Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 22

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fldð af völdum monsúnrigninga valda miklu tjóni í mörgum Yfír eitt þúsund manns sagðir hafa týnt lífí Peking, Manila. Reuters, AP. FLOÐ af völdum óvenjumikilla monsúnrigninga og skaðræðisfelli- byljir valda nú Austur-Asíubúum miklum búsifjum. Opinberar tölur, sem gefnar voru upp í gær um hve margir hefðu týnt lífi í flóðum í Kína í sumar, voru tvöfalt hærri en áður hafði verið gefið upp. Nú eru 725 sagðir hafa farizt í flóðum sumarsins. Suður-Kóreubúar bíða þess að annar fellibylur dynji yfir landið í sömu vikunni og í Manila, höfuðborg Filippseyja, hafa menn gefið upp alla von um að finna nokkurn á lífi af þeim sem saknað er í rústum húsa sem hrundu af völdum flóðanna. Flóð í þessum heimshluta hafa það sem af er monsúntímabilsins í sumar orðið um 1.000 manns að aldurtila svo vitað sé. Almanna- varnir í Víetnam eru í viðbragðs- stöðu þar sem flóð eru yfírvofandi í hrísgrjónaræktarhéruðum í kring- um ósa Mekong-árinnar, og flóð í Kambódíu hafa hrakið þúsundir manna frá heimilum sínum. Bættar flóðavarnir í Kína Kínversk stjómvöld greindu frá því í gær að 725 manns hefðu far- izt í flóðum þar í landi og 5,5 millj- ónir manna hefðu verið fluttar frá heimilum sínum. Áður höfðu kín- verskir ríkisfjölmiðlar áætlað að um 400 manns hefðu týnt lífi í hin- um áriegu monsúnflóðum, þ.e. að- eins brot af þeim 4.100 sem sögð voru hafa farizt í flóðum í landinu í fyrra. En Wang Shucheng, ráðherra vatnsmála í kínversku ríkisstjóm- inni, fullyrti að þær miklu fjárfest- ingar sem ráðizt hefði verið í eftir hina miklu skaðræðisflóðatíð sem gekk yfir landið um svipað leyti árs í fyrra, einkum í kring um Jangtse-fljót, hefðu skilað sér í því að flóðin yllu í ár mun minna tjóni, bæði í mannslífum, á ræktarlandi og mannvirkjum. The China Daily hafði eftir ráð- herranum að þeir 60 milljarðar júan, andvirði 518 milljarða króna, sem varið hefði verið í efldar flóða- varnir, hefðu skilað „undraverðum árangri". Yfir 100 látnir í Manila og nágrenni I Manila tjáði varnarmálaráð- herrann, Orlando Mercado, frétta- mönnum að allir þeir 40, sem tald- ir era hafa grafizt undir er aur- skriða eyðilagði íbúðarhúsaröð í einu úthverfa borgarinnar á þriðjudag, væra nú taldir af. Þar með er tala látinna í flóðunum á Filippseyjum komin yfir 100. I Suður-Kóreu var von á öðrum fellibyl, eftir að fellibylurinn Olga gekk yfir landið fyrr í vikunni og olli mikilli eyðileggingu og dauða 64 manna. Yfir 150.000 hermenn unnu að björgunarstörfum í gær á þeim svæðum sem verst höfðu orð- ið fyrir barðinu á Olgu. Að sögn Rauða krossins fórast 42 í Norður- Kóreu af völdum fellibylsins. Og nú stefnir allt í að fellibylurinn Paul haldi í sama farveg og Olga. Hann yrði þriðji fellibylurinn til að ganga yfir Kóreuskagann í sumar. Búizt var við að Paul skylli á eynni Cheju undan vesturströnd Suður- Kóreu snemma í dag. Reuters LIÐSMENN fílippseyskra björgunarsveita leita í rústum íbúðarhúsa í út- hverfi Manila, sem hrundu sl. þriðjudag er aurskriða féll úr hlfðinni sem þau stóðu í. 40 manns, sem saknað var í rústunum, voru taldir af í gær. Ný rannsókn á sjónvarpshorfí Getur haft neikvæð áhrif á þroska barna Viðræður um deiluefni Kóreuríkjanna í hnút vegna eldflaugamálsins Enginn