Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 41 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. GOÐÆRIS- ÁÆTLANIR AATVINNULEYSIS- og samdráttarárum, sem gengu yfir þjóðarbúskapinn á fyrri hluta líðandi áratugar, sáu sveitarfélögin sig knúin til að ráðast í fjárfrek „átaks- verkefni“ - til að mæta brýnni atvinnuþörf. Þverpólitísk samstaða var um þessi viðbrögð. Þau veiktu á hinn bóginn fjárhagslega stöðu sveitarfélaganna, einkum hinna stærri, með og ásamt veltu- og tekjusamdrætti þessara kreppuára. Nú er öldin önnur. Atvinnleysi hefur farið síminnkandi hin seinni árin. Mikill hagvöxtur hefur og skilað hagkerf- inu nálægt þeim mörkum sem samrýmst getur áframhald- andi og viðvarandi stöðugleika í verðlagsmálum. Það er fátt mikilvægara við þessar aðstæður en að hemja útgjöld ríkis og sveitarfélaga; skila fjárhagsáætlunum - og opin- berum rekstri á heildina litið - með umtalsverðum rekstrar- afgangi. Það þarf m.ö.o. strangt aðhald í opinberum rekstri og í peningastefnu til að verja stöðugleikann í þjóðarbúskapn- um og samkeppnisstöðu íslenzkra atvinnuvega. Það var ógn við þennan stöðugleika, segir í haustskýrslu Seðla- banka íslands, sem hvatti bankann til að hækka vexti í september 1996. í kjölfarið jókst munur á innlendum og erlendum vöxtum. Hann olli vaxandi gjaldeyrisinnstreymi, sem síðan leiddi til hækkunar á gengi krónunnar. Aftur greip bankinn til aðhaldsaðgerða í nóvembermánuði sl., enda áhrif á vaxtamun og gengi fyrirséð. Aukinn vaxta- munur og hækkandi gengi skekkja síðan samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja. I forystugrein íslenzks iðnaðar, fréttabréfs Samtaka iðnaðarins, segir að fyrrnefndar að- gerðir Seðlabankans „hefðu verið óþarfar ef nægu aðhaldi hefði verið beitt í fjármálum ríkis og sveitarfélaga". í ljósi framansagðs ber að fagna því að bæði ríkissjóður og borgarsjóður stefna að því að skila nokkrum tekjuaf- gangi á næsta ári, samkvæmt frumvarpi til fjárlaga og fjárhagsáætlun borgarinnar 1998. Þessi afgangur mætti þó vera mun meiri, bæði með hliðsjón af stórauknum skatt- tekjum, sem fylgja uppsveiflu í þjóðarbúskapnum, sem og mikilvægi þess að vinna gegn þensluáhrifum. Þannig er gert ráð fyrir því að skatttekur Reykjavíkurborgar hækki um hvorki meira né minna en 1.190 milljónir króna á næsta ári, miðað við áætlaða útkomu líðandi árs, og verði langleiðina í 16 milljarðar króna það árið. Þrátt fyrir mikl- ar launahækkanir, sem nýsamið hefur verið um, ætti tekju- auki af þessari stærðargráðu að auðvelda mjög hallalausan borgarbúskap á komandi ári. Það er á hinn bóginn ekki hægt að horfa fram hjá að- finnslum minnihluta borgarstjórnar, þess efnis, að mark- miðinu með hallalausri fjárhagsáætlun þessa árs hafi ver- ið náð með því að tekjufæra hjá borgarsjóði andvirði 1.100- 1.200 íbúða í eigu borgarinnar, sem nýtt hlutafélag, alfar- ið í eigu borgarinnar, er látið leysa til sín á pappírum. Þessi gjörningur hefur að sjálfsögðu „bætt“ verulega skuldastöðu borgarsjóðs. Getur til dæmis, svo hliðstæðu sé leitað, hlutafélag, skráð á Verðbréfaþingi, stofnað dótt- urfyrirtæki, yfirfært á það hluta eigna og tekjufært hjá sér meint andvirði þeirra til að styrkja eigin stöðu? Styrkti það markaðsstöðu fyrirtækisins? Eða