Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 45/ Jú, það var þá hann Teddý, Krist- ján G. Kjartansson. Stóri, góði bróð- ir bestu og tryggustu vinkonu minn- ar, Áslaugar, sem ég hef þekkt frá blautu bamsbeini eða frá því við vorum börn á Ásvallagötunni. I okk- ar litlu veröld var hún aldrei kölluð annað en „gatan okkar", og kenndi nokkurs stolts yfír þessari sameign okkar. Teddý var alltaf ljúfur og góður við alla. Það íyrsta sem kemur upp í huga minn þegar hans er minnst er: „Hvað segir Beggasen?" Þannig ávarpaði hann mig alltaf frá því ég man eftir mér, og þótti mér alltaf vænt um það. Maður er aldrei tilbúinn að fá manninn með Ijáinn í heimsókn. Svona er nú tilveran einu sinni, en Teddý hafði átt í veikindum um ára- bil. Við hittumst í sumarhúsi þeirra hjóna á Þingvöllum síðastliðið sum- ar, þar sem konunglega var tekið á móti mér. En þar áttu þau sinn un- aðsreit. I apríl á þessu ári, í afmæli Ás- laugar systur hans, bar fundum okk- ar saman í síðasta sinn. Eins og alltaf var gaman að hitta Teddý, sem var í léttu skapi að samfagna systur sinni. Starfsferil og ættartölu læt ég aðra um. En ég vil með þessum fáu orðum kveðja góðan dreng með virðingu. Elsku Addý mín, Edda Birna, Halldór og Bjössi. Elskuleg vinkona mín Áslaug og fjölskylda, guð styrki ykkur öll í djúpri sorg. Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla, sig þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir fór þín farin yfir frjóvga jörð. (Jónas Hallgr.) Bergljót (Beggasen). Landakotsskólinn, barnaskóli kaþólsku kirkjunnar á Islandi, var á 5ta áratugnum all sérstætt samfé- lag: Séra Ubaghs var skólastjórinn, hin frábæra fröken Guðrún leiddi okkur inní heima íslendingasagna, ljúflingurinn séra Hákon Loftsson kenndi okkur um lönd og stjömur, nunnur kenndu reikning og tungu- mál. Flestar kennslustundir byrjuðu á Maríubæninni ... Heil sért þú María, full náðar drottins ... Ferdinand munkur var kyndari og reddari á svæðinu, afi okkar allra, hvíthærður síðskeggur, en blandaði ekld geði við alla. í þessum stranga skóla lágu fyrst saman leiðir okkar Tedda. Á þessum árum stóð fararskjóti hans í skóla- portinu: gljáfægt amerískt glæsi- reiðhjól með hvítum, breiðum dekkj- um og glansandi skítbrettum, ólíkt öllum öðrum reiðhjólum þessa tíma. Mér datt hjólið hans oft í hug, þegar ég hitti hann síðar á ævinni á hvítum kádiljákum eða glansandi bjúikkum eða risajeppum; enn fínnst mér am- eríska hjólið hans við skólaportið í Landakoti bera af öllum þessum far- arskjótum. Síðar urðum við samferða í Verzlunarskólanum; þar var líka grannvaxin og kvik stúlka, Iðunn Björnsdóttir, sem ung varð kona Tedda og hefur fylgzt með honum um lífið, oft ljúft og gott og líka sorglegt og erfítt og mótdrægt, bæði af hendi örlaganna og af manna völdum. Allnokkrum árum eftir Verzló vora þeir saman í Tjarnarborg, Björn sonur Iðunnar og Tedda og Ari Gísli sonur minn. Tókust með þeim vináttukynni, sem varað hafa í blíðu og stríðu til þessa dags. Hefur sonur minn verið á heimili þessara sæmdarhjóna líkt og einn af þeim og hefur kynnzt hjartahlýju og vænleika allrar fjölskyldunnar. Kristján G. Kjartansson varð ungur maður forstjóri í umsvifa- miklu fyrirtæki föður síns, Elding Trading Company. Hann tók