Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ FRIÐRIK Soph- usson fjármála- ráðherra sagði á Alþingi í gær að sú staða kynni að koma upp að fresta þyrfti hluta af fyrirhugaðri skattalækkun um næstu ára- mót, vegna þess ......... að ekki hefði náðst samkomulag við sveitar- stjórnir um að þær lækkuðu útsvar sitt um 0,4%. Samkvæmt því lækka skattar um 1,5% um næstu áramót en ekki 1,9% eins og gert var ráð fyrir í lögum ríkisstjómarinnar frá síðastliðnu vori. Ráðherra sagði m.a. að í yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga síðastliðið vor hefði komið fram sú ákvörðun að skattar skyldu lækkaðir í áföngum um 4% á samningstímanum. Yfir- lýsingin fylgir fyrrgreindum lögum en í þeim er gert ráð fyrir að tekju- skattur lækki um 1,5% ufn næstu áramót. Þar að auki hefur ríkis- stjórnin lofað að beita sér fyrir því að útsvar sveitarfélaga lækki um 0,4% frá því sem nú er. Sagði ráðherra að í viðræðum ríkisstjómarinnar, sem nú stæðu yfír, við sveitarfélögin í landinu hefði komið fram að þær treystu ALÞINGI sér ekki til að gera þessar skattalækkanir að svo komnu máli. Sú staða kynni því að koma upp að það þyrfti að fresta hluta af fyrirhuguðum skattalækkun- ...... um á milli ára. Engin ákvörðun hefði enn verið tekin í þeim efnum, en niðurstaða í þessu máli ætti að liggja fýrir á næstu dögum. Þá kom fram í máli ráðherra að þessi staða hefði verið kynnt fulltrúa Alþýðu- sambands íslands. Ögmundur Jónasson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði að með því að fresta fyrirhuguðum skattalækkunum væri ráðherra að svíkja gefin fyrirheit því skatta- lækkanimar hefðu verið forsenda kjarasamninga við ASÍ. „Ég hef aldrei, herra forseti, verið talsmað- ur skattalækkana, en ég er talsmað- ur þess að menn standi við gefin fyrirheit," sagði Ögmundur meðal annars. Svavar Gestsson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra, sagði m.a. að þama væri um það að ræða að ríkisstjómin stæði í átökum við sveitarfélögin, og að hún ætlaði að notafæra sér þau átök til að hætta Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ vakti hörð viðbrögð hjá stjómarandstöðunni þegar Friðrik Sophusson fjármálaráðherra boð- aði á þingi í gær hugsanlega frestun á hluta af skattalækkunum. við þá skattalækkun sem hún hefði lofað í kjarasamningum á síðast- liðnum vetri. Ágúst Einarsson, þingflokki jafn- aðarmanna, sagði að málið snerist um það hvort samningar ættu að standa. „Ef það er ágreiningur á milli sveitarfélaga og fjármálaráðu- neytis, getur það ekki komið niður á launafólk í þessu landi, sem sam- þykkti kjarasamningana meðal annars vegna þessara skattalækk- ana,“ sagði hann. * Frumvarp til laga um veiðar innan fiskveiðilandhelgi Islands Erlendum skipum heim- iluð veiði og vinnsla ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegs- ráðherra mælti fyrir fmmvarpi til laga á Alþingi í gær um rétt til veiða og vinnslu afla í fiskveiðiland- helgi íslands. Er með frumvarpinu stefnt að því að sett verði heildstæð lög sem lúta að heimildum erlendra skipa til veiða og vinnslu sjávarafla í landhelginni og heimildum þeirra til að leita þjónustu í höfnum hér á landi. Lagt er til að lögin öðlist þegar gildi og að með þeim falli úr gildi lög nr. 13/1992, um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands sem og 10. gr. laga nr. 151/1996 um fisk- veiðar utan lögsögu íslands. Ráðherra sagði í framsögu sinni að í mars 1992 hefðu verið sam- þykkt á Alþingi lög nr. 13/1992 um rétt til veiða í efnahagslögsögu íslands. Með þeirri lagasetningu hefði í engu verið hvikað frá þeirri meginreglu að óheimilt væri að veita erlendum veiðiskipum heim- ildir til veiða í lögsögu íslands nema að undandgengnum milliríkjasamn- ingum þar um. Á hinn bóginn hefði sú breyting verið gerð að erlendum veiðiskipum væri veittur fijáls að- gangur að íslenskum höfnum til að landa hér afla og leita þjónustu nema í þeim tilvikum sem stundað- ar væru veiðar úr stofnum sem veiddust bæði utan og innan lögsög- unnar, hefði ekki verið samið um nýtingu þeirra stofna. Við framkvæmd laga nr. 13/1992 hefur hins vegar komið í ljós, að sögn ráðherra, að ást.