Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 70
70 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Steindór Hjörleifsson, leikari og fyrrverandi dag- skrárstjóri Sjónvarpsins, átti hálfrar aldar leikafmæli fyrir skömmu og um svipaðar mundir átti Soffía Jak- obsdóttir leikkona 30 ára leikafmæli. Yndislegt puð á heilli ævi Morgunblaðið/Árni Sæberg BLOMAROSIN Soffía Jakobsdóttir fær óvæntan glaðning á leikafmælinu eftir sýninguna Frátekið borð. Frumsýnt í blautum búningum ari í þá daga og spurði: „Fyrirgefðu, ungi mað- ur. Ætlarðu að leika hann haltan?“ Steindór segist hafa hætt að leika fyrir tveimur árum og vera sestur í helgan stein. „Eg er búinn að bíða lengi eftir því að lesa bækurnar mínar,“ bætir hann við. Hvað ert þú að lesa núna? „Eg er að lesa Leyndarmál frú Stefaníu eftir Jón Viðar Jónsson og er stóránægður með bókina. Að henni lokinni byrja ég á Aldarsögu Leikfélags Reykjavíkur sem var að koma út.“ Eftir stutta þögn bætir hann við, - trúr sínum: „Það er ágætt að þú auglýsir það fyrir okkur í leiðinni." „FYRSTA frumsýningin sem ég tók þátt í hjá Leikfélagi Reykjavíkur var á leikritinu „Snjókarlinn okkar" eftir Odd Björnsson," segir Soffía Jakobsdóttir. „Allir fá gjöf sem byrja í fyrsta skipti hjá Leikfélaginu. Ég fékk bókina Leikfélag Reykjavíkur 50 ára og inni í henni eru skrifað- ar ham- ingjuóskir og dagsetn- ingin 19. nóvember árið 1967. Annars hefði ég ekki haft hugmynd um að ég ætti leikaf- mæli.“ Manstu eitthvað frá sýningunni? „Já, ég man vel eftir henni,“ svar- ar Soffía glettnislega og auðheyrt að hún á að- eins hlýjar minningar frá þessari sýningu í Iðnó. „Þetta var afskaplega skemmtileg sýn- ing,“ bætir hún við. „Tónlistin var eftir Leif Þórarinsson og Eyvindur Ellertsson sá um leikstjórn og leikmynd." Hvað var svona eftirminnilegt? „Leikmyndin var öll úr svampi, bæði him- inn og jörð,“ svarar Soffía. „Það var lagður hvítur svampur yfír allt sviðið og átti það að tákna snjó á jörðu og ský á himni. Einnig voru allir búningar úr svampi. Þetta þótti svo eldfimt að það átti að banna sýninguna. Það var óskaplegur titringur rétt fyrir frumsýn- ingu og þrautalendingin var sú að bleyta bún- ingana og sviðið. Við lékum þess vegna í blautum búningum á blautu sviði alla sýninguna. Það var mjög sérstakt. Ég man líka að Kjartan Ragnarsson lék snjókarlinn og var þakinn svampi frá hvirfli til ilja. Hann þurfti að standa á sviðinu frá því húsið var opnað þar til sýningin byrj- aði. Enda var hann alltaf að dauða kominn þegar hann loksins fékk að hreyfa sig.“ Hvað fæstu við um þessar mundir? „Ég var í Hinu ljúfa lífí sem var að hætta fyrir viku,“ svarar Soffía. „Einnig erum við Saga Jónsdóttir og Hildigunnur Þráinsdóttir með sýninguna Frátekið borð eftir Jónínu Leósdóttur. Leikritið var upphaflega sýnt í Höfundasmiðjunni hjá Leikfélaginu. Þá var Bryndís Petra Bragadóttir í hlutverki Hildi- gunnar. Okkur þótti það svo skemmtilegt að við fengum leyfi til að nota það að vild og við höfum sýnt það út um víðan völl, mikið hjá eldri borgurum, og erum fúsar að sýna leik- ritið fyrir hvern sem er og hvar sem er.“ Morgunblaðið/Ásdís ÞORHALLUR Gunnarsson, formaður Leikfélags Reykjavíkur, afliendir Steindóri Hjörleifssyni blömvönd á leikafmælinu. 21. NÓVEMBER 1947 steig Steindór Hjör- leifsson fyrst á svið í hlutverki klukkusveins í leikritinu Skálholti eftir Guðmund Kamban. „Ég var þriðji klukkusveinninn," segir Stein- dór þegar hann rifjar þetta upp. „Ég var ennþá í leiklistarskóla Lárusar Pálssonar svo það var út af fyrir sig minnisstætt. Þá byrjuðum við að leika meðan við vorum enn- þá í skóla.“ Er eitthvað þér ofar í huga en annað frá löngum leikferli? „Nei nei, elskan mín,“ svarar Steindór. „Þetta hefur bara verið yndislegt puð á heilli ævi. Ef til vill að ég fékk silfurlampann á sín- um tíma en það er svo langt síð- an. Svo var ég í stjórn Leikfé- lagsins aldarfjórðung; það er eft- irminnilegur tími.“ En einhverja hrakfallasögu hlýturþú að hafa á takteinum? „Já, af því þú nefndir þetta ákveðna hlutverk í Skálholti," svarar Steindór og heldur áfram: „I þá daga voru dálítið mildl .