Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 53* FRÉTTIR I DAG Árnað heilla Hlutavelta STJÖRIVUSPÁ Rftir Franfc.s llrake BRIDS Umsjón Guðmundur I'áll ArnarNon SVEIT Nick Nickells varð Spingold-meistari í sjötta sinn á sjö árum á sumarleik- unum í San Antonio. í sveit- inni spila, auk Nickells, þeir Freeman, Meckstroth, Rod- well, Hamman og Soloway, en sá síðastanefndi kom ný- iega inn fyrir Wolff. Spilið í dag er frá fjórðungsúrslit- um keppninnar, en þar koma við sögu sveitir Grant Baze og Geralds Soslers: Austur gefur; enginn á hættu. Norður * Á1054 V ÁKIO * Á1094 *Á7 Vestur Austur * KDG8 * 972 V D72 V G53 * K52 ♦ G63 * D64 + 8532 Suður * 63 V 9864 * D87 * KG109 Vestur Norður Austur Suður - Pass Pass 1 lauf Dobl Pass 1 hjarta Pass 2 lauf* Pass 3 grönd Pass Pass Pass ítalirnir Buratti og Lanz- arotti voru í NS gegn Baze og Compton. Spilið tók mjög furðulega stefnu: Baze í vestur kom út með spaðakóng og hélt næst áfram með drottninguna. Lanzarotti dúkkaði bæði spilin og austur sýndi lengd í spaðanum. Eigi að síður hélt Baze áfram með spað- ann 7 spilaði áttunni í gegn- um ÁIO blinds. Eftir langa yfirlegu ákvað Lanzarotti að stinga upp ásnum. Hann tók þann pól í hæðina að spila Baze upp á hjónin þriðju, en ef staðan er sú er hæpið að sagnhafi hafi efni á að gefa þriðja spaðaslaginn. Lanzarotti hitt í tígulinn - spilaði tíu blinds og lét hana rúlla. Þar með tryggði hann sér þrjá slagi á tígul, en vantaði enn einn til að ná upp í níu. Á endanum var ekki um annað að ræða en svína laufinu til vesturs, svo Baze fékk fimma slag varnarinnar á laufdottningu. Þrjú grönd unnust á hinu borðinu, enda hefur sagn- hafi öll völd í spilinu ef hann gefur aðeins tvo spaðaslagi. Ef vestur skiptir yfir í hjarta í þriðja slag, fæst þar slagur á lengdina, og ekki er betra fyrir vörnina ef vestur spilar tígli eða laufi. Svo vörn Baze fær góða einkunn - eina vonin var að sagnhafi tæki skakkan pól í hæðina. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 2. júlí í Odensekirkju í Kristianssand, Noregi Karen Lúkasdóttir og Erik Larssen. Sonur þeirra, Mikael, er með þeim á myndinni. Heimili þeirra er í Flaten 8, Kr. Sand, Ljósmynd: Gunnar Halldórsson. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. júlí í Kópavogs- kirkju af sr. Ægi Fr. Sigur- geirssyni Þórunn Jónína Tyrfingsdóttir og Jóhann Dalberg Sveinsson. Heimil þeirra er á Sæbólsbrauð 30, Kópavogi. Noregi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, bráðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og sfmanúmer. Fólk getui- hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Qr\ÁRA afmæli. í dag, u V/ föstudaginn 6. ágúst, verður níræð Hall- dóra M. Jónsdóttir, Dval- arheimilinu Seljahlíð í Reykjavík. Eiginmaður hennar var Kjartan Þor- grímsson. Hann lést 1971. Halldóra tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttur sinnar og tengdasonar í Laufbrekku 20, Kópavogi, í dag frá kl. 15-18. Morgunblaðið/Golli. ÞESSIR duglegu strákar héldu tombólu og söfnuðu kr. 1.247 til styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Ágúst Arnórsson og Einar Þorsteinn Arnarson. Morgunblaðið/Ami Sæberg. ÞESSIR duglegu krakkar söfnuðu með tombólu kr. 3.000 til styrktar Rauða krossi íslands. Þau heita Þorsteinn Daði Jörundsson, Sólrún Dögg Sigurðardóttir og Marta Möller. Ganga skal, skal-a gestur vera ey í einum stað; ljúfur verður leiður, ef lengi situr annars fletjum á. Bú er betra, þótt lítið sé, halur er heima hver; þótt tvær geitur eigi og taugreftan sal, það er þó betra en bæn. Bú er betra, þótt lítið sé, _______ halur er heima hver; blóðugt er hjarta, Brot úr þeim er biðJa skal Eddu- ser 1 mal hvert matar. kvæðum. ___________ Afmælisbarn dagsins: Drif- kraftur þinn hefurjákvæð áhríf & aðra svo þú átt gott með að fá fólk til að starfa með þér. Hrútur _ (21. mars -19. apríl) Öllum orðum fylgir ábyrgð svo vertu skýr og skorinort- ur svo enginn þurfi að velkj- ast í vafa um hvað þú ert að meina. Naut (20. apríl - 20. maí) Láttu öll lögfræðileg mál bíða betri tíma og láttu önn- ur og mikilvægari mál ganga fyrir. Tvíburar t ^ (21. maí - 20. júní) nA Nú er upplagt að fram- kvæma það sem að þig hefur lengi langað til og skeyttu því engu þó aðrir telji það bamalegan hégóma. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þú átt í innri baráttu og veist ekki í hvom fótinn þú átt að stíga. Reyndu að finna jafn- vægi því aðeins þá geturðu heyrt svar hjarta þíns. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú stendur frammi fyrir erf- iðu vali og skalt gæta þess að láta engan sjá hversu bágt þú átt nema þú treystir þeim fullkomlega og þeir geti lagt þér lið. Meyjci (23. ágúst - 22. september) ©SL Enginn verður óbarinn bisk- up. Stattu því keikur þótt á móti blási og farðu yfir stöð- una og þá muntu fyrr en síð- ar standa uppi sem sigurveg- (23. sept. - 22. október) 4* Finndu einhvem til að Ijá þér eyra svo þú getir létt af þér áhyggjunum. Mundu líka að draumar þínir geta orðið að vemleika ef þú ert óhrædd- ur. Sþorðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Takirðu áhættu þarftu líka að vera maður til að taka af- leiðingunum. Vertu bara sáttur við sjálfan þig og und- irbúðu þig vel og vandlega. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) AO Hættu að tala stöðugt um hlutina og farðu að drífa í framkvæmdum. Gættu þess samt að færast ekki of mikið í fang í upphafi svo þú fáir ráðið við verkið. Steingeit (22. des. -19. janúar) Farðu varlega í að kaupa hluti að óathuguðu máli. Kannaðu fjárhaginn því ekk- ert liggur á og það em marg- ir fiskar í sjónum. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) Þú hefur nú byrinn með þér og ert fær í flestan sjó. Not- færðu þér það og komdu öllu því í verk sem þú hefur látið reka á reiðanum að undan- förnu. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Vertu ekki of bráðlátur í að gera meiriháttar breytingar á lífi þínu því þú ert ekki undir þær búinn alveg strax. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. GUÐRÚN Ása Magnúsdóttir til vinstri, tekur við ávísun af Önnu Fríðu Garðarsdóttur hjá markaðsdeild Búnaðarbankans, til hægri á mynd- inni er ísleifur Birgir Þórhallsson kynningarstjóri Sambíóanna. Yfir 500 vinningar í villtum leik á mbl.is DREGIÐ hefur verið í Wild Wild West-Ieik sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Sambíóun- um, Búnaðarbankanum, BT, Víf- ilfelli, Laugarásíói og Fm 957. Leikurinn var í tilefni frumsýn- ingar á kvikmyndinni Villta villta vestrið (Wild Wild West) og gekk út á að svara spurningum sem birtust í Morgunblaðinu og á Netinu. Vinningar í leiknum voru yfír 500 og aðalvinningurinn var 50.000 kr. Gullbók frá Búnaðar- bakanum. Aðalvinningurinn ásamt miðum á myndina hlaut Guðrún Ása Magnúsdóttir. Með- al annarra vinninga voru tölvu- stýrt Lego-tæki (Cybermaster) frá BT, miði á myndina, kippa af % lítra af Sprite frá Vífilfelli, Wild Wild West-úr, kiukka, taska, penni, bolur, kæliúði og taska með öllum Wild Wild West- hlutunum. Öllum vinningshöfum hefur verið sendur tölvupóstur. (Jníík - gömul Húsgögn^ Til sölu fimmíuaag, fösiuaag og laugaraag j. að Smiðsl\öfða 13 frd kl. 08—16 Sími 898 1504 UTSALA Stuttar og siðar kápur áður nú Sumarúlpur og heilsársúlpur 15.900 5*900 Ullarjakkar 17.900 4*900 Opið á laugardögum £rá kl. ÍO—16 Mörkinni 6 Sími 588 5518 ..■■•i--. V K-S-Í ■ . Jf-i-jl' . ■ - ■* TILBOÐ Litir: svart Stærðir: 36-41 Verð: kr. 1 .995/ Langur laugardagur: Opið 10-16 DOMUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.