yrði á það litið sem sjónarspil? íslenzkt atvinnu- og efnahagslíf hefur rétt myndarlega úr kútnum hin síðari árin. Það er meginástæða tekjuauka og bættrar stöðu bæði ríkissjóðs og borgarsjóðs. Ríki og sveitarfélög verða á hinn bóginn að ganga hægt um gleð- innar dyr. Það er ekki sízt hagur hins opinbera að sporna gegn þenslu í þjóðarbúskapnum og forða því að hagkerfið ofhitni. Ef innlendur kostnaður hækkar að ráði, umfram erlendan, versnar samkeppnisstaða atvinnuveganna á nýj- an leik. Og veikari samkeppnisstaða rýrir almennt atvinnu- öryggi og tekjustofna ríkis og sveitarfélaga, eins og gerð- ist á tímum „átaksverkefna“ í byrjun áratugarins. Tekjuauka hins opinbera, sem uppsveiflan skapar, á að nýta til að greiða niður opinberar skuldir - og hafa borð fyrir báru á siglingu þjóðarskútunnar inn í nýja öld. Það á ekkert síður við um Reykjavíkurborg og hin stærri sveit- arfélög önnur en ríkisbúskapinn. í ljósi þess að samneyzl- an hér á landi tekur þegar um 21% af landsframleiðslu [þ.e. 108 milljarða króna af 514] á móti 16% að meðaltali í OECD-ríkjum er það engin goðgá að nýta góðærið til að styrkja stöðugleikann í samfélaginu og létta á skulda- byrði þess. Og það á að gera með trúverðugum hætti en ekki sjónarspili. Kirkjubæj arstofa á Klaustri Eflir rann- sóknir og þjónar ferðafólki Kirlqubæj arstofa vinnur að eflingu rannsókna Morgu nbl aðið/R AX KIRKJUBÆJARSTOFA hefur til afnota Gamla gistihúsið á Kirkju- bæjarklaustri. Hér er Helga Guðmundsdóttir í sýningarsalnum á efri hæð hússins en þar hefur verið komið upp sýningu á eyðingar- öflum og uppgræðslu. á náttúru héraðsins, sögu og menningu og að koma upplýsingum á framfæri við ferða- fólk. Framkvæmdastjórinn segir Helga Bjamasyni að ferðafólk sýni áhuga á þessu starfi og vísindamenn sjái þama vettvang til að koma störfum sínum á framfæri á óhefðbundinn hátt. KIRKJUBÆJARSTOFA tók til starfa á Kirkjubæjar- klaustri í hau^t. Starf stofnunarinnar hefur farið vel af stað, að sögn Helgu Guðmunds- dóttur verkefnis- og framkvæmda- stjóra. Starfið beinist að því að efla rannsóknir á náttúru byggðarinnar og sögu og menningu fólksins sem þar hefur búið og að veita ferðafólki upplýsingar um þessa þætti. „Þetta er gamall draumur, sérstak- lega heimamanna og vísindamanna sem töldu þörf á héraðsvettvangi til rannsókna og að gera héraðið og náttúru þess aðgengilega fyrir gesti þess og heimafólk," segir Helga Guð- mundsdóttir. Hún segir að það hafi ekki síst verið fyrir elju Jóns Helga- sonar á Seglbúðum, fyrrverandi ráð- herra, að farið var að hreyfa málinu fyrir alvöru í lok síðasta árs. Skaftár- hreppur ákvað að taka þátt í upp- byggingunni og Jón sótti um styrk til Rannsóknarráðs íslands (Rannís). Byggði hann umsókn sína á nýlegri skýrslu þar sem fram kom að þörf væri á betri tengslum milii ferðaþjón- ustunnar og náttúru landsins og bauðst til að taka þetta verkefni að sér. Helga segir að Rannís hafi veitt nokkru fé til málsins svo og Fram- leiðnisjóður landbúnaðarins. Með því hafi verið kominn nauðsynlegur bak- hjarl til þess að hefjast handa við rannsóknaverkefnið. Bakhjarl Kirkjubæjarstofu Upphaf starfs Kirkjubæjarstofu var síðan markað í mars síðastliðnum. Annars vegar með ráðstefnu um nátt- úrufar og