Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM HUD ★ ★★★ Þeir unnu saman í sex myndum, Ritt og Newman, jafnan með fínum árangri. Hud (‘63) er þó toppurinn, og ef einhver er að velkjast í vafa um hver sé svalasti karlleikari kvikmyndasögunnar þá ætti hann að sjá Newman sem hinn kaldrifjaða og hortuga skrattakoll Hud. Kvensami, drykkfelldi bóndasonurinn í Texas, sem gefur fjandann -í allt og alla og svífst einskis til að komast yfir það sem hann ætlar sér, Kappar eins og McQueen, Wiilis, Gibson, Eastwood, Redford & co. komast ekki með tæmar þar sem hann hefur hælana. Sá eini sem sýnt hefur tilþiif a la Newman er Brad Pitt í Thelma og Louise. Newman hefur ekki aðeins útlitið með sér, heldur einnig dýptina, þar skilur á milli. í túlkun sinni á hinum sjálfselska Hud rís töffarinn hans hæst, lokaatriðið hápunkturinn. Hud er mögnuð og eftirminnileg kvikmynd, sögð af sannkallaðri snilld af Ritt, kvikmyndatökustjór- anum James Wong Howe og öllum leikhópnum. Myndin segir af marg- slungnum átökum á búgarði í Texas r á öndverðum sjöunda áratugnum. Þar takast á feðgarnir Homer (Mel- vyn Douglas) og Hud sonur hans. Homer er af gamla skólanum, ihaldssamur réttsýnismaður sem er á öndverðri skoðun við hinn kæru- lausa, og að hans áliti, einskisnýta son. En fleira býr undir í samskipt- um þeirra. A býlinu eru einnig Lon (Brandon de Wilde), bróðursonur Huds og augasteinn afa síns, og bú- stýran Alma (Patricia Neal), sem vekur löngun karlpeningsins á 'heimilinu. Það er tekist á um siðferðilegar spurningar í Hud, hvernig menn bregðast við þegar kreppir að. Per- sónumar eru margslungnar, maður leitast við að afsaka gjörðir svarta sauðarins og fínna sekt í einstreng- ingslegri geðillsku karls foður hans. Kannski vegna töfra Newmans. Douglas er litlu síðri sem Homer og Patricia Neal er ógleymanleg sem hin veraldarvana og jarðbundna Alma, stórborgarstúlkan sem strandaði um sinn í þessum ein- angraða afkima. Bæði fengu þau Óskarsverðlaunin fyrir túlkun sína og eru vei að þeim komin. Newman varð að láta sér tilnefninguna nægja, sem oftar, þótt hann hafi sjaldan eða aldrei verið betri. (Hlið- stætt við Brando í A eyrínni.) Brandon de Wilde stendur einnig fyrir sínu sem Lon, en de Wilde dó MARTIN Ritt leiðbeinir Woody Allen við tökur á myndinni The Front. MARTIN BANDARISKI leikstjórinn Mart- in Ritt, sem lést 1990, sjötugur að aldri, var einn af þessum gæðakvikmyndasmiðum sem hirtu lítið um sviðsljósið. Unnu afbragðsmyndir sínar í friði og ró, ljarri heimsins glaumi. Ólík viðfangsefni, traust og öruggt handbragð, listrænt innsæi og árangursrík stjórn á leikurum settu mestan svip á myndir Ritts, að ógleyndum nornaveiðum McCarthy-tímans, en Ritt var sonur innflyfjenda af gyðinga- ættum og gekk ungur í kommún- istaflokkinn og aðhylltist þá stefnu allt til þess tíma að þeir kumpánar Stalín og Hitler rott- uðu sig saman 1939 og gerðust lagsbræður um sinn. Þá hafði Ritt fengið nóg af selskapnum en bar þó jafnan hag lægri stétt- anna og minnihlutahópa fyrir brjósti. Martin Ritt hóf feril sinn í kvikmyndaheiminum sein leikari í New York þar sem róttækar skoðanir hans komu honum fljót- lega í kynni