Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 29 LISTIR Eins og poppstjömur - án peninganna s I tengslum við Listahátíð og Reykjavík menningarborg 2000 setja fjórir ungir Bretar upp sýningu í Nýlistasafninu. Þau Sarah Lucas, Gillian Wearing, Angus Fairhurst og Michael Landy eru í fram- varðasveit breskra listamanna sem hafa vakið mikla athygli á síðasta áratug. Þau komu hingað til lands til að kynna sér aðstæður og Einar Falur Ingólfsson drakk þá með þeim morgunkaffí. Morgunblaðið/Einar Falur BRETARNIR sem sýna í Nýlistasafninu í maí á næsta ári: Gillian Wearing, Michael Landy, Sarah Lucas og Angus Fairhurst. í BRETLANDI hefur á síðustu árum mikið verið rætt um upp- reisn nýrrar ferskrai’ myndlistar. Sensation-sýningin sem vakti gíf- urlega athygli árið 1997 er nú á ferðalagi um heiminn og þar er kastljósum beint að verkum úr Saatchi-safninu eftir valinn hóp ungra listamanna. Sumir úr þess- um hópi eru orðnar hálfgerðar poppstjörnur og margt annað hefur orðið til að beina athyglinni að þeim, eins og deilur um Turn- er-verðlaunin sem veitt eru ungu listafólki. Síðan virðist einfald- lega vera mikill áhugi á því hvað þetta fólk er að gera í listinni. Þrjú fjórmenninganna sem sýna í Nýlistasafninu, Sarah, Gillian og Michael, eiga verk á Sensation-sýningunni. Gillian hlaut að auki hin virtu Turner- verðlaun árið 1997. Þafa öll verið ákaflega virk við sýningahald síð- asta áratuginn, sýnt víða í heima- landinu, víðsvegar um Evrópu og í Bandaríkjunum. „Nýlistasafnið er fínt,“ sagði Sarah; „vinalegt.“ „Já, safnið virkar vel á mig,“ bætir Angus við. „Og við höfum skemmt okkur vel héma.“ Gillian segir að þau hafi endi- lega vilja koma til að skoða rýmið til að geta betur unnið út frá því og þeim lítist öllum vel á það sem þau hafi séð. „Það er skrýtið þeg- ar maður þekkir ekki rýmið sem verkin eiga að fai-a inní, hrein- lega óþægilegt.“ „Nú komum við örugglega aft- ur á næsta ári“, segir Sarah. Sýning fjórmenninganna er miðsýningin í röð þriggja sýninga í Nýlistasafninu á menningarár- inu og verður opnuð 21. maí. Þau segjast öll vinna mikið og gera ný verk fyrir sýningar, en eldri verk séu einnig á ferðinni og sjáist hér og þar. „Maður getur ekki gert ný verk íýrir allar sýningar sem manni er boðið að taka þátt í“, segir Gillian, „en íýrir þessa sýn- ingu hér ætlum við að gera okkar besta.“ Þau segjast vilja gera og sýna hér verk sem tali við hvert annað, að innan safnsins verði samræða á milli verkanna. „Við munum reyna að halda pressu á hvert annað fyrir þessa sýningu, reyna að vanda eins vel til hennar og við getum,“ segir Michael. „Við höfum ákveðið að skrifa um verk hvers annars í sýningar- skrána,“ segir Angus. „Eða ég ákvað það og mér heyrist að þau hin hafí samþykkt hugmyndina! En við vitum ekki hver dregur stysta stráið og þarf að skrifa um leiðinlegustu verkin," segir hann og hlær. Þegar þau eru spurð um lista- lífið í Lundúnaborg um þessar mundir svara þau öll á einn veg; það sé mjög líflegt. „Það er fínt að vera listamaður í London um þessar mundir," segir Sarah. „Það er mikið af sýningum og fullt af fólki að skapa áhugaverða myndlist,“ bæta hin við og tala hvert ofan í annað. „Tate er til dæmis að opna samtímasafn á næsta ári og það er búin að vera spenna vegna þess, verk hafa verið keypt af ungum listamönnum og svo hafa þeir bara átt helling af verkum sem lítið hafa sést en fá nú að njóta sín. Þá hefur miklu meira af peningum verið að koma inn í samtímalistina á allra síðustu ár- um en í langan tíma þar á undan. Já, það er býsna líflegt í London núna, margir góðir listamann á ferðinni, fólk sem kemur alls staðar að úr landinu." „Sýningar eru aftur vinsælar," segir Michael. „Það er hluti af lífsmynstri margra í dag að fara á sýningar og iýlgjast með því hvað samtímalistamenn eru að gera. Áhuginn er býsna mikill." „Já, maður finnur fyrir við- brögðum og athygli í dag,“ segir Sarah. Gillian segir fjölmiðla fylgjast vel með því sem sé að gerast. „Það er mikið fjallað um listir og ánægjulegt að sjá hvað það hefur aukist á síðustu ámm; og hvað efnistökin era orðin ferskari." „Við fáum meiri umfjöllun en flestir aðrir hópar í samgfélag- inu,“ segir Sarah; „maður er stundum spurður hver sé blaða- fulltrúinn manns. En það er svo mikið af þessum miðlum, þeir verða að hafa eitthvert efni að bjóða upp á.