Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 68
88 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Úrval af velúrfatnaði, nátt- og nærfatnaði Kvenbuxur frá kr. 2.990 einnig peysur og fleira icm Austurveri, Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. Jólaglaðningur í nokkra daga Satín náttföt með bómull að innan Sendum í póstkröfu. NÝBÝLAVEGI 12, SÍMI 554 4433. ' PÓSri/Hf?SLUAA/A/ Cl/yi AIAII Í»of,0.130R0yKia,lR ■# Æmm M V M Am M Kennitala 620388 - 1069 W M ■ M W M W M Slmi 567 3718 - Fax 567 3732 Gullfallegir DYRBERO ---C OPENHAGEN- KERN skartgripir Ný sending Opið virka daga frá 10-18 og laugard. 10-14. STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN Herrainniskór í miklu úrvali Teg: Fix Elegance 340 Verð: 4.995,- Litir: Svartir og bordo Stærðir: 40-46 Ath. Þessir vinsælu inni- skór eru með leðursóla Teg: R.B.2407 Verð: 3.995,- Litir: Svartir og brúnir Stærðir: 41-46 Ath. Þessir vinsœlu inni- skór eru með leðursóla Teg: Fix Elegance 390 Verð: 4.995,- Litir: svartir og d/brúnir Stærðir: 40-46 Ath. Þessir vinsœlu inni- skór eru með leðursóla 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR POSTSENDUM SAMDÆGURS. STEINAR WAAGE^ SIÍÓVERSLUN^ SlMI 551 8519 ^ ^ \oppskórinn JL VEllUSUHDl. INGÓLFSIOGI SlMI: 21212 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN SlMI 568 9212 Barnanáttföt Mikið úrval - gott verð Stœrðir 56-164 POLARN O. PYRET Kringlunni, sími 568 1822 I DAG YELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Vond dagskrá KRISTÍN hringdi og sagði, þótt það væri að bera í bakkafullan lækinn, að sig langaði að taka undir með þeim sem hafa verið að kvarta undan dagskrá sjónvarpsins, sérstaklega helgina 28.-30. nóvember. Kristín segir að hún sé ekki ein um þessa skoðun, því það sitji fleiri heima hjá henni við sjónvarpið en hún. Kristín er orðin fullorðin og fellur ekki tónlistin sem leikin er á útvarpsrásunum sem höfða til yngra fólks, en hlustar því meir á Rás 1. Þar er yfirleitt dagskrá sem henni fellur í geð, nema á laugardagskvöld- um, þannig að ef hún gefst upp á bíómyndunum í sjón- varpinu þá getur hún ekki stytt sér stundir við að hlusta á útvarpið því búið sé að leggja dagskrána á Rás 1 undir sinfóníu- og/eða óperutónlist eftir kvöldmat á laugardögum. Það er ekki fyrr en undir miðnættið sem þátturinn „Dustað af dansskónum“ er á dagskrá, en þá sé sá hópur, sem hefði gaman af að hlusta á þann þátt, fremur farinn að huga að rúminu en dansskónum. Kristínu langar að vita hvort einhvem tíma hafí verið kannað meðal hlust- enda hvort laugardags- kvöld séu rétti tíminn fyrir sinfóníutónlist. Kann einhver allt ljóðið? JÓN hafði samband við Velvakanda og var hann með eina hendingu úr ljóði og vildi fá að vita hvort einhveijir lesendur könn- uðust við þetta og gætu birt honum ljóðið í heild og eftir hvem það er. Það eru myndir úr eigin lífi og allar bundnar við fossinn hvíta Jón er í síma 554 6077. Góð þjónusta í Símabæ-Gjafabæ ÉG VIL þakka einstaklega góða þjónustu sem ég fékk hjá versluninni Síma- bæ-Gjafabæ í Ármúla. Ég þurfti að skila hlut sem var keyptur í versluninni og ég gat ekki notað og fékk ég hlutinn endurgreiddan. Finnst mér þetta ein- staklega góð þjónusta. Vildi ég að aðrar verslanir tækju þetta sér til fyrirmyndar. Margrét. Tapað/fundið Skinnhanskar og geisladiskar týndust BRÚNIR skinnhanskar töpuðust fyrir utan Grensáveg 16 sl. þriðjudag. Einnig týndust fyrir nokkru tveir geisladiskar með hljómsveitinni Ash. Diskamir voru í hvítum plastpoka. Skilvís fmnandi vinsamlega hringi í síma 557 9025. Fundarlaun. Mokkasínur týndust BRÚNAR, nýlegar mokkasínur, sem voru í plastpoka merktum RR-skóm, týndust í Kringlunni mánudaginn 1. desember. Hafi einhver fundið skóna