Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 17 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján ARI Teitsson, forseti Norrænu bændasamtakanna, afhendir Páli Lýðssyni menningarverðlaun samtakanna. Páll Lýðsson hlaut Menn- ingarverðlaun Norrænu bændasamtakanna ME NNINGARVE RÐLAUN Nor- rænu bændasamtakanna voru af- hent á Akureyri á miðvikudag í tengslum við aðalfund samtakanna. Verðlaunin, sem eru peningaverð- laun, hlaut að þessu sinni Páll Lýðs- son bóndi og sagnfræðingur i Litlu- Sandvík í Flóa fyrir margháttuð fé- lagsmálastörf og störf að menning- armálum. I fréttatilkynningu frá að- alfundi bændasamtakanna segir að Páll Lýðsson hafí í störfum sínum sem bóndi, félagsmálamaður, kenn- ari, fræðimaður og sagnaritari sam- einað það sem um aldir var aðals- merki margra íslenskra bænda og haldið því á lofti. Páll Lýðsson hefur stundað fjöl- þætt ritstörf sem tengjast sögu byggðarlags hans. Má þar meðal annars nefna sögu Búnaðarsam- bands Suðurlands. Hann hefur einnig komið að varðveislu þjóðlegra og sögulegra verðmæta í héraðinu, en hann var fyrsti stjórnarformaður Byggða- og listasafns Árnessýslu. Páll hefur einnig kennt við skóla á Selfossi, bæði íslensku og sögu. Einnig átti hann sæti í skólanefnd- um Héraðsskólans á Laugarvatni og Fjölbrautaskóla Suðurlands og sat í stjórn Tónlistarskóla Árnessýslu. Páll hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum en hann var alllengi oddviti og hreppstjóri í sveit sinni. Hann hefur einnig verið formaður Slátur- félags Suðurlands um langt skeið. Menningarverðlaun Norrænu bændasamtakanna hafa verið veitt frá árinu 1945. Verðlaunahafar eru valdir frá því landi þar sem aðal- fundurinn er haldinn og skal verð- launahafinn hafa með menningarvið- leitni sinni reynst landbúnaði vel, segir í fréttatilkynningu frá Nor- rænu bændasamtökunum. kmark Leðursófasett, þriggja sæta sófi og tveir stólar Vönduð leðursófasett frá Ítalíu, fást í Ijósu og svörtu. Kringlan, Smáratorg og Sk HAGKAUP Meira úrval - betri kaup ^^^Staeisis^issmssmif^ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.