Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 Önnur umferð. Fyrri kapps <ák Hannes HKfar 2584 S. Shipov 2658 Vz-Vz '/2-1/2 S. Tiviakov 2611 V. Kramnik 2760 'Á-Vz 0-1 V. Korchnoi 2676 S. Dolmatov 2600 1-0 0-1 R. Ponomariov 2616 V. Topalov 2690 1-0 0-1 1. Smirin 2671 L. Psakhis 2581 'A-'/í 1/2-1/2 M. Kobalija 2573 M. Adams 2708 0-1 0-1 Z. Almasi 2663 X. Peng 2574 0-1 1-0 A. Yermolinsky 2588 S. Rublevsky 2660 1/2-1/2 1/2-1/2 A. Dreev 2679 V. Kotronias 2536 1-0 14-1/2 B. Gulko 2618 A.Fedorov 2659 Vz-'/z 0-1 J. Timman 2650 L. Aronian 2518 1-0 1/2-14 C. Bauer 2480 P. Leko 2701 1/2-1/2 0-1 S. Movsesian 2659 G. Dizdar 2549 1-0 1-0 A. Aleksandrov 2619 P. Svidler 2684 1/2-1/2 0-1 K. Georgiev 2650 T. Shaked 2471 1-0 1-0 J. Ehlvest 2592 E. Bareev 2698 1/2.1/2 0-1 V. Akopian 2646 R. Antonio 2558 1/2-1/2 14-14 B. Magem 2528 V. Tkachiev 2648 1/2-1/2 14-14 J. Polgar 2671 P. Nielsen 2560 1-0 14-1/2 U. Andersson 2623 V. Zvjaginsev 2652 1/2-1/2 14->4 M. Krasenkow 2647 A. Miles 2588 0-1 1-0 J. Lautier 2638 K. Sakaev 2648 1/2-1/2 14-1/4 B. Gelfand 2713 J. Speelman 2597 1-0 1/2-1/2 K. Asrian 2575 M. Sadler 2626 1-0 1/4-14 G. Kamsky 2720 A. Khalifman 2628 1-0 0-1 R. Leitao 2574 B. Macieja 2542 1-0 14-1/2 Z. Azmaiparashvili 2681 L. Nisipeanu 2584 1/2-1/2 1/2-14 V. Ivanchuk 2702 M. Wahls 2582 1-0 1-0 H. Hamdouchi 2529 A. Beliavsky 2618 0-1 14-14 N. Short 2675 D. Fridman 2526 1-0 14-14 G. Milos 2586 V. Salov 2656 1-0 1-0 A. Shirov 2734 I. Sokolov 2656 0-1 1-0 Hannes hélt jöfnu gegn Shipov í kappskákunum SKÁK Las Vegas HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í SKÁK 30. júlí-29. ágúst RANNES Hlífar Stefánsson náði jafntefli gegn Sergei Shipov í annarri umferð heimsmeistaramóts- ins í Las Vegas. Shipov, sem hafði hvítt, náði vænlegri stöðu í endatafl- inu, en með afar kraftmiMUi vöm tókst Hannesi að skapa sér mótfæri. Hann fómaði tveimur peðum, en í staðinn kom hann hrók í mjög virka stöðu. Hann vann fljótlega annað ♦ peðið til baka aftur og þegar ljóst var að hitt umframpeðið mundi einnig falia hjá Shipov sömdu þeir um jafntefli. Tefldir vom 46 leikir. Hannes hefur þar með náð markmiði sínu og kemst út í styttri skákimar. Það var einmitt í styttri skákunum sem yfirburðir hans í fyrstu umferð- inni gegn Zubarev komu í ljós. Hannes hefur fengið mikið lof frá ýmsum skákmeistumm sem fylgjast með heimsmeistaramótinu fyrir hvassa taflmennsku í atskákunum gegn Zubarev. Gata Kamsky tapaði seinni skák- inni gegn Alexender Khalifman sem þar með náði að jafna metin í einvígi þeirra. Alexei Shirov tókst að vinna síðari skákina gegn Ivan Sokolov og Veselin Topalov lagði Ruslan Ponomariov. Þessir skákmenn þurfa því að tefla atskákir til að fá fram hrein úrslit. Dráttarbeisli Af Norðurlandbúum em einungis þeir Hannes og Ulf Andersson eftir í heimsmeistarakeppninni. Ralf Akesson féll út í fyrstu umferð og Peter Heine Nielsen tapaði fyrir Judit Polgar í annarri umferð. Lokamót VISA- bikarkeppninnar hefst í dag VISA hleypti nýju lífi í samstarf Norðurlanda á skáksviðinu þegar fyrirtækið hleypti af stað VISA-stór- bikarkeppni Norðurianda. Þessi keppni er nú haldin í annað sinn og lokamót keppninnar hefst föstudag- inn 6. ágúst í Danmörku. Mótið er jafnframt meistaramót Norðurlanda í skák, þannig að það er mikið í húfi. Keppendur á mótinu em: Hannes Hlífar Stefánsson Þröstur Þórhallsson Helgi Áss Grétarsson Jonny Hector (Svíþjóð) Ralf Aakesson (Svíþjóð) Tiger Hillarp-Persson (Svíþjóð) Simen Agdestein (Noregi) Einar Gausel (Noregi) Torbjöm R. Hansen (Noregi) Heikíd Westerinen (Finnlandi) Heini Olsen (Færeyjar) Peter Heine Nielsen (Danmörku) Nikolaj Borge (Danmörku) Lars Schandorff (Danmörku) Hannes Hlífar, sem er skákmeist- ari Norðurlanda, gæti þurft að af- lýsa þátttöku í mótinu vegna heims- meistarakeppninnar í skák. Mótinu lýkur 19. ágúst. Teflt verður á hverjum degi, nema hvað 13. ágúst verður frídagur. Teflt verður í Gentofte skammt fyrir utan Kaupmannahöfn. Meðan á mótinu stendur verður einnig fagnað 100 ára afmæli Skáksambands Norður- landa. Daði Örn Jónsson QarðpCöntiistöcHn O3í?líí3CD0O Ýmis tilboð í hverri viku. í DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Aldamót? NÚ hafa Vestmannaeying- ar lýst þvi yfir að þeir hafi haldið síðustu þjóðhátíð aldarinnar. Þá fylgir það náttúrulega að þeir ætla að sleppa þjóðhátíð næsta sumar - þeir um það. Mér finnst ótækt að fréttamað- ur ríkisútvarpsins fari með svona fullyrðingar athuga- semdalaust í loftið vegna þess að þetta er ekki síð- asta sumar aldarinnar heldur er það næsta sum- ar. Þetta á að vera á hreinu hjá ríkisútvarpinu. Fólk er að bíta í sig þessa vitleysu að þetta sé síðasta ár ald- arinnar. Og í sambandi við fréttaflutning i blöðum þá kann ég alltaf illa við það að sagt sé frá óhöppum og slysum í framtíð þegar það ætti að vera í þátið, eins og t.d.: „Þetta margir menn farast“ en ætti að vera þetta margir menn fórust. Björn. Engin viðvörun í GÆR brá ég mér til Reykjavíkur og fór með bömin í Húsdýragarðinn. í garðinum var fullt af böm- um og vom nokkur þeirra léttklædd að sulla í tjöm sem þarna var. Börnin mín vildu líka prófa þetta en þar sem við höfðum ekki föt til skiptanna dró ég úr því. Starfsstúlka í garðin- um sagði mér þá að í vatn- inu væri sýkill sem ylli kláða og ég skyldi ekki hleypa þeim ofaní. En það sem undrar mig er að þama er ekkert skilti eða neitt sem varar fólk við þessu. Ingibjörg Sigmarsdóttir, Hellissandi. Tapað/fundið Einnota myndavél fannst EINNOTA myndavél fannst í Öskjuhlíðinni. I vélinni var filma sem var framkölluð og á einni myndinni vom unglingar í bolum merktum: Mörkin er góð og tvö glös. Þeir sem kannast við þetta hafi samband í síma 552 1726 fyrir kl. 20. Nokia GSM-sími týndist NOKLA GSM-sími týndist við Korpúlfsstaði fyrir verslunarmannahelgi. Skil- vís finnandi hafi samband í sima 567 5343. Ljósbrúnt seðlaveski týndist LJÓSBRÚNT seðlaveski týndist í Búnaðarbankan- um við Hlemm síðdegis sl. þriðjudag. Veskið er gyllt á eftirfarandi hátt: Jón T. Sveinsson s. 36982. Þeir sem upplýsingar geta gefið vinsamlegat látið eigand- ann vita í síma 570 1936, á kvöldin í síma 551 8851 eða skilið veskinu á Grettis- götu 4. Fundarlaunum heitið. Göngustafur týndist við Funahöfða FIMMTUDAGINN 29. júlí týndist göngustafur, útskorinn tréstafur, á bílaplaninu við Litlu-bíla- söluna, Funahöfða 1. Þeir sem kannast við að hafa séð stafinn hafi samband í síma 553 3306 eða 853 6727. Casio-úr týndist CASIO-ÚR með reiknivél og símaskrá týndist í Ár- bæjarlaug sl. miðvikudag. Skilvis finnandi hafi sam- band í síma 551 4048. Gísli eða María. Dýrahald Hvít kanína týndist við Frostaskjól KANÍNA, hvít með svart nef og rauð augu, týndist við Frostaskjól í síðustu viku. Þeir sem hafa séð hana hafi sambad í síma 552 6910. Kettlingur fannst við Baulu LÍTILL gulbröndóttur högni fannst sunnudaginn 1. ágúst við Baulu í Borg- arfirði. Hann er líklega 3-4 mánaða. Getur hafa komist þangað sem laumufarþegi í bfi og gæti þess vegna átt heima hvar sem er á land- inu. Upplýsingar í síma 899 5020 eða hjá Kattholti. Kettlingar óska eftir heimili FJÓRIR síamsblandaðir kettlingar óska eftir heim- ili. Upplýsingar í síma 551 6749. Páfagaukur týndist frá Stórholti PÁFAGAUKUR, blár, týndist sl. föstudag frá Stórholti 28. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 567 4952. SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í fyrstu umferðinni á heimsmeist- aramóti FIDE í Las Vegas sem nú stend- ur yfir. Lettinn Frid- man (2.526) hafði hvítt og átti leik gegn Utut Adianto (2.607) frá Indónesíu. Svartur lék síðast 34. _ Bc4_e6?? og hótaði hvitu drottningunni, en hann varð að víkja ridd- aranum á e5 undan. 35. Rxe6! og svart- ur gafst upp, því ef hann tekur hvítu drottninguna og leikur 35. _ Hxc3 verður hann mát eftir 36. Ha8+. Þar með féll Adianto út úr mótinu en Fridman komst áfram. HVÍTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... ISLENDINGUR búsettur er- lendis, sem hefur töluverð sam- skipti við landa sína hér heima vegna vinnu sinnar, hafði orð á því fyrir skömmu að hann undraðist mjög upsetningu íslensku lands- byggðarsímaskrárinnar. Hann sagðist þekkja til nokkurra er- lendra símaskráa og alls staðar væru nöfn bæja í stafrófsröð. Hvergi nokkurs staðar veit ég til þess að maður þurfi að vita í hvaða landshluta ákveðinn bær er til þess að geta fundið símanúmerið. Þetta er fáránlegt fyrirkomulag hjá ykk- ur þama heima, sagði hann. Undir þetta getur Víkverji tekið heils hugar. Fyrst íslendingur, jafnvel þótt hann sé búsettur erlendis, á í vandræðum með þetta, hvemig skyldi þá útlendingum ganga að finna íslensk símanúmer á lands- byggðinni? Hver em eiginlega rök- in fyrir þessu? xxx BAKARÍIÐ Café Konditori Copenhagen á Suðurlands- braut hefur heldur betur náð að sanna sig á þeim örfáu ámm, sem það hefur starfað. Eins og hjá öðr- um metnaðarfullum bakaríum reyna eigendurnir að koma sér upp einhverri sérstöðu. Að mati Vík- verja em það kökumar sem standa upp úr. Bæði em þær fyllilega sam- keppnishæfar í verði og eins em þær algjört lostæti. Aðalkosturinn er að þær em ekki eins dísætar og íslendingum hættir til að baka, en þess má geta að annar eigendanna er danskur og hjónin lærðu bæði fag sitt í Danmörku. Sömuleiðis eru frómasterturnar léttar og frauð- kenndar. Þær geta fyUilega komið í staðinn fyrir ostaterturnar frá Osta- og smjörsölunni, sem em eins og klumpur í maga eftir eina sneið. Reyndar er sérkennilegt á tímum hollustu og heilbrigðis - að ekki sé nú talað um óþol margra gagnvart sykri - að bakarar skuli almennt sitja eftir í gamla tímanum hvað sætindi varðar. Þeir mættu hafa í huga að sú tíð er löngu liðin að syk- ur var fágæt vara og ef húsmæður vildu gera gestum gott settu þær örlítinn sykur á brauðið. Nútíma- maður fær alltof mikið af sætindum í gegnum fæðuna. Að skaðlausu má því almennt draga þriðjung sykur- magns frá í bakstri. - Víkverji hef- ur horft upp á útlendinga bragða á seyddu rúgbrauði og spurt í for- undran á eftir: Eg hélt að þetta væri brauð, er þetta kaka? xxx VÍKVERJI kom með ábendingu fyrr í sumar til fasteignasal- anna, að þeir tækju fram í hvaða bæjarfélagi fasteignimar væru, sem þeir auglýstu. Fyrir skömmu heyrði Víkverji sögu, sem ætti enn frekar að sýna þörfina, sem er á þessari aðgreiningu. Þannig var að hús var auglýst til sölu í Melgerði. Virtist það mjög fallegt á að líta og segir sagan að straumurinn hafi legið um Melgerði í Reykjavík. Það varð hálfgerð fýluferð fyrir hugsan- lega kaupendur, því eignin sem var til sölu var í Kópavogi. Tillaga Vík- verja hefur fengið lítinn hljóm- grunn, en tvær fasteignasölur, Val- hús og Hraunhamar, sem báðar eru í Hafnarfirði, birta bæjarfélagið með hverri einustu auglýsingu. Vík- verja finnst þær standa upp úr hvað varðar þjónustu við lesendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.