Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 36
*36 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 UMRÆÐA MORGUNBLAÐIÐ í stormasömu sambandi Höfuðatriði - eftir því sem best verður séð - er að vera tryggilega tengdur, símleiðis eða skjáleiðis, og fær þá ekk- ert grandað þeim sem velkjast í líjsins ólgusjó. Eg kannast við konu sem er nýkomin heim úr sumarleyfi erlendis. Þetta er tiltölulega ung kona sem hefur - sjálfri sér til undr- unar og stundum til nokkurs ama - hrifist með hinni fall- þungu bylgju hraðupplýsinga og skjótra boðskipta sem nú ríður yfir. Stúlkukindin reynir að vísu stundum að afneita þessari stað- reynd og kveðst ennþá elsk að friði, spekt og næði. Þeir sem til hennar þekkja hrista hins vegar höfuðið og segjast fyrir löngu hafa horft á eftir konunni ungu út í straumþunga boðskipta- bylgjuna. Áður en saga konunnar er rakin frekar VIÐHORF skal á það „ minnt að þeir eftir Sigur- ' . . björgu Prast- sem emu smm ardóttur hafa látið hríf- ast með nefnd- um straumi eiga þaðan varla afturkvæmt enda flóttakostir aðeins tveir og hvorugur góður: trénaðir flekar fornfálegra sam- skiptaleiða (svo sem samtala og sendibréfa) eða skipbrot á eyði- eyju þagnarinnar þar sem mað- urinn er alltaf einn. Þar þykir varla vænlegt að daga uppi og því keppast sjófarendur við að troða marvaðann og láta sem þeim líki volkið. Unga konan sem fyrr var nefnd flýtur sem sagt hratt og örugglega með hinum öfluga meginstraumi sem þekkist á því að þar eru allir beintengdir og vel upplýstir - gott ef ekki „yfir- lýstir" því streymi upplýsing- anna er svo mikið að stundum fyllir það öll vit og flýtur yfir bakka. Höfuðatriði - eftir því sem best fæst séð - er að vera tryggilega tengdur, símleiðis eða skjáleiðis, og fær þá ekkert grandað þeim sem velkjast í lífs- ins ólgusjó. Ferðakonan fyrrnefnda hefur oft áður lagt land undir fót og hefur þá gjarnan nýtt auðar stundir á flugvöllum og í lestar- klefum í að pára á póstkort. Ættingjum og vinum heima hef- ur hingað til þótt skemmtilegt að fá inn um lúguna sandi stráða mynd af dvalarstaðnum við sól- arlag með hlýlegri kveðju á bak- hliðinni: „Elsku amma og afi! Hér er rosalega heitt. Ég var á ströndinni í dag. Fer bráðum í tívolí og hér eru líka froskar. Bless, bless.“ Þannig hljóðuðu fyrstu kortin, flest keimlík en öll skrifuð af innlifun. Sama gilti um sendibréfin úr lengri utan- ferðum, þau voru fá en mikið í þau lagt. Og með tímanum öðl- uðust þessar einlægu tilraunir til strjálla boðskipta sögulegt og tilfinningalegt gildi - flestir hljóta að kannast við að eiga í fórum sínum póstkort, sendibréf eða jafnvel forláta fréttabréf frá fyrri tíð, skrifuð af vandamönn- um í siglingu í útlöndum eða í sumarvist í sveit. Slík bréfasöfn segja sögur og vitna eftir atvik- um um frændrækni, sköpunar- gleði, samfélagsþróun, lífsstíl... Þau hjálpa til við að rifja upp horfna tíð á sama hátt og ástar- bréf, flöskuskeyti, símskeyti og önnur fágæt skjöl í einkasafni hvers og eins. Og þau hafa skemmtigildi, rétt eins og minn- ingin um ískrandi langlínusam- tölin sem forðum var ráðist í ef mikið lá við og eitthvað verulega sérstakt var að frétta. Öllu þessu er unga förukonan nú hins vegar búin að gleyma og finnst ekki annað koma tU greina