Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 44
:4 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Kristján Georg Halldórsson Kjartansson fæddist í Reykjavfk 22. júní 1934. Hann andað- ist á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reylqa- víkur hinn 30. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Kjartans- son, stórkaupmað- ■^ur, f. 6. nóvember 1908, d. 16. nóvem- ber 1971, og Else Marie Nielsen, f. 27. maí 1908, d. 11. des- ember 1971. Systir hans er Ás- laug Halldórsdóttir Kjartans- son, f. 16. apríl 1939, maki Björn Björnsson. Kristján kvæntist 28. septem- ber 1957 eftirlifandi eiginkonu sinni Iðunni Björnsdóttur, f. í Reylqavík 16. desember 1937. Foreldrar hennar voru Björn Ólafsson forstjóri og fyrrver- andi ráðherra, f. 26. nóvember 1895, d. 11. október 1974, og Ásta Pétursdóttir, f. 1. desember 1906, d. 25. desember 1968. Börn Kristjáns og Ið- unnar eru: 1) Edda Birna Kristjánsdóttir Kjartansson, f. 16. febrúar 1958, búsett í Bandaríkjunum, gift Magnúsi Gústafssyni, f. 13. september 1941. Börn: Helga Pálsdóttir, f. 26. júní 1979, d. 12. október 1983, og Birna Magnúsdóttir Gústafs- son, f. 4. ágúst 1995. 2) Halldór Kristjánsson Kjartansson, mark- aðsfræðingur, f. 21. nóvember 1959, búsettur í Reylqavík. 3) Björn Kristjánsson Kjartansson, viðskiptafræðingur, f. 1. mars 1967, búsettur í Noregi. Kristján lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla íslands árið 1956 og nam lögfræði við Há- skóla Islands 1956-1960. Hann var skrifstofustjóri hjá Elding Trading Company hf. í Reykja- vík 1960-62, framkvæmdastjóri Helga Magnússonar og Co. 1962-1965, framkvæmdastjóri hjá Verksmiðjunni Vífilfelli hf. 1965-1992 og forstjóri Elding Trading Company hf. til dauða- dags. Hann var aðalræðismaður Nepals á íslandi. Kristján var meðeigandi og í stjórn Elding Trading Company hf., Verksmiðjunni Vífílfelli hf., Stálumbúðum hf., Þórði Sveins- syni & Co. hf., Reylq'aprenti hf. og Birni Ólafssyni hf. Kristján var virkur í ýmsum félögum og líknarsamtökum og starfaði m.a. í JC Reykjavík, fulltrúaráði Sjálfstæðisflokks- ins og Frímúrarareglunni. Kristján verður jarðsunginn frá Fríkirlq'unni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. KRISTJÁN G.H. * KJARTANSSON Elsku Teddý bróðir, nú hefur þú kvatt okkur um sinn. Orðið stríð er mér ofarlega í huga er ég hugsa um *Wíðustu dagana sem þú lifðir. Hve hart þú barðist til að vera áfram hér hjá Addý þinni og okkur öllum. En í stríði er yfirleitt bara einn aðili sem sigrar. Þú háðir sömu baráttuna og foreldrar okkar gerðu með aðeins þriggja vikna millibili, en þau féllu frá í lok ársins 1971, aðeins 62 ára að aldri. Þú varst stóri bróðir minn, fimm árum eldri en ég. Mamma sagði að daginn sem ég fæddist hefðir þú sungið og valhoppað niður götuna og hrópað: „Ég á líka litla systur!“ Göt- ’-^na okkar, eins og íbúar neðri hluta Ásvallagötunnar kölluðu hana. Þar tókust sterk sambönd með okkur krökkunum í götunni sem voru á öll- um aldri, sem enn í dag haldast hjá mörgum hverjum. Aldrei voru árekstrar í pólitíkinni, þótt allir litir hafi skreytt götuna okkar. Þar ól- umst við upp á nr. 77 við ást og aga. Pabbi var af gamla skólanum, við borðuðum með hníf og gaffli sex ára og kunnum að þéra sjö ára. Við mál- tíðir máttum við ekki fara í símann eða frá borðinu fyrr en allir voru búnir að borða. Þótt okkur skorti aldrei neitt var nú ekki allt látið eftir okkur. Elsku bróðir, t.d. kom það