Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 80

Morgunblaðið - 09.12.1997, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAV1K, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Nýtt mat Hafrannsóknastofnunar á stækkun hvalastofna Gæti minnkað þorsk- veiði um meira en 10% NYTT mat Hafrannsóknastofnunar á vexti hvalastofna leiðir í ljós að hann hefur umtalsverð áhrif á af- rakstur þorskstofnsins. Gunnar Stefánsson tölfræðingur segir að vaxi hvalastofnarnir upp í hámarksstærð megi gera ráð fyrir að það geti leitt til meira en 10% minni afraksturs af þorskstofninum. Ovissuþættir í þessum útreikning- um séu hins vegar margir og brýnt að auka hvalarannsóknir m.a. til þess að fá meiri upplýsingar um fæðu hvala. Gunnar segir að Hafrannsókna- stofnun hafi reynt, á grundvelli upp- lýsinga um stærð hvalastofna, að meta hvaða áhrif stærri hvalastofn- ar hafí á aðra nytjastofna. Pað sé ekki sjálfgefíð að áhrifín séu umtals- verð vegna þess að það megi hugsa sér að fleiri þættir komi inn í mynd- ina sem dragi úr áhrifum stækkun- arinnar. „Niðurstaðan er að þessi áhrif geti verið umtalsverð. Við telj- um að þessi stækkun geti auðveld- lega leitt til meira en 10% lækkunar á afrakstursgetu þorskstofnsins. Ovissuþættirnir eru hins vegar margir." Vantar ítarlegri gögn um fæðu hvalanna I útreikningunum er reiknað með að hvalastofnarnir séu nú 75% af há- marksstærð. Deilur hafa verið um hvert þetta hlutfall ,er í dag. Um- hverfissinnar hafa sumir haldið því fram að stofnarnir séu núna um 40% af hámarksstærð, en þeir eru einnig til sem halda því fram að stofnarnir geti ekki stækkað mikið meira. Ekki liggja fyrir nægilega ítarlegar upplýsingar um fæðu hvala. Það er þó ljóst að langreyður étur fyi-st og fremst ljósátu. Hrefnan var ekki inni í vísindaveiðum á hval á sínum tíma og þess vegna eru gögn um hvað hún étur takmörkuð. Þó hafa um 50 magasýni úr hrefnu verið rannsökuð og benda þau til þess að hrefna éti eitthvað af þorski. Gunnar segir að þó að reiknað sé með að þorskur sé innan við 5% af fæðu hrefnunnar vegi það þungt þegar á heildina sé litið. Hafa þurfí í huga að hver hrefna vegi nokkur tonn og að við ísland séu nokkrir tugir þúsunda dýra. Það sé því augljóst að 50% stækkun á hrefnustofninum hafí umtalsverð áhrif á vistkerfið. Gísli Víkingsson líffræðingur seg- ir að rannsóknir bendi til að hnúfu- bak og steypireyði hafí verið að fjölga hér við land á síðustu árum. Meiri óvissa sé um langreyði og hrefnu, en það eru þeir stofnar sem voru veiddir á sínum tíma. Talning- ar hafi verið gerðar 1987, 1990 og 1995 og hafi síðasta talningin gefið hæstu töluna. Öryggismörk séu hins vegar nokkuð há og sú aukning á hrefnu, sem kom fram í síðustu taln- ingu, nái þeim ekki og því sé ekki hægt að fullyrða að hrefnustofninn sé að stækka þótt ýmislegt bendi til þess að svo sé. Á grundvelli mæling- arinnar 1995 hafi hrefnustofninn á grunnsævi við ísland verið metinn 56.000 dýr. Það sé enginn vafi á að stofninn þoli veiði. Síðustu ár hefur Hafrannsókna- stofnun mælt með að leyft verði að veiða 200 hrefnur og 100 langreyðar. Morgunblaðið/Golli Enginn hiti í gangstétt í hluta Pósthússtrætis HITALAGNIR eru komnar í gang- stéttir í stórum hluta Kvosariimar í Reylgavík, þannig að þar festir ekki snjó eða klaka á vetrum. Því hafa vegfarendur á þessum slóðum tekið sérstaklega eftir því að á litl- um kafla í Pósthússtræti, meðfrain Reykjavíkur Apóteki, situr snjórinn sem fastast. Sigurður