Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 48

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Byltingin í Rússlandi 1917 ÞVÍ ER stundum haldið fram að alræð- isaðferðir stalínista- stjórnanna og Kommúnistaflokks- ins í Sovétríkjunum megi rekja til okt- óberbyltingarinnar í Rússlandi 1917. Saga þessarar alþýðuupp- reisnar og einkenni Bolsévíkaflokksins afsanna að svo sé. októberbyltingin var afar djúptæk í bylt- ingarsögunni og einn mikilvægasti atburð: ur þessarar aldar. í fyrsta skipti í sögunni tóku vinnandi stéttir völdin úr hönd- um ráðastéttarinnar og hófu upp- byggingu samfélags sem grundvall- ást á meirihluta alþýðu manna en ekki hagsmunum eignastéttarinnar. Með því hófst nýtt tímaskeið í sögu mannkyns. Rússland á tímum keisarans Arið 1917 hafði heimsstyijöldin fyrri, fyrsta heimsvaldastríðið, geis- að í Evrópu á fjórða ár. Milljónir manna voru fallnar og ríkisstjórnir kapítalísku landanna hugðu á fram- hald. Rússland fór í stríðið sem heimsvaldasinnað ríki. Það bar þó éinkenni hálflénskrar vanþróunar. Forréttindaaðall einokaði jarð- næði, en 80% íbúa lifðu af akur- yrkju. Eitthundrað milljón smá- bændur drógu fram lífið á 150 millj- ón hekturum lands og var hlutur hverrar fjölskyldu því undir 7,5 hekturum. Þijátíu þúsund jarðeig- endur áttu að meðaltali 2.200 hekt- ara hver, samtals 75 milljón hekt- ara, eða jafnt og 50 milljón smá- bændur! Verkalýðsstéttin var að koma til sögunnar en taldi aðeins fjórar milljónir. Hún hafði engu að síður töluvert félagslegt vægi. Keisaraveldið var þekkt um víða veröld fyrir að vera „fangahús þjóða". Einungis 43% íbúanna voru / *af stór-rússnesku þjóðerni. Hin 57% voru undirokaðar þjóðir, Úkraínu- menn, Pólveijar, Azerar, Tartarar, Tyrkir og fleiri. Þær höfðu verið neyddar inn í keisararíkið og máttu þola efnahagslegt, félagslegt og menningarlegt misrétti. Ríkisvaldið var í höndum stótjarð- eigenda og framkvæmdin hjá keis- arans mönnum. Því var beitt á hrottafenginn hátt til að betja niður alla andspyrnu. Fijálslyndari hluti borgarastéttarinnar hafði ekki hug á að velta keisaranum úr sessi og í leiðinni þessu lénska skipulagi, þrátt fyrir að alræðisvaldið héldi aftur af kapítalískri þróun. Þeir ótt- uðust að veikari kúgunartæki eða barátta gegn gamla samfélagskerf- inu myndi hleypa milljónum af strit- andi alþýðufólki inn í orrustu sem færi jafnvel út fyrir mörk borgara- legrar lýðræðisbyltingar. Þannig var staðan er Rússland lýsti yfir stríði gegn Þýskalandi 1914. í árslok 1916 höfðu fimm milljónir rússneskra bændasona fall- ið, særst eða verið handteknir. Lið- hlaupum úr hemum Qölgaði ört. Vöruverð hækkaði hratt og skortur á nauðsynjum, svo sem brauði og eldsneyti, jókst. Snemma árs 1917 braust út almenn óánægja vegna óréttlætisins. Verkafólk fundaði í verksmiðjum, mótmælagöngur og Októberbyltingin var afar djúptæk í bylting- arsögunni, segja Gylfi Páll Hersir og Sigurð- ur Jóhann Haraldsson í fyrri grein sinni, og einn mikilvægasti at- burður þessarar aldar. verkföll urðu tíðari. Samstaða myndaðist milli verkafólks og óánægðra hermanna. Uppreisn sviptir keisarann völdum Baráttan tók nú á sig byltingar- svip. Það byijaði með verkfalli kvenna í vefjariðnaði í Pétursborg, þáverandi höfuðborg Rússlands. Verkföll og mótmæli breiddust út og leiddu til vopnaðrar uppreisnar og falls keisarans 27. febrúar 1917. Alþýða manna um