lífríki Skaftárhrepps og hins vegar með stofnun sjálfseignar- stofnunarinnar Kirkjubæjarstofu. Auk hreppsins standa að félaginu ýmsar stofnanir og samtök í héraði. Sjálfseignarstofnuninni er ætlað að vera bakhjarl verkefnisins og hefur hún tekið á leigu Gamla gistihúsið á Kirkjubæjarklaustri og endurnýjað hluta þess fyrir starfsemi Kirkjubæj- arstofu. Helga Guðmundsdóttir var ráðin verkefnisstjóri rannsóknaverkefnisins til þriggja ára frá 1. júlí og síðar einn- ig framkvæmdastjóri Kirkjubæj- arstofu. Stofan var opnuð við hátíð- lega athöfn 4. september. Helga kemur frá Kaupmannahöfn þar sem hún hefur verið við nám og störf í nitján ár. Hún er tölvu- og rekstrarhagfræðingur frá Verslunar- háskólanum í Höfn en er einnig með BA-próf í íslensku og dönsku. Und- anfarin þijú ár hefur hún verið mark- aðs- og sölustjóri ferðaþjónustufyrir- tækisins In Travel Scandinavia og áður menningar- og upplýsingafull- trúi í Húsi Jóns Sigurðssonar. Náttúra og fólk Upphaflegur tilgangur rannsókna- verkefnisins og Kirkjubæjarstofu var að efla rannsóknir á náttúru héraðs- ins og nýta niðurstöðurnar í þágu ferðaþjónustu. Helga telur hins vegar mikilvægt að sinna jafnframt sögu og menningu héraðsins. „Það er mín skoðun að náttúran hafi lítið gildi nema í henni sé fólk,“ segir Helga um þetta atriði. „Saga fólksins sem búið hefur á þessum slóðum er merk og nátengd mótun náttúrunnar. Þetta þarf allt að skoða saman, náttúruna og sögu fólksins og menningu, enda styðja þessir þættir hver annan.“ Unnið verður að verkefnum stof- unnar með margvíslegum hætti. Rannsóknirnar verða unnar í sam- vinnu við ýmsar stofnanir og hefur verið sett á stofn ráðgjafarnefnd til að efla tengslin. Þ_ar eiga sæti fulltrú- ar frá Háskóla íslands og ýmsum stofnunum hans, Landgræðslu ríkis- ins, Náttúrufræðistofnun íslands, Náttúrufræðistofu Suðurlands, Nátt- úruvernd ríkisins, Orkustofnun, Nor- rænu eldíjallastöðinni, Landsvirkjun, Byggðastofnun, Umhverfisráðuneyt- inu, Veðurstofu íslands, Ferðamála- ráði og Þjóðminjasafni Islands. „Ég er mjög ánægð með það hvern- ig til tókst við skipan ráðgjafarnefnd- arinnar, þar er margt af okkar fær- asta vísindafólki. Mér fannst sérstak- lega forvitnilegt að athuga hvort vís- indamenn hefðu áhuga á að sinna ferðafólki, beint eða óbeint. í ljós kom að þeir vilja njóta skilnings almenn- ings á starfi sínu og sjá á svona stað vettvang til að koma störfum sínum á framfæri á annan hátt en í vísinda- tímaritum, á ráðstefnum og á annan hefðbundinn hátt. Þetta fyllti mig trausti á því að við værum á réttri leið,“ segir Helga. Ætlunin er að safna þeim gögnum sem til verða við rannsóknir sem Kirkjubæjarstofa stendur að og koma þeim á framfæri á áhugaverðan hátt við gesti staðarins. Settar verða upp sýningar í stofunni og haldin fræðslu- erindi og vonast Helga tii að unnt verði að fá aukið pláss fyrir sýningar og rannsóknir á neðri hæð hússins. Eldvirkni undir Vatnajökli í starfsáætlun er gert ráð fyrir að á næsta ári verði unnið að rann- sóknum og kynningu á eldvirkni undir Vatnajökli, meðal annars tengsl við Skaftáreldasvæðið. Árið 1999 verður síðan unnið að rannsóknum á kristni- og klaustursögunni. ÁHERSLA hefur verið lögð á uppbyggingu ferðaþjónustu á Kirkju- bæjarklaustri