Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGVIN JÓNSSON + Björgvin Jóns- son fæddist á Hofi á Eyrarbakka 15. nóvember 1925. Hann lést á Kanarí- eyjum 23. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón B. Stef- ánsson, verslunar- maður, og kona hans Hansína Ásta Jóhannsdóttir, hús- móðir. Jón var son- ur Stefáns Ög- mundssonar, versl- unarmanns, frá Merkigarði á Eyrarbakka og konu hans Kristínar Jónsdóttur frá Arnarbæli í Grímsnesi. Hansína var dóttir Jóhanns Gíslasonar, formanns, frá Steinskoti á Eyrarbakka og konu hans Ingibjargar Rögn- valdsdóttur frá Asum í Gnúp- veijahreppi. Systkini Björgvins eru: Ingibjörg, Kristín, Stefán, Margrét og Jóhann, sem lést 6. september sl. Björgvin kvæntist 9. júní 1946 Ólínu Þorleifsdóttur frá Norðfirði. Foreldrar hennar voru Þorleif- ur Guðjónsson, skipstjóri, frá Fáskrúðsfirði og kona hans Ingibjörg Sigurðardóttir frá Stuðlum í Norðfirði. Börn þeirra eru: 1) Hansína Ásta, grunnskólakennari, gift Ingva Þorkelssyni, framhaldsskóla- kennara, og eiga þau þrjú börn og þijú barnabörn; 2) Þorleif- ur, útgerðarmaður, kvæntur Ingu Önnu Pétursdóttur, hár- greiðslukonu, og eiga þau þijú börn og þijú barnabörn; 3) Jón Björgvin, skipstjóri, kvæntur Halldóru Oddsdóttur, leik- skólakennara, og eiga þau þijár dætur; 4) Eyþór, læknir, kvæntur Ágústu Benný Her- bertsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, og eiga þau þijú börn; 5) Sigurður, lést nýfæddur; 6) Ingibjörg, hjúkrunarfræðing- ur, gift Stefáni Baldurssyni, skrifstofustjóra, og eiga þau tvo syni; 7) Elín Ebba, skrif- stofumaður, áður gift Kristjáni Ket- ilssyni, verktaka, og eiga þau þijár dætur. Sambýlis- maður Ebbu er Sig- urður St. Jörunds- son, rafvirki. Björg- vin ólst upp í for- eldrahúsum á Eyrarbakka. Hann lauk prófi frá Hér- aðsskólanum á Laugarvatni 1944 og prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1946. Starfsmaður Kaupfélags Ámesinga var hann 1947-1952 og síðan kaup- félagsstjóri á Seyðisfirði 1952- 1963. Eftir það starfaði hann við rekstur útgerðar og fisk- verkunar austanlands og sunn- an. Björgvin var stofnandi og framkvæmdastjóri útgerð- arfyrirtækjanna Glettings hf. 1957-1990 og Húnarastar hf. 1973-1995 og einn af stofnend- um og stjórnarformaður fiski- mjölsverksmiðjunnar Óslands hf. 1993-1995. Björgvin var í bæjarstjórn Seyðisfjarðar og bæjarráði 1954-1961. Hann var vararæðismaður Noregs á Austurlandi 1958-1963. Fulltrúi á Fiskiþingi fyrir Reykjavík 1970-1991. Sat í stjóm Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda 1974-1992 og í stjórn Síld- arverksmiðja ríkisins 1986- 1988. Var í bankaráði Útvegs- banka íslands um nokkurra ára skeið. Auk þess var hann í stjórnum ýmissa hagsmuna- og áhugafélaga. Árið 1956 var Björgvin kosinn á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn á Seyðis- firði og átti sæti á fimm þing- um. Hann var síðasti þingmað- ur Seyðfirðinga. Útför Björgvins fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mánudaginn 24. nóvember sl. bárust mér þau ótíðindi að tengda- faðir minn, Björgvin Jónsson frá Hofí á Eyrarbakka, hefði daginn áður látist á sjúkrahúsi suður á Kanaríeyjum, en þar var hann á ferðalagi. Eins og ævinlega, þegar váleg tíðindi berast, komu þau á óvart, enda þótt Björgvin hefði átt við nokkra vanheilsu að stríða hin síðari ár. Hann hafði gengist undir erfíðar læknisaðgerðir ekki alls fyr- ir löngu, sem tókust vel, og var í raun nýsestur í helgan stein eftir viðburðaríka og farsæla starfsævi. Engin goðgá var að ætla að almætt- ið myndi útdeila honum nokkrum góðum árum í viðbót. Sú von brást. Fullu nafni hét hann Ástmundur Björgvin Jónsson og var fæddur á Eyrarbakka 15. nóvember 1925 og varð því 72 ára gamall. Hann ólst