við kunna vinstri- menn í kvikmyndageiranum. Menn eins og leikrita- og hand- ritahöfundinn Clifford Odet, leiklistarkennarann Lee Stras- berg og Ieikstjórana Elia Kazan og Nicholas Ray. Fyrstu sporin á sviði átti hann svo í leikriti Odets, The Golden Boy. Eftir að hafa stundað herþjón- ustu á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar sneri hann sér að leikstjóm í sjónvarpi, líkt og ungur. Hann er einnig þekkt- ur sem stráklingurinn í klassavestranum Shane. Ritt var tilnefndur og James Wong Howe hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu svart/hvítu kvikmyndatökuna það árið. „THE SPY WHO CAME IN FROM THE COLD" ★ ★★V2 Að margra áliti ein besta njósnamynd sögunnar og víst er að Ritt hefur traust, ískalt tak á grimmri sögunni sem sögð er í svart/hvítri töku breska tökumannsins snjalla, Oswalds Morris. Richard RICHARD Burton í kvikmyndinni Burton er í sínu besta formi „The Spy Who Came in From the nj°snari sem kominn er 2iö lokum ienlsins þe^ui* hsnn er sendur til Austur-Þýska- RITT vandamálið, sem var honum jafnan hugstætt yrkisefni. Um ömurlega reynslu sína af útskúf- un nomaveiða McCarthys fjall- aði Ritt löngu síðar, í The Front, (‘79). Ein af bestu myndurn hans, og fékk Ritt engan annan en starfsbróður sinn, Woody Allen, til að fara með aðalhlutverkið. Myndir Ritts eru kraftmiklar og kraumar oft meira undir en á yfirborðinu. Þjóðfélagsleg með- vitund, hreinskilni og gagnrýni, ekki síst á kynþáttainisrétti og stéttaskiptingu, einkenna þær. Reynsla hans sem leikari og leiklistarkennari við Actor’s Studio hefur örugglega hjálpað Ritt til að laða fram kraftmikinn leikinn hjá leikurum sínum. Hann er ábyrgur fyrir nokkruin bestu myndum Pauls Newmans og leikarar í myndum hans hlutu fjöldann allan af verðlaunatil- nefningum, þrír þeirra hrepptu Óskar, Melvyn Douglas og Pat- ricia Neal fyrir Hud, (‘64) og Sally Field fyrir Norma Rae, (‘81). Alls leikstýrði Ritt um hálfuin fjórða tug mynda. Á meðal þeirra athyglisverðustu, og hefðu margar getað lent í úrtak- inu, vil ég nefna Faulkner mynd- irnar The Long, Hot Summer (‘58), The Sound and the Fury (‘59), The Outrage (‘64), Hombre (‘66), The Molly Maguires (‘69), The Great White Hope (‘70), Sounder (‘72) og Norma Rae (‘79). lands kalda stríðsins til að egna gildru fyrir gamlan óvin sinn. Njósnarínn sem kom inn úr kuld- anum er byggð á hörkugóðri bók Johns le Carré og Ritt sleppir blessunarlega öllum glamúr og kunnum njósnamyndaklisjum, myndin er raunsæ lýsing á grimm- um heimi þar sem njósnarinn er al- einn á báti og getur engum treyst. Miklar sögur fóru af óreglu Burtons á meðan á töku stóð en það er ekki að sjá að drykkja né timb- urmenn hafí plagað þennan mis- tæka snilling, sem er trúverðugur í hlutverkinu. Claire Bloom, Oscar Werner, Peter Van Eyck og Sam Wanamaker ljá öll myndinni aukna dýpt. THE FRONT ★ ★★>/2 Upprifjun Martins Ritts á hörm- ungum McCarthy-tímabilsins í The Front (það voru þeir nefndir sem tóku að sér að vera „framhlið" bannfærðra listamanna á þessum ógnartímum, koma verkum þeirra á framfæri í eigin nafni) er fyrir marga hluti merkileg. Ritt lýsir um- fjöllunarefninu af reynslu