og nágrenni í stað samdráttar í landbúnaði í hérað- inu. Samgöngumál og flutningar virðast vera ofarlega í huga þessa unga borgara. Rannsóknir á eldvirkni undir Vatna- jökli eru afar nærtækar og geta skipt héraðið miklu máli, ekki síst í ljósi kenninga vísindamanna um að elds- umbrotin þar á síðasta ári kunni að marka upphafið að virku eldsum- brotatímabili. Náttúruöflin hafa frá öndverðu mótað náttúru og mannlíf þessa hér- aðs. Helga segir að full ástæða sé til að nota þessa atburði til að vekja umræður um málið. Stefnir hún að því að hefja verkefnið með ráðstefnu fyrir almenning í byijun ársins. Þar verður ijallað um eldvirkni undir jökli og opnuð sýning sem tengist umfjöll- unarefninu. Kristni- og klaustursagan Síðara verkefnið, kristni- og klaustursagan, tengist Kirkjubæjar- klaustri einnig á sterkan hátt eins og nafn staðarins er til vitnis um. Þar var nunnuklaustur af Benedikts- reglu frá því í lok tólftu aldar og fram til siðaskipta. Fjöldi örnefna í ná- grenni staðarins tengist klaustursög- unni. Séra Jón Steingrímsson var sóknarprestur byggðarinnar þegar Skaftáreldar brunnu 1783 og trúðu menn því að hann hefði stöðvað hraunrennslið í farvegi Skaftár vest- an Systrastapa með ræðu sem hann hélt við hina svokölluðu eldmessu í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri 20. júlí 1783. Á Klaustri er nú minning- arkapella um séra Jón Steingrímsson. Reynt hefur verið að finna rústir klaustursins með mælingum og hefur komið í ljós að þær eru ekki undir svokölluðum Klausturhól eins og margir töldu. Helga Guðmundsdóttir hefur áhuga á að rústirnar verði stað- settar og að í samvinnu við Þjóðminja- safn íslands verði hafinn könnunar- uppgröftur á árinu 1999. Telur hún að það gæti fallið vel að undirbúningi kristnitökuhátíðarinnar árið 2000. Árið áður verða hátíðir um allt land til undirbúnings og telur Helga gott að geta fellt starf Kirkjubæjarstofu að héraðshátíð á Kirkjubæjarklaustri. Breytingar á þörfum ferðafólks Starf Kirkjubæjarstofu er beinlínis tengt uppbyggingu ferðaþjónustu í héraðinu og er ætlað að vera lyfti- stöng fyrir atvinnulífið. Vegna sam- dráttar í landbúnaði þarf að efla nýj- ar atvinnugreinar. I Skaftárhreppi hefur verið lögð áhersla á ferðaþjón- ustu með góðum árangri. Nýtt hótel er á Kirkjubæjarklaustri og nokkrir bændur í nágrenninu bjóða einnig upp á gistingu. Helga segir að mjög vel sé séð fyrir þeim þætti. „Ég verð var við væntingar hjá fólki um að starf Kirkjubæjarstofu geti stutt þetta starf. Ekki er nóg að bjóða gistingu, það þarf að glæða innihald ferðarinn- ar lífi. Ég þekki það úr mínu fyrra starfi þar sem ég vann að ferðamálum á alþjóðlegum markaði að fólk er sí- fellt forvitnara um umhverfi staðanna sem það heimsækir. Það hefur orðið til þess að áherslur hafa breyst, ein- staklingsferðum hefur fjölgað á kostnað andlitslausra hópferða. Fólk fer oftar og í styttri ferðir, staldrar lengur við og vill kynnast staðnum nánar. Það er von okkar að starfsemi Kirkjubæjarstofu verði til þess að fólk staldri lengur við hér á Kirkju- bæjarklaustri," segir Helga. Hún telur að Kirkjubæjarstofa geti skapað skilyrði til lengingar hins eig- inlega ferðamannatíma sem hún telur mikilvægt. „Við búum við góðar sam- göngur og þjónustu og það er mikil- vægt fyrir þá sem starfa við ferða- þjónustu að fá gesti fram eftir hausti og einnig fyrr á vorin.