er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 554 6735. Inga Guðmundsdóttir. Ljósmynd Kristinn. Böm að leik í snjó. Víkveiji skrifar... SL. LAUGARDAG birtist bréf til Morgunblaðsins frá Steinþóri Jónssyni, Hléskógum 18 í Reykja- vík, þar sem hann gagnrýnir frétta- mat Morgunblaðsins og segir m.a.: „Getu- og áhugaleysi fjölmiðla í ýmsum mikijvægum málum er með ólíkindum. í stað þess að leggja eilítinn tíma og pláss í rannsóknar- vinnu láta þeir viðgangast að stjórn- málamenn þæfi og flæki mál fyrir kjósendum. Sjálfstraust fjöimiðla er vægast sagt lítið. Fréttamat Morgunblaðsins í umfjöllun um nýja fjárhagsáætlun R-lista hinn 2. des- ember sl. er eitt bezta dæmið um þetta en fyrirsögnin var: „Hallalaus fjárhagsáætlun í annað sinn“ og undirfyrirsögnin var: „Skuldir borg- arsjóðs lækka um 500 milljónir." Það er almenn vitneskja að skuldir Reykjavíkur hafa hækkað hin síð- ustu ár þrátt fyrir góðæri í landi og hækkun skatta og þjónustugjald í höfuðborginni. Þetta sýna einnig samstæðureikningar borgarinnar. Þær tölur um skuldir borgarinnar, sem Morgunblaðið birti í súluriti í umfjöllun þessari nást með bók- haldsblekkingum, svo sem þeim, að R-listinn stofnar hlutafélag um leiguíbúðir borgarinnar, sem tekur á sig skuldir hennar. Þetta veit rit- stjórn Morgunblaðsins og þetta veit einnig hver sá blaðamaður, sem um þessi mál fjallar." AU sjónarmið, sem Steinþór Jónsson lýsir hér að ofan, eru annaðhvort til marks um, að hann skortir skilning á grundvallaratrið- um blaðamennsku eða að hann gerir kröfu til þess, að Morgun- blaðið blandi saman fréttum og skoðunum. Fyrirsagnir þær, sem hann vísar til, og súluritið, sem fjallað er um í bréfí hans, fylgja frásögn af blaðamannafundi, sem borgarstjóri efndi til á mánudag í síðustu viku. Það er eitt af hlutverkum fjöl- miðla að gera forystumönnum í stjórnmálum eða hveijum öðrum kleift að koma skoðunum sínum á framfæri. Borgarstjórinn í Reykja- vík efndi til blaðamannafundar til þess að koma upplýsingum um fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár á framfæri og þær upp- lýsingar eru að sjálfsögðu settar fram frá sjónarhóli borgarstjórnar- meirihlutans. Frásögn Morgun- blaðsins er frásögn af málflutningi borgarstjóra á þessum blaða- mannafundi. Fyrirsögn og undir- fyrirsögn lýsa mati borgarstjóra á stöðu mála. Súluritið er hluti af þeim upplýsingum, sem borgar- stjóri leggur fram á fundinum. Borgarstjóri á rétt á að koma þess- um upplýsingum á framfæri og það er eðlileg krafa að fjölmiðlar hafi milligöngu um bað. Með sama hætti getur minnihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn efnt til blaðamannafundar og lýst sínum skoðunum á fjárhagsáætlun borgarinnar. í frásögn af slíkum blaðamannafundi muhdu sjónarmið minnihlutans koma fram og endur- speglast í fyrirsögn og undirfyrir- sögn. Minnihlutinn gæti meira að segja lagt fram súlurit á slíkum fundi, sem sýndi veruleikann í fjár- hagsmálum borgarinnar frá sjónar- hóli minnihlutans og slíkt súlurit yrði birt með frásögn af slíkum blaðamannafundi. xxx AÐ skiptir engu máli í þessu sambandi hverjar skoðanir Morgunblaðið hefur á þessum mál- um. Þær skoðanir koma að sjálf- sögðu ekki fram í fréttafrásögnum blaðsins og lita ekki fyrirsagnagerð þess. Ef Morgunblaðið vill lýsa sín- um skoðunum á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar og fjárhag borg- arinnar er það gert í ritstjórnar- grein, þ.e. leiðara, þar sem skoðun- um blaðsins sjálfs er lýst. Ætla mætti að slík undirstöðuat- riði nút.íma blaðamennsku væru flestum ljós, sem á annað borð fylgj- ast með opinberum málum. Bréf Steinþórs Jónssonar sýnir hins veg- ar að enn skortir töluvert á að svo sé.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.