Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 54
*54 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLADIÐ Ný stefna í byggðamálum UMRÆÐAN um landsbyggðarvandann er stöðugt að aukast. Staðreyndimar eru skelfilegar; fólksflótti er stöðugur; vamarað- gerðir virðast fremur auka vandamálin og ímynd landsbyggðai*- innar er í raun ímynd þess sem tapar. Og að sjálfsögðu vill enginn vera í flokki tapsála. Þess vegna er hægt að segja að ákveðin svika- mylla sé í gangi. Vandamál koma upp, hið opinbera með landsbyggðarþingmenn í broddi fylkingar kemur til að setja stóran plástur á sárið. Getur það verið að betra sé að leyfa því að standa opnu og sjá hvort það jafni sig sjálft í stað þess að loka því með plástri þannig að ekkert súrefni (lausnir og hugmyndir) komist að? > Halda má fram að byggðastefn- an á Islandi sé svo úr. sér gengin að hún stangist á við nútíma lög og reglugerðir. Rekstrarstyrkir til eins fyrirtækis en ekki annars geta með engu móti samrýmst sam- keppnislögum. Kannski er það að- eins spuming um tíma hvenær dómur fellur byggðastefnunni í óhag og bannar einfaldlega slíkar aðferðir. Meginverkefni stjómvalda hlýt- ur að vera það að leikreglur þjóðfé- íagsins séu skýrar. Það er einnig grundvallaratriði að opinberir fjár- munir fari í verkefni sem koma landsmönn- um öllum til góða. Því eru það gleðileg tíðindi sem nýverið heyrðust að taka ætti upp nýja stefnu í vegamálum. Tenging þéttbýl- iskjarna og fjölfarinna ferðamannastaða er mál sem ætti að vera nýrri stefnu leiðarljós. Þarna hefur forsætis- ráðherra tekið af skar- ið með glæsibrag. Nú verður lögð af hin þreytta stefna, ef stefnu skyldi kalla, að kaupa sér atkvæði með par kílómetra varanlegum vega- stubb. Nauðsynlegt er að höggva á hnúta byggðaröskunar sem kvóta- kerfið hefur, og ekki síst, mun hafa. Stórkvótar sem skipta um hendur eiga það til að skipta um landssvæði S leiðinni. Ekki er und- irritaður sérfræðingur í líffræði hafsins. En þegar hlustað er á eldri sjómenn kemur margt athyglivert í ljós. Hér áður fyrr voru fyrst og fremst stundaðar handfæra- og línuveiðar. En þegar nær dró hrygningu var skipt yfir á net þar sem fiskurinn hætti að taka á beitu. Margir halda því fram að línuveiðar séu fiskistofnunum síður en svo hættulegar. Lítið sem ekk- ert smáfiskadráp fylgir þessum veiðum. Og allur aflinn kemur á land. Evrópusambandið er nú að athuga hvort ekki eigi að leyfa Páll Þór Jónsson Það er grundvallar- atriði, segir Páll Þór Jónsson, að opinberir fjármunir fari í verkefni sem koma landsmönnum öllum til góða. frjálsar veiðar línubáta. Með því er skapaður grundvöllur fyrir öflugri útgerð allt í kringum landið, óháð kvótaeign. Það er vægast sagt dap- urlegt að ræða við sjómenn sem eiga ljómandi góða báta og eru inn- an við mánuð að klára kvótann sinn. Frjálsar handfæra- og línuveiðar koma landsmönnum öllum til góða. Gífurleg atvinna fylgir þeim og þær eru þær um leið vistvænustu veiðar sem hægt er að stunda. Nauðsynlegt er að stokka upp styrkjakerfið. Sambönd sem byggj- ast á pólitík, vinskap, ættartengsl- um eða búsetu soga til sín fjármagn sem oft nýtist illa. Afnema verður varnar- og vandamálastyrki. Það er einfaldlega búið að sanna að þeir gera ekkert annað en að viðhalda vandamálunum eða jafnvel auka þau. Með því að leggja slíka hugsun til hliðar mun skapast fjármagn sem hægt verður að veita til nútíma uppbyggingar að vestrænni fyrir- mynd. 011 fyrirtæki og einstakling- ar á Islandi gætu þá sótt um styrki til rannsókna, þróunarstarfa og markaðssetningar óháð búsetu. Með því að veita fjármagni á þann hátt, einungis á faglegum og skil- virkum grunni, mun þróun atvinnu- lífsins taka risastökk. Til að fylgja nýrri stefnu eftir er nauðsynlegt að leggja tO hliðar