gervallt Rússland studdi uppreisnina, smábændur og hermenn á vígstöðvum. í uppreisninni voru þing verka- manna og bænda, svokölluð ráð (sovét) frá byltingunni 1905, endur- vakin. Verkafólk í stærstu verk- smiðjunum reið á vaðið, í kjölfarið fyigdi verkafólk í öðrum starfsgrein- um og síðar urðu til ráð meðal her- manna og bænda. Fulltrúar voru valdir í ráðið í beinum kosningum. Þegar uppreisnin náði hámarki afréð þingið (dúman, sem keisarinn setti saman 1905) að búa til nýja bráðabirgðastjórn. í henni sátu einkum kapítalistar og stóijarðeig- endur, auk Alexanders Kerenskíjs, lögfræðings úr ráðinu í Pétursborg, sem varð forsætisráðherra um sum- arið. Bráðabirgðastjórnin studdi hagsmuni kapítalista, stóijarðeig- enda og erlendra heimsvaldasinna. Hún tók ekki tillit til krafna verka- fólks, smábænda eða undirokaðra þjóða. Hún hélt áfram þátttöku í stríðinu og gegndu hershöfðingjar keisarans áfram fyrri stöðu. Ráðin skipuðu fulltrúar mikils meirihluta íbúanna og voru vopnað- ar sveitir undir þeirra stjórn. En flokkarnir sem höfðu undirtökin þá stundina, þjóðbyltingarmenn og mensévíkar létu bráðabirgðastjórn- ina um völdin. Báðir flokkar voru þeirrar skoðunar að lýðræðisleg bylting gegn keisaranum gæti átt sér stað undir forystu fijálslyndra kapítalista, en verkalýðsstéttin yrði að eiga hagsmuni sína og framtíð undir þeim. Þessir hentistefnumenn studdu stríðsþátttöku Rússa, voru andsnúnir jarðnæðisumbótum, studdu ekki kröfu verkafólks um 8 stunda vinnudag og voru með mála- lengingar varðandi sjálfsákvörðun- unarrétt kúgaðra þjóða. Bolsévíkar og októberbyltingin Bolsévíkaflokkurinn var verka- lýðsflokkur bæði hvað varðar sam- setningu og stefnumið. Mikill meiri- hluti félaga og forystu flokksins var verkafólk með nákvæmlega sömu hagsmuni og annað verkafólk. Bolsévíkar (meirihluti) og mensév- íkar (minnihluti) urðu til á 2. flokks- þingi rússneska jafnaðarmanna- flokksins í London árið 1903. Bols- évíkaflokkurinn var stofnaður 1912. Bolsévískt verkafólk sem tók þátt í febrúaruppreisninni, var í minni- hluta í ráðunum framan af ári 1917. Lenín og bolsévíkamir bentu á að þótt nærtækasta verkefnið væri að framkvæma borgaralega lýðræð- isbyltingu í Rússlandi og þar með að steypa keisaraveldinu og eyða því sem eftir stóð af miðaldaskipu- lagi, yrði byltingin að byggja á for- ystu bandalags verkafólks og bænda. Lenín benti á að barátta verkamanna og bandamanna þeirra fyrir þessum lýðræðiskröfum myndi leiða þá til sósíalískrar byltingar. Vorið 1917 hrundu bolsévíkar af stað áróðursherferð undir slagorðinu „öll völd til ráðanna". Þeir hvöttu til þess að Rússland drægi sig strax út úr heimsvaldastríðinu, jarðnæði yrði tekið eignamámi og jarðnæðis- umbætur gerðar undir ráðstjórn bænda. Komið skyldi á 8 stunda vinnudegi og eftirliti verkafólks með iðnframleiðslu, bankar og stóriðnfyr- irtæki skyldu þjóðnýtt og kúgaðar þjóðir fá sjálfsákvörðunarrétt. Á næstu mánuðum unnu bolsév- íkar traust alþýðu manna og meiri- hluta í ráðunum. Frá apríl til júlí 1917 óx félagatal Bolsévíkaflokks- ins úr 80.000 í 240.000. Virðing verkafólks fyrir bylting- arflokknum óx enn er leiðtogar hans leiddu vörn Pétursborgar gegn valdaránstilraun Kornílovs yfirhers- höfðingja um haustið. Þetta leiddi til þess að bolsévíkar náðu meiri- hluta í framkvæmdanefnd ráðsins í Pétursborg og greiddi hún atkvæði með því að stjórn