Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Breytingar á lífeyrisskuldbindingu LSR vegna kennarasamninga Aætlað að áfallnar skuldbind- ingar hækki um 7,5 milljarða GERA má ráð fyrir að áfallnar líf- eyrisskuldbindingar ríkisins vegna launahækkana í síðustu kjarasamn- ingum grunnskólakennara og sveit- arfélaga hækki um 7,5 milljarða króna, að því gefnu að laun kennara hafi hækkað um nálægt 30% í kjara- samningunum. Framreiknuð lífeyr- isskuldbinding Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins hækkar að sama skapi um tæpa 11 milljarða kr. vegna þessa. Að sögn Péturs Blön- dals, þingmanns Sjálfstæðisflokks- ins, má draga þessa ályktun af svari fjármálaráðherra við fyrirspurn hans á Alþingi um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna vegna kenn- arasamninganna. I svari fjármálaráðherra segir að hækkun lífeyrisskuldbindinganna sé að mestu í hlutfalli við launa- hækkanir kennara og skólastjóra með fullan starfsaldur. Ekki liggi fyrir hjá ráðuneytinu mat á launa- hækkunum sem felist í kjarasamn- ingi sveitarfélaga við grunnskóla- kennara og hvemig þær skiptist eftir starfsaldri og sé því ekki unnt að svara spurningunni af ná- kvæmni. „Þannig mundi 10% hækk- un launa kennara með fullan starfs- aldur leiða til samsvarandi hækkun- ar lífeyrisskuldbindinga og áfallnar skuldbindingar mundu hækka um 2,5 milljarða kr., en heildarskuld- bindingar um u.þ.b. 3,6 milljarða. Áfallnar skuldbindingar vegna líf- eyrisþega mundu með sama hætti hækka um u.þ.b. 700 millj. kr. eða sem samsvarar tæplega 700 þús. kr. á hvern lífeyrisþega,“ segir m.a. í svarinu. Rúmar tvær milljónir á hvern vinnandi kennara Pétur bendii' á að fram hafi kom- ið að samningar kennara hafí fært þeim um 30% launahækkun en ekki 10% og sé hækkun lífeyrisskuld- bindinga reiknuð í hlutfalli við raun- verulega launahækkun þeirra sé ljóst af svarinu að áfallnar lífeyris- skuldbindingar ríkisins hækki um 7,5 milljarða og framreiknuð lífeyr- isskuldbinding um tæpa 11 millj- arða. Þetta svarar til rúmlega tveggja milljóna króna hækkunar á hvern starfandi kennara en þeir eru 3.600 talsins. Pétur bendir einnig á að skuldbinding B-deildar lífeyi-is- sjóðsins fari eftir dagvinnulaunum. „Það er því ljóst af þessu að þetta eru mjög dýrir samningar,“ segir Pétur. Lést í vinnuslysi MAÐURINN sem lést í vinnu- slysi um borð í Gullbergi NS- 12 í Akur- eyrarhöfn sl. föstudag hét Jökull Sig- urðsson, til heimilis að Hellulandi 24 í Reykja- vík. Jökull, sem var á 43. aldursári, lætur eftir sig eiginkonu og þrjú böm á aldrinum 9 til 19 ára. Fuglar leita skjóls í Glæsibæ Jökull Sigurðsson NOKKRIR spörfuglar flögr- uðu um verslun 10-11 í Glæsi- bæ á sunnudaginn en mein- dýraeyðir var fljótlega kallaður á vettvang til að fjarlægja þá. Rögnvaldur Bjamason verslunarstjóri segir það hafa borið við áður að fuglar, sem oft eru fyrir utan verslunar- miðstöðina, flækist inn þegar kalt er í veðri. Ekki sé þó hægt að segja að sh'kar heimsóknir séu algengar, en einn og einn slæðist inn. Vinnuslys við Brennimel MAÐUR slasaðist nokkuð þeg- ar hann féll ofan í holu sem grafin var vegna nýs masturs við Brennimel í Hvalfirði um hádegisbil í gær. yar hann fluttur með sjúkrabíl á sjúkra- húsið á Akranesi. Verið er að reisa nokkur ný möstur við spennistöðina "á Brennimel vegna álversfram- kvæmda. Var maðurinn að setja hæðarpunkta í holumar. Að því loknu var hann hífður upp úr holunni með vélskóflu en féll úr henni ofan í holuna. Hlaut hann slæma byltu en var þó ekki talinn alvai-lega slasað- ur. Sameining verkalýðs- félaga í öllum lands- hlutum til skoðunar í ÖLLUM landshlutum hefúr und- anfarin misseri staðið yfir umræða um sameiningu verkalýðsfélaga. Stærsta sameiningin sem nú er til skoðunar er sameining Hlífar og Framtíðarinnar í Hafnarfirði. Um er að ræða svipaða sameiningu og sameiningu Dagsbrúnar og Fram- sóknar, sem nú hefur formlega ver- ið staðfest. Verkalýðsfélögin á Hellissandi ogí Ólafsvík munu sameinast síðar á þessu ári. Á síðasta þingi Alþýðu- sambands Vestfjarða var sam- þykkt að taka skipulagsmálin til endurskoðunar, m.a. með tilliti til sameiningar félaga. Staðið hafa yf- ir umræður um sameiningu verka- lýðs- og