“ Framboð og eftirspurn Frá því Kirkjubæjarstofa var opn- uð, í byrjun september, hafa 400 gestir komið þangað. Telur Helga það gott þar sem hún var opnuð eftir lok hefðbundins ferðamannatíma. Við opnunina var sett upp lítil sýning sem nefnist Eyðing og uppgræðsla og tengist meðal annars eldsumbrotun- um í Vatnajökli. „Fólk kemur gjarnan hingað til að skilja það sem það sér á Skeiðarársandi." Fyrirhugað er að skipta reglulega um sýningar svo fólk geti komið þangað sem oftast. Helga Guðmundsdóttir telur að við- brögð gestanna sýni að eftirspurn sé eftir þessari þjónustu. Og áhugi vís- indamannanna sýni að framboðið sé jafnframt fyrir hendi. Ástæða til bjartsýni ísraelar og Palestínumenn gera sér grein fyr- ir að framtíð þeirra byggist á því að þeir geti unnið saman, segir Cameron Hume, ný- skipaður sendiherra Bandaríkjanna í Alsír, í samtali við Steingrím Sigurgeirsson. Það gefi ástæðu til bjartsýni varðandi framhald friðarumleitana í Mið-Austurlöndum. Morgunblaðið/Ásdís CAMERON Hume, nýskipaður sendiherra Bandaríkjanna í Alsír. CAMERON Hume, nýskipað- ur sendiherra Bandaríkj- anna í Alsír, var áður yfir- maður stjórnmáladeildar fastanefndar Bandaríkjanna hjá Sam- einuðu þjóðunum í New York. Þar var hann náinn samstarfsmaður Madel- eine Albright meðan hún var sendi- herra Bandaríkjanna hjá SÞ, en hún gegnir nú starfi utanríkisráðherra. Átök í Mið-Austurlöndum hafa á undanförnum áratugum oftar en ekki átt rætur sínar að rekja til deilna Isra- els og arabískra nágrannaríkja þess. Bandaríkjastjórn hefur löngum verið einn tryggasti stuðningsmaður ísra- ela í þessum deilum. Þegar Hume er spurður um hvort hann telji að sá stuðningur muni verða óhaggaður á næstu árum segir hann ísrael sem ríki að mestu leyti reiða sig á sjálft sig. „Israel á ekíd bandamenn í þeim skilningi. Samband ísraels og Banda- ríkjanna má rekja til kaldastríðsár- anna og byggist að mestu leyti á sameiginiegum hagsmunum og við- horfum. Við höfum um langt skeið reynt að hnika friðarviðræðum í Mið- Austurlöndum áfram og það sem nú er verið að gera má rekja um fimm ár aftur í tímann til Madrid-fundar- ins. Það hafa verið hæðir og lægðir í þessu ferli og margvíslegur árangur hefur náðst, t.d. Óslóar-samkomulag- ið. Undanfarin tvö ár hafa hlutirnir hins vegar ekki gengið snurðulaust fyrir sig. Ofbeldi á Vesturbakkanum hefur aukist og spenna hefur verið i ísraelskum stjórnmálum. Hins vegar sjáum við nú að báðir aðilar eru reiðu- búnir að halda áfram fram á veginn. Líkt og svo oft vill verða, þegar sam- skipti af þessu tagi þroskast, gera deiluaðilar sér grein fyrir að þeir eiga ekki annarra kosta völ en að taka skrefin fram á við í sameiningu. Það gefur grundvöll til bjartsýni." Reglulega er um það rætt að friðar- umleitanir séu í uppnámi og hætta á að þær fari í súginn. Hume segir að diplómötum sé meinilla við að líta svo á að hlutir séu að fara út um þúfur. „Við leggjum mikið á okkur og þrátt fyrir þá erfiðleika sem hafa verið til staðar gera Israelar og Palestínu- menn sér grein fyrir að framtíð þeirra byggist á því að þeir geti átt sam- skipti hvorir við aðra. Það þýðir hins vegar ekki að áframhaldandi friðar- umleitanir muni ganga átakalaust fyrir sig. En þar sem það er engum í hag að þær fari út um þúfur ættum við að geta komist hjá því að það gerist.