upp í foreldrahúsum við gott atlæti í stórum systkinahópi. Hann gekk í Héraðsskólann að Laugarvatni og því næst í Samvinnuskólann en þaðan útskrifaðist hann vorið 1946. Þar í skóla kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni Ólínu Þorleifs- dóttur frá Norðfirði. Þeim hjónum varð sjö barna auðið og komust sex á legg og eru þau öll velmetið at- orkufólk. Að námi loknu hóf Björgvin fljót- lega störf hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi og vann þar uns hann var ráðinn árið 1952 kaupfélags- stjóri austur á Seyðisfjörð. Þar eystra fór hann brátt að blanda sér í bæjarmálapólitíkina og settist fljótlega í bæjarstjórn. Ennfremur hóf hann þar útgerð með tengdaföð- ur sínum og mági og síðar fleiri góðum mönnum. Síldarævintýrið eystra hófst um þessar mundir og tók Björgvin þátt í því af lífí og sál I.......................................... .................................................................................................I LEGSTEINAR GuÖmundur / „1 _ Jónsson 1 F. 14.11.1807 * D. 21. 3.1865 ' \ ■1 Getum enn afgreitt nokkra steina fyrir jól. Qraníí HELLUHRAUN 14 220 HAFNARFJÖRÐUR SÍMI: 565 2707 FAX: 565 2629 og eignaðist hluta í síldarplani. í Alþingiskosningunum 1956 náði Björgvin kjöri sem þingmaður Seyð- fírðinga fyrir Framsóknarflokkinn. Kom sá sigur mjög á óvart en sýn- ir að Seyðfírðingar fundu að mikið var í manninn spunnið. Björgvin sat á fimm þingum til vors 1960. Haustið 1963 lét Björgvin af starfí kaupfélagsstjóra á Seyðisfirði og flutti suður. Hann hætti jafn- framt öllu útgerðarvafstri um tíma og tók að stunda verslun og við- skipti, einkum með fískiskip. Þau kynni, sem Björgvin hafði fengið af útgerð og fískverkun eystra, voru honum hugleikin og hann langaði til að spreyta sig frekar á þeim vettvangi. Sumarið 1970 hóf hann því að nýju útgerð og skömmu síðar fískverkun í Þorlákshöfn ásamt fjölskyldu sinni. Sú starfsemi óx og dafnaði undir nöfnunum Glettingur hf. og Húnaröst hf. í meira en tvo áratugi. Á þessu tíma- bili í ævi Björgvins Jónssonar sat hann í fjölmörgum nefndum og ráð- um, einkum á vegum útvegsmanna, sem ekki verða talin upp hér. Björgvin var óvenjulegur maður á margan hátt. Það gustaði af hon- um, enda var hann hvorki lítilla sanda né sæva. Hálfkák og hálf- kveðnar vísur áttu ekki upp á pall- borðið hjá honum. Hann var ósmeykur að lýsa skoðunum sínum á mönnum og málefnum og reyndar öllu sem hann taldi máli skipta. Hirti hann lítt um þótt undan sviði ef hann taldi málstaðinn góðan. Hins vegar var hann fágætlega hjartahlýr og leitun á jafn raungóð- um manni og öðrum eins rausnar- manni. Ég veit að fjölda manna, jafnt vandabundnum sem vanda- lausum, reyndist hann haukur í horni er í nauðir rak. Hjálpsemi við náungann var honum í blóð borin. Ungur gekk hann samvinnuhug- sjóninni á hönd og þeirri hugsjón var hann ætíð trúr. Á öld fírringar og alþjóðahyggju var gott að hlýða á heilræði hans og ég veit að þeir, sem kynntust honum best, vissu að hann vildi fyrst og fremst, ejns og frumheijar þessarar aldar, íslandi allt. Ég bið algóðan guð um að styrkja hana tengdamóður mína. Ingvi Þorkelsson. Elsku afí. Þú varst víst ekki gallalaus fremur en aðrir menn, en mikil ósköp þótti okkur vænt um þig. Sjálfsagt eru margir sem minn- ast þín sem málafylgjumanns, hvort sem er í stjórnmálum eða útgerð. Þeir eru líka margir sem minnast þín fyrst og fremst fyrir þitt stóra hjarta. Þú aðstoðaðir þegar á bját- aði og hafðir ekki um það mörg orð. Þá skiptu peningar engu máli. Þú varst ekki fæddur með silfur- skeið í munni, en komst ágætlega af hin síðari ár. Þið amma voruð höfðingjar heim að sækja, hvemig svo sem á stóð. Amma var þín stoð og stytta, konan á bak við manninn sem