Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fldð af völdum monsúnrigninga valda miklu tjóni í mörgum Yfír eitt þúsund manns sagðir hafa týnt lífí Peking, Manila. Reuters, AP. FLOÐ af völdum óvenjumikilla monsúnrigninga og skaðræðisfelli- byljir valda nú Austur-Asíubúum miklum búsifjum. Opinberar tölur, sem gefnar voru upp í gær um hve margir hefðu týnt lífi í flóðum í Kína í sumar, voru tvöfalt hærri en áður hafði verið gefið upp. Nú eru 725 sagðir hafa farizt í flóðum sumarsins. Suður-Kóreubúar bíða þess að annar fellibylur dynji yfir landið í sömu vikunni og í Manila, höfuðborg Filippseyja, hafa menn gefið upp alla von um að finna nokkurn á lífi af þeim sem saknað er í rústum húsa sem hrundu af völdum flóðanna. Flóð í þessum heimshluta hafa það sem af er monsúntímabilsins í sumar orðið um 1.000 manns að aldurtila svo vitað sé. Almanna- varnir í Víetnam eru í viðbragðs- stöðu þar sem flóð eru yfírvofandi í hrísgrjónaræktarhéruðum í kring- um ósa Mekong-árinnar, og flóð í Kambódíu hafa hrakið þúsundir manna frá heimilum sínum. Bættar flóðavarnir í Kína Kínversk stjómvöld greindu frá því í gær að 725 manns hefðu far- izt í flóðum þar í landi og 5,5 millj- ónir manna hefðu verið fluttar frá heimilum sínum. Áður höfðu kín- verskir ríkisfjölmiðlar áætlað að um 400 manns hefðu týnt lífi í hin- um áriegu monsúnflóðum, þ.e. að- eins brot af þeim 4.100 sem sögð voru hafa farizt í flóðum í landinu í fyrra. En Wang Shucheng, ráðherra vatnsmála í kínversku ríkisstjóm- inni, fullyrti að þær miklu fjárfest- ingar sem ráðizt hefði verið í eftir hina miklu skaðræðisflóðatíð sem gekk yfir landið um svipað leyti árs í fyrra, einkum í kring um Jangtse-fljót, hefðu skilað sér í því að flóðin yllu í ár mun minna tjóni, bæði í mannslífum, á ræktarlandi og mannvirkjum. The China Daily hafði eftir ráð- herranum að þeir 60 milljarðar júan, andvirði 518 milljarða króna, sem varið hefði verið í efldar flóða- varnir, hefðu skilað „undraverðum árangri". Yfir 100 látnir í Manila og nágrenni I Manila tjáði varnarmálaráð- herrann, Orlando Mercado, frétta- mönnum að allir þeir 40, sem tald- ir era hafa grafizt undir er aur- skriða eyðilagði íbúðarhúsaröð í einu úthverfa borgarinnar á þriðjudag, væra nú taldir af. Þar með er tala látinna í flóðunum á Filippseyjum komin yfir 100. I Suður-Kóreu var von á öðrum fellibyl, eftir að fellibylurinn Olga gekk yfir landið fyrr í vikunni og olli mikilli eyðileggingu og dauða 64 manna. Yfir 150.000 hermenn unnu að björgunarstörfum í gær á þeim svæðum sem verst höfðu orð- ið fyrir barðinu á Olgu. Að sögn Rauða krossins fórast 42 í Norður- Kóreu af völdum fellibylsins. Og nú stefnir allt í að fellibylurinn Paul haldi í sama farveg og Olga. Hann yrði þriðji fellibylurinn til að ganga yfir Kóreuskagann í sumar. Búizt var við að Paul skylli á eynni Cheju undan vesturströnd Suður- Kóreu snemma í dag. Reuters LIÐSMENN fílippseyskra björgunarsveita leita í rústum íbúðarhúsa í út- hverfi Manila, sem hrundu sl. þriðjudag er aurskriða féll úr hlfðinni sem þau stóðu í. 40 manns, sem saknað var í rústunum, voru taldir af í gær. Ný rannsókn á sjónvarpshorfí Getur haft neikvæð áhrif á þroska barna Viðræður um deiluefni Kóreuríkjanna í hnút vegna eldflaugamálsins Enginn árangur hefur enn náðst BANNA ætti