Skarphéðinsson gatna- málastjóri segir skýringuna þá að stéttin við Reykjavíkur Apótek sé orðin mjög gömul og því sé þar engin hitalögn til að bræða snjóinn. Þar sem stéttir hafi verið endurnýj- aðar á undanförnum árum hafi yf- irleitt verið lögð snjóbræðslulögn í leiðinni. Annars staðar sé það undir liúseigendum komið hvort liiti sé lagður í stéttir. --------------- Skattalækk- un frestað? FRIÐRIK Sophusson fjármálaráð- herra sagði á Alþingi í gær að sú staða kynni að koma upp að fresta þyrfti hluta af fyrirhugaðri skatta- lækkun um næstu áramót, vegna þess að ekki hefði náðst samkomulag við sveitarstjórnir um að þær lækk- uðu útsvar sitt um 0,4%. Samkvæmt því lækka skattar um 1,5% um næstu áramót en ekki 1,9% eins og gert var ráð fyrir í lögum ríkisstjómarinnar frá síðastliðnu vori. Ögmundur Jónasson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, sagði að með frestuninni væri ráðherra að svíkja gefin fyrirheit því skattaláekk- anirnar hefðu verið forsenda kjara- samninga við ASI. Hluti eignar ríkisins í Járnblendinu Stefnt að sölu fyrir áramót SALA á megninu af hlut ríkisins í íslenska jámblendifélaginu er nú í undirbúningi og er stefnt að því að um 25% hlutur í fyrirtækinu verði ^^boðinn á Verðbréfaþingi Islands fyrir áramót. Ríkissjóður á nú rúmlega þriðjung hlutafjár í Jám- blendifélaginu. Nefnd um einkavæðingu ríkis- fyrirtækja hefur haft með höndum undirbúning sölunnar á hlut ríkis- ins og er hann nú á lokastigi. Verið er að taka saman nauðsynleg gögn ^P^um söluna til kynningar á Verð- bréfaþingi Islands og gangi allur undirbúningur að óskum er hugs- anlegt að hægt verði að bjóða í næstu viku til sölu 25% hlut í ís- lenska jámblendifélaginu. Nefndin heldur fund í dag og er hugsanlegt að ákvörðun verði tekin þar um að leggja til að sala hefjist. Þegar eigendur jámblendiverk- smiðjunnar sömdu um stækkun hennar á fyrri hluta ársins var verðmæti verksmiðjunnar metið á 2,5 milljai-ða króna sem þýddi að gengi hlutabréfa var 2,2. Miðað við það er verðmæti 25% hlutar kring- um 625 milljónir króna. Morgunblaðið/Arni Sæberg I Skattalækkun/10 Hætt við flutn- ing geðdeildar? Fimi í Höllinni ÞÉTTSKIPAÐ var í Laugardalshöll þegar Fimleikasambandið efndi á sunnudag til íþróttasýningar. Þar komu fram fimir íþróttamenn af báðum kynjum og á ýmsum aldri. Sýndu menn listir sínar í ýinsum stökkum með og án áhalda. STJÓRN Sjúkrahúss Reykjavíkur fjallar í vikunni um nýja útreikn- inga á kostnaði við flutning geð- deildar yfir í húsnæði taugadeildar sjúkrahússins á Grensási. I upphaf- legum áætlunum var gert ráð fyrir að flutningurinn kostaði 15 milljón- ir, en Jóhannes Pálmason, forstjóri SHR, segir að flest bendi til að kostnaðurinn yrði mun meiri. Heilbrigðisráðherra, fjármálaráð- herra og borgarstjórinn í Reykjavík undirrituðu samkomulag í haust sem m.a. fól í sér flutning á geðdeild SHR á Grensás og flutning á tauga- deild á SHR. Ýmsir hafa orðið til að mótmæla þessum áformum, en með þeim var stefnt að því að spara 30 milljónir á ári í rekstri. Jóhannes segir að bæta þurfí að- stæður fyrir fólk í hjólastólum í nú- verandi húsnæði geðdeildar ef flytja eigi taugadeildina þangað. Öryggisbúnaður sé ekki nægur á Grensásdeild og bæta þurfi hann verulega ef flytja eigi geðdeild þangað. Þessir tveir þættir valdi því að kostnaður við flutningana yrði meiri en upphaflega var gert ráð fyrir. ■ Hugsanlega hætt við/6

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.