árangur hefur enn náðst BANNA ætti börnum undir tveggja ára aldri að horfa á sjón- varp og þau sem eldri eru ættu ekki að fá að hafa sjónvarp í her- bergjum sínum en fá að horfa á sjónvarp í tvo tíma á dag, að því er niðurstöður rannsókna barna- lækna í Bandaríkjunum gefa til kynna. I rannsókninni kemur enn- fremur fram að sjónvarpsþættir sem sérstaklega eru ætlaðir börn- um geti haft neikvæð áhrif á þroska og gáfur barna að því er The Times skýrir frá. Þó sé hægt að koma í veg fyrir slíka þróun, horfi fullorðnir á þá með börnum sínum og útskýri fyrir þeim hvað sé að gerast hverju sinni. Fræðiritið Pediatrics skýrði frá niðurstöðum Akademíu banda- rískra lækna, sem hefur 55.000 meðlimi innanborðs, fyrir skömmu en niðurstöðurnar byggjast á tveggja ára rannsóknarvinnu. Var sjónvarpshorf barna skoðað en m.a. voru rannsóknir gerðar á tengslum árásargirni barna við of- beldi í sjónvarpi. Meðlimir akademiunnar komust að þeirri niðurstöðu að foreldrar ættu heldur að leika við börn sín en leyfa þeim að horfa á sjónvarp. „Börn undir tveggja ára aldri ættu að fást við púsluspil eða sand- kassaleik - allt sem felur í sér hreyfingu og leik,“ hafði The Times eftir Miriam Baron, for- manni nefndarinnar, sem skrifaði skýrsluna. Sjónvarp ekki „rafræn barnfóstra" Samkvæmt rannsóknaraðilum á ekki að leyfa börnum eldri en tveggja ára að nota Netið, spila tölvuleiki eða horfa á sjónvarp mínútu lengur en tvo tíma á dag. „Um leið og tíminn er útrunninn er sú stund sem barn þitt horfir á fjölmiðla það líka. Á því eiga eng- ar undantekningar að vera,“ sagði talsmaður akademíunnar. Þá segir nefndin að ofbeldi í sjónvarpi hafi áhrif á siðferði barna auk þess sem oft sé látið líta út fyrir að tóbak og áfengi sé mjög í tfsku og ekki heilsuspillandi. Foreldrar ættu samkvæmt rann- sókninni að sjá til þess að engin sjónvörp sé að finna í herbergjum barnanna. „Svefnherbergin ættu að vera griðastaður, aðsetur þar sem börnin geta hugsað um hvað liðinn dagur hefur borið með sér eða tekið sér bók í hönd,“ sagði Baron. Þá eru foreldrar hvattir til að líta ekki á sjónvarp sem „rafræna bamfóstru“. Að planta börnum fyrir framan sjónvarpið til að halda þeim góðum dragi ekki að- eins úr þjálfun heilans, heldur komi það einnig í veg fyrir að þau hreyfi sig, segir í skýrslunni. Genf. AFP. NY lota samningaviðræðna fjög- urra ríkja um varanlegan frið ríkj- anna á Kóreuskaga hófst í Genf í gær og var talið að árangur fund- arins myndi ekki lofa góðu þar eð áhyggjur manna beinast nú að hugsanlegri eldflaugatilraun Norður-Kóreustjórnar. Banda- ríkjastjórn hefur ítrekað áhyggjur sínar yfir hugsanlegum eldflauga- tilraunum N-Kóreumanna og sagði í gær að hún teldi að stjóm- völd í Pyongyang væru að undir- búa tilraun sem hugsanlega færi fram í „þessum rnánuði". Kínverjar vonast eftir jákvæðum viðhorfum N-kóreskir embættismenn lýstu því yfir í gær að „enginn árangur" hefði náðst á fundum þeirra og Bandaríkjamanna um eldflauga- málið. Kinverjar sem hafa sent fulltrúa sína til viðræðnanna sögðu í gær að þeir vonuðust eftir því að fram kæmu Jákvæð við- horf ‘ á fundum næstu fimm daga og neituðu því að eldflaugamálið myndi koma í veg fyrir árangur. „Við vonum að allir aðilar málsins muni sýna jákvæð viðhorf, sér- staklega með tilliti til undangeng- inna væringa á skaganum," sagði Qian Yongnian, talsmaður kín- versku sendinefndarinnar. Yfirmaður n-kóresku sendi- nefndarinnar sagði í gær að tví- hliða fundir Bandaríkjanna og N- Kóreu hefðu engan árangur borið. „Við störfum eftir grundvallarat- riðum. Það er ómögulegt að gera breytingar." Aðspurður hvort hann teldi að rætt yrði um eld- flaugamálið á fundum næstu daga sagði hann: „Sjáum til.