Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Leyf mér að spyrja þig að dálitlu... Veist þú af hverju við erum hérna? BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Gatið í tímatalinu Frá Jóni Brynjólfssyni: BALDUR Ragnarsson (B.R.) kerf- isfr. skrifar í Mbl. 10. júlí um tíma- talið og grein mína 21. maí. Baldur segir: 1) B.R.: „Kemur m.a. fram í grein Jóns, að Díonysíus hafí reiknað út fæðingarár trésmiðsins frá Galíleu, „Trésmiðurinn frá Galileu" var Jósep faðir Jesú, en ekki hann sjálf- ur. Hann hefur stundum verið kall- aður „Galileinn“ eða „sonur smiðsins frá Galileu". 2) B.R.: „Enginn veit fyrir víst, hvenær hann fæddist." Það eru nægar heimildir (alls 5) fyrir fæð- ingunni á árinu 2 f. Kr., og þeim ber öllum saman. 3) B.R.: „Almennt telja fræði- menn fæðinguna hafa átt sér stað á árabilinu 4-7 f.Kr.“ ( í tímaröð 7-4 f. Kr.). í almanökum 1875-1970 stend- ur: „Á þessu ári teljast liðin vera: frá Krists fæðíng (ártalið) ár; ...“ þarna er fæðingin skilgreind skv. tímatalinu. Árin 1970-87 stendur „ Fæðing Krists á tímabilinu 7-4 f. Kr. „. Tímatalið þá ekki talið rétt. Þessu var breytt 1988 í „... 7-2 f. Kr.“ Upplýsingar B.R. eru því úr gömlu almanaki 1970-1987 og eru því úreltar fyrir 11 árum. Enginn vafí leikur á, að þessu hafi verið breytt eftir vandlega athugun. Þetta bendir sterklega til nýrra upplýsinga um, að fæðingin hafi einmitt verið á árinu 2. f. Kr. Það er í samræmi við tímatal Díonysíusar. Almanak Þjóðvinafélagsins hefur í eina 3 áratugi verið reiknað og búið til prentunar af Þorsteini Sæmunds- syni dr. ph. sem er einn virtasti vís- indamaður okkar, afar vandvirkur og birtir á hverjum tíma, það sem hann telur rétt, eins og sjá má. Eitt sinn leitaði ég upplýsinga og spurði virtan prófessor í rafmagns- verkfræði. „Ég veit það ekki. Sp- urðu Þorstein. Ef hann veit það ekki, þá veit það enginn." Eftir tvo daga datt inn um lúguna bréf frá Þorsteini, 12 blöð prentuð úr gagna- banka. Eins og sjá má, byggi ég að mestu leyti á hans riti, almanakinu. 4) B.R.: „Ef rétt er talið byrjar fyrsta árið 1. janúar árið 1 e.Kr. Allt það ár er fyrsta árið.“ Slíkt tímatal byrjar ekki við fæð- ingu Ifrists og er því ótengt Kristi. Skv. Árna Böðvarssyni er ártalið „tala til að sýna árafjölda frá upp- hafi tímatals“. Ef tímatalið byrjar 1. jan. 1 e. Kr., er þann dag enginn ái-afjöldi frá upphafi tímatals, og ár- talið væri því „0“, en ekki „1“. Tíma- talið hlýtur því að byrja árið áður, árið „1 f. Kr.“. Það er fyrsta árið eft- ir fæðinguna, og það fær enga tölu, því núllið var ekki til, þegar Díonysí- us gerði tímatalið. Skilgreiningin felur í sér, að það líður 1 almanaks- ár, áður en ártalið verður „1“. Hvar er þetta ár, sem hefur enga tölu? Segja má, að þetta ár sé á vissan hátt „hið týnda ár“ tímatalsins, en nú er það fundið. það er rétt hjá Baldri, að skv. minni grein er „gat“ í tímatalinu. Eitt ár í upphafi tíma- talsins hefur ekki tölu og ekki táknið núll. Það vantar einkenni. Ef ein- kennið finnst, er árið fundið. Ein- kennið verður að uppfylla mörg skil- yrði. Það verður að tengja saman Krist, tímatalið, ritháttinn „a.D.