Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 37 LISTIR Vídeólistakona hlaut Turner-verðlaunin Morgunblaðið. London. TATE listasafnið var stofnað íyrir réttum hundrað árum af manni sem auðgaðist á sykur- framleiðslu. Tate & Lyle blómstra enn í sykurbransanum og listasafnið þrífst sömuleiðis, það er nú í eigu breska ríkisins og hýsir meðal annars helsta safn (tuttugustu aldar- og) nú- tímalistar þjóðarinnar. Fjórar konur kepptu til úrslita í Tumer keppninni eru valdir fjórir listamenn, verk þeirra sýnd, og síðan stendur einn þeirra eftir með pálmann í hönd- unum, tuttugu þúsund pundum ríkari. Markmiðið með samkeppninni er að heiðra breskan listamann og ýta undir þi-óun í breskri nú- tímalist. Áhuginn á Turner verð- laununum hefur aukist jafnt og þétt frá því þau vom fyrst veitt 1984, það er talið að rúmlega 50 þúsund áhorfendur komi ár- lega til að sjá hvað fremstu listamenn þjóðarinnar hafa fram að færa. I ár eru það fjórar konur sem kepptu um verðlaunin, hvort sem það em viðbrögð við því að í fyrra voru það fjórir karlmenn sem kepptu til úrslita eða hrein tilviljun skal látið ósagt. Cornelia Parker Cornelia Parker komst í sviðsljósið í fyiTa þegar hún í samstarfi við leikkonuna Tildu Swinton sýndi Tildu i glerbúri um- kringda hlutum sem höfðu sögulegt gildi, eins og t.d. vindil Winston Churchills og sokk af Viktoríu drottningu. A Turner sýningunni er hún með verk sem heitir Mass (colder Darker Matt- er) búið til úr brannum leifum af kirkju sem varð fyrir eldingu í Texas. Viðarbútarnir og kola- molarnir hanga í spottum neðan úr loftinu og mynda kassalaga form sem er þéttast innst en dreifir sér nær útveggjum kass- ans. Hún sýnir einnig mörg smærri verk, oft eru þetta hlutir sem hafa litla sem enga merk- ingu í daglegu lífi, en öðlast nýja merkingu þegar þeir eru komnir inn í listasafnið og á bakvið gler. T.d. tók hún upp hringlið í lykla- kippu Freuds, lét skera vínil- plötu með upptökunni, tók síðan spæninn (þunnir vinilþræðir) rammaði hann inn og kallar verkið Negatives of Sound. Christine Borland Christine Borland rannsakar framhugmyndir um mennska til- vera, hún notar réttarlæknis- fræði sem granninn að sinni list. Phantom Twins era eftirlíkingar af leðurdúkkum sem vora notað- ar til að kenna læknanemum síð- ustu aldar um fæðinguna. Leðrið var strekkt utanum raunveruleg- ar fósturbeinagrindur, Borland notar að vísu plast afsteypur í sínar dúkkur. Hún býr einnig til skuggamyndir með því að strá dufti á glerplötu með béinagrind, síðan fjarlægir hún beinagrind- ina og eftir sitja útlínur beina- grindarinnar í duftinu sem varp- S Arlega er haldin í Tate listasafninu á bökkum Thames- ár í London lista- samkeppni kennd við listmálarann Turner. Nú hlaut þau Gillian Wear- ing, vídeólistakona. Dagur Gunnarsson segir frá keppend- unum og sýningu ^eirra. ar draugalegum skugga á vegg- inn og gólfið fyrir neðan og minnir einna helst á röntgen- mynd. Er þetta myndhverfing fyrir duftið sem við verðum öll að eða áminning um þá ópersónu- legu meðhöndlun sem líkami okkar hlýtur að okkur látnum? Angela Bullock Angela Bullock er yngsta lista- konan sem keppir til verðlaun- anna í ár og er með nútímalegt framhald af list sjöunda áratug- arins, minimalisma og hugtaka- eða hugmyndalist. Hún fylgir þeim stíl sem þá tíðkaðist í skær- litum verkum sem áhorfendur geta tekið virkan þátt í að skapa. Superstrueture with Satelites er í raun risavaxin bólstrað mubla eða sófi sem gefur frá sér hljóð ef sest er á hann eða ef maður gengur framhjá nemum sem skynja hreyfingu. Hún notar tölvutæknina óspart í sínum verkum og sum verk hennar era í raun skjálftamælar sem bregð- ast við umgangi