Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 47

Morgunblaðið - 09.12.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 47' AÐSENDAR GREIIMAR Aðstöðumunur kynslóðanna í NÝÚTKOMNU Stúdentablaði eru kynntar niðurstöður könnunar sem unnin var af nemendum við félagsvísindadeild HÍ fyrir Stúdentaráð þar sem m.a. var spurt um framtíðaráform stúd- enta við Háskóla ís- lands. Niðurstöðumar eru sláandi. Aðspurð- ur taldi um helmingur stúdenta það líklegt að þeir myndu starfa erlendis að námi loknu. Þegar tillit er tekið til kjara töldu um 70% stúdenta það lík- legt að þeir myndu starfa erlendis ef betri kjör væru í boði en á ís- landi. En hvað veldur því að meiri- hluti háskólastúdenta telur líklegt að hann muni starfa erlendis? hið hefðbundna brauðstrit. M.ö.o. basl eins og allflestir ís- lendingar þekkja. Það er dapurleg staðreynd að hér á landi skilar aukin menntun sér sjaldnast í hærri laun- um. Samspil námslána-, húsnæðis- og skatt- kerfís hefur þau áhrif að erfitt getur verið að koma sér þaki yfir höfuðið jafnvel þó unnið sé myrkranna á milli því áhrif jaðar- skatta gera það að verkum að aukin vinna skilar sér í litlum mæli sem auknar ráðstöfunartekjur. íþyngjaiidi breytingar Hjalti Már Þórisson Aðstæður að námi loknu Það er tvennt sem ákvarðar lífs- kjör ungs fólks eftir að námi er lokið. Annars vegar laun og hins vegar það húsnæðis-, skatt-, og námslánakerfi sem stjórnvöld hafa skapað. Að námi loknu er komið að því að borga námslánin til baka, koma sér þaki yfir höfuðið og hefja Svo virðist sem allt hafi lagst á eitt við að gera róðurinn erfiðari fyrir ungt fólk sem er að koma úr háskólanámi. Gerðar hafa verið breytingar á húsnæðis-, skatt-, og námslánakerfí sem nær allar höfðu íþyngjandi áhrif á afkomu ungs fólks. Sem dæmi mætti nefna að samhliða því að tekin var upp stað- greiðsla skatta árið 1988 var skattaafsláttur vegna námskostn- aðar afnuminn. Sá skattaafsláttur gerði það að verkum að útlagður kostnaður námsmanns meðan á námi stóð var frádráttarbær frá skatti næstu 5 ár eftir að námi lauk. Þetta hefur án efa njálpað mörgum ungum menntamanninum að koma undir sig fótunum að námi loknu. Einnig er aukin tekju- tenging ýmissa bóta, s.s. barna- bóta og vaxtabóta, liður í þessari þróun. Aukin jaðarskattaáhrif gera það að verkum að illmögulegt er fyrir vinnandi fólk að auka við vinnu til að auka ráðstöfunartekjur sínar. Ekki verður hjá því komist að minnast á greiðslumatskerfið sem nú er við lýði hjá Húsnæðis- stofnun sem hreinlega brýtur á rétti þeirra sem skulda lánasjóðn- um með því_ að ofmeta endur- greiðslur til LÍN til lækkunar áætl- aðrar greiðslugetu. Það er einfald- lega réttlætismál að bragarbót verði gerð í þessum efnum. Skorum á stjórnvöld Stúdentaráð hefur sett á lagg- nirnar starfshóp sem hefur það hlutverk að safna saman upplýs- ingum um þessi mál, móta tillögur stúdenta og koma af stað opinni og öfgalausri umræðu um þær aðstæður sem bíða ungs fólks að námi loknu. Vegna breytinga á húsnæðis-, skatt- og námslána- kerfi undangenginna ára býr ungt menntafólk í dag ekki við sömu aðstæður og forverar