þá hugsun að í landinu búi tvær þjóðir; höfuðborgarbúar og landsbyggðar- menn. Þessi hugsun skapar stöðuga togstreitu sem stendur frekari þró- un fyrir þrifum. Við höfum ekkert við landsbyggðar- eða höfuðborgar- þingmenn að gera. Við þm*fum ein- ungis góða þingmenn. Allir flokkar á þingi hafa ákveðinn innbyggðan klofning sem mótast af þessu. Þannig er það lenska að hella úr skálum opinberra sjóða árið fyrir kosningar til þess eins að tryggja sér atkvæði. Því er það rökrétt að leggja til hliðar núverandi kjör- dæmaskipan og taka upp eitt kjör- dæmi; kjördæmið Island. Það kemur sífellt betur í ljós að hagsmunir suðvesturhomsins eru fjarri því að öll þjóðin flytji þangað. Þar á bæ verður atvinnuleysi meira og meira vandamál; uppbygging skóla- og heilbrigðiskerfisins hefur ekki undan, að ekki sé talað um fé- lagslega þjónustu og leigumarkað- urinn er ofþaninn. Það er öllum til góðs að jafnvægi skapist. En við ná- um því ekki meðan við kljúfum þjóðina í tvennt og skoðum helm- inginn sem eitt allsherjar vonlítið vandamál. Við erum nú að ganga til nýrrar aldar sem knýr okkur til nýrrar og ferskrar hugsunar. Með því að skapa einfaldar og hvetjandi leikreglur munum við hætta að skoða vandamál en í stað þess ein- beita okkur að tækifærunum. Höfundur er hótelsljóri á Húsavík. Fyrir árið 2000 KERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 -Sími 568 8055 www.treknet.is/throun Skýrsla Aflvaka Reykjavíkur NÝLEGA sendi Afl- vaki Reykjavíkur frá sér skýrslu um framlög ríkisvaldsins til höfuð- borgarsvæðis og lands- byggðar. Markmið skýrslunriar á að vera að skilgreina umfang ríkisframlaga sérstak- lega út frá sjónarhóli höfuðborgarsvæðisins, athuga með hvaða hætti jöfnunaraðgerðir af ýmsum toga eru í þágu landsbyggðarinnar á kostnað höfuðborgar- svæðisins og athuga að hvaða leyti höfuðborg- arsvæðið nýtur sér- stöðu sinnar sem miðstöð stjórn- sýslu. Til hvers er skýrslan unnin? Þegar skýrslur sem þessi eru unnar og niðurstöður hennar lagðar fram verður að spyrja sig að því til hvers slík skýrsla sé unnin. Það liggur ljóst fyrir í mínum huga að hér er ekki um að ræða leit að ein- hverjum absolut sannleika heldur er skýrslan unnin sem liður í því að bæta áróðursstöðu höfuðborgar- svæðisins gagnvart fjárveitingum af hálfu stjórnvalda. Sá tónn er sleg- inn í skýrslunni að gríðarlegum fjármunum sé stefnt út um land í óarðbæra hluti í stað þess að nota þá skynsamlega á höfuðborgar- svæðinu. Eins og þegar hefm* verið rakið í fjölmiðlum þá er í skýi*slunni mikið af einkennilegum staðhæfing- um, t.d. eins og það sé sérstakur stuðningur við landsbyggðina ef Landsbankinn lánar meira til ein- hvers svæðis en sem nemur innlán- um. Sagt er að mikill eðlismunur sé á þeim framlögum sem renna til höfuðborgarsvæðisins og þeim beinu styrkjum sem renna til lands- byggðarinnar. Spyi’ja má t.d. hvort fjárveitingar til landbúnaðarmála gagnist einvörðungu þeim sem búa á landsbyggðinni. Hvað með neyt- endur sem neyta matvælanna? Hvað með þá grundvallarkröfu hvers þjóðfélags að vera sjálfu sér nógt með helstu matvæli vegna ör- yggissjónarmiða? Eru framlög til vegamála út um land eingöngu styrkur til viðkomandi landssvæðis. Gagnast vegir um landið höfuðborg- arsvæðinu yfir höfuð ekki? Það verður að segja það eins og það er að hér er slegið á nýjar nótur í um- ræðunni landsbyggð-höfuðborgar- svæðið. Þyngd skýrslunnar væri kannske ekki eins mikil ef hún væri unnin af einhverri stofnun úti í bæ og tengdist borginni ekki á neinn hátt, en því er ekki fyrir að fara. Sveitarstjórnarmenn á höfuð- borgarsvæðinu hafa löngum þvegið hendur sínar af því að kynda undir togstreitu milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Það er hinsvegar alveg Ijóst í mínum huga að þegar