“ Haft er á orði að þau, þessir ungu bresku listamenn, séu eins og poppstjörnur. „Já, en án peninganna," svarar Sarah, snögg uppá lagið. „Og án lífvarðanna," bætir Gillian við. Þau tala um að þótt London sé miðstöð hræringa í listinni séu einnig áhugaverðir hlutir að ger- ast í öðram borgum Englands. „Ég held að í þessari þróun skipti miklu máli að miðborgirnar era að ganga í endurnýjun lífdaga," segir Sarah. „Fólk er að flytja úr úthverfunum og aftur inn í gömlu borgarhlutana og við það mynd- ast heilmikil jákvæð spenna og gerjun.“ Þau segja að viðskipti með listaverk hafi breyst mikið á síð- ustu árum. Ungt fólk hafi kominn inn á markaðinn og farið að kaupa myndlist og þá gjarnan valið verk mjög persónulega, ekki bara til að fjárfesta. Stóru kaupendurnir komi samt ennþá frá löndum eins og Bandaríkjun- um og Þýskalandi. Þá segja þau að þrátt fyrir að Sensation-sýningin hafi verið um- deild og þau hafi sitthvað við samsetningu hennar og eiganda verkanna að athuga, þá hafi hún verið ákaflega góð auglýsing fyr- ir breska samtímamyndlist og njóti þau öll góðs af því. Talið berst aftur að Listahátíð í Reykjavík og þau vilja koma á framfæri að þau hlakki til að sýna hér, í samstarfi við sýning- arstjórann Pétur Arason. „Það er svo óskaplega mikilvægt fyrir okkur myndlistarmenn að sýna verkin okkar,“ segir Angus. „List snýst nefnilega um samskipti, að koma hugmyndum okkar út á meðal fólksins. Dags daglega er- um við listamennirnir ekkert annað en einmana fólk sem situr hvert í sínu homi og er eitthvað að krabba." EIN mynda Guðnýjar Svövu Strandberg í Gelleríi Stöðlakoti. Guðný Svava sýnir í Stöðlakoti GUÐNÝ Svava Strandberg opnar sýningu á blek- og einþrykksmynd- um í Galleríi Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg laugai-daginn 7. ágúst. Guðný Svava stundaði nám við Myndlistarskóla Reykjavíkur 1957- 59, MHÍ 1975-77 og aftur 1988-90. Þetta er önnur einkasýning Guð- nýjar Svövu en hún hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin daglega kl. 14-18. ------------------- Tónleikar í Stykkishólms- kirkju falla niður AF ÓVIÐRÁÐANLEGUM orsök- um falla niður tónleikar Jóns Rún- ars Arasonar tenórsöngvara og ÞórhUdar Björnsdóttur píanóleik- ara í sumartónleikaröð Stykkis- hólmskirkju.. Tónleikarnir áttu að vera á sunnudag. Fyrirhugað er að þau haldi tónleika með haustinu. ----------♦-♦-♦--- Sýningu lýkur í Gallerí í Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Svövu Björnsdóttur, Svövu Þórhallsdóttur og Rúnu Þor- kelsdóttur lýkur nú á sunnudag. Galleríið hefur verið meira og minna lokað á meðan á sýningunni hefur staðið vegna breytinga á húnsæðinu, en opið verður föstudag til sunnudags frá kl. 14-18. ------♦-*-*.--- Olíumálverk í Galleríi Geysi ÞORBJÖRG Óskarsdóttir opnar einkasýningu á olíumálverkum á morgun, laugardag, kl. 15. Þorbjörg hefur haldið nokkrar sýningar í Keflavík en þetta er fyrsta sýningin hennar í höfuðborginni. Sýningin verður opin frá 7. til 22. ágúst frá kl. 8-18 virka daga. '-----♦♦♦------ Sýningu í Perl- unni framlengt SÝNINGU Huldu Halldórs í and- dyri Perlunnar verður framlengd til 22. ágúst. Hulda Halldórs sýnir þar akryl- myndir og nefnist sýningin Strend- ur Islands. 20-70% afsláttur HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL — Skeiíunni 19 - S. 568 1717 — Russell Athletic bómull/fleece - Better Bodies - Columbia fatnaður - Tyr sundfatnaður - Fæðubótarefni o.m.fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.