sjómannafélaganna á ísa- firði, Súðavík, Flateyri og jafnvel víðar. Niðurstaða er ekki fengin. Nokkuð er hins vegar síðan versl- unarmannafélögin á ísafirði og Bolungarvík sameinuðust. Viðræður í Eyjafírði í haust sameinuðust fjögur verkalýðsfélög í Húnavatnssýslum í eitt félag, sem heitir Samstaða. í Eyjafirði hafa verið viðræður milli þriggja félaga, Einingar, Iðju og Félags byggingarmanna. Á Húsa- vík sameinuðust félög verkafólks, verslunarmanna og iðnaðarmanna nýlega um skrifstofuhald og rætt er um að þau taki að sér verkefni fyrir fleiri félög, t.d. Verkalýðsfé- lagPresthólahrepps. Á Austurlandi hafa verið til um- ræðu viðamiklar skipulagsbreyt- ingar í framhaldi af samþykkt þings Alþýðusambands Austur- lands. Ýmsar hugmyndir hafa verið til skoðunar, en ekki ér ljóst hvað verður ofan á. Samstarf á Keflavíkurflugvelli Á Suðurlandi hafa byggingariðn- aðarmenn sameinast í einu félagi, Sunniðn. Þá hafa málmiðnaðar- menn í Rangárvallasýslu samein- ast járniðnaðarmönnum í Reykja- vík. Til skoðunar hefur verið víð- tækari sameining félaga á Suður- landi. Til stendur að verkalýðsfélagið í Garði sameinist félaginu í Reykja- nesbæ. Þá hafa almennu verka- lýðsfélögin á Suðumesjum gert með sér samstarfssamning um að þau komi sameiginlega fram í við- ræðum og samningum við atvinnu- rekendur á Keflavíkurflugvelli. Loksins vetur BÖRNIN kættust mjög þegar snjó festi loks í Reykjavík eftir langa bið. Ekki eyðilagði það skemmtunina að frost skyldi herða og Tjömina leggja svo hægt var að reyna sig á skautum. Eftirvæntingin skín úr andlitum stelpnanna sem vom að reima á sig skautana þegar ljósmyndara bar að garði. Uppreisnin, i ládeyðan ogtýndir höfundar BÆKUR, sérblað Morgunblaðs- ins um bækur og bókmenntir, fylgir blaðinu í dag. Meðal efnis er grein um rithöfundaskóla og nýjungar í bókaútgáfu, viðtöl við rithöfunda og umsagnir um nýjar bækur, m. a. um skáldsögur Ein- ars Más Guðmundssonar, Stein- unnar Sigurðardóttur og Kristín- ar Marju Baldursdóttur; einnig ævisögur Peres og Arafats. Morgunblaðið/Áfidís Ásgeirsdóttir Afgreiðslu byggingarleyfis við Laugaveg 53b frestað Meirihluti skipulags- nefndar á móti ÁKVEÐIÐ var á fundi skipulags- nefndar Reykjavíkur af fresta af- gre'ðslu á leyfi til að rífa gömul hús við Laugaveg 53b til að reisa þar nýtt hús. íbúasamtök Skólavörðu- holts hafa mótmælt framkvæmd- unum. Segja þau að núverandi íbú- ar hafi lagt í mikinn kostnað við endumýjun á gömlu húsunum, einnig muni nýja húsið skerða út- sýni íbúa við Grettisgötu. Tveir af liðsmönnum Reykjavík- urlistans í nefndinni, samkvæmt heimildum blaðsins, Guðrún Jóns- dóttir og Óskar Dýrmundur Ólafs- son, greiddu atkvæði gegn leyfinu ásamt fulltrúum sjálfstæðismanna. „Það kom í ljós á fundinum að ekki var meirihluti í nefndinni fyrir þessari húsbyggingu eins og hún var lögð fyrir,“ sagði Guðrún Ágústsdóttir, formaður skipulags- nefndar. „Niðurstaðan varð sú að fresta málinu til næstkomandi mánudags og reyna að fá fram minnkun á aftari byggingunni. All- ir voru sammála um þann hluta hússins sem stendur við Laugaveg- inn en sumir töldu að aftari hlutinn væri of stór. Einkum var rætt um að minnka þyrfti nokkrar íbúðir í þessum hluta hússins, á efri hæð þess.“ Verið er að vinna að þróunar- áætlun fyrir miðborgina hjá Borg- arskipulagi. Stefna R-listans er að efla miðborgina og Laugaveginn sem aðalverslunargötu borgarinn- ar en jafnframt að áfram verði íbúðarbyggð á svæðinu. Guðrún sagði ljóst að beitt væri faglegu mati en við ákvarðanir um bygg- ingarleyfi væri alltaf hætta á árekstrum milli sjónarmiða íbúa á staðnum og áætlana um byggingu nýrra húsa er laða ættu að verslun. Mótmæli íbúanna væru af ýms- um toga eftir því hvem væri um að ræða, sumir þeirra væru t.d. á móti fremra húsinu sem nefndin mótmælti hins vegar ekki. Um dýra endurnýjun á vegum íbúanna sagði hún að þær framkvæmdir hefðu verið samþykktar 1985 í bygginganefnd gegn tillögum Borgarskipulags er vildi ekki að íbúðarhúsnæði yrði fest þarna í sessi. Þetta hefðu verið slæm mis- tök, að sínu mati. En auðvitað hefðu þau ekki verið sök íbúanna sjálfra heldur ráðamanna borgar- innar á þeim tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.