kallað er. Glöggt er gests aug- að og Guðmundur Daníelsson lýsir ykkur vel: „Meðan við Björgvin verzluðum leiddi frúin fólkið okkar til stofu og undirbjó veizluna. Ég veit ekki hvort þau hjónin vom rík. Matborðin em ekki ömggur mæli- kvarði. Ég kem stundum á heimili hjóna, sem ekki vita aura sinna tal, en í húsi þeirra er aldrei til málungi matar, og hjarta þeirra herpist saman og kveinkar sér hvert sinn ef tíu króna seðill gengur þeim úr greipum. Og margan daginn svelta þau heilu hungri, ef enginn verður til að gefa þeim bita. Má vera að Björgvin hafí verið ríkur, eins og veizluborðið hans. Eitt er víst að hér tókst hið glæsilegasta samkvæmi." Það er gaman að þessari frásögn í Landshomamönnum, þegar þú keyptir laxfiskinn af Guðmundi forðum daga og varst næstum því búinn að gera úr þeim M. framsókn- armenn: „Björgvin Jónsson, segjum við, - hvar er hægt að komast í veiði á Austurlandi, eða kanntu nokkuð fyrir okkur að sjá? ... Björgvin hló að okkur, svo smá- barnale? var ósk okkar. oer hlægi- lega auðvelt að verða við henni. Síðan sagði hann okkur einar tíu veiðisögur af sjálfum sér og vinum sínum, og hann þekkti veiðistaði Austurlands svo fullkomlega, að hann vissi upp á hár hvað margir laxar lægju bak við þennan stein, sem hann til tók: að þeir væm þrír, en þegar maður væri búinn að veiða þá alla, þá lægju venjulega fimm hængar í lænunni niður með bakk- anum til vinstri. ... Talið við mig í síma klukkan þijú á morgun, og ég skal vera búinn að tryggja ykk- ur daginn. Nú munaði mjóu að við M. beiddumst inngöngu í Fram- sóknarflokkinn. Var þetta ekki toppurinn á heimsmannslegum elegansa og höfðingjaskap? Enginn efí. Aldrei höfðu okkar menn reynzt okkur slíkir bjargvættir.“ Við höfum stundum velt því fyrir okkur af hveiju þú misstir áhuga á þingmennsku. Að vísu er nú varla bráðskemmtilegt að sitja á þingi. Eða hitti Guðmundur kannski nagl- ann á höfðið? „Hvað kostar að ganga í Fram- sóknarflokkinn? spurðum við. Það mundi Björgvin ekki svo vel, - fleiri hundruð krónur, hélt hann. Fleiri hundruð krónur, nú jæja. Svo við stilltum okkur um að stíga þetta spor, að svo stöddu, en létum sitja við það eitt að hrósa Framsóknar- flokknum á hvert reipi og óska honum farsældar. Þá sagði Björg- vin Jónsson - ef ég man rétt: Fram- sóknarflokkurinn er lítill flokkur og rúmar ekki fleiri stórmenni. Það sem hann vantar, eru almennir kjós- endur. Ha? sögðum við M, - áttu við að gömlu leiðtogarnir kæri sig ekki um keppinauta? Nýja menn? Björgvin hló og bauð meiri veiting- ar, og lét hjá líða að skýra um- mæli sín. Hann var stjórnmálamað- ur og hafði eitt sinn lagt Lárus dómara að velli - unnið Seyðis- fjörð. En í vor höfðu samheijarnir komið til hans og sagt: Hægan góði, nú get ég, nú get ég. Kannski var það þetta, sem hann meinti. Ég veit það ekki.“ Kæri afí, þú hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar. Ekki hvað síst þegar við vorum lítil. Þú varst svo sterkur karakter að einhvem veginn varst þú ætíð ódauðlegur í okkar huga, jafnvel þótt þú værir stundum mjög veikur. Það kom okkur því í opna skjöldu að þú skyldir veikjast skyndilega og and- ast úti í löndum. Auðvitað fórum við að hugsa um það hvenær við hefðum talað við þig síðast og hvort við hefðum þá gefíð okkur nægan tíma til að tala við þig. Svona hlut- um veltir maður fyrir sér þegar maður missir þá sem maður elskar. Margs er að minnast, elsku afi. Manstu þegar Ebba og Ingbjörg „litla“ voru litlar og þú komst frá útlöndum með firklöver, tyggjó og barbidót? Mikil var hamingja þeirra. Sonum þínum til ósvikinnar ánægju tróðu þær svo miklu tyggjói upp í sig að þær gátu ekki talað. Manstu þegar þú kenndir okkur frönsku? Við vöktum óskipta athygli vina okkar þegar við