en að vera í stöðugu tal- og textasambandi við vanda- menn, starfsfélaga, vini og ná- granna - í stuttu máli við alla sem ekki næst augnsamband við á hverjum tíma. Inntak sam- skiptanna skiptir kannski minna máli. Og það breytir engu þótt skilaboðin lifi aðeins eina ör- skotsstund og skilji ekki eftir heimildir. Það sem gildir er að hafa samband. Þannig hélt stúlkan í sumarfríið vopnuð far- síma og fartölvu og notaði ekki aðeins auðar stundir í lestarklef- um heldur og flestar aðrar stundir til þess að svara í sím- ann, hringja út og suður, senda SMS-skilaboð, lesa tölvupóst, móttaka SMS-skilaboð, athuga talhólfið, senda tölvupóst, lesa tölvupóst, svara í símann, hringja... Þegar hún kom heim var eins og hún hefði aldrei farið neitt. Hún vissi allt um alla og allir vissu allt um hennar ferðir. Dulúð utanfararinnar var horfin og dýrmætar minjar í borð við sandstráðar sólarlagsmyndir voru heldur ekki væntanlegar með pósti. Unga konan var tiltölulega ánægð með fríið en fannst þó að nokkum skugga hefði borið á vegna sambandsleysis. Uppi í fjallshlíðum og úti við strendur voru skilyrði til farsímanotkun- ar nefnilega ekki alltaf upp á það besta svo dægurglamm og hlátrasköll að heiman bárust seint og illa. í lestum var einnig erfitt að tala í síma og tengjast Netinu þar sem óþarflega oft var ætt um undirgöng eða af- skekktar sveitir. Að auki reynd- ist með öllu óheimilt að hafa kveikt á símanum í flugvélum og stefndi það yfirvegun fömkon- unnar í hættu. Ótengdri fannst henni nefnilega ávallt sem hún hlyti að vera að missa af ein- hverju merkOegu og beið því lendingar með óþreyju. í eina tíð var það hins vegar aðdráttar- afl hins óþekkta áfangastaðar sem jafnan var meginorsök óþreyjunnar rétt fyrir lendingu. En það var þá. Unga konan eyddi þannig lunganum úr leyfinu í að hand- leika tól og tæki sem komu henni í samband við aðra staði en þann sem hún var stödd á og hafði ætlað sér að kynnast. Af- gangurinn af tímanum fór í að formæla ófullkomnu samskipta- neti dvalarlandsins og veikum sendingum himneskra sím- hnatta. Þetta var reytt og tætt heimsferð. Vart þarf að taka fram að á pósthús kom konan aldrei í út- landinu og þannig eru hvergi í fómm vandamanna til ritaðar heimildir um ævintýri hennar á ferðalaginu, borgir sem hún heimsótti eða hús sem hún gisti. Og eftir á að hyggja finnst henni það dálítil synd, því þetta voru víst fallegir staðir. Ottalausar breytingar á Ríkisútvarpinu SJÁLFSAGT er að taka undir með Birni Bjarnasyni mennta- málaráðherra, sem sagði í ræðu sem hann hélt 1. júlí síð- astliðinn við opnun svæðisútvarps á Suð- urlandi, að „helsta hlutverk Ríkisút- varpsins sé að sjá hlustendum fyrir góðri dagskrá, hvort sem hún er svæðis- bundin eða nær til alls landsins“. Enn- fremur er sjálfsagt að taka undir með Evr- ópusambandinu, sem ályktaði í hitteðfyrra að ríkisút- varp í Evrópuríkjum sé nátengt lýðræði, samfélagi og menningu í hverju landi. Dagskrá ríkisút- varps á að vera til fyrirmyndar að gæðum og nátengd þjóðlífinu. I landinu er öflugt meirihluta- fylgi við sterkt og vel rekið Ríkis- útvarp og því þarf að takast þjóð- arsátt um sjálfstæði þess og óhlutdrægni. Björn Bjarnason telur það helsta hlutverk Ríkisút- varpsins að sjá hlustendum og áhorfendum