Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listin á Seyðisfirði MYJVDLIST Skaftfel 1 EIN af myndum Björns Roth úr Loðmundarfirði. MÁLVERK BERND KOBERLING OG BJÖRN ROTH Opið kl. 14 til 18. Sýningin stendur til 8. ágúst. Á SEYÐISFIRÐI er fólk stór- huga í listinni og nú hefur enn eitt árið verið sett þar upp veg- leg og sjálfstæð listahátíð. Menn- ingarmiðstöð bæjarins hefur einnig verið gerð upp frá því í fyrra og er nú með bestu sýning- arsölum á landinu, auk þess sem verið er að koma upp kaffihúsi í kjallaranum og fyrirhugað að halda tónleika í húsinu. Þar sýna nú þeir Bemd Koberling og Bjöm Roth málverk frá Loð- mundarfírði, eyðifírðinum fallega næst Seyðisfírði. Bemd sýnir vatnslitamyndir gerðar haustið 1998 þar sem hann tekst á við haustið í formum og litum og er áhugavert að sjá hvemig þessi fjölhæfi málari tekst á við þetta íslenska þema. Björn sýnir aftur olíumálverk frá áranum 1996 til 1999 og hefur undir bæði haust og vetur. Myndir Bjöms era málaðar af leikandi öryggi eins og alltaf og litasamsetningin er í senn afar flókin og algjörlega viðeigandi. í myndfletinum end- urskapast þannig litadýrð haustsins og mitt í litaflóðiu má sjá útlínur gæsa. í vetrarmynd- unum era það aftur fölar myndir snjóanna sem ríkja og þar má sjá rjúpur leynast innan um önnur form. Sýningin í Skaftfelli er sterk, enda era hér tveir sterkir lista- menn á ferð. Bemd Koberling hefur um nokkurt skeið verið framarlega meðal þýskra málara og nýtur æ meiri viðurkenning- ar. Björn hefur einnig sýnt víða og minnst hér á íslandi sem er miður. Hann hefur jafnframt dvalið mikið á Seyðisfirði og í Loðmundarfirði svo viðfangsefni þessarar sýningar stendur hon- um nærri. Sýning þeirra félaga í Skaftfelli sameinar það að vera aðgengileg en um leið nútímaleg og kröftug. Hér er tekist á við náttúrana án nokkurs tepra- skapar og útkoman er eftir því. Barnaskólinn á Seyðisfirði MÁLVERK OG HÖGGMYND DAÐI GUÐBJÖRNSSON, ÓMAR STEFÁNSSON, EGGERT EINARSSON OG TOLLI I barnaskólanum era fjórar sýningar þar sem málverkið er í fyrirrúmi, þótt höggmynd Egg- erts Einarssonar sé reyndar eitt skemmtilegasta verkið. Ómar Stefánsson sýnir nýjar myndir í bland við nokkrar af þeim sem hann sýndi nýlega í Galleríi Fold. Þama er á ferðinni hinn nýi stíll Ómars sem einkennist af meira öryggi og frjálsari útfærslum en áður. Myndimar era sumar í þeim flókna anda sem þeir þekkja sem fylgst hafa með ómari þar sem alls kyns fígúram ægir saman í eins konar teikni- myndaútfærslu, en sumar nálg- ast það hins vegar að vera af- strakt framsetningar í ólgandi krafti og náttúra. Daði Guðbjörnsson sýnir tíu málverk sem öll era af konum, með ýmiss konar skrauti í kring eins og Daði er löngu orðinn þekktur fyrir. Konumyndir Daða hafa orðið æ sterkari undanfarin ár og yfir þeim er einhver sér- stakur Ijómi sem gerir það að verkum að þær minna einna helst á helgimyndir. Tolli sýnir á efri hæð skólans stórar nýjar myndir sem era ansi kröftugar og _að mörgu leyti áhugaverðar. I þessum nýju myndum er Tolli agaðari en oft áður og það undarlega er að með þeim hætti tekst honum að veita mun meiri krafti í sjálft myndefnið. Hér er um að ræða eyðilegt landslag þar sem hams- lausir kraftar náttúrannar blása svo engu er líkara en komið sé að ragnarökum. Sterkir fletir liggja á ská um strigann eins og sjálft landið sé að brotna og síga, en vindur og eldur blæs um allt. Lit- Skúlptúr Eggerts Einarssonar. ■ irnir era sterkir og áhrifín af myndunum líka. Eggert Einarsson sýnir aðeins eitt verk en það er skúlptúrinn „Ikaras“ sem heitir eftir goð- sagnahetjunni sem vildi fljúga. Hér höfum við hins vegar vél sem virðist vilja fljúga. Hún