umræðan er færð inn á nýjar braut- ir, eins og gert er með umræddri skýrslu, þá verður landsbyggðin að ná vopnum sínum og snúast til varnar. Hér er greinilega um vax- andi átök að ræða milli höfuðborgar og landsbyggðar vegna síminnkandi fjármuna sem veittir ei*u af fjárlög- um til framkvæmda og ýmissar starfsemi á vegum ríkisins og í því skyni er oft háð hart áróðursstríð í fjölmiðlum. Það var t.d. æði oft í haust sem ljóta glugganum í Borg- arspítalanum brá fyrir í sjónvarps- fréttunum svo eitt nærtækt dæmi sé nefnt. Eg hef t.d. ekki séð sjúkrahúsi Akureyrar vera sinnt á viðlíka hátt enda þótt fjárhagsörð- ugleikar þeirrar stofnunar séu einnig miklir. I stórum dráttum má segja að sú mynd sem dregin er upp af heilbrigðiskerfinu í fjölmiðl- um er á þann veg að illa sé farið með fjármuni sem lagðir eru í heilsugæslu á landsbyggðinni, með- an sambærilegum stofnunum á höfuð- borgarsvæðinu sé svo þröngur stakkur skor- inn að starfsfólkið neyðist til að vera í lopapeysum í vinnunni svo það farist ekki úr kulda. Hér er einungis nefnt eitt nærtækt dæmi en af nógu er að taka í þessum efnum ef út í það væri farið. Síð- an vantar eitt grund- vallaratriði í skýrsluna en það er hvaðan það fjármagn er upprunnið sem ríkisvaldið hefur til ráðstöfunar. Hvaðan koma gjaldeyristekjumar? Hvar á verðmætasköpunin sér stað? Hvað getur landsbyggðin gert? Meginaðsetur opinberrar stjórn- sýslu ríkisvaldsins er á höfuðborg- arsvæðinu. Nýlega sendi Afl- vaki Reykjavíkur frá sér skýrslu sem Gunnlaugur Júlíus- son telur um margt athyglisverða. Embættismenn stjórnkerfisins hugsa og starfa út frá viðhorfum þess samfélags sem þeir lifa og hrærast í og ákvarðanataka dregur dám af því. Til þess að samfélagið sé í þokkalegu jafnvægi, þá þurfa hlutföllin milli dreifbýlis og þéttbýl- is að vera af ákveðnum toga. Það má segja að hérlendis séu þessi hlutföll að verða á þann hátt að þró- unin er að verða illviðráðanleg. Það er því ljóst í mínum huga að lands- byggðin þarf að fara að koma fram í einu lagi í þessari umræðu til þess að gæta hagsmuna sinna. Það hefur verið ráðinn „lobbyisti" af minna til- efni til að gæta hagsmuna lands- byggðarinnar og berjast fyrir hags- munum hennar innan stjórnkerfis- ins. A þann hátt væri hægt að fylgjast með reglugerðum, laga- setningu og stjórnvaldsaðgerðum sem hafa áhrif á þróun atvirinu- möguleika og stöðu atvinnulífs á landsbyggðinni. Á þetta kannske að vera eitt af hlutverkum Byggða- stofnunar? Á hvern hátt sem það yrði gert, þá verður landsbyggðin að gæta hagsmuna sinna sem heildar hvað varðar ákveðna hluti. I þessu sambandi veltir maður fyr- ir sér hlutverki Samkeppnisstofn- unar. Hennar hlutverk hefur fyrst og fremst verið að gæta hagsmuna einkaaðila gagnvart stofnunum og fyrirtækjum sem opinberir aðilar hafa hönd í bagga með. En hvað með landsbyggðina og samkeppn- isstöðu fyrirtækja þar gagnvart höfuðborgarsvæðinu? Hvað með álagningu virðisaukaskatts á flutn- inga vöru út um land? Veikir þessi skattlagning ekki samkeppnisstöðu verslana úti á landi gagnvart versl- unum á höfuðborgarsvæðinu? Er það ekki brot á samkeppnislögum? Hvað með símakostnað? Það er verið að halda því fram að fjar- vinnsla sé dæmigerður rekstur sem geti verið hvar sem er á land- inu? En er von til að hann geti þrif- ist út um land þegar símakostnað- ur samsvarandi tölvufyrirtækis er 5-6 sinnum hærri í Neskaupstað en Reykjavík, eins og kom fram í umræðum á Alþingi um daginn. Er þetta ekki mismunur á samkeppn- isstöðu fyrirtækja og landshluta fyrir atbeina ríkisvaldsins? Raforkuverð á landsbyggðinni mun hækka um áramótin en þá lækkar það í Reykjavík vegna þess að Reykjavíkurborg getur greitt nið- Gunnlaugur Júlíusson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.