þess. Þetta köllum við í Stúdentaráði aðstöðu- mun kynslóðanna. Stúdentaráð skorar á stjómvöld að taka á mál- inu. Það voru stjómvaldsaðgerðir sem fluttu þessar auknu byrðar á herðar ungs fólks og því er það stjórnvalda að grípa í taumana. Það þarf að minnka jaðarskatta- áhrif, breyta greiðslumati hús- næðiskerfísins, skoða möguleikann á skattaívilnunum fyrir fólk sem hefur fjárfest í menntun með til- heyrandi fómarkostnaði og lækka endurgreiðslubyrði námslána enn frekar. Allt með það að leiðarljósi að ungu fólki verði gert kleift að koma undir sig fótunum upp á eig- Vegna breytinga á hús- næðis-, skatt- og náms- lánakerfi undangeng- inna ára telur Hjalti Már Þórisson að ungt menntafólk búi ekki við sömu aðstæður í dag og forverar þess. in spýtur að loknu háskólanámi. Könnun Stúdentaráðs sýnir að stúdentar skynja að það umhverfi sem bíður þeirra að loknu námi kemur til með að íþyngja þeim mjög. Því er nauðsynlegt að stjórn- völd sendi þau skilaboð til ungs menntafólks að þeirra sé full þörf á íslandi með því að grípa til raun- verulegra aðgerða til að leiðrétta aðstöðumun kynslóðanna. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu. /SrrUH KOHOtt yc eV\ai Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. HJÁLMRSTOFNUN V—1|—/KIRKJUNNAR S - heima og hciman f&Úfihurðin 1 gluggar I 05678 100 Fax 567 9080 Bíldshöföa 18 AUGLY5INGA FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Ráðstefna í tilefni af komu Bengt Lindqvist, umboðs- manns fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum, verður haldin ráðstefna um reglur Sam- einuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra Ráðstefnan verður haldin í dag, þriðjudag- inn 9. desember á Hótel Sögu, sal A. Dagskrá: Kl. 10.00 Reglur Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum fatlaðra; bakgrunnur, hugmyndafræði, framkvæmd: Bengt Lindqvist, umboðsmaður fatlaðra hjá Sameinuðu þjóðunum. Kl. 12.00 Matarhlé. Kl. 13.00 Hvað hafa íslensk stjórnvöld gert til að uppfylla Reglur Sameinuðu þjóðanna í málefnum fatlaðra?: Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri málefna fatlaðra í félagsmálaráðuneytinu. Kl. 13.20 Reglur Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum fatlaðra og sveitarfélögin: Jón Björnsson, framkvæmdastjóri menningar-, uppeldis- og félagsmálasviðs Reykjavíkur- borgar. Kl. 13.40 Reglur Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum fatlaðra og mannréttindi: Ragnar Aðalsteinsson, hrl. Kl. 14.00 Reglur Sameinuðu þjóðanna í mál- efnum fatlaðra og hagsmunasamtökfatlaðra: Helgi Hjörvar, formaður Blindrafélagsins. Kl. 14.20 Hópumræður — kaffi í hópunum. Kl. 15.30 Hópar skila áliti — almennar um- ræður. Rádstefnustjóri verður Ásta B. Þorsteins- dóttir, fyrrverandi formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Þátttökugjald er kr. 2.000. Innifalinn er létt- ur hádegisverður og kaffi og meðlæti. Blindrafélagið Landssamtökin Þroskahiálp Mannréttindaskrifstofa íslands Öryrkjabandalag íslands Evrópusamstarf um starfs- menntun Landsskrifstofa Leonardó á íslandi og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins boða til funda fimmtudaginn 11. desem- ber í veitingastofu Tæknigarðs. Dagskrá: Kl. 9.00-10.30 Lýst verður eftir umsóknum um styrki frá Leon- ardo da Vinci starfsmenntaáætlun Evrópusam- bandsins. Greint verður frá hvaða áhersluatriði verða við val á verkefnum. Bein útsending um gervihnött verðurfrá Brussel og geta gestir beint spurningum þangað. Kl. 10.30-11.30 Fjarskiptafundur með sendiherra Evrópusam- bandsins í Noregi og á íslandi og fulltrúum Leonardó skrifstofanna í Noregi og á íslandi. Rætt verður um samskipti við Evrópusam- bandið og þjónustu sendiráðsins. Kl. 11.30-14.00 Aðalfundur SAMMENNTAR Regluleg aðalfundarstörf. Erindi og umræður. Þríhliða umræður launþega, atvinnurekenda og fræðslustofnana um menntamál atvinnu- lífins. Frummælendur. Garðar Vilhjálmsson, Iðju. Ingi Bogi Bogason, Samtökum iðnaðarins. Fundirnir eru öllum opnir. Landsskrifstofa Leonardó, Tæknigarði, sími 525 4900. Fundur fellur niður Hluthafafundur í Tennishöllinni h.f., sem halda átti þriðjudaginn 9.12. 1997, kl. 17.30, fellur nidur af óviðráðanlegum ástæðum. Annar fundur verður boðaður með nýju fundarboði. Stjórnin. TIL SÖLU Pels — kvenminkur Kanadískur, fallegt klassískt snið með vídd. Minkaband geturfylgt. Upplýsingar í síma 568 2547 og 897 4504. Verð tilboð. Þjóðbúningasilfur Til sölu stokkabelti frá 1930. Vínviðarmunstur, 95 cm. Raðgreiðslur. Antikhornið, Hafnarfirði, sími 555 2890. LISTMUNAUPPBOQ Málverk — Jólauppboð Getum bætt við nokkrum myndum á jólaupp- boðið. Vinsamlegast hafið samband sem fyrst. Opið frá kl. 10.00—18.00. 1Sídumúla 34, I 581 1000. .( HÚSNÆÐI ÓSKAST Menntastofnun — húsnæði Fyrirtæki, sem er að fara af stað með námskeiða- hald, óskar eftir húsnæði miðsvæðis á Reykjavík- ursvæðinu. Æskileg stærð 150 fm, með a.m.k. tvær kennslustofur og kaffiaðstöðu. Upplýsingar í síma 896 8799. SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF □ EDDA 5997120919 III - 2 □ Hlín 5997120919 IVA/1 Er. □ FJÖLNIR 5997120919 I Jf. FRL I.O.O.F. Rb.1 s 1471297—Jv. Aðaldcild KFUK, Holtavegi Fundur í kvöld kl. 20.30 „Hvemig undirbý ég börnir mín undir jólin" Laufey S. Geir- laugsdóttir og Ragnhildur Gunn arsdóttir sjá um efni fundarins Allar konur eru hjartanlega velkomnar. FERDAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Miðvikudagur 10. desember kl. 20.30 Afmæliskvöldvaka í Mörkinni 6 um Guðmund frá Miðdal lllugi Jökulsson o.fl. munu fjalla um hinn kunna fjallamann og list- amann, Guðmund Einarsson frá Miðdal, í tilefni útkomu bókar um hann. Lesið verður úr bókinni og sýndir stuttir kaflar úr kvikmynd- um Guðmundar m.a. frá Heklu- gosinu 1947. Góðar kaffiveitingar í boði útgáfufélagsins Orms- tungu. Enginn aðgangseyrir. Munið áramótaferðina í Þórs- mörk 31/12—2/1. Brottför gamlársdag kl. 8.00. Góð gisting ( Skagfjörðsskála. Gönguferðir, kvöldvökur, flugeldar og ára- mótabálköstur. Pantið og takið farmiða tímanlega. Sögusýning í Mörkinni 6 Sögusýning Ferðafélagsins „Á ferð i 70 ár" í félagsheimilinu Mörkinni 6 er opin á virkum dög- um kl. 16.00—18.00 og um helg- ar kl. 14.00-18.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.