ósjaldan fyrir að við vorum á síðustu gitundu að koma okkur í skólann, þá Dæði í Verzló, að við báðum um bíl- inn þar sem pabbi ætlaði ekki að nota hann. Var svarið nei, og sagði pabbi að við gætum tekið strætó eins og önnur börn, þetta væri okkur sjálfum að kenna og að við yrðum að læra á þessu. Læddist mamma þá niður með 50 kr. svo að við gætum tekið Steindórsbíl uppi á horni. Fljótt fór að bera á því að þú hefðir frekar kosið að eignast bróður. Og fórst þú létt með að breyta því. I stað Áslaugar fórstu að kalla mig Móa bróður, jafnvel Móbjörn. Þvflíkt nafn, ég var nú ekki par hrifin af því, en svo hressilega festist þetta við mig, að flestir vinir þínir fóru að kalla mig Móa, og gera það enn í 1"‘Vrhg. Svo mér var nú farið að þykja vænt um nafnið. Enda er þú hringdir í mig byrjaði símtalið alltaf á „Mói“. Við vorum ung er við fórum til New York í fyrsta sinn, eða í mars 1946. Strax eftir stríð, samgöngur mjög erfiðar og því fórum við með herskipi. Pabbi hafði stofnað fýrir- tæki í Bandaríkjunum og Elding Trading Company hérna heima. Að koma til New York á þessum tíma var ævintýri líkast. Ég man að við fórum til Flórída af því að læknirinn ráðlagði mömmu og pabba að fara eð þig af því að þú áttir að hafa ngið „gigt fyrir hjartað“. En auð- vitað var það hitinn sem var að gera út af við okkur. Næst var flogið til Englands, því pabbi var á stöðugum ferðalögum í viðskiptaerindum. Ferðalag okkar endaði síðan í Dan- mörku. Ferðalag þetta hafði tekið hálft ár, frá því við sigldum til New ^York í mars þar til við komum heim Wh íslands í byrjun september. Höfð- um við nú frá mörgu að segja. Þegar þú varst orðin 15-16 ára og ég 10-11 ára fóru árin fimm að segja til sín. Þú varst alltaf kallaður Teddý, bæði af fjölskyldu þinni og vinum. Héldu því margir að þú hétir Theodór. Voða þótti mér gaman að segja: „Nei, það býr enginn Theodór hérna,“ þegar stelpurnar voru að spyrja um þig. Og svo var ég alltaf að trufla, þegar þið strákarnir lokuð- uð ykkur inni í herbergi og ég mátti ekki hlusta. Auðvitað rifumst við og slógumst eins og normal systkini gera. Meira að segja fór ég að lesa Atlas, æfa júdó og gera 20-30 arm- beygjur daglega til að geta tekið vel á móti stóra bróður. Þér var nú ekki farið að standa á sama með Móa bróður og sást að betra var að forða sér er ég fór í ham. Þú þeyttist upp stigann og reyndir að loka herberg- inu þínu, en þá varð blessaði smíða- járnskertastjakinn settur á milli í hurðinni, en hann stóð jú næst dyr- unum þínum, svo þú gætir ekki lokað á Móa. Pabbi var orðin ansi þreyttur á að láta rétta hann uppi í Handíða- & myndlistaskólanum þar sem hann var smíðaður og reyna að gefa skýr- ingar á því hvað hefði gerst. Svo kom að því að við eignuðumst bæði maka. Þú giftist Addý þinni, sem hefur staðið eins og klettur með þér í öllu og ég Bjössa. Við það varð samband okkar eins og best varð á kosið og áttum við fjögur margar ógleymanlegar stundir saman. Svo komu börnin, bæði hjá ykkur og okk- ur. Ekkert þótti sjálfsagðara en að skíra elsta son okkar Kristján Georg í höfuðið á þér. Öll okkar böm litu upp til „stóra frænda“. Sorgin barði líka á dyrum hjá okkur báðum. Við Bjössi misstum son og þið Addý mis- stuð ykkar eina barnabarn þá, hana Heigu litlu, dóttur Eddu Birnu, sem var aðeins fjögurra ára gömul. Þá stóðum við öll saman sem eitt. Svo fenguð þið litlu Bimu, sólargeislann sem Edda eignaðist 1995. Paradís ykkar Addýjar var bústaðurinn á Þingvöllum. Þar leið þér best og var farið þangað eins oft og heilsa þín leyfði. Þú stóðst við það að koma í af- mælið mitt hinn 16. apríl sl. þótt þú værir í hjólastól. Ég sagði að ef þú kæmir ekki yrði engin afmælisveisla. Þótt við væmm ekki sammála í öllu risti það aldrei djúpt. Samband okk- ar var mjög sterkt. Þess vegna var það mjög sárt þegar við náðum ekki alltaf saman. Én fullt traust bámm við hvort til annars. Ég veit að ég mun sakna símtalanna frá þér. Að fá ekki að heyra byrjunarorðin „Mói, hvað segirðu?