fyrir góðri dagskrá. I samræmi við það höfuðmarkmið þarf að tryggja betur sjálfstæði Ríkisútvarpsins og óhlutdrægni. Óforsvaranlegt er að beygja stofnunina undir einn stjórnmála- flokk. Um þessar mundir eru tvö ár liðin frá því að öllum starfsmönn- um Ríkisútvarpsins barst bréf frá útvarpsstjóra þar sem sagði að viðtakandi gæti átt von á upp- sagnarbréfi. Hver einasti starfs- maður Ríkisútvarpsins fékk hót- un um uppsögn úr starfi. Það ástand varði í viku, þangað til kvisaðist út hverjir hefðu fengið uppsagnarbréf. Það er sama hvar maður ber niður í nútíma stjórn- unarfræðum, aðferðirnar við þessar breytingar á rekstri Ríkis- útvarpsins stangast á við allt sem kallast góðir stjórnarhættir. Að maður tali ekki um eðlilega um- hyggju fyrir líðan samstarfs- manna sinna. Aðgerðirnar stór- sköðuðu starfsanda og í kjölfar þeirra hraktist margur góður starfsmaðurinn á brott frá Ríkis- útvarpinu. Upptök þessa ljóta leiks yfir- stjórnar Ríkisútvarpsins var að finna í menntamálaráðuneytinu. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra hafði sett sem skilyrði fyrir flutningi Sjónvarpsins í Útvarps- húsið í Efstaleiti, að Ríkisútvarp- ið yrði endurskipu- lagt. Verkfræðistofan VSÓ hafði umsjón með verkinu og meg- inmarkmið endur- skipulagningar var niðurskurður kostn- aðar hjá öllum deild- um Ríkisútvarpsins um 30%. En árangur- inn lét á sér standa, það sparaðist ekki ein króna við þessar að- gerðir. Þeir sem best þekkja til segja að breytt skipulag hafi aukið útgjöld Ríkisút- varpsins. Nú á að gera aðra tilraun. I ræðunni 1. júlí, sagði Björn Bjarnason: „Hér á landi einkennast umræður um Ríkisút- varpið þó nokkuð af ótta um að Stjórnun Skipulagsbreytingar á röngum forsendum, -------------------------- segir Jón Asgeir Sigurðsson, eru verri en engar breytingar. breytingar á innra fyrirkomulagi þess og rekstrarformi verði til að þjónusta við hlustendur minnki og dagskráin versni. Hæpið er, að við Islendingar höfum búið þannig skipulagslega um hnúta í Ríkisútvarpinu, að ýmislegt megi þar ekki betur fara. Raunar bendir margt til þess, að óbreytt skipulag stofnunarinnar sé henni hættulegra en nokkur aðlögun að kröfum einkarekstrar." Ráðherr- ann sýnist boða nýja umferð skipulagsbreytinga hjá Ríkisút- varpinu. Bráða nauðsyn ber til að í þetta skipti verði hún reist á málefnalegum rökum. Það skal tekið fram að starfs- menn Ríkisútvarpsins óttast síð- ur en svo endurskoðun á innra skipulagi eigi slík endurskoðun rætur í hlutverki, tilgangi og markmiðum Ríkisútvarpsins. En markmið aðgerðanna fyrir tveim- ur árum voru röng og misheppn- uð. Helsta hlutverk Ríkisútvarps- ins er að sjá hlustendum og áhorfendum fyrir góðri dagskrá. Á því markmiði eiga mælikvarðar á árangur starfseminnar að byggjast og útfrá því á að endur- skipuleggja. Ríkisútvarpið hefur mjög tryggar tekjur vegna af- notagjaldsins, svo að freistandi getur verið fyrir rekstarstjórn að telja það nægan árangur að eyða ekki um efni fram. En það dugir ekki að einblína á afkomutölur, til þess að meta hvort höfuðmark- miði Ríkisútvarpsins um góða dagskrá sé náð. Rekstursafkoma er eitt, góð dagskrárstjórn er allt annar handleggur. Ríkisútvarpið er sameign þjóð- arinnar og á að vera sameiginleg- ur vettvangur hennar. Það