“ En þrátt fyrir að hlutirnir mjakist áfram hlýtur ekki einhvern tímann að koma að því að taka verði afstöðu til spurningarinnar um sjálfstætt ríki Palestínumanna? Slíkt ríki sé endan- legt markmið Palestínumanna en að sama skapi hafi ísraelsstjórn lýst því yfir að hún muni aldrei sættast á að til þess verði stofnað. „í samningavið- ræðum lýsa menn yfir ýmsu varðandi það hvað komi til greina og hvað komi ekki til greina. Það er hægt að finna mýmörg dæmi um að menn hafi lýst því yfir að eitthvað komi aldrei til greina en síðan hafi þeir framkvæmt það að lokum. Það er eðlilegt að menn snjði sér ákveðinn ramma í viðræðum. ísraelar gera sér grein fyrir að þeir verða að geta átt í samskiptum við aðila sem getur stað- ið við skuldbindingar á sviði öryggis- mála. Frá okkar sjónarhóli séð, sem sáttasemjara í deilunni, skiptir minna máli hvað sá aðili er kallaður en að hann geti staðið við skuldbindingar sínar.“ Saddam og Bandaríkin Undanfarin ár hefur Saddam Hus- sein gegnt hlutverki „Ijóta kallsins" á alþjóðavettvangi. Telur Hume að það hversu langt sú persónugerving hefur gengið geri að verkum að Bandaríkin og Irak muni undir eng- um kringumstæðum geta átt eðlileg samskipti fyrr en Saddam sé horfinn af vettvangi? „Ég held að þetta snú- ist ekki eingöngu um Saddam og Bandaríkin. Þegar hann réðst inn í Kúveit snerist allur heimurinn gegn honum. Hann þarf að gera upp sakir við hið alþjóðlega samfélag og standa við þær samþykktir er gerðar voru í tengslum við vopnahléið. Síðasta vor flutti Albright ræðu þar sem hún dró í efa að hann myndi nokkurn tímann standa við þær skuldbindingar. Ég held að við værum öll betur sett ef hann gerði það. Bandaríkin vona að sú verði raunin og að stjórn hans muni í framtíðinni ekki búa yfir getu til að framleiða kjarnorkuvopn." Hume segir að Bandaríkin hafi ekki haft það að markmiði _að skipta sér af innanríkismálum íraks en dregið í efa að írak undir stjórn Sadd- ams Husseins væri reiðubúið að standa við þær lágmarkskröfur sem gerðar væru til ríkja í alþjóðlegum samskiptum. En hvað gerist í írak eftir að Sadd- am fer frá, jafnvel eru til kenningar um að brotthvarf hans muni leiða tii þess að landið liðist i sundur? „Þetta er flókið mál. Annars vegar er til staðar stór, vel menntuð millistétt í Irak sem gæti orðið uppistaða lýð- ræðislegs þjóðfélags. Érá því írak öðlaðist sjálfstæði hefur þessi þjóðfé- lagshópur hins vegar ekki fengið tækifæri til að gegna því hlutverki. Hið pólitíska vald hefur verið í hönd- um kjarnaflokks, Baath-flokksins, hersins og ekki síst ættbálks_ sem Saddam er hluti af. Meirihluti íraka hefur því aldrei átt aðild að stjórn landsins. Auðvitað vonum við að hægt verði að koma á lýðræðislegu þjóðfélagsskipulagi í írak.“ Hume segir vissulega hægt að ímynda sér að írak liðist í sundur. Rétt eins og Bandaríkin voru því andsnúin að Kúveit yrði máð út af kortinu segir hann líklegt að j)au muni setja sig upp á móti því að Irak hverfi. „Besti kosturinn væri að írak myndi taka jákvæðan þátt í uppbygg- ingu og stjórnun þessa heimshluta. Upplausn ríkja gengur yfirleitt ekki hljóðalaust fyrir sig og því er best ef hægt er að koma í veg fyrir slíkt.