Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukin jarðhitavirkni víða á Mýrdalsjökli gæti leitt til vatnssöfnunar Morgunblaðið/RAX HORFT til suðurs yfir Kötlu þar sem þrír gamlir sigkatlar sjást sem hafa dýpkað og sprungið síðustu daga. í Kötluaskjan iAustmannsbungaj Katlar frá 4.-5. ágúst Kötlukollar" Eldri, þekkt jarðhita svæði Kötluskarð MYRDALS JOKULL EYJAFJALLA- JÖKULL Mýrdals- sandur Dyrhólej I : Sala Mjólkursamlags SAH samþykkt Söluverð 103,4 milljdnir Níu sigkatlar hafa myndast á jöklinum Á FULLTRÚAFUNDI Sölufélags Austur-Húnvetninga, sem haldinn var á Blönduósi í gærkvöldi, var kynnt samkomulag um sölu á Mjólkursamlagi SAH til Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík og aðild austur-húnvetnskra mjólkurfram- leiðenda að Mjólkursamsölunni. Kom fram að kaupverðið er 103,4 milljónir kr. Þeir sem kynntu samkomulagið voru Ragnar Bjarnason, formaður stjómar SAH, og kaupfélagsstjór- inn Ólafur H. Magnússon. Fundur- inn samþykkti tillögu stjómar með 22 atkvæðum gegn 2. í framhaldinu verður gerður formlegur kaup- samningur og félagsleg staða aust- ur-húnvetnskra kúabænda útfærð. Gert er ráð fyrir að yfirtakan eigi sér stað 1. september næstkomandi. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir að áfram verði starfrækt mjólkursamlag á Blönduósi á með- an hagkvæmt þykir og forsendur leyfa, eins og það er orðað. NÝIR sigkatlar hafa myndast í norðanverðum Mýrdalsjökli og seg- ir Helgi Bjömsson jöklafræðingur greinilegt að um aukna jarðhita- virkni sé að ræða undir jöklinum, bæði aukinn styrk þar sem jarðhiti var fyrir auk þess sem virkni sé á nýjum stöðum. Hann segir mikil- vægt að fylgjast vel með yfirborði jökulsins og útilokar ekki þann möguleika að breytingar í sigi jök- ulsins leiði til þess að vatn taki að safnast fyrir í öskjunni sem er undir Mýrdalsjökli. Ef slíkt gerðist staf- aði mun meiri hætta af jöklinum en ef bræðsluvatn rynni jafnóðum fram. Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, hefur fylgst vel með Mýrdalsjökli undanfamar vikur. Hann varð var við nýjan sigketil 3. ágúst, sem er í jaðri annars ketils sem venjulega hefur verið óspmng- inn. I gær tók Reynir eftir tveimur nýjum sigkötlum við upptök Entu- jökuls, sem fellur norðvestur úr Mýrdalsjökli. Áður hafði Reynir uppgötvað nýjan sigketil ofan við Sólheimajökul, en úr honum kom hlaup í Jökulsá á Sólheimasandi um 20. júlí. Helgi Björnsson sagði að það hefðu verið þekkt sex jarðhitasvæði í Mýrdaisjökli og vart hefði orðið við aukna jarðhitavirkni í fimm þeirra. Auk þess hefðu myndast fjórir nýir katlar, þar af einn á alveg nýju svæði. Samtals væm núna níu sigkatlar á jöklinum. Það færi því ekkert á milli mála að talsvert mikil bráðnun ætti sér stað undir jöklin- um. Hvað verður um vatnið? Þetta vekur upp þá spumingu, hvað verður um vatnið sem er að bráðna? Helgi sagði að ekkert benti til annars en vatnið rynni enn úr kötlunum og í jökulárnar sem renna frá honum á Mýrdalssandi, Sól- heimasandi og um Emstmr. Úr sumum sigkötlunum kæmi þetta í skvettum, en úr öðmm rynni þetta nær stöðugt. „Þessi aukna jarðhitavirkni gæti hins vegar farið að hafa svo mikO áhrif á sig jökulsins og þar með breyttust afrennslisleiðir vatnsins. Ef það gerðist er ekki hægt að úti- loka að vatn tæki að safnast fyrir í botni öskjunnar í Mýrdalsjökli. Þá skapast aukin hætta af jöklinum því ef eldgos kemur upp í slíkum vatnsgeymi verður flóðið sem fylg- ir í kjölfarið mun stærra, en ef ein- göngu félli fram vatn sem bráðnar í sjálfu eldgosinu," sagði Helgi. Helgi sagði að það væri athyglis- vert að engir jarðskjálftar hefðu fylgt myndun sigkatlanna sem hefðu komið í ljós síðustu daga. SennOegasta skýringin væri sú að þessa auknu jai’ðhitavirkni mætti relqa til innskota kviku undir jökl- inum undanfarna mánuði. Hann sagði að áram og áratugum saman hefði verið reynt að fylgjast vel með yfirborði Mýrdalsjökuls til þess að reyna að afla upplýsinga um breyt- ingar á yfirborði sem bentu tO auk- ins jarðhita og breytingar á af- rennsli vatns, einkum vísbendingar um uppsöfnun vatns undir jöklinum þannig að hægt væri að vara við hættu af jöklinum. „Aukinn jarðhiti á þessu svæði gæti verið fyrirboði Kötlugoss. Við höfum dæmi um tengsl mOli aukins jarðhita og eldgoss. Árið 1960 varð vart við aukinn jarðhita í Öskju og árið eftir varð þar eldgos,“ sagði Helgi. Bent hefur verið á að áður hafi orðið vart aukinnar jarðhitavirkni í Mýrdalsjökli án þess að neitt frekar gerðist. Slíkt gerðist t.d. 1955. Helgi sagði að þá hefði orðið vart við stað- bundna virkni á þeim slóðum þar sem Katla gaus 1918, en nú mætti sjá skýr merki um aukna jarðhita- virkni í nær öllum þekktum jarð- hitasvæðum á jöklinum og ný svæði komið fram. Helgi sagði að Mýrdalsjökull væri nær allur mikið sprunginn innan öskjunnar. Sprungurnar væru auk þess á hreyfingu og nýj- ar að myndast. Það væri helst á Hábungu að sunnan og Goðabungu að vestan sem jökullinn væri sæmi- lega heill. Við þessar aðstæður væri jökullinn varasamur og ekki hægt að mæla með því að fólk ferð- aðist um hann. 9,5% OKKAR SÉRFRÆÐINGAR þín ávöxtun BUNAÐARRANKINN VERÐBRÉF - byggir á traustí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.