áhorfenda og úr verður einstök skrá yfir stað og stund. Gillian Wearing Við hátíðlega athöfn 2. desem- ber sl. var tilkynnt að Gillian Wearing, vel þekkt videólista- kona, hreppti Tumer verðlaunin í ár. Wearing notar myndbandið sem listform, gerir stuttar áhrifamiklar myndir sem era oft- ar en ekki fullar af húmor. Hún sýnir tvö verk í þessari sýningu, annars vegar; 60 Minutes Si- lence, þar sem hún myndaði 26 manns í lögreglubúningum þegja í klukkustund, sitjandi og stand- andi eins og uppstillt fyrir myndatöku hjá ljósmyndara. Það er eins og hópmynd af lögreglu- þjónum sé að fylgjast með manni, þeir horfa í myndavélina, ræskja sig, iða í sætinu eða tví- stíga eins og venjulegt fólk gerir þegar því er sagt að það verði að sitja þögult í klukkustund. Ef maður hefur þolinmæði til að staldra nokkra stund við þetta verk þá er eins og maður fari að greina mismunandi persónuleika í lögregluhópnum og fer að ímynda sér sögu og bakgrunn sumra. Hitt verkið er öllu óhuggulegra. Það heitir Sacha & Mum, það sýnir samspil móður og dóttur á heimili þeirra. Faðm- lög breytast í stympingar, móðir- in notar handklæði eins og grímu og haft á dótturina sem er á nærfötunum einum saman. Mynd- in er svarthvít og er sýnd afturábak, öll hljóð verða drunga- leg og ómennsk. We- aring leikstýrði þessu verki gaum- gæfilega og það sést á stílfærðum hreyf- ingum leikaranna. Það má vel lesa úr þessu einfalda tákn- mynd af þróun á „haltu mér, slepptu mér“ samskiptum móður og dóttur, ást verður haft. Allt í óvissu A hverju ári flykk- ist almenningur á Tumer sýninguna í Tate listasafninu og nú í ár eins og oft áð- ur sprattu upp deilur og umræður í fjölmiðlum um hvað list sé. Getur það að setja hversdagslegan hlut í glerkassa í listasafni breytt þessum hlut í listaverk? Margir segja nei, þetta er bara merkingarlaust bull sem hefur ekkert með vand- að handbragð listamannsins að gera, að hugmyndirnar séu oft einfaldir brandarar sem skilja ekkert eftir sig, að það vanti alla dýpt. Listfræðingar og listamenn sem hafa andmælt þessu sjónar- miði segja að þetta listform sé eins og ljóðlist, það verði að leyfa verkunum að tala til þín bæði á tilfinninga- og vitsmunalegu plani, það þurfi að leggja á sig smávinnu til að skilja sum verk- in. Algeng gagnrýni á nútímalist er líka að hún virðist ekki búa yfir neinum svörum, varpi bara fram spurningum, því er oftast svarað með því að fæstir lista- menn hafi gefið sig út fyrir að geta leyst lífsgátuna, markmiðið sé að vekja fólk til umhugsunar um stöðu sína í nútíma þjóðfé- lagi og þaðan af víðara sam- hengi. Þessi tegund af list virðist oft vera að miðla því til áhorfandans að allt sé óvíst og að við vitum í raun ekkert með vissu. Þessum skilaboðum er komið til skila eft- ir flóknum og oft háþróuðum leiðum, gjarnan með kaldhæð- inni kímnigáfu. Sýningin stendur til 18. janú- ar. GILLIAN Wearing hreppti Turner verðlaunin í ár. Hún notar myndbandið sem listform og sýnir tvö verk á verðlaunasýningunni; Sextíu mínútna þögn, þar sem hún myndaði 26 manns í lögreglubúningum þegja í klukkutíma, og Sacha & Mum, sem sýnir samspil móður og dóttur á heimili þeirra. Tina í sultutíð DJASS Múlinn á Jómfrúnni DJAMMSESSJÓN Lokakvöld 1997 - Föstudagskvöldið 5. desember. FRÆGT eintal, How jazz was born, endar danski gamanleikar- inn Dirch Passer á þessum orðum: „... som rusinen i polseenden, som the rasine in the hot dog end, horer vi dem her i en typisk jam session, direkte oversatt: syltetoj session." Ekki getum við íslenskir leikið efth- seinni orðaleikinn er Tao Michaélis samdi fyrir Dirch, en djammsessjónir hafa lengi verið haldnar hér og frægastar trúlega í Breiðfirðingabúð