síðar við stjórnarstörfum í fjölskyldufyr- irtæki konu sinnar, Vífílfelli hf. Hann var vinsæll og vel látinn í báð- um þessum fyiirtækjum, einkum hjá óbreyttum starfsmönnum. Kristján G. Kjartansson er í mín- um huga frá fyrstu til síðustu stund- ar grandalaust góðmenni, sem náði góðum árangri í starfi og lífi, listelskur mannvinur og góður fjöl- skyldufaðir, laus við þá hrekkvísi, sem víða gætir í viðskiptalífinu. Þrjá erfingja á hver maður: mennina, moldina og sálarinnar meðtakara. Bragi Kristjónsson. Þau eru þung sporin sem aðstand- endur og vinir Kristjáns G. Kjart- anssonar stíga í dag þegar við fylgj- um honum til grafar. Það er líka erfitt að skrifa um nána vini sína því minningarnar eru margar, góðar stundir og náin kynni við sannan mannvin í hartnær 25 ár. Kristján og Iðunn hafa verið einstaklega far- sæl í lífi sínu og eru börnin þeirra þrjú: Edda elst, búsett erlendis, Halldór, sem hefur staðið sig eins og hetja við hlið föður síns í veikindum hans, Bjöm, vinur minn og fóstbróð- ir, ástríkur eljumaður sem hefur verið búsettur erlendis undanfarin ár. Eg segi við ykkur, kæru vinir: Teddi fylgir ykkur og gætir ykkar í öllum ykkar lífsverkum. Hann var svo stoltur og hreykinn af ykkur. Þegar við gengum í hjónaband ég og konan mín fyrir tveimur árum heiðr- uðu Kristján og Iðunn okkur með nærveru sinni. Þegar maður er að feta sig á hjónalífsbrautinni þá er manni hollt að horfa til Kristjáns og Iðunnar því hjónaband þeirra var einstakt. Fullt af ástríki, vináttu og djúpum skilningi á lífsins gátum. Teddi var farsæll í sínum veraldlegu störfum, lengst af hjá Vífilfelli en einnig rak hann fjölskyldufyrirtæk- ið, Elding Trading Company, þar sem hann starfaði nú hin síðari ár. Ég vil að lokum þakka þér, kæri vinur, allar okkar góðu stundir. Ið- unn, Bjössi og fjölskylda. Guð og góðir englar styrki ykkur í sorginni. Ari Gísli Bragason. Mig langar til að minnast Krist- jáns Kjartanssonar í fáeinum orð- um. Ég kynntist Tedda fyrst fyrir nokkrum árum þegar Edda og faðir minn fóru að vera saman. Bæði Teddi og Iðunn tóku mér strax mjög vel og hlýja þeirra og velvild í garð fjölskyldu föður míns hefur ávallt verið með þvílíkum sóma að leit er að öðru eins. I brúðkaupi Eddu og föður míns, sem haldið var á Einimel, sagði Teddi að við vær- um hluti af fjölskyldu þeirra og alltaf velkomin í þeirra hús. Síðustu árin hef ég ekki komið til Islands án þess að koma við á Einimelnum og heimsækja þau hjón. Ég hitti Tedda síðast í maí þegar ég kom þar við og eins og hans var von og vísa bar hann sig vel þrátt fyrir veikindi sín. Teddi bar sig alltaf vel, var alltaf kátur og hress og ég hafði gaman af því að spjalla við hann um hina ýmsu hluti. Og þegar ég bættist í hóp þeirra Dóra og Bjössa um mik- inn flugeldaáhuga var oft mikill hamagangur um áramótin og kippti Teddi sér ekki upp við það heldur hafði bara gaman af. Það var einnig gaman að vera með Tedda í heimsóknum þeirra Ið- unnar til Bandaríkjanna. Teddi kunni vel við sig í þessum ferðum og hafði sterkar taugar til landsins og átti hann vini og kunningja víðs veg- ar. Ég hafði mikið gaman af því að spá í gamla bíla með honum, en Teddi var mikill bílaáhugamaður og undi sér því sérstaklega vel við þann áhuga í Bandaríkjunum. Þetta