Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 9

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 9 FRÉTTIR Skjaldfcinn, Morgnnblaðið. HÓPUR ijúpna gerði sig heimakominn á bænum Skjaldfönn við ísafjarðardjúp í vetur þegar mestu snjóar voru. Telur heimilisfólk fullvíst að þessi ungamamma sé ein þeirra. Ný búgrein við Isafjarðardjúp? Morgunblaðið/Kristbjörg Lóa Hún og ungarnir hennar 13 hafa gjarnan spígsporað við bæinn að undanförnu. Rjúpan er mjög stundvís, er mætt um kvöldmatar- leytið en lætur sig hverfa upp í hlíð yfír há- daginn. Spurningin er bara hvort framhald verði á heimsóknum rjúpnanna og þá hvort hér sé kominn vísir að nýrri búgrein á bæn- um. Nær uppselt í tvær blokkir á einum degi 22 íbúðir í fjölbýlishúsum við Boða- granda í Reykjavík seldust nánast upp á nokkrum klukkustundum eft- ir að þær voru auglýstar til sölu ný- lega. 28 íbúðir eru í húsunum tveim- ur og Pálmi B. Almarsson, hjá fast- eignasölunni Bifröst, segir að ein- ungis hafí vantað kaupendur að íbúðunum á jarðhæð við lok dagsins sem auglýsing birtist fyrst í Morg- unblaðinu. Endanlega var búið að ganga frá kaupum á 20 íbúðum innan tveggja sólarhringa. Pálmi segir að um sé að ræða tvö fimm hæða fjölbýlis- hús, hvort með 14 íbúðum, sem verið er að hefjast handa við að Leitað að breskum jarðvfsindamönnum Biðu um nóttina á Hvítmögu BJÖRGUNARSVEITIN í Vík í Mýrdal var kölluð út í fyrrinótt til að leita að þremur breskum jarð- vísindamönnum sem staddir voru á Hvítmögu, vestan Sólheimajökuls. Þegar leitin stóð sem hæst skiluðu mennirnir sér niður af jöklinum og amaði ekkert að þeim. Reynir Ragnarsson, lögreglu- maður í Vík, segir að þegar sást til mannanna hafi þeir verið komnir langleiðina niður af skrið- jöklinum að bílum sínum. Upphaf- lega ætluðu þeir að koma niður af jökli um kl. 18 á miðvikudag og þar beið þeirra samstarfsmaður. Þegar þeir höfðu ekki skilað sér niður af jöklinum kl. 2 um nóttina hringdi maðurinn í neyðarlínuna. Kölluð var út björgunarsveitin í Vík og sömuleiðis flaug Reynir á flugvél sinni yfir svæðið. Það var síðan um kl. 5.30 um morguninn sem þeir sáust koma niður skrið- jökulinn. Mennimir höfðu farið á Hvít- mögu, fjall með Sólheimajökul austan við sig og Jökulgil vestan við sig. Þeir vildu ekki fara yfir jökulinn aftur í myrkri og kusu að halda kyrru fyrir á fjallinu þar til fór að birta á ný. Svartaþoka var á láglendi um nóttina en hún hefur líkast til ekki náð upp á jökulinn. Mennirnir eru að vinna að mæling- um á jöklinum. byggja. Jarðvegsvinna er hafin við annað húsið og er áætlað að af- henda íbúðir þar eftir 12 mánuði en hitt húsið verður fullbúið eftir 18 mánuði. ÁF hús ehf. sjá um fram- kvæmdhnar en í húsunum eru 2ja, 3ja og fjörurra herbergja íbúðir, 85-130 fermetrar að stærð, auk bílastæða í bflageymslu. Lyftur verða í húsunum. Gamlir og grónir Vesturbæingar áberandi Pálmi segir að þótt eftirspurn á fasteignamarkaðnum almennt svo mikil að talað sé um að fara þurfí aftur til ástandsins eftir Vest- mannaeyjagos til að finna saman- burð, sé eftirspurnin aldrei meiri en þegar í boði eru ný hús í grón- um hverfum. Ekki hafí spillt fyrir að þessi hús verði við sjávarsíðuna. „Það var mikið af gömlum og grónum ^ Vesturbæingum, sem keyptu. I báðum húsunum verður meira og minna fólk um og yfír fímmtugt, sem er ýmist að selja stærri eignir í hverfinu, eða flytja í Vesturbæinn að nýju, sumir eftir búsetu erlendis," sagði hann. Auðvelt hefði verið að selja tvö hús til viðbótar, einkum hefði verið mikil eftirspurn eftir efstu hæðun- um, þar sem útsýni er best. Aðalfundur Skógræktarfélags Islands um helgina Minnst skógræktar á Islandi í 100 ár FJÖLMÖRG erindi verða flutt á aðalfundi Skógræktarfélags íslands sem hefst í dag að Laugarvatni og stendur fram á sunnudag. Meðal þeirra er er- indi Grétars Guðbergssonar jarðvegsfræðings hjá RALA, um áhrif mannsins á gróður- farssöguna á íslandi. Á fundin- um er þess minnst að nú eru lið- in 100 ár frá upphafí skógrækt- ar á Islandi. Fundurinn hefst kl. 9 með ávarpi Huldu Valtýsdóttur, for- manns Skógræktarfélags Is- lands, og félagar í Félagi ís- lenskra hljómlistarmanna flytja tónlist. Síðan mun Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra ávarpa fundinn, einnig þeir Jón Loftsson skógræktar- stjóri og Óskar Þór Sigurðsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Sigurður Blöndal, fyrrver- andi skógræktarstjóri, stiklar um sögu skógræktar á íslandi í 100 ár og Matthías Johannes- sen, formaður Yrkju, flytur hugleiðingu á hátíðarfundi. Á aðalfundinum fara einnig fram venjuleg aðalfundarstörf, lagðir verða fram reikningar, tillögur kynntar og flutt skýrsla. Síð- degis í dag verður farið í kynn- isferð í Haukadal. Verður af- hjúpuð myndsúla til minningar um Hákon Bjarnason, fyrrver- andi skógræktarstjóra, eftir Guðjón S. Kristinsson mynd- skurðarmann í tilefni þess að 60 ár eru liðin frá því að skógrækt hófst í Haukadal. Á morgun verða einnig flutt erindi og farin verður skoðunar- ferð í Vinaskóg, Nesjavelli og Snæfoksstaði og munu félagar í FIH flytja tónlist í Vinaskógi. Aðalfundinum lýkur um hádegi á sunnudag með afgreiðslu reikn- inga, kosningu stjórnai- og al- mennum umræðum. VtsöluloL- TBSS Vv Neðst við Dunhaga ZA sími 562 2230 Opið virka daga 9-18 iaugardaga 10-14 UTSALA TEENO ENGLABÖRNÍN Laugavegi 56 Meiri verðlækkun Utsölulok Síðustu dagar útsölunnar Mikil verðlækkun 5/ssa tískuhús 5/ssa tískuhús Laugavegi Hverfisgötu 52 Verdhruxt h|á Hrafxihildi síðustu utsöluvikuna hJáXýQufhhiUi ^ Engjateigi 5, síml 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Utsalan hefst í dag • • • mkm við Óðinstorg 101 Reykjavik simi 552 5177

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.