Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR KLEFI íslensku jeppamannanna er ofarlega í yfirbyggingunni fremst á ísbrjótnum Outeniqua. Myndin af skipinu er tekin fyrir tveimur árum við ísrönd Suðurskautslandsins. Mótorsendill Styrkir skapa atvinnu „VIÐ höfum ekki sóst eftir styrkj- um til að skapa einhvem gróða- rekstur í kringum sendlaþjón- ustuna. Þvert á móti, því við verðum í raun að reka Mótorsendil á óhag- kvæman hátt, enda erum við fyrst og fremst að skapa atvinnuúrræði fyrir ungt fólk í vanda,“ sagði Marsibil Sæmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mótorsendils, í sam- tali við Morgunblaðið. Trausti, félag sendibílstjóra, hef- ur gert athugasemd við 400 þúsund króna styrk Mótorsendils frá at- vinnu- og ferðamálanefnd Reykja- víkur. Trausti telur nefndina eicki hafa gætt að því að Mótorsendill væri í samkeppni við aðra. Sjálfsvirðing og atvinna „Við erum fyrst og fremst að skapa atvinnu fyrir unglinga, því sjálfsvirðing felst í atvinnu," sagði Marsibil. „Ef litið er á fjölda starfs- manna, þá er þessi vinnustaður yfir- mannaður. Hins vegar verðum við að ráða miklu fleiri en stöðugildin segja til um, því í fyrstu eiga marg- ir unglinganna erfitt með að fóta sig á vinnumarkaði og ástundun þeirra er eftir því. Styrkurinn frá Reykjavík og aðrir styrkir sem við höfum leitað eftir, renna fyrst og fremst til þess að skjóta stoðum undir þennan óhagkvæma rekstur, svo við getum hjálpað sem flestum." Marsibil sagði að Mótorsendill sparaði samfélaginu án efa háar upphæðir. „Ef unglingarnir hefðu ekki starf hér þá myndu þeir leita eftir styrk hjá Félagsmálastofnun, eða vera í höndum lögreglu eða heilbrigðiskerfís. Smám saman þjálfast þeir í að stunda reglu- bundna vinnu og læra að taka ábyrgð á eigin afkomu. Unglingar, sem hafa verið hjá okkur, eru nú margir komnir í skóla á ný eða hafa fundið vinnu annars staðar og jafnvel stofnað heimili.“ Jeppa- mennimir í brælu ÍSLENSKU jeppamennirnir, Freyr Jónsson og Jón Svanþórs- son, voru í gær að jafna sig eftir slæmt sjóveður sem suður-afríski ísbrjóturinn Outeniqua fékk á sunnudag. Siglingin gengur eftir áætlun og er stefnt á rann- sóknarstöð Suður-Afríku á Suð- urskautslandinu, SANAE, sem er nokkuð austan við staðinn þar sem leiðangur SWEDARP fer upp á hafísröndina. í fylgd með Outeniqua er annað leiðangurs- skip, Agulhas, og mun Outeniqua ryðja því leið inn í ísinn að suður- afrísku stöðinni. Að sögn Freys Jónssonar var komið gott veður í gær eftir brælu á sunnudag. Þá voru SA 8-10 vindstig, eða á móti. Klefi þeirra Freys og Jóns Svanþórs- sonar er í yfirbyggingunni fremst á skipinu, í 20 metra hæð yfir sjávarborði. í verstu látun- um gekk sjór upp á kýraugað í káetunni. Óþægileg vist „Sjómennirnir um borð segja að á 40.-50. gráðu sé hvínandi rok en 50.