“, latneska málfræði, stærðfræðina, rithátt tímatals og kirkjulegs alman- aks, þekkingu Díonysíusar og vald og vilja páfa. Þetta þarf allt að smella saman. Einkennið verður að fylla upp í eyðuna, „gatið“, í tímatal- inu og tengja saman alla þá enda, sem nú dingla þar lausir, og hafa gert sennilega öldum saman. 5) Baldur spyr réttilega, B.R: „Hvað heitir þá fyrsta árið?“ Svarið er: Það heitir nú illu heilli „1 B.C.“, „1 f. Kr.“. Skv. rómversku tímatali heitir það „DCCLIII. a.u.c.“. Ég tel, að Díonysíus hafi gefið þessu ári heitið „Dominus", „Herrann" á rit- hætti kirkjunnar og almanaks henn- ar „Dominus", til heiðurs Kristi. Dominus er því nafn á ári, sem jafn- gildir ártali. Þá er einkennið komið og árið fundið. Þetta ár er viðmiðun fyrir röð eftirfarandi ára, sem ein- kennd eru með raðtölu. Þá röð þekkja allir. Næsta ár fékk því heit- ið „I. ab domino" skammstafað „I.a.D.“ (1. eftir Dominus). Sbr. „DCCLIII. a.u.c.“ skv. rómversku tímatali. Tímatal kristinna manna er tengt Kristi, og byrjar árið eftir fæðingu Krists með árinu „Dominus". Ef tal- in eru liðin almanaksár frá fæðingu Krists, skv. skilgreiningu hugtaks- ins „ártal“, er þetta tilgreinda ár (1 e. Kr.) því ekki fyrsta almanaksárið eftir fæðingu Krists, heldur annað. 1. jan. 1 e.Kr. er 1 almanaksár (Dominus, hið týnda ár) liðið frá fæðingu Krists, Kristur eins árs, og þá byrjar 2. ár timatalsins og 2. ár í ævi Krists. þannig fara saman aldur Krists í heilum almanaksárum og ártalið. 6) B.R.: „Fyrsta ár tímatalsins reit Díonysíus sem 1 A.D. (anno Domini - árið eftir fæðingu guðs).“ Þama er Díonysíus hafður fyrir rangri sök. Skv. Orðabók Árna Böðvarssonar eru hugtökin „tíma- tal“ og „ártal“ skilgreind þannig, að ártalið er aldur Krists í heilum alm- anaksárum. þetta gerði Díonysíus því ekki. Fyrsta ár tímatalsins er að mínu viti árið „Dominus", sem nú ber ein- kennið „1 f. Kr.“ 7) „1 A.D. (anno Domini - árið eft- ir fæðingu guðs).“ Þetta er venjuleg- ur en rangur ritháttur og röng skýr- ing. Ég tel röðina bera einkennið „I. ab Domino" „I. a.D.“ og merkir „I. frá Dominus“. „Dominus“ er kirkju- legur ritháttur, heiti eins árs, ársins „1 f. Kr.“. Það verður að leita til upprunans til að ráða gátuna um fæðingu Krists og upphaf tímatalsins. Sögu- legar staðreyndir, elsti rithátturinn og latnesk málfræði eru nauðsynleg tæki til þess. Þá verður að finna önnur tæki, sem Díonysíusi stóðu til boða, dýrlingatal katólsku kirkjunn- ar og rithátt og skráningu helgidaga í kirkjulegu almanaki. Þar eru nokkrar raðir sunnudaga hliðstæðar tímatalinu og með sama skráningar- hætti. Fyrirmynd tímatalsins er því að finna í Almanaki Þjóðvinafélags- ins frá upphafi! Almanak Súmera hefur verið reiknað í 5760 ár, síðan 3761 f. Kr., síðan 617 árum fyrir Nóaflóð. Þessi skráningarháttur er sennilega jafn- gamall. Það er ósennilegt, að honum hafi verið breytt við gerð tímatals- ins. Kirkjan hefur aldrei verið mjög byltingarsinnuð. JÓN BRYNJÓLFSSON, verkfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.