á að vera í fararbroddi við það að upp- lýsa, fræða og skemmta almenn- ingi. Dagskrá í útvarpi og sjón- varpi á að miðast við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, einkum vegna þeirrar staðreyndar að allir landsmenn greiða afnotagjald. Dagskrárgerð sem byggist í ýtr- ustu gæðakröfum tekur hinsveg- ar meiri tíma, í hana þarf að leggja meiri peninga, þekkingu og það þarf hæfa, þjálfaða starfs- menn. Ekkert skaðar þessa mikil- vægu lýðræðisstofnun meira en ráðslag sem skerðir sjálfstæði hennar og óhlutdrægni. Því þarf að ganga þannig frá hnútum að menntamálaráðherra liggi ekki sífellt undir grun um að flokks- þjónkun ráði vali á stjórnendum Ríkisútvarpsins. Ég fullyrði ekki að yfirmenn Ríkisútvarpsins séu ráðnir útá flokkskírteini, en sú hætta er augljóslega fyrir hendi þegar einn stjórnmálaflokkur - sá sem fer með menntamálaráðu- neytið - hefur öll völd yfir stofn- uninni og annast eftirlit með henni. Ef menn eru ráðnir vegna flokkshollustu er ætíð hætta á því að þeir ráði ekki við störf sín og að það sé ekki hægt að losna við þá, I fyrrgreindri útvarpsræðu hvetur Björn Bjarnason menn að bægja frá sér „ótta um að breyt- ingar á innra fyrirkomulagi Rík- isútvarpsins og rekstrarformi verði til að þjónusta við hlustend- ur minnki og dagskrár versni“. Reynslan hefur sannað að skipu- lagsbreytingar á röngum for- sendum eru verri en engar breyt- ingar. Ég leyfí mér að fullyrða að sé Ríkisútvarpið endurskipulagt á réttum forsendum verði þátta- skil í starfsemi þess. Með því móti skapist raunhæfar forsend- ur fyrir því að bæta dagskrá og þjónustu Ríkisútvarpsins til sam- ræmis við óskir og kröfur eigenda og neytenda, það er að segja landsmanna allra. Höfundur er formaður Starfs- mannasamtaka Rfkisútvarpsins. Jón Ásgeir Sigurðsson Athugasemd fyrir Hannes HANNES Hólm- steinn Gissurarson, þú spyrð í Morgunblaðinu hvort allir íslenskir rannsóknarblaðamenn séu í sumarleyfum. Svarið er einfalt. Þeir eru það ekki. Þeir eru ekki starfandi. Þeir hafa einfaldlega verið settir af. Rannsóknar- blaðamennska reis hátt hér á landi fyrir ekki svo löngum tíma. Hún hentaði ekki í samfélag- ið og var tekin af. Eg bið þig, Hannes Hólm- steinn, um eitt, lygndu aftur augum og reyndu að sjá fyrir þér þá menn sem ráða fjölmiðlunum í þeirri fáokun sem þar er og þá sérðu strax að enginn þess- ara manna hefur minnstu ástæðu eða áhuga á að halda úti rannsóknarblaða- mennsku. Ég hef starf- að á DV, Ríkistútvarp- inu, Alþýðublaðinu, Pressunni og víðar og hef því nokkra reynslu. Rannsóknarblaða- mennska reis hvað hæst á þeim tíma sem Alþýðuflokkurinn gerði út vikublöð. Það er ekk- ert flóknara en það, enda lét flokkurinn okkur sem störfuðu á blöðunum með öllu af- skiptalaus. Á þeim tíma fundu þeir sem ekki vildu að hér störfuðu ágengir fjölmiðlar leið sér til vamar, þeir gátu með furðulegum Fjölmiðlun Það er efni í langan greinaflokk, segir Sigurjón Egilsson, ef segja á frá öllu því sem gert var til að þagga niður í rannsóknar- blaðamennskunni ---------_------------ á Islandi. hætti nýtt sér dómstólana til að þagga niður í okkur sem stunduðum rannsóknarblaðamennsku. Við vor- um nánast dæmd á færibandi. Ég Sigurjón Egilsson A J |
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.