“ Betri lífsföranaut gast þú ekki fengið en hana Addý þína, sem aldrei vék frá þér þar til yfir lauk. Ég get ekki látið vera að minnast á starfs- fólk gjörgæsludeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hver starfsmaður var eins og nátengdur fjölskyldumeðlim- ur. Það gaf okkur allan þann styrk og hlýju sem við þurftum á að halda á svona stundu. Og þau gáfu þér, elsku bróðir, þá bestu umönnun sem völ er á. Þessu fólki verður seint gleymt. Nú er þessari baráttu þinni lokið. Við lofum að halda tryggu sambandi við Addý. Bið ég Guð að styrkja hana, börnin ykkar þrjú, Magnús og Birnu litlu. Guð gefi þér frið. Þín systir, Áslaug (Mói bróðir). Skömmu eftir að ég og hún Edda mín fómm að vera saman, kynntist ég Iðunni og Kristjáni. Ég hafði greinilega „valið“ mér góða tengda- foreldra. Kristján kom strax fyrir sjónir sem jákvæður og léttur í lund, en það var honum ómetanlegt í margra ára veikindastríði sem flestir hefðu tapað miklu fyrr. Hann var ákaflega greiðvikinn, hjálpsamur, vinur vina sinna, trúði einungis á það góða í fólki og höfðingi heim að sækja. Hann var ekki mikill ræðumaður, en kom samt sínum skilaboðum áleiðis eins og annað sem hann ætiaði sér. Þegar hann gifti dóttur sína, hélt hann góða ræðu og bauð mig og mína velkomna f fjölskylduna, og að hans heimili yrði líka okkar heimili. Við höfum svo sannarlega notið þess góða boðs. Mestalla starfsævi Kristjáns var hann í stjórnunarstörfum og starfaði lengst af sem framkvæmdastjóri. Fyrst með föður sínum og síðan í Vífilfelli. Hann var framsýnn, úr- ræðagóður og hafði sérstaklega gott lag á fólki, en allir vom jafnir fyrir honum. Þeir sem unnu með honum og íyrir hann vita að hann reyndist starfsfólki sínu ávallt vel. Miðjumoð var honum ekki að skapi. Það var lítið val hvað væri fyr- irtækjum og þjóðinni fyrir bestu. Einkaframtakið, samkeppni og göm- ul og góð íhaldsúrræði vom það eina rétta. Mér fannst ótrúlegt hvað Kristján fylgdist vel með í mannlífinu og við- skiptalífinu enda athugull og vel les- inn maður. Fyrst og fremst var hann fjölskyldumaður. Hann var vakinn og sofínn yfir velferð fjölskyldunnar. Fjölskyldan áttu margar góðar minningar um ánægjulegar sam- vemstundir, ekki síst á Þingvöllum þar sem margir nutu gestrisni þeirra þar sem annars staðar. Það var mikið áfall þegar fyrsta bamabarnið, Helga, dó af slysförum. Hún var augasteinn afa síns og hann hafði greinilega náð góðu sambandi við hana sem frásagnir hans hafa sannfært mig um. Honum þótti afar vænt um dóttur okkar, Birnu. Helst vildi hann senda dóbermanninn sinn, sem var í miklu uppáhaldi hjá hon- um, til okkar í Ameríku til að passa stelpuna. Betra gat Teddi ekki boðið. Daginn sem hann datt og hlaut meiðslin sem drógu hann til dauða, áttum við gott símtal. Birna litla, fjögurra ára, hafði verið í heimsókn og greinilegt var að þau töluðu mikið saman. Þau höfðu verið að ræða mál- in og sú stutta oft gripið til enskunn- ar. Þá talaði hann líka ensku. ,ýlfi, þú talar ekki mjög góða ensku.