varð þó aldrei alvarlegra en kaup á litlum bleikum leikfangajeppa handa Birnu litlu. Það var mikill heiður að kynnast Tedda og það er skrýtin tilhugsun að fá ekki að hitta hann aftur. Minn- ingin um hann lifir með okkur öllum um alla framtíð. Við Ása sendum Addý, Eddu, Dóra, Bjössa og Bimu okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Einar Magnússon. • Fleirí minningargreinar um Kristján G.H. Kjartansson bíða birtingar og munu birtast í hluðinu næstu daga. ÁRNIKRISTINN KRISTJÁNSSON + Árni Kristinn Kristjánsson fæddist í Garðs- aukahjáleigu í Hvol- hreppi 28. apríl 1909. Hann lést á Sjúkrahúsi Suður- lands 28. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Guð- mundgdóttir, f. 6. maí 1880, d. 1. októ- ber 1966, og Krist- ján Böðvarsson, f. 6. ágúst 1877, d. 14. júlí 1921. Systkini Árna eru: Guðmund- ur, f. 4. júní 1905, d. 23. apríl 1964; Þórunn, f. 4. júní 1905, d. 21. júní 1905; Jón, f. 30. maí 1906, d. 26. septem- ber 1973; Bóel, f. 14. september 1910, til heimilis að Kirkju- hvoli á Hvolsvelli; Böðvar, f. 29. febrú- ar 1912, til heimilis að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli; Sveinn Guðleifur, f. 3. mars 1913, til heimilis að Fornastekk 12 í Reykjavík; Mar- mundur, f. 14. júní d. 2. ágúst 1972; Guðrún, f. 4. október 1915, d% 10. febrúar 1999. Þrjú systkini Árna dóu í frumbernsku, óskirð. Fóst- ursystur Árna eru þær Unnur Júlíusdóttir, búsett í Reykjavík, og Sigríður Guðjónsdóttir, bú- sett í Þorlákshöfn. Er Árni var á fyrsta ári hófu foreldrar hans búskap á Voð- múlastöðum, A-Landeyjum, en eftir lát Kristjáns 1921 bjó Sig- ríður áfram með börnum sínum til ársins 1953 en þá flutti hún til Sigríðar fósturdóttur sinnar og hennar fjölskyldu. Árni bjó næstu árin með Guðmundi bróður sínum á Voðmúlastöð- um. Til þeirra kom sem hús- móðir Guðrún Guðjónsdóttir frá Tungu í Fljótshlíð og fylgd- ust þau Árni að síðan. Þau fluttu til Þorlákshafnar 1956 og þar stundaði Árni verka- mannavinnu þar til starfsæv- inni lauk en þá fluttust þau á K Dvalarheimilið Lund á Hellu og síðan að Kirkjuhvoli á Hvolsvelli. títför Áma fer fram frá Voð- múlastaðakapellu í Austur- Landeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Mig langar að minnast foðurbróð- ur míns Árna Kristjánssonar með nokkrum orðum, en hann verður lagður til hinstu hvflu í Voðmúla- staðakirkjugarði í dag við hlið systkina sinna. Ami ólst upp á Voðmúlastöðum í hópi átta systkina og var sá fjórði í aldursröðinni. Átti hann heima á Voðmúlastöðum fyrri helming æv- innar eða til ársins 1956, en þá flutt- ist hann til Þorlákshafnar. Það er erfitt að gera sér í hugar- lund þær aðstæður sem fjölskyldan stóð frammi fyrir þegar heimilisfað- irinn féll frá árið 1921, bömin átta á aldrinum sex til sautján ára. Þau systkinin hafa aldrei haft mörg orð um tilfmningar sínar á þessum tíma en djúp virðing, ást og þakklæti til móður sinnar segir sína sögu um styrk, trú og dugnað hennar ömmu minnar, sem kom öllum hópnum til manns með sóma. Ég man fyrst eftir Arna, þegar ég fór í heimsókn með pabba til ömmu ogjjeirra bræðra á Voðmúla- stöðum. Árni var hæglátur og ekki margmáU, en það sem hann lagði til málanna var oft nokkuð fyndið að mér fannst, og vildi ég því ekki tapa af návistinni við hann. Hann bauð krökkum sem komu í heimsókn að spila „rússa“. Ami vann alltaf, brosti góðlátlega eftir unnið spil og sagði gjaman: „Ja, nú fór illa.