Kerenskíjs var skipt út fyrir ráðstjómina. Vopnuð uppreisn fjölda verka- manna og hermanna sópaði burt litl- um herstyrk ríkisstjórnarinnar 25. október, það er 7. nóvember sam- kvæmt okkar tímatali. Kerenskíj lagði á flótta. Landsþing ráðanna tók við völdum. í síðari grein fjöllum við um bylt- ingarávinningana, tilkomu skrif- ræðis og gagnbyltingu. Gylfi Páll Hersir er félagi í Verkamannafélaginu Dagsbrún Sigurður Jóhann Haraldsson er Dagsbrúnarféiagi og ungur sósíalisti. Bruðhjón Allur boröbiínaður Glæsileg gjdfdvara Biúödilijöna lislur I VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Á örlaga- stundu SJÁLFSAGT er flestum ljós sú umræða sem orðið hefir á undanförnum vikum um fækkun fólks í hin- um ýmsu landshlutum. Er jafnvel talið að til auðnar horfi ef ekkert verður að gert. Mjög hefir þessu verið haldið á lofti í umræðum um sameiningu sveitarfé- laga og svo virðist sem sameining eigi að vera lykilorð að aukinni hagsæld á flestum sviðum þjóðfélagsins. Vissulega er enn í gildi „að sameinaðir stönd- um við en sundraðir föllum við“ en þetta má þó ekki ganga svo langt að með því slævist sjálfsvitund og ábyrgðartilfinning einstaklinga og félagasamtaka, þeirra sem sameig- inleg markmið eiga. Fyrir fáum árum var umtalsverð- ur áróður fyrir því út um dreifðar byggðir landsins að nærtækasta bjargráð til atvinnusköpunar væri að taka sér fyrir hendur ýmiskonar smáiðnað, í daglegu tali kallað fönd- ur, til þess að drýgja tekjur sínar. Sjaldnast var þó talað um hvað þetta ætti að vera og ekki mun þetta hafa orðið svo sem talið var að yrði. I dag er ástandið eins og hér í upphafi var lýst að fólkinu fækkar með ótrúlegum þunga út um dreifðar byggðir landsins og mun halda þann- ig áfram hvað sem allri sameiningu líður, nema tekið verði áþreifanlega á vandanum á þann hátt að útfirið verði stoppað og meira en það. Fólk- ið út um byggðimar eldist ekki síður en aðrir íbúar landsins og verði ekki möguleikar á því að endurnýjun eigi sér stað verður afleiðingin aðeins sú að fólkið sem nú myndar samfélag landsbyggðarinnar þreytist og flýr á brott eða það hreinlega deyr drottni sínum eins og stundum er sagt. Eft- ir standa þá yfirgefnar byggðir, með öllum sínum verðmætum, en öldruð- um og ölmusufólki fjölgar í fyrir- heitna landinu, sem engum dylst að um þessar mundir er suðvesturhom landsins. Mjög virkt áhersluatriði í þessari þróun eru svo bygging orku- vera sem beint og óbeint dregur til sín tiltækt vinnuafl utan af lands- byggðinni og er snarasti þátturinn í tilkomu hinna 12 þúsund eða þá öllu heldur 14 þúsund nýrra starfa sem verði orðin til um næstu aldamót. Þama mun ekki vera um neina ímyndun að ræða heldur fyrirsjáan- legar staðreyndir sem fylla mælinn eyðandi byggða. Vart er þó hugs- andi að þetta verði sú mynd af ís- lensku þjóðfélagi sem fólk óskar eft- ir að verði. Athygli hefir vakið að báðir for- menn núverandi stjórnarflokka hafa orðað að þennan vanda þurfi að leysa og ekki er langt síðan að þeir birtust, hlið við hlið, á skjá ríkissjón- varpsins til staðfestingar á þessari skoðun sinni sem ekki er hægt að skilja á annan hátt að þetta sé þá einnig skoðun beggja stjórnarfiokk- anna og þar með ríkisstjórnarinnar. Um þetta er allt gott að segja, ef efndir verða eftir orðanna hljóð- an. Ekki hefi ég þó séð eða heyrt að formaður Sjálfstæðisflokksins, sjálfur forsætisráðherrann, hafi lát- ið