur og sannur hann var. Elsku Maggi minn, nú ert þú farinn á annan stað og líður vel en það er samt svo skrítið að sjá þig ekki aftur, en minningin lifir. Þakka þér fyrir alla gleðina sem þú veittir okkur. Guð blessi þig. Elsku Þorbjörg mín, ég bið Guð að styrkja þig og fjölskylduna alla. Kristin. Leggðu þvi sál þína að fótum jarðarinnar í læknandi hendur himinsins og í faðm hins mikla djúps. Þegar stund mannsins er komin mun lífið sjálft leiða hann heim. (Gunnar Dal.) Hjónin Magnús og Bubba hafa verið óbeinir nágrannar okkar mæðgna á þriðja tug ára. Sjaldan höfum við heimsótt ættarhöfðingj- ana í Skólagerði öðru vísi en að rekast á annað hvort þeirra eða bæði. Þessar tvær íjölskyidur hafa fylgst náið hvor með annarri í gegn- um árin og skipst á fréttum af si- stækkandi afkomendahóp. En nú er komið að leiðarlokum. Fyrir hönd fjölskyldu okkar viljum við þakka Magnúsi fyrir sýndan hlýhug í okk- ar garð í gegnum tíðina og sendum eftirlifandi konu hans, Þorbjörgu, og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn og Ása. Þegar við kveðjum og minnumst þín, elsku afi, er það með sárum söknuði. Lífsgleði og þrautseigja og jákvæði einkenndu þig. Þær eru ljúfar minningarnar um allar góðu stundirnar i Skálagerðinu, allir bílt- úrarnir og ekki síst allar veiðiferð- irnar, en þær voru ófáar sem við fórum saman austur að Sogi. Þar gistum við í Sillabústað sem var algjör paradís fyrir alla sem þar komu, ekki síst veiðimanninn sem í þér bjó. Það var líka mikil upplif- un fyrir okkur strákana að fá að renna fyrir bleikju með afa. Og ekki drógu langvarandi veikindi úr veiðigleðinni, þvert á móti átti veið- in hug hans allan. Okkur strákunum og öllum sem kynntumst þér gafstu allan þann kærleika sem hægt er að gefa. Við kveðjum þig með sökn- uði, en í huga okkar og hjörtum lifir minningin um þig, elsku afi. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri, með hveiju vori vex á ný og verður ávallt kærri. (Magnús Ásgeirsson) Guð blessi þig. Magnús Þór og Geirharður Snær. Kæri tengdafaðir og vinur um margra ára skeið. Ég kveð þig með söknuði og kæru þakklæti fyrir samfylgdina á lífsleiðinni. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þín. Jóhann Geirharðsson. Elsku Maggi minn, mig langar til að þakka þér fyrir stundimar sem þú gafst mér. Þú reyndist mér sem sannur afi, og aldrei mun ég gleyma fyrstu kynnum okkar, þegar ég kom í vinnuna til mömmu og fór þá allt- af til þín í heimsókn og fékk kúlur og tópas og við spjölluðum saman. Ég man öll jólin þar sem fjölskyldan var saman kornin. Minningin um þig mun lifa með okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Bubba, góður Guð styðji þig og styrki. Erla. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. í stórum og rúmgóðum sýningarsal okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsla Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. SKEMMUVEGI 48, 200 KÖP., SIMI: 557-6677/FAX: 557-8410 + Faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, RAFN ALEXANDER PÉTURSSON, fyrrv. framkvæmdastjóri, lést laugardaginn 6. desember síðastliðinn. Bergljót Rafnsdóttir, Júlíus G. Rafnsson, Pétur Ó. Rafnsson, Kjartan Rafnsson, Auður Rafnsdóttir, Dröfn Rafnsdóttir, Árni Júlíusson, barnabörn og Bjöm Einarsson, Guðrún Gísladóttir, Guðríður Friðriksdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Júlíus Bjarnason, Sigurður Sævarsson, Sólveig Jónsdóttir, barnabarnabörn. Konan mín elskuleg, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, NANNA HALLDÓRSDÓTTIR, Skólavörðustíg 20, lézt á Vífilsstaðaspítala fimmtudaginn 4. des- ember sl. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudag- inn 15. desember kl. 13.30. Runólfur Sæmundsson, Logi Runóifsson, Anna Kristjánsdóttir, Daði Runólfsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, Halldór Björn Runóifsson, Margrét Árnadóttir Auðuns, barnabörn og barnabarnabarn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Kleppsvegi 142, lézt á heimili sínu laugardaginn 6. desember. Halldór Halidórsson, Guðmundur Halldórsson, Elísabet Halldórsdóttir Hildigunnur Halldórsdóttir, Gylfi fsaksson Halldór Halldórsson, Ingibjörg Tómasdóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF KETILBJARNARDÓTTIR, Baldursgötu 16, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 10. desember kl. 13.30. Guðmundur Guðveigsson, Peter Salmon, Jóhanna Guðbjömsdóttir, Nína Edvardsdóttir, Kolbrún Dóra Indriðadóttir, Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Eggert Snorri Guðmundsson, Indriði Halldór Guðmundsson, Guðmundur Sævar Guðmundsson, Edda Sigurbergsdóttir, Halldóra Katla Guðmundsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Oddný Björg Halldórsdóttir, Helgi Kristjánsson, Ólöf Berglind Halldórsdóttir og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir, afi og langafi, EINAR KJARTANSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, sem andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 4. desember, verður jarðsunginn frá Akranes- kirkju fimmtudaginn 11. desember kl. 14.00. Þórdís Baldvinsdóttir, Sonja Hulda Einarsdóttir, Brynja Einarsdóttir, Fanney Lára Einarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Jakob Þór Einarsson, Gísli Bjarnason, Örnólfur Þorleifsson, Kjartan Rafnsson, Valgerður Janusdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.