“ Hann segir að til skemmri tíma litið bendi fátt til að Saddam verði steypt af stóli. Til lengri tíma litið sé heldur ekki hægt að sjá að miklar líkur séu á að helstu andstæðingar hans, sem séu annaðhvort Kúrdar eða Shía-múslimar, hafi uppi áform um eða getu til að sundra ríkinu. Heildstæð stefna Þær raddir hafa heyrst að vegna þess hve mikla áherslu Bandaríkin leggi á að írak verði sér ekki úti um gjöreyðingavopn hafi þau ekki ein- beitt sér í nægum mæli að þeirri hættu er stafí af íran í þessum efn- um. Hume segir aðspurður um þessi sjónarmið að Bandaríkin séu að hans mati eina vestræna ríkið er hafi heild- stæða stefnu er beinist að báðum þessum ríkjum. „Evrópsk vinaríki okkar hafa átt erfitt með að móta eindregna stefnu er nær til írans jafnt sem íraks. Telji þau sig búa yfir betri lausn er nær til ríkjanna beggja myndum við gjarnan vilja sjá hana.“ Vandinn við að samræma stefnu Bandaríkjanna og Evrópu gagnvart íran og Irak segir Hume vera gott dæmi um þann vanda sem stjórnar- erindrekar standi ávallt frammi fyrir. „Frá okkar sjónarhóli er íran ríki er hefur stutt við bakið á hryðjuverka- mönnum. Það var staðfest með dómi í Þýskalandi nú fyrir skömmu. Sá dómur kom okkur ekki í opna skjöldu. Hins vegar virðist hann hafa komið sumum Evrópuríkjum á óvart. Við höfum fylgt þeirri stefnu að eiga ekki viðræður við írana nema horfið verði frá þessari stefnu. í Evrópu eru hins vegar margir á því að árangurs- ríkara væri að leysa þessi mál með samskiptum og viðræðum. Það má að sama skapi nefna dæmi þar sem við teljum samskipti bestu lausnina en Evrópa vill einangrun. Skýrasta dæmið þessa stundina er líkiega hin nýja stjóm í Kongó. Við höfum viljað viðræður við stjómina til að þoka mannréttindamálum áfram en af- staða Evrópuríkja hefur verið sú að loka beri á samskipti þar til rannsókn á mannréttindabrotum hafí átt sér stað.“ íslam ekki ógn Mið-Austurlönd hafa verið einn eldfimasti hluti heims um nokkurt skeið og kenningar verið uppi um að íslam sé skæðasta ógnin er Vest- uriönd standi frammi fyrir eftir að kommúnisminn gufaði upp. Þessu er Hume ósammála. „Ég lít ekki á íslam sem ógn. Á Vesturlöndum höfum við haft tvö þúsund ár til að finna jafn- vægi milli kristinnar trúar og ann- arra þjóðfélagsþátta á borð við stjórn- mál. Oll vestræn ríki hafa gengið í gegnum erfið tímabil hvað þetta varðar í sögunni. í mörgum ríkjum múhameðstrúarmanna hefur ekki verið tekið á því hvernig aðlaga eigi trúna nútímanum og hvemig stjórn- un samfélagsins tryggi best almanna- hag. Eflaust mun það taka einhvern tíma áður en þau finna öll leið er hentar þeirra menningu. Við eigum að sýna þessu skilning en ekki al- hæfa um múhameðstrú." Hume heldur í næstu viku til Alsír þar sem hann tekur við stöðu sendi- herra Bandaríkjanna. Hvernig líst honum á starfið í ljósi þeirra blóðugu átaka sem átt hafa sér stað í landinu undanfarin ár? „Þetta starf krefst hógværðar. Maður verður að gera sér grein fyrir að ekki eru til einfaldar lausnir við öllum vandamálum. Hins vegar er hægt að hugga sig við að þegar átök eiga sér stað í þjóðfélagi eru breytingar að eiga sér