börnum undir tveggja ára aldri að horfa á sjón- varp og þau sem eldri eru ættu ekki að fá að hafa sjónvarp í her- bergjum sínum en fá að horfa á sjónvarp í tvo tíma á dag, að því er niðurstöður rannsókna barna- lækna í Bandaríkjunum gefa til kynna. I rannsókninni kemur enn- fremur fram að sjónvarpsþættir sem sérstaklega eru ætlaðir börn- um geti haft neikvæð áhrif á þroska og gáfur barna að því er The Times skýrir frá. Þó sé hægt að koma í veg fyrir slíka þróun, horfi fullorðnir á þá með börnum sínum og útskýri fyrir þeim hvað sé að gerast hverju sinni. Fræðiritið Pediatrics skýrði frá niðurstöðum Akademíu banda- rískra lækna, sem hefur 55.000 meðlimi innanborðs, fyrir skömmu en niðurstöðurnar byggjast á tveggja ára rannsóknarvinnu. Var sjónvarpshorf barna skoðað en m.a. voru rannsóknir gerðar á tengslum árásargirni barna við of- beldi í sjónvarpi. Meðlimir akademiunnar komust að þeirri niðurstöðu að foreldrar ættu heldur að leika við börn sín en leyfa þeim að horfa á sjónvarp. „Börn undir tveggja ára aldri ættu að fást við púsluspil eða sand- kassaleik - allt sem felur í sér hreyfingu og leik,“ hafði The Times eftir Miriam Baron, for- manni nefndarinnar, sem skrifaði skýrsluna. Sjónvarp ekki „rafræn barnfóstra" Samkvæmt rannsóknaraðilum á ekki að leyfa börnum eldri en tveggja ára að nota Netið, spila tölvuleiki eða horfa á sjónvarp mínútu lengur en tvo tíma á dag. „Um leið og tíminn er útrunninn er sú stund sem barn þitt horfir á fjölmiðla það líka. Á því eiga eng- ar undantekningar að vera,“ sagði talsmaður akademíunnar. Þá segir nefndin að ofbeldi í sjónvarpi hafi áhrif á siðferði barna auk þess sem oft sé látið líta út fyrir að tóbak og áfengi sé mjög í tfsku og ekki heilsuspillandi. Foreldrar ættu samkvæmt rann- sókninni að sjá til þess að engin sjónvörp sé að finna í herbergjum barnanna. „Svefnherbergin ættu að vera griðastaður, aðsetur þar sem börnin geta hugsað um hvað liðinn dagur hefur borið með sér eða tekið sér bók í hönd,“ sagði Baron. Þá eru foreldrar hvattir til að líta ekki á sjónvarp sem „rafræna bamfóstru“. Að planta börnum fyrir framan sjónvarpið til að halda þeim góðum dragi ekki að- eins úr þjálfun heilans, heldur komi það einnig í veg fyrir að þau hreyfi sig, segir í skýrslunni. Genf. AFP. NY lota samningaviðræðna fjög- urra ríkja um varanlegan frið ríkj- anna á Kóreuskaga hófst í Genf í gær og var talið að árangur fund- arins myndi ekki lofa góðu þar eð áhyggjur manna beinast nú að hugsanlegri eldflaugatilraun Norður-Kóreustjórnar. Banda- ríkjastjórn hefur ítrekað áhyggjur sínar yfir hugsanlegum eldflauga- tilraunum N-Kóreumanna og sagði í gær að hún teldi að stjóm- völd í Pyongyang væru að undir- búa tilraun sem hugsanlega færi fram í „þessum rnánuði". Kínverjar vonast eftir jákvæðum viðhorfum N-kóreskir embættismenn lýstu því yfir í gær að „enginn árangur" hefði náðst á fundum þeirra og Bandaríkjamanna um eldflauga- málið. Kinverjar sem hafa sent fulltrúa sína til viðræðnanna sögðu í gær að þeir vonuðust eftir því að fram kæmu Jákvæð við- horf ‘ á fundum næstu fimm daga og neituðu því að eldflaugamálið myndi koma í veg fyrir árangur. „Við vonum að allir aðilar málsins muni sýna jákvæð viðhorf, sér- staklega með tilliti til undangeng- inna væringa á skaganum," sagði Qian Yongnian, talsmaður kín- versku sendinefndarinnar. Yfirmaður n-kóresku sendi- nefndarinnar sagði í gær að tví- hliða fundir Bandaríkjanna og N- Kóreu hefðu engan árangur borið. „Við störfum eftir grundvallarat- riðum. Það er ómögulegt að gera breytingar." Aðspurður hvort hann teldi að rætt yrði um eld- flaugamálið á fundum næstu daga sagði hann: „Sjáum til.