þrengsii í Iðnó og vildi koma mölur stundum í búningageymsl- una. Rétt áður en ég átti að fara á svið í einni sýningunni komst ég að því mér til hrellingar að búningurinn var mölétinn og það reyndist vera stórt gat við lærið á buxunum. Þetta voru flauelsbuxur og búningakonan hafði ekki tíma til að bjarga þessu öðruvísi en með risapuntnælu. í því sem ég fór inn á sviðið rann upp fyrir mér að svona gripur gat ekki runnið inn í períóduna og ég greip því til þess ráðs að hafa hendina yfir næl- unni. Við það fékk ég ósjálfrátt annað göngulag en til stóð. Hall- grímur Bachmann var ljósameist- Eiga sitt annað heimili á sviðinu ígi ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200 Stóra sóiiii kl. 20.00: HAMLET — William Shakespeare Frumsýning á annan í jólum 26/12 örfá sœti laus - 2. sýn. lau. 27/12 nokkur sæti laus — 3. sýn. sun. 28/12 nokkursæti laus — 4. sýn. sun. 4/1 — 5. sýn. fim. 8/1 — 6. sýn. fös. 9/1. GRANDAVEGUR 7 — Vigdís Grímsdóttir Leikgerð: Kjartan Ragnarsson og Signður M. Guðmundsdóttir. Þri. 30/12 - lau. 3/1. FIÐLARINN Á ÞAKINU - Bock/Stein/Hamick Fös. 2/1 -lau. 10/1. Sýnt i Loftkastalanum kl. 20.00: LISTAVERKIÐ - Yasmina Reza Lau. 3/1. ----GJAFAKORT ER KÆRKOMIN GJÖF................... Miðasalan eropin mán.-þrí. 13—18, mið.-sun. 13—20. Simapantanir frá kl. 10 virka daga. FJÖGUR HJÖRTU eftir Ólaf Jóhann Ólafsson Frumsýnt 30. desember LISTAVERKIÐ Sýning Þjóðleikhússins lau. 3. jan. kl. 20 VEÐMÁLIÐ Næstu sýningar milli jóla og nýárs. Á SAMA TÍMA AÐ ÁRI lau. 13. des. kl. 20 Ath. aðeins örfáar sýningar. Miöasala s. 552 3000, fax 562 6775 Miðasala opin 10—18, helgar 13—18 Ath. Ekki er hleypt inn i sal eftir að sýning er hafin. y %lsi /SrrUM KONVi^ Bætt kjör kvenna skila sértil barnanna og samfélagsins. Munið gíróseðlana. <TlT hjálparstofnun — Vir/ kirkjunnar - hcima og hciman Róandi og afslappað Morgunblaðið/Kristinn TÓMJST Geisladiskur LÍFSINS FLJÓT Hugleiðslu- og heilunartónlist eftir gítarleikarann Friðrik Karlsson. Spor gefur út. 1.999 kr. 50 mín. ÞÚ SKALT byrja á þvi að koma þér vel fyrir, annaðhvort sitjandi eða liggjandi. Hafðu líkamann í eðli- legri stöðu og lokaðu augunum. Hlustaðu eftir hjartslætti þínum, andaðu djúpt nokkrum sinnum og slakaðu enn frekar á við hverja út- öndun...“ Svona byrja hugleiðsluleiðbein- ingar Friðriks Karlssonar í bæk- lingi hljómplötunnar Lífsins fljót. Platan er augljóslega í allt öðrum dúr en fýrri tónlist þessa færa tón- listarmanns, sem þekktastur er fyr- ir að hafa verið í hljómsveitunum Mezzoforte og Stjóminni. Hún var samin sérstaklega með það í huga að vera leikin undir hugleiðslu, enda hefur hún að sögn Friðriks verið honum hugleikin að undanförnu. Með hverju lagi fylgja hugieiðingar eftir Friðrik og ætlast hann til að hlustandinn hafí þær í huga við hlustun. Undirritaður hefur ekki hlýtt á margar „nýaldar“- eða hugleiðsluplötur og því kom Lífsins fijót hon- um þægilega á óvart. Tón- listin nær sannarlega til- gangi sínum; rósemin allt að því yfirbugar mann og hugurinn leitar á slóðir grænna gmnda og heiðs himins. Friðrik er sem kunn- ugt er afbragðs hljóð- færaleikari, enda hefur orðstír hans borist um víðan völl og hann er eft- irsóttur innan lands sem utan. Því kemur ekki á óvart að allur fiutningur og hljóðfæraleikur er í hæsta gæðaflokki, hvort sem er gítarleikur, sítarleikur eða hljóm- borðsleikur (þótt hann hafi máske ekki verið þekktur hljómborðsleik- ari hingað til). Hann beitir öllum mögulegum brellum til að róa hlustandann og notar umhverfís- hljóð óspart, t.a.m. sjávarnið. Hljómur er ágætur, en hljómborðs- hljómurinn er á köflum einum of gervilegur. Kannski hefði hann mátt nota blásturshljóðfæri, svo sem flautur. Klassíski gítarinn er í forgrunni og einnig notar hann sít- ar (ég verð að viðurkenna að ég heyri ekki hvort sítarinn er raun- verulegur eða spilaður á hljóm- borð). Lífsins fljót er kærkomið, ekki síst núna þegar jólaösin er að hefj- ast. Eftir erfíðan vinnudag eða inn- kaupaferð er tilvalið að setja diskinn í spilarann, ýta á „play“ og leggjast upp í sófa. Hver veit nema streitan leki af manni? ívar Páll Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.