stað. Við eigum því að velta fyrir okkur hvern- ig við getum haft áhrif á þær breyt- ingar. Þá orku sem leysist úr læðingi við átök má oft beisla. Ég vil nefna dæmi. Á undanförnum fimm árum hafa 120 blaðamenn verið myrtir við störf sín í Alsír, helmingur þeirra alsírskur. Þarna hafa því sextíu blaðamenn verið reiðubúnir að fóma Iífi sínu til að sannleikurinn næði fram að ganga. Þjóðfélag þar sem má finna sextíu einstaklinga sem eru reiðubúnir að færa slíka fórn er ekki samfélag án vonar. Svipuð dæmi mætti taka af Alsírbúum er hafa hætt lífi sínu til að hafa afskipti af stjómmálum." En hvaða hlutverki telur Hume að Bandaríkin og önnur ríki geti gegnt við að fínna lausn á átökunum í Als- ír og telur hann hættu á að þau breið- ist út til fleiri Norður-Afríkuríkja? „Ég tel ekki hættu á að þau breiðist út. Þetta er innanríkismál sem rekja má til aðstæðna innan þessa ríkis. Spurningin um múhameðstní og að- lögun að nútimanum er almennara eðlis og hvert ríki mun taka á henni á sinn hátt. Við verðum að gera okk- ur grein fyrir að þetta sé alsírsk deila sem Alsírbúar verða að finna lausn á. Ef hinar stríðandi fylkingar vilja setjast niður má hins vegar spyija hvort einhveijum beri ekki að skýla þeim með regnhlíf. Þá má velta því fyrir sér hvort hægt sé að hvetja menn til að koma sér fyrir undir regn- hlífinni og sýna fram á að það geti verið árangursríkt og að hægt sé að finna iausn á málum.“ Treg til valdbeitingar Það er óumdeilanlegt að Bandarík- in eru eina risaveldið í heiminum eft- ir upplausn Sovétríkjanna. Bandarík- in hafa hins vegar verið treg til að beita valdi sínu, nema beinir banda- rískir hagsmunir séu í húfi. Janframt hafa þau stundum verið gagnrýnd af öðrum ríkjum þegar þau hafa beitt afli sínu. Hume segir að menn eigi að fagna því hversu treg Bandaríkin séu til að nýta aflsmuni sína. „Ég held að sögulega séð séu fá dæmi um jafnöflugt ríki er hafi verið jafn- tregt til að beita afli sínu og Banda- ríkin eru. Stundum hefur valdbeiting af hálfu Bandaríkjanna verið gagn- rýnd á þeim forsendum að ekki hafi verið haft nægilegt samráð við önnur ríki. Það getur verið að staða okkar sem eina risaveldisins kalli fram nei- kvæð viðbrögð." Hume teiur aðspurður ekki hættu á að deilur á borð við þær sem urðu á leiðtogafundi NATO í Madrid í sumar um stækkun bandalagsins muni leiða til spennu milli bandalags- þjóðanna. „Það hefur verið árviss atburður í kringum jólin undanfama fjóra áratugi að greinar hafi birst í blöðum um erfiðleikana innan Atl- antshafsbandalagsins og að það sé að liðast í sundur. Ég held að grein- arnar í ár verði jákvæðari en oft áður. Að mínu mati gengur samstarf- ið vel og það hefur tekist vel að greiða úr ágreiningsefnum á undanförnum árum.“ NATO sé pólitískt bandalag með hernaðarívafi og sú ákvörðun að stækka bandalagið byggist á því að nú sé fleiri ríki að finna í álfunni sem vilji eiga samstarf á grundvelli lýð- ræðislegra viðhorfa og séu staðráðin í að láta herinn lúta pólitískum aga. „Ég tel að eftir hálfa öld muni menn meta það sem svo að mikilvægasta hlutverk NATO hafi ekki verið á hernaðarsviðinu heldur að aðstoða ríki við að öðlast stöðugleika og hafa stjóm á valdbeitingu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.