æða er til þess að kveða skýrar á um heimildir erlendra veiði- og vinnsluskipa til at- hafna innan íslenskrar fiskveiðilandhelgi og í höfnum landsins, m.a. með hliðsjón af þeim ákvörðunum sem tekn- ar hafa verið hjá al- þjóðlegum stofnunum sem fjölluðu um stjórn fiskveiða. Þá þykir nauðsynlegt að ákvarða skýrt um heimildir íslenskra stjórnvalda til setning- ar reglna um veiðar þeirra erlendu skipa sem fá veiðiheimildir innan fisk- veiðilandhelginnar auk þess sem rétt þykir að setja fyllri reglur um framkvæmd milliríkjasamninga og leyfisveitinga samkvæmt þeim. Einnig eru felld inn í frumvarpið nokkur ákvæði laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu íslands, sem betur þykja eiga þar heima þar sem þau lúti að réttindum erlendra skipa til þjónustu hér við land. Loks eru viðurlög samræmd viðurlagaá- kvæðum annarra laga sem lúta að fiskveiðistjórn. Strangari reglur gildi um veru erlendra skipa Fram kom í máli ráðherra að með frumvarpinu væri m.a. lagt til að nokkuð strangari reglur gildi um veru erlendra veiði- og vinnsluskipa Þorsteinn Pálsson í fiskveiðilandhelginni en gildi samkvæmt lögum nr. 13/1992. Verði frumvarpið sam- þykkt yrði staðan sú að erlendum veiði- og vinnsluskipum væri óheimilt að hafast við innan fiskveiðiland- helginnar nema þau væru þar samkvæmt sérstökum millliríkja- samningi þar um eða væru á óslitinni sigl- ingu um hana, hvort sem þau væru á leið til hafnar hér á landi eða annað. Einnig er lagt til í frumvarpinu að öll skip, sem sigli inn í fiskveiðilandhelgina, tilkynni um komu sína með sex klukku- stunda fyrirvara og enn fremur að þau tilkynni jafnframt um siglingu sína út úr fiskveiðilandhelginni. Þá er í frumvaipinu áréttað að heimilt sé að umskipa afla erlendra skipa í íslenskum höfnum. Ennfremur er í frumvarpinu lagt til að sömu reglur gildi um veiðar erlendra skipa í fískveiðilandhelg- inni og gilda um veiðar íslenskra skipa, nema um annað hafi verið samið í milliríkjasamningum. Sam- kvæmt þessu yrði erlendum skipum, því á sama hátt og íslenskum skip- um, skylt að hirða veiddan fisk, virða ákvæði um friðunarsvæði, útbúa veiðar og skrá afla í sam- ræmi við reglur þar að lútandi. Alþingi Stutt um virðisaukaskatt og hlutafélög STJÓRNARFRUMVARP um breytingar á lögum um virðis- aukaskatt og tvö önnur um breytingar á lögum um hluta- félög voru samþykkt í gær og tóku breytingarnar þegar giWi. I lögunum um virðisauka- skatt segir nú í 12. gr. eftir breytingarnar m.a. að skatt- skyld þjónusta, sem veitt sé í tengslum við menningarstarf- semi, listastarfsemi, íþrótta- starfsemi, kennslustarfsemi og aðra hliðstæða starfsemi, sem fram fer hér á landi og er undanþegin skattskyldu, teljist ávallt nýtt hér. Sem dæmi má nefna framsal á höfundarrétti, rétti til einka- leyfis, vörumerkis og hönnun- ar, svo og framsal annarra sambærilegra réttinda. Einn- ig auglýsingaþjónusta, ýmis ráðgjafarþjónusta, tölvuþjón- usta, önnur gagnavinnsla og upplýsingamiðlun og leiga lausafjármuna, þó ekki neins konar flutningafyrirtækja. Ennfremur segir í nýrri málsgrein i 35. gr. að aðili sem skylt sé að greiða virðis- aukaskatt skuli ótilkvaddur gera grein fyrir kaupum á þjónustu í sérstakri skýrslu í því formi sem ríkisskattstjóri ákveði. Ný málsgrein bætist við 126. gr. laga um hlutafélög. „Eigendum annarra verð- bréfa en hlutabréfa, sem sér- stök réttindi fylgja, skulu í yfirtökufélaginu eigi veitt minni réttindi en þeir höfðu í hinu yfirtekna félagi nema fundur eigenda bréfanna, ef kveðið er á um slíkan fund í lögum, hafi samþykkt breyt- ingar á réttindum, eigendur þeirra hafi samþykkt breyt- ingarnar hver um sig eða eig- endurnir eigi rétt til þess að yfirtökufélagið innleysi bréf þeirra.“ Að auki voru samþykktar breytingar á lögum um einka- hlutafélög. Vörugjöld af ökutækjum verði lækkuð FJÁRMÁLARÁÐHERRA, Friðrik Sophusson, mælti fyr- ir frumvarpi til laga á Alþingi í gær um breytingu á lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. Annars vegar er í frumvarpinu lagt til að vörugjald af dráttarbifreið- um og vélknúnum ökutækjum til sérstakra nota, að heildar- þyngd yfir 5 tonn, lækki úr gjaldskyldu. 30% í 15% og hins vegar að ökutæki sem knúin eru mengunar- lausum orku- gjafa, svo sem rafhreyfli eða vetni, verði undanþegin Alþingi Stutt ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 13.30 í dag. Eftirfar- andi mál eru á dagskrá: 1. Vörugjald af ökutækjum. Framhald 1. umr. (Atkvgr.) 2. Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 3. Veiðar í fiskveiðiland- helgi íslands. Frh. 1. umr. (Atkvkgr.) 4. Réttur til veiða og vinnslu afla í fiskveiðiland- helgi íslands. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 5. Umferðarlög. Frh. 1. umr. (Atkvgr.) 6. Ráðstafanir í ríkisfjár- málum 1998.1. umr. 7. Fjáraukalög 1997.2. umr. Fjármálaráðherra á Alþingi í gær Skattalækk- un hugsan- lega frestað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.