“ Viðræður Norður- og Suður- Kóreu, Bandaríkjanna og Kína voru hafnar árið 1997 með það að markmiði að minnka spennu milli ríkjanna á Kóreuskaga og leita leiða til að fá ríkin til að fallast á varanlegan friðarsamning sín í milli, en ríkin eiga lögformlega enn í stríði því sem út braust árið 1950 og stóð í þrjú ár. Ekki er talið að mikill árangur náist í við- ræðunum, sem standa munu fram á mánudag, vegna tregðu stjórn- valda í N-Kóreu að fallast á tillög- ur Bandaríkjastjórnar og S- Kóreu. N-Kóreustjórn hefur farið fram á að Bandaríkin hverfi á brott með allt herlið sitt í S-Kóreu áður en hægt verði að vekja máls á friðarsamningi ríkjanna á Kóreuskaga. Leit hætt á Indlandi BJÖRGUNARFLOKKAR hættu í gær leit sinni að líkum fómarlamba lestarslyssins mannskæða sem varð í norð- austurhluta Indlands sl. mánu- dag. Alls hafa 285 lík fundist í braki lestarinnar. 312 farþegar lestarinnar slösuðust. Hópútför þeirra er létust átti að fara fram í gær en henni var frestað þar til á sunnudag þar eð að- standendur og fjölskyldur hinna látnu vora ekki allar komnar til Gaisal. Heilbrigðis- yfirvöld hafa hvatt til þess að lík hinna látnu verði brennd eins fljótt og auðið er svo koma megi í veg fyrir hugsanlega smithættu í þeim miklu hitum sem nú eru í Indlandi. Minningar Eichmanns birtar TALSMENN ísraelska dóms- málaráðuneytisins lýstu því yfir í gær að nokkrar líkur væru á því að skjöl og dagbækur SS- foringjans Adolfs Eichmanns, eins æðsta stjómanda helfarar- innar gegn gyðingum í heims- styrjöldinni síðari, verði gerðar opinberar. Eichmann, sem var hengdur í Jerúsalem árið 1962 fyrir þátt sinn í helförinni, skrifaði endurminningar sínar í fangelsi í Israel og eftir dauða hans var þeim komið fyrir í þjóðskjalasafni ísraels. Talið er að Eichmann hafi leitast við að hreinsa nafn sitt í endurminn- ingunum og haldið því fram að hann hafi eingöngu verið að fylgja skipunum Adolfs Hitlers. Springer í öldungadeild? JERRY Springer, stjórnandi annálaðra sjónvarpsþátta, hefur lýst því yfir að hann íhugi nú að bjóða sig fram til setu í öld- ungadeild Bandaríkj- anna fyrir hönd Ohio- ríkis. Sprin- ger, sem er 55 ára og fyrrverandi borgarstjóri í Cincinnati, er talinn munu verða fulltrúi Demókrataflokks- ins í Ohio og etja þar kappi við Repúblikanann Mike DeWine sem nú situr í öldungadeildinni. Stuðningsmenn Springers hafa varað við því að afskrifa sjón- varpsmanninn umtalaða. Hann sé mikill stjórnmálamaður og njóti almennrar lýðhylli. „Krókódíla- Dundee“ veginn ÁSTRALINN Rodney Ansell, sem var fyrirmyndin að sögu- hetjunni í kvikmyndunum um ævintýri Krókódíla-Dundees, féll fyrir hendi ástralskra lög- reglumanna í vikunni. Ansell átti í skotbardaga við lögreglu- menn og felldi einn þeirra áður en hann var veginn. Hafði lög- reglan leitað Ansells eftir að fjölskylda nokkur nærri borg- inni Darwin hafði orðið fyrir árás þar sem tveir höfðu særst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.