höfðum eftir þér orðtakið um alabadarí fransí. Manstu þegar þið amma áttuð Þúfukot? Þið Bjöggi voruð að brenna rusl og svo sprakk eitthvað. Það mátti ekki á milli sjá hvor hljóp hraðar. Þið nefndust að sjálfsögðu Hvellur og Smellur upp frá því. Manstu þegar þú keyptir gamlárs- flugeldana með Eyþóri Inga, Binna, Baldri og Bjögga? Öll fengum við að sjálfsögðu vænan skammt. Svo sprengdir þú bomburnar með okk- ur. Það voru nú meiri lætin. Það endaði náttúrlega með að þú brenndir þig og þá hættirðu að sprengja. Gott ef þú gafst okkur ekki bara stjörnuljós upp frá því. Manstu þegar þú kenndir okkur að veiða? Til dæmis í Rangá í sumar þegar þú sast inni í bíl, sagðir okk- ur til og brostir út að eyrum. Þú skemmtir þér konunglega yfír öllum löxunum hans Péturs. Svo varstu líka rígmontinn af því að Ingibjörg „litla" skyldi snæða veiðiuggann af maríulaxinum sínum af því að Pétur og Bjöggi sögðu að þú segðir að maður ætti ekki bara að bíta, held- ur kvnona líka. Manstu hvað hún Ásta dáðist að stóru bumbunni sem þú barst þegar hún var barn? Eða þegar þú keyptir gervisláttuvélina handa Finni svo þið félagarnir gæt- uð slegið garðinn saman? Nú, eða þegar fyrsta hálkan kom á haustin og þú spurðir hvort við værum búin að láta skipta um dekk? Ef því var til svarað að skiptin færu fram von bráðar vissir þú strax að við vorum blönk. „Hana, látiði skipta um dekk,“ sagðir þú og réttir okkur pening. Þú varst alltaf að gefa okkur eitthvað. Sælgæti, fallega hluti, peninga og síðast en ekki síst um- hyggju og hlýju. Þannig varst þú, rausnarlegur og gjafmildur og lést þér annt um okkur öll. Svo varst þú svo sérdeilis barngóður, afí. Al- gjör Guð í augum yngstu barnanna. Meira að segja Anna Solla vildi helst vera hjá þér þegar hún var lítil og var hún þó einstök manna- fæla. í minningunni sjáum við þig fyrir okkur haldandi á barnabarna- barni, með barnabarn á hælunum eða bara að gæða einhveijum krakka á harðfiski og sælgæti. Hvemig í ósköpunum á hann Finn- ur litli að skilja að þú sért hættur að panta hann í heimsókn? Mikið verður skrítið að læra að lifa án þín, kæri afí. Ekkert laumu- legt fótatak að nóttu á leið í Imbu- frænku-flatbrauðið í ísskápnum og enginn afi sem vekur mann á morgnana svo undir tekur í húsinu. Enginn afi sem sér ekki á manni galla, nema þá helst að maður drekki helst til mikið af gosi. Æ, hvað hún amma á eftir að sakna þín - og við öll. Elsku afí, það vaxa engir aurar í skúffunum okkar lengur. Ingibjörg, Anna Sólveig og Björgvin, Brynjar og Baldur Freyr, Eyþór Ingi, Ásta og Finnur Már. Nú ert þú farinn frá okkur og kemur aldrei aftur en eftir lifa góð- ar minningar. Sérstaklega munum við, Eva og Ella, eftir því þegar við áttum af- mæli og þú komst með fullt af nammi og ís og allir krakkamir héldu að þú værir jólasveinninn. Já, minning- arnar eru margar en það verður samt sárt að koma í heimsókn til ömmu og sjá engan afa sitja við borðstofu- borðið og leggja kapal. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna. Elsku amma, mamma, Hansína, Tolli, Jón, Eyþór og Ingibjörg. Guð gefí ykkur styrk til að komast í gegnum þennan stóra missi. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (Davíðssálmur nr. 23) Elínborg, Eva Dögg og Katla Björg. Okkur frændsystkinin langar til að minnast afa okkar Björgvins Jónssonar með nokkrum orðum. Við bjuggum öll í Þorlákshöfn og feður okkar störfuðu með afa í út- gerðarfyrirtækinu Glettingi. Á hveijum laugardegi komu amma og afi til Þorlákshafnar. Við krakk- arnir biðum alltaf spennt eftir laug- ardögunum því þá kom afí Björgvin alltaf með stóran innkaupapoka fullan af sælgæti og stundum leynd- ust eiafir með. Oftast komu líka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.