Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 23

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 23 Þingmenn í fhaldsflokknum vilja úrsögn úr ESB verði aðildarskilmálum ekki breytt Afganistan Taleban- ar á und- anhaldi Islamabad. Reuters. ANDSTÆÐINGAR Talebana- hreyfingarinnar í Afganistan náðu aftur á sitt vald flughöfninni í Bagram, norður af höfuðborginni Kabúl, eftir tíu daga sókn her- manna Talebana. Var þetta staðfest af óháðum heimildamönnum í Pakistan í gær. Sögðu heimildamennirnir að svo virtist sem Talebanar væru á und- anhaldi á nokkrum vígstöðvum. Ekki hafði fengist staðfesting óháðra aðila á þeirri fullyrðingu liðsmanna Ahmads Shahs Masoods, leiðtoga andstæðinga Talebana, að allt að eitt þúsund hermenn Tale- bana og paldstanskra og arabískra bandamanna þeirra hefðu fallið í gagnsókn manna Masoods. Mannfall sagt gífurlegt Talsmaður fyrrverandi stjórn- valda í Afganistan, sem Talebanar veltu úr sessi fyrir þremur árum, sagði í Nýju Delhí að mannfall í röðum Talebana væri gífurlegt. Þá hefði mikið af vopnabúnaði þeiira verið tekið herfangi. Bagram er helsta bækistöð flug- hers Masoods og er nærri Pansjír- dal, þaðan sem Masood og menn hans hafa haldið uppi andspymu við stjóm Talebana. Taka Bagrams var meginmarkmið árásarinnar sem Talebanar hófu fyrir tíu dög- um. Gagnsókn manna Masoods, sem flestir tilheyra þjóðemisminni- hlutahópi Tadsjíka, kom í kjölfar þess að leiðtogar Talebana skoraðu á þá að hlaupast undan merkjum og taka þátt í því með Talabanahreyf- ingunni að skapa ríki sem fylgdi kennisetningum íslams best allra landa heimsins. Lét ekki raska ró sinni ROSTUNGUR situr á ís og horfír rólegur á þegar ísbrjótur Græn- friðunga, Arctic Sunrise, fer um Tsjúkot-haf á milli Alaska og Rússlands á dögunum. Tignar- legt dýrið lét ekki farartæki mannanna setja sig út af laginu heldur brosti blítt framan í Ijós- myndarann. Reuters OSTUR Á GRILLIÐ TBrœddur og grillaður, sneiddur eða rifinn ostur, rjómaostur, gráðaostur — fáðu Ipér ost og notaðu kugmyndaflugið. Ostur er toppurinn á grillmatnum í sumar! Ostur í allt sumar ISLENSKIR W, OSTAR, ^INASJ^ ' * J Selja nýrun í sér fyrir skuldunum Róm. AFP. SJÖ manna ítölsk fjölskylda hefur tilkynnt að hún vilji selja nýrun í öllum fjölskyldu- meðlimum í því augnamiði að afla sér fjár til að greiða skuldir. „Við bjóðum nýru okkar til sölu í því skyni að bjarga okkur frá gjaldþroti," sagði í bréfi Formento-fjöl- skyldunnar til dagblaðsins La Stampa. Fjölskyldan, sem rekur fataverslun í þorpinu Beinette nærri Cueno, kvaðst hafa ver- ið lýst gjaldþrota fyrir sex mánuðum eftir að okurlánarar höfðu rúið hana inn að skinni. Skv. upplýsingum frá sam- bandi ítalskra verslunareig- enda fara 27 þúsund fyrirtæki á hausinn á hverju ári, oftast eftir að hafa fengið fé að láni frá okurlánurum. Gjarnan er um að ræða lítil fjölskyldufyr- ii-tæki og leita menn ásjár ok- urlánara eftir að hafa verið vísað frá í hinum ýmsu banka- stofnunum. Vandræðamál fyr- ir William Hague London. The Daily Telegraph. EVRÓPUMALIN halda áfram að valda William Hague, leiðtoga breska íhalds- flokksins, miklum vandræðum en í gær var greint frá því að nokkrir kunnir þingmenn flokksins vilja úrsögn úr Evrópu- sambandinu nema aðildarskilmálum verði breytt. Þykir hér á ferðinni hið mesta vandræðamál fyrir Hague, sem reynt hefur að fylkja flokknum á bak við sig um eina stefnu í Evr- ópumálum, enda hafa innbyrðis deil- ur um afstöðuna til ESB veikt flokk- inn veralega á undanfömum áram. Upp komst nýlega að á heimasíðu hóps manna, sem kallar sig íhalds- menn gegn evrópsku sambandsríki (CAFE), er því lýst yfir að CAFE hyggist berjast fyrir því að aðildar- skilmálum að ESB yrði breytt, ella ætti Bretland að segja sig úr sam- bandinu. Vekur hins vegar athygli - og er um leið orsök vandræða Hagu- es - að CAFE nýtur stuðnings ellefu þingmanna Ihaldsflokksins og jafn- framt era þrír ráðherrar í skugga- ráðuneyti íhaldsmanna í stjóm sam- takanna. Mun Lamont lávarður, fyrrver- andi fjármálaráðherra í ríkisstjóm Johns Majors, vera formaður CÁFE og meðal meðlima era Iain Duncan- Smith, talsmaður vamarmála í skuggaráðuneyti Hagues, David Heathcoat- Amory, talsmað- ur í fjármálum, og Angela Browning, talsmaður iðnaðar- og viðskiptamála. „Það er ekkert undarlegt við það að sitja í skuggaráðuneytinu og vilja samt breyta stefnu flokksins," sagði hins vegar ónefndur íhaldsmaður í samtali við The Daily Telegraph í gær. Bætti hann því við að CÁFE vildi beita sér fyrir því að Ihalds- flokkurinn tæki upp stefnu í Evr- ópumálum sem væri mun fjandsam- legri auknum Evrópusamruna. Á hinn bóginn er Ijóst að Hague hefur útilokað slíka stefnubreytingu en fyrir tveimur mánuðum lýsti hann þeim, sem léð hafa máls á því að Bretland segi sig úr ESB, sem öfgamönnum. Skammaði hann ný- lega einn af þingmönnum íhalds- flokksins fyrir að ljá máls á úrsögn Bretlands úr ESB en nú virðist hins vegar að stuðningur við slíka af- stöðu sé öllu meiri en Hague var kunnugt um. Segir í frétt Daily Tel- egraph að það hljóti að valda Hague nokkram áhyggjum hversu margir frammámenn í flokknum skrifa und- ir stefnu CAFE. EVRÓPA^

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.