Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 9 FRÉTTIR Skjaldfcinn, Morgnnblaðið. HÓPUR ijúpna gerði sig heimakominn á bænum Skjaldfönn við ísafjarðardjúp í vetur þegar mestu snjóar voru. Telur heimilisfólk fullvíst að þessi ungamamma sé ein þeirra. Ný búgrein við Isafjarðardjúp? Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa Hún og ungarnir hennar 13 hafa gjarnan spígsporað við bæinn að undanförnu. Rjúpan er mjög stundvís, er mætt um kvöldmatar- leytið en lætur sig hverfa upp í hlíð yfír há- daginn. Spurningin er bara hvort framhald verði á heimsóknum rjúpnanna og þá hvort hér sé kominn vísir að nýrri búgrein á bæn- um. Nær uppselt í tvær blokkir á einum degi 22 íbúðir í fjölbýlishúsum við Boða- granda í Reykjavík seldust nánast upp á nokkrum klukkustundum eft- ir að þær voru auglýstar til sölu ný- lega. 28 íbúðir eru í húsunum tveim- ur og Pálmi B. Almarsson, hjá fast- eignasölunni Bifröst, segir að ein- ungis hafí vantað kaupendur að íbúðunum á jarðhæð við lok dagsins sem auglýsing birtist fyrst í Morg- unblaðinu. Endanlega var búið að ganga frá kaupum á 20 íbúðum innan tveggja sólarhringa. Pálmi segir að um sé að ræða tvö fimm hæða fjölbýlis- hús, hvort með 14 íbúðum, sem verið er að hefjast handa við að Leitað að breskum jarðvfsindamönnum Biðu um nóttina á Hvítmögu BJÖRGUNARSVEITIN í Vík í Mýrdal var kölluð út í fyrrinótt til að leita að þremur breskum jarð- vísindamönnum sem staddir voru á Hvítmögu, vestan Sólheimajökuls. Þegar leitin stóð sem hæst skiluðu mennirnir sér niður af jöklinum og amaði ekkert að þeim. Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, segir að þegar sást til mannanna hafi þeir verið komnir langleiðina niður af skrið- jöklinum að bílum sínum. Upphaf- lega ætluðu þeir að koma niður af jökli um kl. 18 á miðvikudag og þar beið þeirra samstarfsmaður. Þegar þeir höfðu ekki skilað sér niður af jöklinum kl. 2 um nóttina hringdi maðurinn í neyðarlínuna. Kölluð var út björgunarsveitin í Vík og sömuleiðis flaug Reynir á flugvél sinni yfir svæðið. Það var síðan um kl. 5.30 um morguninn sem þeir sáust koma niður skrið- jökulinn. Mennimir höfðu farið á Hvít- mögu, fjall með Sólheimajökul austan við sig og Jökulgil vestan við sig. Þeir vildu ekki fara yfir jökulinn aftur í myrkri og kusu að halda kyrru fyrir á fjallinu þar til fór að birta á ný. Svartaþoka var á láglendi um nóttina en hún hefur líkast til ekki náð upp á jökulinn. Mennirnir eru að vinna að mæling- um á jöklinum. byggja. Jarðvegsvinna er hafin við annað húsið og er áætlað að af- henda íbúðir þar eftir 12 mánuði en hitt húsið verður fullbúið eftir 18 mánuði. ÁF hús ehf. sjá um fram- kvæmdhnar en í húsunum eru 2ja, 3ja og fjörurra herbergja íbúðir, 85-130 fermetrar að stærð, auk bílastæða í bflageymslu. Lyftur verða í húsunum. Gamlir og grónir Vesturbæingar áberandi Pálmi segir að þótt eftirspurn á fasteignamarkaðnum almennt svo mikil að talað sé um að fara þurfí aftur til ástandsins eftir Vest- mannaeyjagos til að finna saman- burð, sé eftirspurnin aldrei meiri en þegar í boði eru ný hús í grón- um hverfum. Ekki hafí spillt fyrir að þessi hús verði við sjávarsíðuna. „Það var mikið af gömlum og grónum ^ Vesturbæingum, sem keyptu. I báðum húsunum verður meira og minna fólk um og yfír fímmtugt, sem er ýmist að selja stærri eignir í hverfinu, eða flytja í Vesturbæinn að nýju, sumir eftir búsetu erlendis," sagði hann. Auðvelt hefði verið að selja tvö hús til viðbótar, einkum hefði verið mikil eftirspurn eftir efstu hæðun- um, þar sem útsýni er best. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands um helgina Minnst skógræktar á Islandi í 100 ár FJÖLMÖRG erindi verða flutt á aðalfundi Skógræktarfélags íslands sem hefst í dag að Laugarvatni og stendur fram á sunnudag. Meðal þeirra er er- indi Grétars Guðbergssonar jarðvegsfræðings hjá RALA, um áhrif mannsins á gróður- farssöguna á íslandi. Á fundin- um er þess minnst að nú eru lið- in 100 ár frá upphafí skógrækt- ar á Islandi. Fundurinn hefst kl. 9 með ávarpi Huldu Valtýsdóttur, for- manns Skógræktarfélags Is- lands, og félagar í Félagi ís- lenskra hljómlistarmanna flytja tónlist. Síðan mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra ávarpa fundinn, einnig þeir Jón Loftsson skógræktar- stjóri og Óskar Þór Sigurðsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Sigurður Blöndal, fyrrver- andi skógræktarstjóri, stiklar um sögu skógræktar á íslandi í 100 ár og Matthías Johannes- sen, formaður Yrkju, flytur hugleiðingu á hátíðarfundi. Á aðalfundinum fara einnig fram venjuleg aðalfundarstörf, lagðir verða fram reikningar, tillögur kynntar og flutt skýrsla. Síð- degis í dag verður farið í kynn- isferð í Haukadal. Verður af- hjúpuð myndsúla til minningar um Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóra, eftir Guðjón S. Kristinsson mynd- skurðarmann í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að skógrækt hófst í Haukadal. Á morgun verða einnig flutt erindi og farin verður skoðunar- ferð í Vinaskóg, Nesjavelli og Snæfoksstaði og munu félagar í FIH flytja tónlist í Vinaskógi. Aðalfundinum lýkur um hádegi á sunnudag með afgreiðslu reikn- inga, kosningu stjórnai- og al- mennum umræðum. VtsöluloL- TBSS Vv Neðst við Dunhaga ZA sími 562 2230 Opið virka daga 9-18 iaugardaga 10-14 UTSALA TEENO ENGLABÖRNÍN Laugavegi 56 Meiri verðlækkun Utsölulok Síðustu dagar útsölunnar Mikil verðlækkun 5/ssa tískuhús 5/ssa tískuhús Laugavegi Hverfisgötu 52 Verdhruxt h|á Hrafxihildi síðustu utsöluvikuna hJáXýQufhhiUi ^ Engjateigi 5, síml 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Utsalan hefst í dag • • • mkm við Óðinstorg 101 Reykjavik simi 552 5177
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.