Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 21 ÚR VERINU Samherji hefur óskað hluthafafundar í Skagstrendingi Láta reyna á samþykkt um stjórnarsetu Höfðahrepps Hreppurinn hefur tvo menn í stjórn án tillits til eignarhluta hans SAMHERJI hefur beðið um að hlut- hafafundur verði haldinn í Skag- strendingi við fyrstu hentugleika. Á fundinum verður félaginu kjörin ný stjórn og að beiðni Samherja fjallað um það, hvort samþykktir félagsins um tvo fulltrúa Höfðahrepps í stjórn án tillits .til eignarhlutar, standist lög. Akveðið hefur verið að fundurinn verði föstudaginn 13. ágúst klukkan 13. Samherji er stærsti hluthafinn í Skagstrendingi eftir kaup á hluta- bréfum sem voru í eigu Sfldarvinnsl- unnar í Neskaupstað, með um 37%. Höfðahreppur er næstur með 21% og loks Burðarás með 17%. Af öðr- um hluthöfum má svo nefna Trygg- ingamiðstöðina með 7,5% og OLIS með 2,8%. Ljóst er að Samherji sæk-_ ist eftir meirihluta í stjóm Skag- strendings, en eins og staðan er nú, hefur Burðarás tryggt sér einn mann, Höfðahreppur tvo og fær Samherji því aðeins tvo. Andstaða við samþykkt um stjórnarsetu Samþykkt félagsins frá stofnun þess um setu tveggja manna frá Höfðahreppi í stjórn er því hindrun fyrir Samherja til að ná þar meiri- hluta. Þess vegna vill fyrirtækið að kannað verði hvort það ákvæði standist gildandi lög um hlutafélög og fleiri þætti. Þetta hefur sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins verið kannað þrisvar áður. Tvær lög- fræðilegar álitsgerðir töldu sam- þykktina standast en ein taldi svo ekki vera. Samkvæmt nýjustu álits- gerðinni er samþykktin talin stand- ast. Verði þessari samþykkt hnekkt, getur Samherji náð meirihluta með auknum hlutafjárkaupum og hefur vegna þess sótzt eftir hlutabréfum TM og OLÍS, en þau hafa ekki verið fðl. Jafnframt væri það kostur, næði Samherji meirihluta án þess að sam- þykktinni væri hnekkt, að freista þess að stjóma félaginu gegnum hluthafafundi, en það er bæði erfið og óheppileg leið. Lögin um Kvótaþing hafa áhrif Sé sameining fyrirtækjanna mark- mið Samherja, þarf fyrirtækið meiri- hluta í stjóm til að ná henni fram, nema samþykktir félagsins krefjist aukins meirihluta í atkvæðagreiðslu á hluthafafundi, til dæmis tvo þriðju hluta atkvæða. Skýringin á því að Sfldarvinnslan í fyrstu og síðan Sam- herji sækjast nú eftir sameiningu við Skagstrending liggur að hluta til í lögunum um Kvótaþing. Þegar Sfld- arvinnslan keypti fjórðungshlut í Skagstrendingi á sínum tíma, var það markmiðið að samnýta veiðiheimildir fyrirtækjanna og hagræða með þeim hætti. Eftir að Kvótaþingslögin tóku gildi fyrir tæpu ári, var flutningur aflaheimilda með þeim hætti bannað- ur. Allur flutningur aflaheimilda inn- an ársins varð að fara um kvótaþing- ið án beinna samskipta kaupanda og seljanda. Þannig hafa Kvótaþingslög- in knúið á um sameiningu fyrirtækja en hamlað samvinnu. f Heilir 'N sturtuklefar Sturtuklefar heilir með 4 hliðum, sturtubotni og sturtusetti. Stærðir 70x70, 80x80, 90x90, 72x92 og 80x120. _ Bæði ferkantaðir og bogadregnir. gfig VATNSVSRKINN ehf Ármúla 21,533 2020. J Aðsendar greinar á Netinu yÁúmbl.is _ALUTAf= GITTH\SAÐ NÝTT Fá breskir sjómenn loksins bætur? Tony Blair, forsætisráðherra Breta, lýsir samúð með AUKNAR líkur eru nú á að breskir sjómenn fái bætur fyrir þann tekju- missi sem þeir urðu fyrir eftir að þorskastríð íslendinga og Breta voru til lykta leidd. Tony Blair for- sætisráðherra Bretlands hefur nú tekið málið í sínar hendur og sat fund með þingmönnum frá Grimsby og Fleetwood í síðustu viku og er sagt að hann hafi fulla samúð með málstað sjómannanna. Blair er fyrsti forsætisráðherrann sem sinn- ir málinu síðan Sjómannasamband Bretlands hóf að berjast fyrir skaðabótum fyrir um fimmtán ár- um. Eftir fundinn bað Blair um að malstað sjómanna sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir kröfunni, en hún er sú að hver sjó- maður sem sótti fisk á íslandsmið- um fái tíu þúsund pund fyrir hvert ár sem hann var til sjós. Talið er að kostnaður ríkisins gæti numið allt að sextán milljónum punda. Þrátt fyrir vilja Blairs til að bæta sjómönnum upp skaðann hefur hann áhyggjur af því að erfitt geti verið að aðgreina þá sem rétt hafa á bótum og hina sem hafa ekki rétt, en Sjómannasamband Bretlands segir að það hafi undir höndum öll þau gögn sem geti sýnt svo óyggjandi sé hverjir sóttu sjóinn við Islands- strendur og hverjir gerðu það ekki. Komin aftur í áklæði og leðri Verulega hagstætt verð! VJSA Primo/Diabolo húsgögn Ármúla 44 sfmi 553 2035 NIÓIAITIÚIN Veisla fyrír lítið! NÓATÚN117 • R0FABÆ 39 • HAMRAB0RG 14 KÓP. • FURUGRUND 3, KÓP. • ÞVERH0LTI 6, M0S. • JL-HÚSIVESTUR í BÆ • KLEIFARSEL118 • AUSTURVERI, HÁALEITISBRAUT 68 HEIMASÍÐA NÓATÚNS WWW.noatun.ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.