Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 51# FRÉTTIR URKÍ-R tekur á móti ung- mennum frá Portúgal UM þessar mundir dvelja hér á landi 15 ungmenni frá Portúgal í boði ungmennadeildar Reykjavík- urdeildar Rauða kross íslands, URKÍ-R. Ungmennin, sem eru á aldrinum 17-22 ára, gista á heimil- um íslenskra URKÍ-R-félaga sem heimsóttu Potúgalana til heimabæj- ar þeirra, Carcavelos, fyrir ári. Eru ungmennin virk í sjálfboðastarfi í sínu heimalandi. íslensku krakkarnir kynntust í fyrra sjálfboðastarfi sem unnið er í tengslum við félagsmiðstöð smá- bæjarins Carcavelos skammt frá Lissabon. í félagsmiðstöðinni vinna ungmennin við félagsstarf aldraðra, úthlutun matar til fátækra og að- stoða eiturlyfjaneytendur svo fátt eitt sé nefnt. títsölur í há- marki á löngum laugardegi Á LÖNGUM laugardegi 7. ágúst verður ýmislegt spennandi að ger- ast í bænum. Utsölustemmning er á Laugaveginum og ýmis tilboð í gangi. í góða veðrinu undanfarið hafa margir kaupmenn flutt slár með fatnaði út á gangstétt. Klukkan 13 á laugardag mun Skólahljómsveit Kópavogs leggja af stað frá Hlemmi niður Laugaveg- inn. í sveitinni eru um 40 böm og ungmenni. Harmoníkuleikari verð- ur á sveimi um Laugaveginn og línudansarar taka sporið fyrir gesti og gangandi. Þá bregður Götuleikhúsið á leik á Laugaveginum og andlitsmálarar verða á þremur stöðum til að mála smáfólkið. Nú eru nákvæmlega 5 ár síðan langur laugardagur varð að veru- leika og segir í fréttatilkynningu að hann hafi „sannarlega sannað gildi sitt fyrir Laugaveginn og viðskipta- vini hans“. Frítt er í öll bílastæða- hús á Iaugardögum, en frítt í stöðu- og miðamæla eftir kl. 14. I miðborginni eru um 300 versl- anir og fjöldi veitinga- og kaffihúsa. -------♦-♦-♦----- Ýtur í líf! þjóðar HELGINA 14.-15. ágúst nk. verður sýningin Ýtur í lífi þjóðar haldin á Hvanneyri. Tilefni hennar er 90 ára saga beltavéla og jarðýtna á íslandi og hlutur þeirra í ræktun en einnig samgöngubótum í dreifðum byggð- um. Að sýningunni standa Búvélasafn- ið á Hvanneyri og verktakafyrirtæk- ið Jörvi hf., með atbeina Vegminja- safns Vegagerðarinnar, Vegagerðar- innar í Borgarnesi, Heklu hf. og fleiri aðila. Sýndar verða beltavélar, ýtur og fylgitæki þeirra frá ýmsum tímum, auk þess sem gömlum, fá- gætum myndum og söguþáttum verður brugðið upp í sérstakri sýn- ingardeild. Laugardagskvöldið 14. ágúst verð- ur ýtumannavaka í Sumarhótelinu á Hvanneyri. Þangað eru áhugamenn um ýtusögu og ýtusagnir velkomnir Laugardaginn 16. ágúst munu Portúgalamir, ásamt íslenskum gestgjöfum sínum, sýna listir sínar og setja upp „götuleikhús" á Ing- ólfstorgi frá kl. 12.00 og fram eftir degi. Gefst fólki einnig kostur á að taka þátt í átaki sem Rauði kross íslands gengst fyrir undir kjörorð- inu „gegn ofbeldi“. Fólki gefst kost- ur á að sýna í verki andstöðu við of- beldi með því að þrykkja handarfar sitt á borða. Meðan á dvöl þeirra stendur munu þau m.a. skoða Gull- foss og Geysi, fara í Þórsmörk, taka þátt í sjálfboðastarfi og fleira. Heimsóknir þessar eru styrktar af Evrópusambandinu sem liður í samstarfsverkefnum á vegum „Ungs fólks í Evrópu“ sem hefur aðsetur í Hinu húsinu. til þess að rifja upp þætti um ýtur í lífi þjóðar. Á sýningunni verður brugðið á leik með ýtum og ýmislegt verður í boði. Veitingar eru fáanleg- ar í Sumarhótelinu. í Ullarselinu geta gestir spreytt sig á flókavinnslu og Kertaljósið býður gesti velkomna til þess m.a. að steypa eigin kerti. Sýningin Ýtur í lífi þjóðar stendur frá kl. 13-18 báða dagana. ---------------- Verslun Símans Internets eins árs VERSLUN Símans Intemets á Grensásvegi 3 verður eins árs 16. ágúst næstkomandi. í tilefni afmæl- isins verður viðskiptavinum boðið á sérstaka forsýningu myndarinnar .Analyze This“ í Bíóborginni þann sama dag og hefst sýningin kl. 21.00. Til að eiga möguleika á miða þarf að skrá sig á heimasíðu Símans Inter- net, www.simnet.is. Alls verða 250 viðskiptavinir dregnir út fimmtudag- inn 12. ágúst og fær hver þeirra tvo miða á sýninguna. Þá er Síminn Internet með af- mælistilboð og fá nýir notendur, sem skrá sig fyrir 16. ágúst, tveggja mán- aða áskrift gjaldfrjálsa. Einnig eru ýmsar vörur á tilboðsverði í verslun- inni. -------♦“♦-♦---- Afmælisferö um Eyvindargötu í TILEFNI endurfundar fjallvegar þess er útilegufólkið Fjalla-Eyvind- ur og Halla vísuðu á til Grænavatns, þegar hjúin voru handsömuð við Innrahreysi 7. ágúst 1772, verður umræddur fjallvegur farinn á jepp- um laugardaginn 7. ágúst. Ferðin hefst klukkan 8 við Ey- vindarhreysi (Háumýrar) eða Nýja- dal. Farið verður norður eftir Sprengisandsveginum foma að Vegamótavatni en sveigt þar til austurs, sunnan við Fjórðungsöldu, um Tunguhraun að vaði á Skjálf- andafljóti, áætlaður tími þar er kl. 12. Síðan verður farið að Hitalaug við Neðribotna, norðan Laufrandar, þaðan á fjallveg 910. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra tekur við fyrsta eintaki nýrrar ökukennslubókar úr hendi Guðbrands Bogasonar, formanns ÖI. Nýjar bækur til að bæta umferðarmenningu ÖKUKENNARAFÉLAG íslands hefur gefið út tvær nýjar kennslu- bækur í ökukennslu. Formaður öku- kennarafélagsins, Guðbrandur Bogason, afhenti dómsmálaráðherra, Sólveigu Pétursdóttur, fyrstu ein- tökin á kynningarfundi í húsnæði fé- lagsins, að Þarabakka 3 í Reykjavík, í gær. Annars vegar er um að ræða kennslubók sem ætluð er til kennslu fyrir almenn ökuréttindi (B-réttindi) en hins vegar kennslubók til kennslu á bifhjól (A-réttindi). Bækurnar leysa af hendi eldri kennslubók sem kennd hefur verið um langt árabil. Að sögn Guðbrands er í bókunum lögð áhersla á myndræna útfærslu til að aðalatriðin fari ekki milli mála. I þeim er farið yfir helstu atriði sem varða umferðarlög, viðhorf til akst- urs og umferðar, fjallað um aksturs- tækni og greint frá öllum umferðar- merkjum og merkingu þeirra. Einnig er lögð áhersla á mikilvægi jákvæðra mannlegra samskipta til Kransagerð úr náttúrulegum efnum „KRISTÍN Bjamadóttir í Grænu smiðjunni leiðbeinir um kransagerð úr íslenskum jurtum laugardaginn 7. ágúst kl. 14-17. Jurtir verða tínd- ar í landi Alviðru. Boðið er upp á jurtate, kakó og kleinur. Þátttökugjald og efniskostnaður er 1.000 kr.,“ segir í fréttatilkynn- ingu. -------♦-♦-♦---- Steingrímur kennir ekki BJÖRN Teitsson, skólameistari Framhaldsskóla Vestfjarða á ísa- firði, óskar eftir að taka fram vegna orða Steingríms St. Sigurðssonar í Morgunblaðinu 30. júlí um að hann hafi verið ráðinn kennari við skól- ann, að Steingrímur hafi ekki sótt formlega um kennslustarf við Framhaldsskóla Vestfjarða og muni hann ekki kenna við skólann næsta vetur. að stuðla að betri og öruggari um- ferð. Höfundar bókanna eru Arnaldur Árnason ökukennari sem samdi bók- ina til almennra réttinda og Njáll Gunnlaugsson ökukennari sem samdi bókina um bifhjólakennslu en sú bók er fyrsta heildarkennslubók um það efni sem samin hefur verið og gefin út hérlendis. ------------------ LEIÐRÉTT Eskimo í Bergen og Helsinki í viðtali við Þóreyju Vilhjálmsdótt- ur, annan eiganda Eskimo Models, sl. laugardag kom fram að fyrirtæk- ið ætti í samstarfi við menningar- borgir í Evrópu en rangt var farið með borgarheitin. Hið rétta er að Eskimo Models er í samstarfi við borgirnar Helsinki og Bergen. Kunnuglegar persónur I blaðinu í gær var vitnað í umsögn dómnefndar leikritasamkeppni Þjóðleikhússins um verðlaunaleikrit Ragnars Arnalds. Þar féllu niður tvö orð sem breyttu merkingu setn- ingar. Rétt er setningin svona:“Hér er tekið fyrir verðugt viðgangsefni úr íslenskum nútímaveruleika svo úr verður góður efniviður í skemmtilega leiksýningu um per- sónur sem ætla má að komi íslensk- um áhorfendum kunnuglega fyrir sjónir." Er beðist velvirðingar á þessu. fstak gaf brúna í frétt blaðinu í gær um brú sem verið er að setja á Mógilsá í hlíðum Esju er því ranglega haldið fram að ísal hafi gefið brúna. Hið rétta er að verktakafyrirtækið ístak gaf efni og vinnu við brúna. Beðist er velvirð- ingar á þessu. Ekki heimildir I viðtali Jóhannesar Helga við Gunnar Björgvinsson, „Fleiri hafa augu en emir“ í blaðinu síðastliðinn laugardag, slæddist villa. Neðan- málsgreinarnar voru skilgreindar sem heimildii- en sú skilgreining var röng. UTSALAN í FULLUM GANGI ÚRVAL AF TÍSKUSKÓM EVERYl Verð Áðuf-5r955T- nú 2.495,- nú 1.995,- Verðiöuf-&395> nú 2.995,- nú 2.995,- Verðifittf-5^95^ nú 1.995,- Langurlaugardagur opið 10-16 | é t í t I I t i ] Ioppskórinn VELTUSUNDI V/INGÓLFSTORG SÍMI 552 1212 HEIMILISLÍFIÐ HEFUR SJALDAN VERIÐ EINS FJÖRUGT OG EINMITT NÚNA. Útsala 22. júlí -14. ágúst ♦ Minnst 15% afsláttur. habitat Heimaer best.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.