er sett saman úr alls kyns járnbút- um og gormum og þegar hún er ræst snýr lítill mótor skífu sem aftur hreyfir stöng svo að stórir armar vélarinnar blaka líkt og hún sé að reyna að hefja sig til flugs. Þetta er skemmtilegt verk en um leið dálítið átakanlegt þar sem sjá má tilburði þessarar klunnalegu vélar til að fljúga sem hliðstæðu við ýmsa tilburði okk- ar sjálfra. Félagsheimilið Herðubreið og vfðar ÝMSIR LISTAMENN I félagsheimilinu á Seyðisfirði má sjá verk nokkurra heima- manna sem fást við listir. Þar eru akrýlmálverk eftir, Olgu Kolbrúnu Vilmundardóttur, unga listakonu sem greinilega á eftir að leggja listir fyrir sig, ljósmyndir og vatnslitamyndir eftir Maríu Gaskell, teikningar eftir Þorkel Helgason, tréskurð eftir Vilmund Þorgrímsson, förður Olgu Kolbrúnar, ljóðverk eftir Erlu Guðjónsdóttur og ljósmyndir eftir Gunnar Wid- tefedt. Þá er þarna athyglisverð ljómyndaröð eftir Rut Finns- dóttur sem nefnist „Maður einn í baðhúsi" og sýnir einmana karlmann baða sig í Baðhúsi Lindu í Reykjavík þar sem ann- ars er alla jafna aðeins að finna konur. Á Hótel Snæfelli er líka sýn- ing, en þar er á ferðinni Guðlaug Sjöfn Jónsdóttir með lagleg akrýlmálverk. Loks teygir listin anga sína inn í Upplýsingamið- stöð ferðamála á Seyðisfirði en þar má nú, eins og í fyrra, sjá sýningu á málverkum eftir Stef- án Jónsson frá Möðradal, sjálfan Stórval. Jón Proppé Mirage kerra m/svuntu Úrvalið er hjá okkur 12,850 Enski boltinn á Netinu VERK eftir Pétur Magnússon unnið í járn. Myndin er tekin á sýningu sem hann ték þátt í á Overgaden í Kaupmannahöfn í fyrra. Ljósmyndir og járn í Galleríi Sævars Karls PÉTUR Magnússon opnar sýningu í galleríi Sævars Karls í Banka- stræti í dag, föstudag kl. 17. Pétur er fæddur 1958, stundaði nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands ‘78 til ‘81, Accademia delle belle Arti í Bologna á Ítalíu ‘82 til ‘83 og framhaldsnám við Ríkisaka- demíuna í Amsterdam frá ‘83 til ‘86. Á sýningunni eru ný verk sem unnin eru í járn og Ijósmyndir, og sambland af hvoru tveggja. Pétur tekst á við hugtök eins og tvívídd og þrívídd og raunveruleika og blekkingu. Pétur hefur siðustu sextán árin verið búsettur í HoIIandi þar sem hann hefur fengist við myndlist. Hann hefur víða haldið sýningar í Evrópu, en hér á landi sýndi hann siðast 1997 í Gallerí 20 fm. Nýjar bækur • SAMSKIPTI foreldra og barna er eftir bandaríska sálfræðinginn dr. Thomas Gordon í þýðingu Inga Karls Jóhannessonar. Hún hefur verið ófáanleg um árabil en birtist nú í nýjum bún- ingi. I kynningu segir að í bókinni sé mælt með gagnkvæmri virðingu í samskiptum barna og fullorðinna. Bókin kenni jákvæðar aðferðir sem miði að skilningi milli bama og uppalenda. Þessar aðferðir séu m.a. virk hlustun sem styðji við barnið og „ég-boð“ sem fái barnið til að hlusta þegar verið er að tala við það. Við lausn vandamála mæl- ir dr. Gordon með aðferðum sem feli í sér sameiginlega lausn barna og uppalenda þannig að börn læri að bera ábyrgð á eigin hegðun og sýni öðrum tillitssemi. Þættir eins og frumkvæði barna, sjálfstæði, ábyrgð, tillitssemi, virkni, áhugi, iðni og sterk jákvæð sjálfsmynd era þau meginmarkmið sem að- ferðir dr. Gordons miða að. Samskipti barna og fullorðinna hefur verið notuð til grandvallar á námskeiðum sem sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norð- fjörð hafa staðið fyrir á undan- förnum árum. Útgefandi er Æskan ehf. Bók- in er 288 bls. Hönnun og um- brot er unnið á vegum Æskunn- ar ehf. en prentsmiðj- an Oddi hf. sá um prent- vinnsiu og bókband. Bók- in kom útá sínum tíma hjá Al- menna bókafélag- inu. Verð 2.490 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.