í den. Djamm- sessjón kalla djassmenn þegar hljóðfæraleikarar safnast saman og leika án æfingar lög sem þeir þekkja allir og spinna yfir hljóm- um þeirra. Slíkar samkomur vora djassmönnum stórsveitaráranna lífsnauðsyn. Þá fengu blásarar sveitanna í besta falli þrjátíuog- íjögurra takta sóló í örfáum lögum á kvöldi - nema þeir væru stór- stjörnur - og enga útrás fyrir sköpunarþörfina fyrren á djamm- sessjónum eftir vinnu. Nú er öldin önnur og menn spinna einsog þá lystir og kannski var djammses- sjónin á Múlanum sl. föstudags- kvöld útför íslenska djassdjamms- ins. I það minnsta voru ekki marg- ir að djamma; tveir píanistar, bassaleikarar og trommai-ar, einn blásari, gítaristi og söngkona. Þeg- ar ég kom á staðinn var setið í flestum sætum og Jóel Pálsson að blása I’ll remember april, gamlan stríðssöng djassmanna sem Orms- lev og Jón Páll djömmuðu m.a. með Friedrich Gulda í Framsókn- Bökakvöld í Súfistanum Hafnarfirði FJÓRIR rithöfundar lesa úr nýút- komnum bókum sínum í Súfistan- um, Strandgötu 9 Hafnarfirði, í kvöld, þriðjudaginn, kl. 20.30. Einar Már Guðmundsson, les úr nýrri skáldsögu sinni Fótspor á himnum; Páll Bergþórsson les úr bókinni Vínlandsgátan, Hörður Magnússon les úr bókinni Everest, Islendingar á hæsta fjalli heims og Kristín Marja Baldursdóttir les úr skáldsögu sinni Hús úr húsi. ------------- Listmunauppboð á Hótel Sögu GALLERÍ Fold heldur listmuna- uppboð nk. fimmtudag á Hótel Sögu kl. 20.30. Boðin verða upp tæplega 100 verk, þar á meðal mörg verk gömlu meistaranna. Verkin verða til sýnis í Gallerí Fold, Rauðarárstíg, þriðjudag kl. 10-18, miðvikudag kl. 10-22 og fimmtudag kl. 10-18. arhúsinu forðum daga. Svo kom kanadíska söngkonan Tina Pal- mer, sem hér hefur dvalist við kennslu og söng frá því haustið ‘96. Þá sló prentarinn Ólafur Stolzenwald bassann með atvinnu- mönnunum Eyþóri Gunnarssyni og Pétri Grétarssyni og í Body and soul lagði Tina ýlfrandi hljóðnem- ann frá sér og lét röddina berast raflausa um salinn. Hún syngur ekki í hinum hefðbundna djassstíl - er líkari Sheilu Jordan og þeim dömum - og hefur aukið fjöl- breytni í íslensku djasslífi. í lok djammsins kallaði Tómas R. Ein- arsson, einn af forastumönnum Múlans, á tvo nemendur í djass- deild Tónlistarskóla FÍH, þá Eirík Orra Ólafsson trompetnema og Valdimar Sigurðsson bassanema, og léku þeir blúsinn hans Theloni- usar Monks: Straight no chaser. Að vísu var Monk fjarri, en því er maður vanur, en Gulli Briem sat við trommurnar og barði trylling í tónlistina og strákarnir stóðu sig vel. Það er alltaf gaman að heyra unga, efnilega nemendur og kannski væri ráð að ljúka næstu hrinu Múlans með því að leyfa efnilegustu nemendum djassdeild- ar Tónlistarskóla FÍH að leika með topp djassrýþmasveit. Það er kannski rétti djammsessjón nú- tímans. Þetta vora síðustu tónleikar djassklúbbsins Múlans á þessu ári, en væntanlega verður þráðurinn tekinn upp í febráar. Að lokum: Einn af höfuðsnilling- um Islandsdjassins, Jón Páll Bjarnason gítaristi, er væntanleg- ur heim í jólafrí og mun leika með tríói Ólafs Stephensen svo það er hægt að fara að hlakka strax til heitra djassjóla. Vernharður Linnet Peysur 100% merinóull Rúllukragi, v-hálsmál og hnepptar POLARN O. PYRET KRINGLUNNI-SÍMI 5681822 fltovgititMð&ifr - kjarni málsins! Námskeið tU aukinna ökuréttinda hefjast vikulega Sveigjanlegur námstími (áfangakerfi), próf á rútu, leigubíl, vörubíl og vörubíl með tengivagni. Reyndir kennarar, góðir bílar, fullkomin aðstaða. Hafðu samband og fáðu nánari upplýsingar. <Ú) ♦♦ - OKU $KOIJNN IMJODD Kennsla og skrifstofa: Þarabakka 3, Mjóddinni, Rvík, sfmi 567-0-300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.