og innsæi og auk þess virkjar hann nokkra meðbræður sína af svarta listanum, handritshöfundinn Walter Bern- stein og leikarana Zero Mostel, Herschel Bernardi, Michael Gough og Joshua Shelley. The Front er, þrátt fyrir allt, í gamansömum tón. Woody Allen leikur vita hæfíleikalausan hand- ritshöfund sem gerist „framhlið" öllu snjallara skálds (Michael Murphy) sem gengur um atvinnu- laust vegna bannfæringarinnar. En ádeilan kemst eigi að síður til skila af miklum krafti. Vönduð áhuga- verð mynd í alla staði og fróðleg um dapran kapítula í sögu bandaríska réttarkerfisins. Sæbjörn Valdimarsson. MELVYN Douglas sem fékk óskar- inn fyrir besta leik í aukahlutverki og Paul Newman í hlutverki Huds. Martin Ritt margir upprennandi kvikmynda- leikstjórar á þessum tímum. Adam var ekki lengi í Paradís, Ritt var kallaður fyrir Óamer- ísku nefndina, rykið dustað af gömlum félagsskírteinum og settur á svartan lista kommún- istabananna árið 1951. Við tók magurt tímabil í leikhúsinu og við kennslu hjá Strasberg í hin- um fræga skóla Actor’s Studio. Þar leiðbeindi hann m.a. upp- rennandi stórleikurum eins og Joanne Woodward, Rod Steiger og Paul Newman, sem hann átti eftir að leikstýra í fjölda mynda. Edge of the City, (56), ádeila á kynþáttamisrétti á eyrinni í New York, markaði endurkomu hans eftir útskúfunina. Fyrsta leik- stjórnai’verkefni hans fyrir hvíta Ijaldið fjallaði um kynþátta- Sígild myndbönd MYNDBÖND______ Uppbyggingin Leiftrið: Fyrri hluti (The Shining: Part I)___________ llrol I vekja ★★★ Framleiðandi: Mark Carliner. Leikstjóri: Mick Garris. Handritshöfundur: Stephen King. Kvikmyndataka: Shelly Johnson. Tónlist: Mark Plummer. Aðalhlutverk: Rebecca De Mornay, Stephen Weber, Melvin Van Peebles, Wil Horneff, Elliot Gould, Pat Hingle, Courtland Mead. 107 mín. Bandaríkin. Warner myndir 1997. títgáfudagur: 24. nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ÞEGAR hinn heimsfrægi leik- stjóri Stanley Kubrick festi á fílmu skáldsögu Stephens Kings „The Shining" var hrollvekjuhöfundur- inn ekki ýkja ánægður með útkom- una. Hann ákvað að sýna Kubrick hvernig ætti að gera kvikmynd og gerði hina hlægilega lélegu kvik- mynd „Maximum Overdrive". Það er álit margra að kvikmynd Kubricks sé ein af betri hrollvekj- um sem gerðar hafa verið en því er ekki að neita að myndin líkist bókinni varla neitt. Eftir vin- sældir sjónvarps- mynda eins og „The Stand" og „Tommykockers“ hefur verið ráðist í að gera „The Shining“ eins og King vildi hafa hana. Sagan fjallar um Torrance hjón- in og son þeirra. Faðirinn, Jack (Stephen Weber), er drykkjusjúk- lingur sem hefur misst stöðu sína sem kennari. Hann fær starf sem umsjónarmaður hótels yfír vetrar- mánuðina til þess að koma ferli sín- um aftur í gang. Kona hans og son- ur fylgja honum til hótelsins og bíða þau öll eftir að greiðfært verði til hótelsins. Sonurinn Danny byrjar strax að fá sýnir af einhverju hræðilegu sem hefur gerst og mun líklega gerast og það kviknar á ljósum og hurðir skellast af sjálfsdáðum. Jack byrjar einnig að hegða sér undarlega og fær gífurlegan áhuga á sögu hótelsins og gleymir brátt leikritinu sem hann kom til að skrifa. En