-60. sé öskrandi rok, því þá syngur í öllum möstrum og stögum," sagði Freyr, þegar talað var við hann í gær. Þrátt fyrir storminn var lítið slegið af og skipið keyrt á 16 mílna hraða, en venjulegur ganghraði er 17 sjómílur. Skipið nötraði stafna í milli og valt mikið. Freyr sagði vistina í klefanum hafa verið óþægilega þegar veltingurinn var hvað mestur, ýmist voru þeir félagar nær þyngdarlausir eða þrýstust í kojurnar af ofurþunga. Hver dagur byijar með fundi klukkan 9, nema á sunnudag hófst dagurinn með guðsþjón- ustu. Auk fundarhalda er tíminn notaður til frágangs á tækjum. Freyr sagði matinn um borð heldur leiðigjarnan. Það bætir þó úr skák að þjónusta er góð í messanum. Þeir félagar báðu fyrir kærar kveðjur heim. Sama stökkbreytta genið hugsanlegur orsakavald- ur krabbameina í bijóstum og blöðruhálskirtli Gæti leiðbeint við val á meðferð NÝJAR íslenskar rannsóknir benda til að stökkbreytt gen, sem tengt er bijóstakrabbameini hjá konum, geti einnig verið áhrifavaldur í þró- un krabbameins í blöðruhálskirtli sem algengt er meðal karlmanna. Stefán Sigurðsson líffræðingur hefur unnið við þessar rannsóknir á Rannsóknastofu í sameindaljf- fræði hjá Krabbameinsfélagi ís- lands undir handleiðslu Jórunnar E. Eyfjörð erfðafræðings. Rann- sóknirnar eru unnar í samvinnu við Eirík Jónsson, yfirlækni þvagfæra- skurðdeildar Sjúkrahúss Reykjavík- ur. Með þeim hafa einnig starfað þau Steinunn Thorlacius líffræðing- ur, Laufey Tryggvadóttir tölfræð- ingur, Kristrún Benediktsdóttir meinafræðingur og Jón Tómasson læknir. Sagt var frá niðurstöðum þeirra í síðasta tölublaði Joumal of Molecular Medicine sem er evrópskt tímarit um læknisfræðilega sam- eindalíffræði. Ovenju margir karlar með krabbamein í blöðruhálskirtli fund- ust í ættum kvenna með bijósta- krabbamein, sem höfðu stökkbreytt genið BRCA2, sem talið er ráða miklu um myndun bijóstakrabba- meina. Af 27 körlum með slíkt krabbamein fannst stökkbreytta genið í 13 þeirra. Talið er að genið hafi áhrif á gang sjúkdómsins og hjá þeim þróist mun alvarlegra krabbamein í blöðruhálskirtli en hjá hinum sem ekki báru þetta stökk- breytta gen. Hérlendis greinast um 150 karlar árlega með krabbamein í blöðru- hálskirtli og má gera ráð fyrir að um 3% þeirra beri stökkbreytta genið. Þetta tiltekna krabbamein getur þróast á mjög mismunandi vegu, allt frá því að valda litlum einkennum og þarfnast ekki með- Morgunblaðið/Ásdís ÞAU hafa starfað saman að rannsóknum á stökkbreytingu sem er hugsanlegur orsakavaldur krabbameina í bijóstum og blöðru- hálskirtli: Jórunn E. Eyfjörð, Stefán Sigurðsson og Eiríkur Jónsson. ferðar upp í það að vaxa hratt og valda dauða. Stundum erfitt að ákvarða meðferð Eiríkur Jónsson segir að vegna þessarar mismunandi hegðunar krabbameina í blöðruhálskirtli geti verið vandasamt að ákvarða hvaða meðferð skuli beita, ekki síst ef sjúkdómurinn greinist á forstigi eða byijunarstigi. Lækna vanti fleiri próf eða merki til að geta spáð um framtíðarhegðun sjúkdómsins hjá hveijum og einum, til dæmis til að geta valið þá úr sem þarfnast skjótrar meðferðar. Hið stökk- breytta gen virðist vera slíkt merki. Jórunn E. Eyfjörð og Stefán Sig- urðsson benda á að þó að aðferðin til að fínna stökkbreytinguna sé til- tölulega einföld sé nauðsynlegt að styðja þessar rannsóknir enn frek- ar. Hópleit til að fínna stökkbreyt- inguna verði þó vart komið við og hér sé líka aðeins um líklegt sam- hengi að ræða. Meiri rannsóknir þurfi að koma til áður en beita megi uppgötvuninni sem vissu sem komi þessari tilteknu krabbameins- meðferð til góða. Rannsóknir þessar eru hluti af lokaverkefni Stefáns til meistaraprófs í líffræði við Há- skóla íslands. Eldri gerð bílnúm- era ekki innkölluð REGLUGERÐ um skráningu ökutækja hefur verið breytt og ákvæði um innköllun gamalla bflnúmera fellt niður. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust í dómsmálaráðuneytinu var ákvæði, sem kvað á um að skipta yrði um skráningarmerki af eldri gerð í lok þessa árs og næsta, fellt niður í lok nóvem- ber. Skilyrði fyrir því að nota megi gömlu bílnúmerin áfram er að þau séu heil og vel læsileg. Ólafur Walter Stefánsson í dómsmálaráðuneytinu sagði að ekki væri vitað fyrir víst hvað mörg skráningarmerki af eldri gerðinni væru í umferð á bílum landsmanna, en þau væru senni- lega milli 40 og 50 þúsund og því þungt í vöfum að framfylgja reglugerðinni. Hann sagði að enginn nýr frestur hefði verið settur, gömlu tímamörkin hefðu einfaldlega verið tekin úr gildi. Hæstiréttur sýknar ríkið af kröfum í máli fiugrmiferðarstj óra Fá ekki bætur fyrir lækkun hámarksaldurs HÆSTIRÉTTUR hefur sýknað rík- ið af kröfum flugumferðarstjóra, sem kröfðust bóta vegna þess að þeim var gert að láta af störfum 63 ára í stað 70 ára. Héraðsdómur hafði áður dæmt þeim bætur, en miklu' lægri en þá milljónatugi sem þeir kröfðust. Rök flugumferðarstjóranna fyrir bótum voru m.a. þau, að þeir hefðu verið skipaðir í stöður sínar af ráð- herra og öðlast réttindi ríkisstarfs- manna. Ríkisstarfsmaður, sem skipaður væri í starf, mætti að jafn- aði treysta því að hann fengi að gegna stöðu sinni meðan aldur og heilsa leyfði, en hámarksaldur ríkis- starfsmanna væri 70 ár. Reglugerð í framhaldi af kjarasamningum flugumferðarstjóra, þar sem há- marksaldur þeirra var settur við 60 ár, með heimild til framlenging- ar um 3 ár, skorti því lagastoð. Laun og eftirlaun hækkuðu Héraðsdómur samþykkti að stéttarfélag gæti ekki svipt flugum- ferðarstjóra ótvíræðum rétti sem staða hans sem ríkisstarfsmanns tryggði honum. Hins vegar vísaði dómurinn til þess, að um leið og lækkun hámarksaldurs var ákveðin hækkuðu laun flugumferðarstjóra og eftirlaun einnig. Þess vegna tók hann aðeins til greina hluta af kröf- um flugumferðarstjóra og dæmdi þeim tuttugasta hluta þeirrar upp- hæðar sem þeir fóru fram á. Fjöl- skipaður héraðsdómur dæmdi í málinu og vildi einn dómaranna sýkná ríkið, með vísan til þess að flugumferðarstjórarnir væru bundnir kjarasamningi félags síns við ríkið. Tekjuskerðingin bætt Hæstiréttur féllst á að efnisleg rök hefðu legið til þess að lækka aldurshámark flugumferðarstjóra, svo það yrði annað en almennt gilti um ríkisstarfsmenn. Forsenda kjarasamnings árið 1990 hefði ver- ið að bæta flugumferðarstjórum tekjuskerðingu vegna lækkunar hámarksaldurs og flugumferðar- stjórarnir sem fóru í mál hefðu ekki mótmælt samningnum eða for- sendum hans og tekið við hækkun- um launa og lífeyris sem af samn- ingnum leiddi. Þá hefðu þeir ekki sýnt fram á að markmið samning- anna hefðu ekki náðst og þeir notið lakari kjara en ella, svo að ein- hveiju skipti. Einn hæstaréttardómara skilaði sératkvæði og tók undir niðurstöðu héraðsdóms. Hann vísaði til þess að á meginhluta starfstímabils síns hefðu flugumferðarstjórarnir notið launa, sem ákvörðuð voru án sér- staks tillits til þess að starfsaldur þeirra kynni að verða skemmri en annarra ríkisstarfsmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.