Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 23 Þingmenn í fhaldsflokknum vilja úrsögn úr ESB verði aðildarskilmálum ekki breytt Afganistan Taleban- ar á und- anhaldi Islamabad. Reuters. ANDSTÆÐINGAR Talebana- hreyfingarinnar í Afganistan náðu aftur á sitt vald flughöfninni í Bagram, norður af höfuðborginni Kabúl, eftir tíu daga sókn her- manna Talebana. Var þetta staðfest af óháðum heimildamönnum í Pakistan í gær. Sögðu heimildamennirnir að svo virtist sem Talebanar væru á und- anhaldi á nokkrum vígstöðvum. Ekki hafði fengist staðfesting óháðra aðila á þeirri fullyrðingu liðsmanna Ahmads Shahs Masoods, leiðtoga andstæðinga Talebana, að allt að eitt þúsund hermenn Tale- bana og paldstanskra og arabískra bandamanna þeirra hefðu fallið í gagnsókn manna Masoods. Mannfall sagt gífurlegt Talsmaður fyrrverandi stjórn- valda í Afganistan, sem Talebanar veltu úr sessi fyrir þremur árum, sagði í Nýju Delhí að mannfall í röðum Talebana væri gífurlegt. Þá hefði mikið af vopnabúnaði þeiira verið tekið herfangi. Bagram er helsta bækistöð flug- hers Masoods og er nærri Pansjír- dal, þaðan sem Masood og menn hans hafa haldið uppi andspymu við stjóm Talebana. Taka Bagrams var meginmarkmið árásarinnar sem Talebanar hófu fyrir tíu dög- um. Gagnsókn manna Masoods, sem flestir tilheyra þjóðemisminni- hlutahópi Tadsjíka, kom í kjölfar þess að leiðtogar Talebana skoraðu á þá að hlaupast undan merkjum og taka þátt í því með Talabanahreyf- ingunni að skapa ríki sem fylgdi kennisetningum íslams best allra landa heimsins. Lét ekki raska ró sinni ROSTUNGUR situr á ís og horfír rólegur á þegar ísbrjótur Græn- friðunga, Arctic Sunrise, fer um Tsjúkot-haf á milli Alaska og Rússlands á dögunum. Tignar- legt dýrið lét ekki farartæki mannanna setja sig út af laginu heldur brosti blítt framan í Ijós- myndarann. Reuters OSTUR Á GRILLIÐ TBrœddur og grillaður, sneiddur eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur — fáðu Ipér ost og notaðu kugmyndaflugið. Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar! Ostur í allt sumar ISLENSKIR W, OSTAR, ^INASJ^ ' * J Selja nýrun í sér fyrir skuldunum Róm. AFP. SJÖ manna ítölsk fjölskylda hefur tilkynnt að hún vilji selja nýrun í öllum fjölskyldu- meðlimum í því augnamiði að afla sér fjár til að greiða skuldir. „Við bjóðum nýru okkar til sölu í því skyni að bjarga okkur frá gjaldþroti," sagði í bréfi Formento-fjöl- skyldunnar til dagblaðsins La Stampa. Fjölskyldan, sem rekur fataverslun í þorpinu Beinette nærri Cueno, kvaðst hafa ver- ið lýst gjaldþrota fyrir sex mánuðum eftir að okurlánarar höfðu rúið hana inn að skinni. Skv. upplýsingum frá sam- bandi ítalskra verslunareig- enda fara 27 þúsund fyrirtæki á hausinn á hverju ári, oftast eftir að hafa fengið fé að láni frá okurlánurum. Gjarnan er um að ræða lítil fjölskyldufyr- ii-tæki og leita menn ásjár ok- urlánara eftir að hafa verið vísað frá í hinum ýmsu banka- stofnunum. Vandræðamál fyr- ir William Hague London. The Daily Telegraph. EVRÓPUMALIN halda áfram að valda William Hague, leiðtoga breska íhalds- flokksins, miklum vandræðum en í gær var greint frá því að nokkrir kunnir þingmenn flokksins vilja úrsögn úr Evrópu- sambandinu nema aðildarskilmálum verði breytt. Þykir hér á ferðinni hið mesta vandræðamál fyrir Hague, sem reynt hefur að fylkja flokknum á bak við sig um eina stefnu í Evr- ópumálum, enda hafa innbyrðis deil- ur um afstöðuna til ESB veikt flokk- inn veralega á undanfömum áram. Upp komst nýlega að á heimasíðu hóps manna, sem kallar sig íhalds- menn gegn evrópsku sambandsríki (CAFE), er því lýst yfir að CAFE hyggist berjast fyrir því að aðildar- skilmálum að ESB yrði breytt, ella ætti Bretland að segja sig úr sam- bandinu. Vekur hins vegar athygli - og er um leið orsök vandræða Hagu- es - að CAFE nýtur stuðnings ellefu þingmanna Ihaldsflokksins og jafn- framt era þrír ráðherrar í skugga- ráðuneyti íhaldsmanna í stjóm sam- takanna. Mun Lamont lávarður, fyrrver- andi fjármálaráðherra í ríkisstjóm Johns Majors, vera formaður CÁFE og meðal meðlima era Iain Duncan- Smith, talsmaður vamarmála í skuggaráðuneyti Hagues, David Heathcoat- Amory, talsmað- ur í fjármálum, og Angela Browning, talsmaður iðnaðar- og viðskiptamála. „Það er ekkert undarlegt við það að sitja í skuggaráðuneytinu og vilja samt breyta stefnu flokksins," sagði hins vegar ónefndur íhaldsmaður í samtali við The Daily Telegraph í gær. Bætti hann því við að CÁFE vildi beita sér fyrir því að Ihalds- flokkurinn tæki upp stefnu í Evr- ópumálum sem væri mun fjandsam- legri auknum Evrópusamruna. Á hinn bóginn er Ijóst að Hague hefur útilokað slíka stefnubreytingu en fyrir tveimur mánuðum lýsti hann þeim, sem léð hafa máls á því að Bretland segi sig úr ESB, sem öfgamönnum. Skammaði hann ný- lega einn af þingmönnum íhalds- flokksins fyrir að ljá máls á úrsögn Bretlands úr ESB en nú virðist hins vegar að stuðningur við slíka af- stöðu sé öllu meiri en Hague var kunnugt um. Segir í frétt Daily Tel- egraph að það hljóti að valda Hague nokkram áhyggjum hversu margir frammámenn í flokknum skrifa und- ir stefnu CAFE. EVRÓPA^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.