þetta er einungis inn- gangurinn að óhugnaðinum sem annar hlutinn þarf fram að færa. Það er varla hægt dæma þessa mynd áður en búið er að horfa á annan hlutann, en hún virðist lofa góðu, þrátt fyrir að sáralítið gerist í þessum helmingi hennar. Stephen Weber þarf að feta í fótspor Jacks Nicholsons og verða margir án efa óhressir með hann, en Weber er eigi að síður mjög góður í hlutverki sínu vegna þess hve hversdagsleg- ur hann er. De Mornay fær lítið að gera í þessum hluta myndarinnar en hún skilar því ágætlega. Co- urtland Mead í hlutverki Dannys er góður og mátulega óhugnanleg- ur. Melvin Van Peebles sem leikur Dick Halloran er einn af frægari leikstjórum svörtu nýbylgjunnar. Stundum eru notaðar of einfaldar brellur við að vekja óhug eins og ruggandi stólar og ljós sem kvikn- ar, en þessu hefði verið hægt að koma mun betur til skila með hug- vitsamlegri lýsingu og kvikmynda- töku. Stjörnugjöfín hér fyrir ofan er fyrir heildarverkið en ekki bara fyrir þennan eina hluta. Ottó Geir Borg Urlausnin Leiftrið: Annar Hluti (The Shining: Pai't II)_ II r o 11 v « k i a ★★★ Framleiðendur: Mark Carliner. Leikstjóri: Mick Garris. Handrits- höfundur. Stephen King. Kvik- myndataka: Shelly Johnson. Tónlist: Mark Plummer. Aðalhlutverk: Rebecca De Momay, Stephen Weber, Melvin Van Peebles, Wil Horneff, Elliot Gould, Pat Hingle, Courtland Mead. 152 mín. Banda- ríkin. Warner Myndir 1997. títgáfu- dagur: 24.nóvember. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. FRAMHALDIÐ af hrollvekjunni sem á sér stað á hótel Sjónarhóli. Jack sekkur dýpra og dýpra inní hugar- heim hótelsins og nær það loks alger- um tökum á honum og verður hann að drápstóli í höndum þess. Wendy og Danny verður sífellt meka ógnað af nærveru þessa illa hótels og þurfa þau að lokum að kljást við sturlaðan Jack. Það eru margir mjög góðh- hlutir við þessa útgáfu af bók Kings. I fyi'sta lagi er það uppbyggingin sem er ekk- ert að flýta sér við að kynna persón- umar og aðstæður á hótelinu. Einn af helstu kostum Kings, sem rithöfundar eru hinii- löngu inngangar að bók- unum hans, sem leiða til ógnvæn- legrai- spennu á síðustu blaðsíðum bókanna. Þessi mynd reynir þetta og tekst ágætlega upp. Weber er mun tragískari persóna en Jack Nicholson var í fyrri útgáf- unni og gerir persónu sinni mjög góð skil. Hann hefur hvorki stjórn á hlut- unum í kringum sig né á sjálfum sér. De Momay er einnig góð sem Wendy og em lokaátök hennar og Jack eink- ar vel sviðsett og Courtland Mead á einnig góða spretti sem Danny. Þrátt íyrir sterkari persónusköpun en í fyrri myndinni vantar meiri hug- myndaauðgi. Kvikmyndatakan er oft á tíðum flatneskjuleg og sýnir aldrei nægilega fí'am á illsku hótelsins og tónlistin flakkar á milli þess að vera í anda gömlu hryllingsmyndanna yfir í óviðeigandi stórmyndatónlist. Einnig er bláendirinn alveg hrika- leg viðbót og eyðileggur mikið fyrh' því sem áður var komið. Það má sjá Stephen King bregða fyrir sem hljóm- sveitarstjóra í þessum helmingi myndarinnar og hryllingsmyndaleik- stjórinn Sam Raimi („Evil Dead“) er í hlutverki bilaverkstæðiseiganda. Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.