“ Á þessum ámm starfaði Ámi mikið með Ungmennafélaginu Dagsbrún og var meðal annars að- stoðarleikstjóri við uppsetningu á leikritinu „Maður og kona“ en sú uppsetning er minnisstæð þeim sem til þekktu og hefur oft verið vitnað til hennar í sögu félagsins. Ami var mikfll dansmaður og allt til hins síð- asta kom blik í augu, þegar hann sagði frá vel heppnuðum marzurka eða skottis, sem hann hafði dansað við létta og lipra dömu. Kynni okkar Áma endurnýjuð- ust, þegar þau Guðrún fluttu aftur frá Þorlákshöfn austur í Rangár- vallasýslu, fyrst að Lundi á Hellu og síðar á Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Þetta var góður tími hjá honum Áma, búinn að ljúka starfsævinni, fór oft í heimsóknir á bflunum sín- um, en hann naut þess að eiga nýja og fína bfla og skipti nokkuð þétt. Hann bauð mér oft að „taka í“ og sagði gjarnan að bfltúr loknum: „Jæja, er hann ekki sæmilegur?" En um það bil fyrir fjórum ákvað hann að hætta að keyra bfl, hefur þá fundið fyrir vanmætti sínum og versnandi heilsu. Þó átti hann enn nokkuð góða daga framundan, hon- um leið vel á Kirkjuhvoli, fagnaði Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. gestum sínum og spurði frétta, var áhugasamur um menn og málefni og umhyggjusamur fyrir sínu fólki. En síðustu mánuðir voru erfiðir. Heilsunni hrakaði og sjúkrahúsvist- ir voru óhjákvæmilegar. En á sjúkrabeði fagnaði hann enn gest- um og spurði af umhyggju um sína. I síðustu heimsókn minni til hans sólarhring áður en hann kvaddi var glettnin og gamla góða fyndnin enn til staðar. Ég sat við rúmið hans og var eitthvað að naga nögl og þá sagði hann: „Þarftu nú að vera naga á þér puttana til að hafa í þig?“ Að leiðarlokum vil ég þakka Árna frænda mínum samverustundir all- ar og bið honum Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Guð blessi eftirlifandi systkini, Guðrúnu og vini hans alla. Innilegar þakkir til starfsfólks á* Kirkjuhvoli og allra annarra sem reyndust honum vel. Ingibjörg Marmundsdóttir. t Okkar ástkæra systir, mágkona og frænka, MARÍA SVEINSDÓTTIR, Víðigrund 8, Sauðárkróki, sem andaðist sunnudaginn 1. ágúst, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 7. ágúst kl. 14.00. Þórarinn Sveinsson, Halldóra Pálsdóttir, María Þórarinsdóttir, Margrét Björk Andrésdóttir og fjölskyldur. t Frændi okkar og vinur, RAGNAR SIGURÐSSON, elliheimiiinu Grund, áður Arnargötu 10, Reykjavík, sem andaðist föstudaginn 30. júlí verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, föstu- daginn 6. ágúst, kl. 15.00. Gunnar Reynir Antonsson, Sigrún S. Waage, Ellen Guðmundsdóttir og fjölskyldur. Steinunn Gunnarsdóttir, Hróðmar Gissurarson, t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu hlýhug og samúð við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ÍVARS KRISTJÁNSSONAR, til heimilis í Hrafnagilsstræti 36, áður Steinahlíð 3c, Akureyri, Rósa Sighvatz, börn, tengdabörn og bamabörn. Lokað Elding Trading Company verður lokað í dag, föstudaginn 6. ágúst, vegna jarðarfarar KRISTJÁNS G.H. KJARTANSSONAR, forstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.