“ „Þá verður þú að hjálpa mér að laga hana,“ sagði Teddi. „Má ég ekki koma með þér í skólann í Ameríku?“ Ekki vildi stelpan særa hann, svo hún þagði. „Það era strákar í skólan- um þínum, svo það hlýtur að vera í lagi að ég komi líka,“ hélt Teddi áfram. „Afi> það em öðmvísi strák- ar,“ var svarið. Þó það hefði alltaf verið strákur í honum, dugði það ekki í þetta skipti! Kristján var stoltur af því að hafa verið haldinn ólæknandi bfladellu síðan hann mundi eftir sér. Það em greinileg merki um að Bima hafi erft áhuga á bílum frá honum enda rækt- að vel af afa. Mikið ástríki var alltaf með þeim hjónum og finnst mér ótrúlegt hvað Iðunn með sínum óeigingjarna hætti gat annast hann vel síðustu árin þeg- ar veikindin ágerðust. Hennar sökn- uður er mikill, að missa félagann sem var búinn að vera með henni all- an sólarhringinn öll þessi ár. Hún gerði svo sannarlega allt sem í henn- ar valdi stóð til að láta honum líða vel. Systkinin minnast ástríks föður. Þau vissu alltaf hvar hann var að finna þegar á þurfti að halda. Hann var líka góður vinur sem leiðbeindi þeim árangursríkt með sínum hætti. Sérstakar þakkir vil ég færa lækn- um og hjúkranarfólki á gjörgæslu- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur fyrir góða umönnun og þá nærgætni sem þau sýndu fjölskyldunni þessa síð- ustu og erfiðu daga. Við biðjum góðan Guð að styrkja Iðunni og systkinin í þeirra djúpu sorg og þökkum honum fyrir að hafa átt Kristján sem samferðamann. Eftir lifir minning um góðan dreng. Magnús Gústafsson og böm. Kær vinur er fallinn frá um aldur fram. Síðastliðinn föstudag lézt skóla- bróðir minn og vinur til margra ára, Kristján G. Kjartansson. Allt frá unglingsáram lágu leiðir okkar Kri- stjáns saman í Vesturbænum og út- skrifuðumst við sem stúdentar frá Verzlunarskóla Islands vorið 1956. Það em margar og góðar endur- minningar sem rifjast upp þegar hugsað er til baka, vorkvöldin í Vest- urbænum, atvik frá skólaáranum og við leik og störf. Sérstakar og ljúfar minningar á ég og aðrir vinir Kristjáns frá bernsku- heimili hans á Ásvallagötu 77 þar sem foreldrar hans, Else og Halldór, tóku ávallt öllum vinum Kristjáns og systur hans, Áslaugar, opnum örm- um og höfðu heimili sitt opið þeim. Afar kært var á milli foreldra Krist- jáns og bama þeirra. Árið 1957 giftist Kristjáni Iðunni Björnsdóttur og eignuðust þau þrjú böm, Eddu Birnu, Halldór og Bjöm. Hjónaband Iðunnar og Kristjáns var mjög farsælt og bjó hún manni sínum glæsilegt og gott heimili. Hin síðari ár vom vini mínum Kri- stjáni erfið vegna veikinda. Iðunn stóð við hlið Kristjáns í veikindum hans og reyndu hún og börn hans allt til að létta honum lífið. Samstúdentar Kristjáns frá Verzl- unarskóla Islands 1956 kveðja góðan og traustan vin sem því miður gat ekki hin síðari ár tekið þátt í sam- fundum okkar bekkjarsystkina eins og við hefðum óskað vegna veikinda sinna. Kæra Iðunn, Edda Birna, Halldór og Björn. Megi góður Guð veita ykk- ur styrk í sorg ykkar og minningarn- ar um traustan og góðan eiginmann og fóður styrkja ykkur. Gunnar I. Hafsteinsson. Mig langar að kveðja hann Teddý frænda með nokkrum orðum. Ekki hefði ég trúað því að ég væri að sjá hann í síðasta skipti 16. apríl síðast- liðinn er hún mamma varð sextug. Þá spjallaði ég heillengi við hann og hann lofaði mér því að ef hann færi einhvern tímann aftur til Sviss ætl- aði hann að taka mig með og bjóða mér á