“ Viðræður Norður- og Suður- Kóreu, Bandaríkjanna og Kína voru hafnar árið 1997 með það að markmiði að minnka spennu milli ríkjanna á Kóreuskaga og leita leiða til að fá ríkin til að fallast á varanlegan friðarsamning sín í milli, en ríkin eiga lögformlega enn í stríði því sem út braust árið 1950 og stóð í þrjú ár. Ekki er talið að mikill árangur náist í við- ræðunum, sem standa munu fram á mánudag, vegna tregðu stjórn- valda í N-Kóreu að fallast á tillög- ur Bandaríkjastjórnar og S- Kóreu. N-Kóreustjórn hefur farið fram á að Bandaríkin hverfi á brott með allt herlið sitt í S-Kóreu áður en hægt verði að vekja máls á friðarsamningi ríkjanna á Kóreuskaga. Leit hætt á Indlandi BJÖRGUNARFLOKKAR hættu í gær leit sinni að líkum fómarlamba lestarslyssins mannskæða sem varð í norð- austurhluta Indlands sl. mánu- dag. Alls hafa 285 lík fundist í braki lestarinnar. 312 farþegar lestarinnar slösuðust. Hópútför þeirra er létust átti að fara fram í gær en henni var frestað þar til á sunnudag þar eð að- standendur og fjölskyldur hinna látnu vora ekki allar komnar til Gaisal. Heilbrigðis- yfirvöld hafa hvatt til þess að lík hinna látnu verði brennd eins fljótt og auðið er svo koma megi í veg fyrir hugsanlega smithættu í þeim miklu hitum sem nú eru í Indlandi. Minningar Eichmanns birtar TALSMENN ísraelska dóms- málaráðuneytisins lýstu því yfir í gær að nokkrar líkur væru á því að skjöl og dagbækur SS- foringjans Adolfs Eichmanns, eins æðsta stjómanda helfarar- innar gegn gyðingum í heims- styrjöldinni síðari, verði gerðar opinberar. Eichmann, sem var hengdur í Jerúsalem árið 1962 fyrir þátt sinn í helförinni, skrifaði endurminningar sínar í fangelsi í Israel og eftir dauða hans var þeim komið fyrir í þjóðskjalasafni ísraels. Talið er að Eichmann hafi leitast við að hreinsa nafn sitt í endurminn- ingunum og haldið því fram að hann hafi eingöngu verið að fylgja skipunum Adolfs Hitlers. Springer í öldungadeild? JERRY Springer, stjórnandi annálaðra sjónvarpsþátta, hefur lýst því yfir að hann íhugi nú að bjóða sig fram til setu í öld- ungadeild Bandaríkj- anna fyrir hönd Ohio- ríkis. Sprin- ger, sem er 55 ára og fyrrverandi borgarstjóri í Cincinnati, er talinn munu verða fulltrúi Demókrataflokks- ins í Ohio og etja þar kappi við Repúblikanann Mike DeWine sem nú situr í öldungadeildinni. Stuðningsmenn Springers hafa varað við því að afskrifa sjón- varpsmanninn umtalaða. Hann sé mikill stjórnmálamaður og njóti almennrar lýðhylli. „Krókódíla- Dundee“ veginn ÁSTRALINN Rodney Ansell, sem var fyrirmyndin að sögu- hetjunni í kvikmyndunum um ævintýri Krókódíla-Dundees, féll fyrir hendi ástralskra lög- reglumanna í vikunni. Ansell átti í skotbardaga við lögreglu- menn og felldi einn þeirra áður en hann var veginn. Hafði lög- reglan leitað Ansells eftir að fjölskylda nokkur nærri borg- inni Darwin hafði orðið fyrir árás þar sem tveir höfðu særst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.