frekar til sín heyra um hvað í vændum muni vera, en formaður Framsóknarflokksins hefir aftur á móti, hvað eftir annað, tjáð sig og meira að segja vitnað í nýgerðar samþykktir aðalfundar miðstjórnar flokks síns þar um. Og það sem á að gera er ekkert smáræði: Á næstu árum á að ljúka við að tengja alla byggðahluta landsins saman með varanlegum vegúm og það á að mynda nokkra byggðakjarna víðs- vegar um landið til þess að taka við fólkinu sem vill breyta til af ein- hveijum ástæðum og þjappa sér saman. Vissulega eru þetta fal- legar hugsanir og fögur fyrirheit en kannski fer svo fleirum en mér að setja við þetta spurn- ingarmerki af þeirri einföldu ástæðu að þegar vegirnir verða komnir verður trúlega fátt eða ekkert af fólki orðið eftir miðað við útlitið í dag og sama gildir um byggðakjarn- ana að þeir verða ekki til af engu. Til þess þarf einfaldlega fólk. Svo mun um flesta byggðakjarna á landinu eða þeir hafa orðið til sem þjónustustöðvar fyrir sjávarútveg eða landbúnað og það vill nú svo til að kringum báðar þessar atvinnugreinar skapast Úti á landi fækkar fólki ört og telur Grímur Gíslason, að sú fækkun haldi áfram nema tekið verði áþreifanlega á vandanum. margháttuð þjónustustörf sem gera heildarmyndina samstæðari og fé- lagslegri. Óraunhæfar aðgerðir eru blekking sem í þessu tilfelli sýnist að muni valda því að hvort tveggja tapaðist, bæði þau miklu verðmæti sem fyrir eru og einnig reiknanlegur kostnaður við umræddar samgöngu- bætur og nýbygging þéttbýlis- kjarna. Niðurstaðan yrði þá í sam- ræmi við hið foma spakmæli „að of seint sé að iðrast eftir dauðann". Nú strax er fengin reynsla fyrir því að nýbyggingar á ýmsum þéttbýlis- stöðum á landinu eru ekki nýttar sökum þess að enginn þarf á þeim að halda og hafa skapast af þessu óleyst vandamál. Eg leyfi mér að segja að á þessu stóra vandamáli er ekki nema ein lausn og hún er sú að skapa fólkinu lífvænleg skilyrði til búsetu svo það haldi trú sinni á landið með sínum sérstæðu miklu gæðum. Til þessa þarf að sjálfsögðu fjármagn sem allir slást um en það er ríkisstjórnin sem þarna hefir valdið en sjálft er málið það sem kallast er þverpóli- tískt þannig að allir flokkar ættu að sjá hvað er í húfi. Þótt samfélag okkar Islendinga sé nú haldið af sveiflukenndri byltingarhneigð, sem vonandi skilar jákvæðum árangri, er það óafsakanleg fljótfæmi að glata samhliða þjóðarverðmætum sem þróast hafa um aldir og eru m.a. sýnileg í glæsilegri uppbygg- ingu á undanförnum 40 til 50 árum víðsvegar um landið. Bak við núverandi ríkisstjórn er sterkt þingfylgi og hún hefur sterka og samheldna forustu. Sumar stéttir þjóðfélagsins hafa uppi háværar kröfur og sjónarmiðin eru mörg, en margur situr þó hjá og lætur ekki tiil sín heyra í þeirri baráttu. Út í það verður ekki farið frekar að þessu sinni, en sett fram sú ósk eða krafa að ríkisstjórnin líti yfir hverskonar flokkadrætti og hagsmunapot og hafí það eitt markmið að sigla þjóðar- skútunni með almannaheill fyrir aug- um, þegar litið er til hagsmuna þjóð- arinnar í heild, núverandi byltingar- skeið er að baki og fólkið farið að skoða hlutina með rólegri íhugun. Gamalt spakmæli segir: „Svo skal böl bæta að bíða ei annað verra.“ Megi það verða valdhöfum þjóðar- innar að leiðarljósi. Skrifað 1. desember 1997. Höfundur er fyrrverandi bóndi. Grímur Gíslason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.