fína hótelið sem allir í fjöl- skyldunni hafa gist á nema ég. Hon- um fannst ekki hægt að ég skyldi ekki hafa fengið að fara með mömmu og pabba á Dolder Grand. Þetta lýsir alveg því hvernig hann var við mig alla tíð. Hann kvaddi mig alltaf með þessum orðum: Maja mín, ef það er eitthvað sem ég get gert fýrir þig þá hringir þú bara í Teddý frænda. Hann var sá eini sem kallaði mig alltaf Maju, og þótti mér það alltaf svo notalegt. Nú á ég aldrei eftir að heyra það nafn aftur, enda myndi það ekki hljóma rétt frá neinum öðr- um. Elsku frændi, ég veit að amma Elsa, afi Halldór og Helga litla barnabarnið þitt taka vel á móti þér. Teddý minn, takk fyrir hvað þú varst alltaf góður við mig og mína. Guð blessi minningu þína. Elsku Addý mín og börn, guð gefi ykkur styrk í ykkar sorg. Elsa María. Elsku Teddi, okkur langaði að kveðja þig með Ijóði skáldins sem þú hafðir svo mikið dálæti á. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín. Núertuafþeimborinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjórnar hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Guð blessi lífs þíns brautir, þitt banastríð og þrautir og starfs þíns mark og mið. Við hugsum til þín hljóðir. Að hjarta sér vor móðir þig vefur fast og veitir frið. (Einar Ben.) Við þökkum þér þær stundir sem við áttum með þér og munum við varðveita þær í huga okkar. Við biðjum Guð að gefa Addý og fjöl- skyldu þinni styrk í þeirra miklu sorg. Hvfldu í friði, elsku frændi. Ragnar Ingi, Fríða Dóra og Þórður Kristján. Svo kveðjum við þig, vinur ástúðlegi allt víl í burt, en mildur blíðutregi í hjarta voru helgi minning þín. Sem fógur vomótt breiðist helgur höfgi um hvílu þína, bróðir, sálargöfgi, uns sólin skín. Hann fóstri er farinn í ferðina, ferðina til austursins eilífa sem óneitanlega bíður okkar allra. Krist- ján vinur minn, eða fóstri eins og ég kallaði hann ætíð seinni ár, hefur lokið sínum störfum hér. Ég kynnt- ist Kristjáni fýrir allmörgum ámm á ferðalagi erlendis og síðan þá tókst með okkur mikil og góð vinátta sem hefur vaxið og dafnað með hveiju árinu. Það em í raun forréttindi að njóta vináttu slíks manns. Allt frá fyrstu tíð okkar saman fannst mér, þrátt fýrir aldursmun, hann vera eins og einn af jafnöldmm mínum og uppvaxtarfélögum. Þar var hann ekki í hlutverki viðskiptamannsins sem rekið hafði stór fyrirtæki. Hann kom alltaf hreint fram, sagði mein- ingu sína með varúð og tillitssemi. Virti skoðanir allra án sleggjudóma. Kristján var hugljúfur og glað- lyndur og kom glettni hans oft best í ljós í mörgu skemmtilegu spjalli okkar sem gat stundum staðið tímunum saman. Þar læddi góður drengur oft að mörgum gullkornum sem munu fylgja mér ætíð. Síðast þegar ég var hjá honum og við skemmtum okkur á hlýlegu heimili þeirra Iðunnar í viðræðum um allt milli himins og jarðar, ákváðum við að fara saman og prófa Weapon- trukkinn sem hann hafði látið breyta, en bílar vom meðal hans áhugamála. En sú ferð okkar verður með öðm sniði. Við Kristján vomm meðlimir í góðum félagasskap sem tengdi okk- ar enn nánar saman. Þangað veit ég að hann sótti styrk sem mun nýtast honum. Drottinn blessi þig, fóstri minn, á þessari ferð þinni. Iðunn, Edda, Halldór og Bjöm, vinir mínir, megi Guð blessa ykkur og gefa ykkur styrk á þessari stundu. Jakob S. Þórarinsson. Hver verður næstur? varð mér hugsað fyrir nokkmm vikum þegar ég fylgdi til grafar góðum dreng á besta aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.