Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 54
V 54 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ISLENSKA OPERAN __illn i\í'M5D3Lj,i ^ Gamanleikrit í leikstjórn k Sigurðar Sigurjónssonar 81 Næstu sýningar auglýstar sunnudaginn 8. ágúst Ósóttar pantanir seldar daglega Símapantanir í síma 551 1475 frá kl. 12 Miðasala opin frá kl. 13—19 alla daga nema sunnudaga S.O.S. Kabarett í leikstjórn Sigga Sigurjónss. Frumsýning lau. 7/8 kl. 20.30. 2. sýn. fös. 13/8 kl. 20.30. 3. sýn. lau. 14/8 kl. 20.30. 4. sýn. lau. 21/8 miðnætursýning á menningamótt Reykjavíkur. HIRÐFÍFL HHNNAR HÁTIGNAR Næstu sýn. sun. 8/8 og sun. 15/8. Miðasala i s. 552 3000. Opið virka daga kl. 10—18 og fram að sýningu sýningardaga. Miðapantanir allan sólarhringinn. 5 30 30 30 Mteato ofr frá 12-18 oohmat iyTignfaBa. Opa fa 11 fyrt- )rÍC^p'l^a HÁDEGISLEIKHÚS - kl. 1Z00 Fös. 6/8 örfá sæti laus. Mið. 11/8 laus sæti. Rm. 12/8 laus sæti. Fös. 13/8. Mið. 18/8. Fim. 19/8. SNYRAFTVR Fös 13/8 kl. 23.00, nokkur sæti laus. Fos 20/8 kl. 23.00. Ath! Aðeins þessar sýningar TÓNLEIKARÖÐ IÐNÓ kl. 20.30. Atonal future flytur ný íslensk tónverk, þri. 10/8. TILBOÐ TIL LEIKHUSGESTA! 20% afsláttur af mat fyrir leikhúsgesti I Iðnó. Boiðapantanir í síma 562 9700. LEIKFELAG « REYKJAVÍKURjj? 181)7 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ Á SÍÐUSTU STUNDU: Síðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á hálfvirði. Stóra svið kl. 20.00: LitU liHftlitujfbúðik eftir Howard Ashman, tónlist eftir Alan Menken. fös. 06/8 örfá sæti laus lau. 07/8 nokkur sæti laus fös. 13/8 laus sæti lau. 14/8 nokkur sæti laus fös. 20/8 laus sæti lau. 21/8 nokkur sæti laus fös. 27/8 Laus sæti lau. 28/8 iaus sæti. Ósóttar pantanir seldar daglega. Erum byrjuð að taka niður pantanir fyrir ágústmánuð. Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12—18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýn- ingu sýningardaga. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Greiðslukortaþjónusta. Simi 568 8000, fax 568 0383. Aðsendar greinar á Netinu v||> mbUs v __ALL.TAf= e/TTHVAÐ HÝTT FÓLK í FRÉTTUM KYIKMYNDIR/Bíóhöllin og Kringlubíó hafa tekið tíl sýninga myndina Tarsan og týnda borgin, Tarzan and the Lost City, með Casper Van Dien og Jane March í aðalhlutverkum. Tarsan snýr aftur Frumsýning KONUNGUR apanna er kominn aftur. Frá því Tars- an apabróðir birtist fyrst á hvita tjaldinu árið 1918 hefur saga Edgars Rices Burroughs um drenginn sem týndist í skóginum og varð konungur apanna stöðugt heillað bæði lesendur og kvik- myndagerðarmenn. í þessari nýj- ustu útfærslu á sögunni um Tarsan snýr hann aftur til frumskógarins eftir að hafa dvalið sem Greystoke lávarður í Englandi. Casper Van Dien sem gerði garðinn frægan í mynd Pauls Ver- hoevens Starship Troopers leikur Tarsan. Hann er um það bil að gift- ast hinni fallegu Jane (Jane March) þegar mynd birtist í huga hans af æskuslóðum sínum verða eyðileggingu að bráð. Myndin er sem greypt í huga hans og hann berst við þá spurningu hvort hann eigi að dvelja áfram í Englandi hjá Jane eða snúa til baka til frum- skógarins og verja sína heimahaga. En átthagamir kalla og þegar Tarsan snýr til baka til frumskóg- ÞAÐ er hinn vígalegi Casper Van Dien sem túlkar Tarsan apabróður. JANE Marsh fer með hlutverk Jane og hér ér hún komin á heimaslóðir Tarsans. arins verður hann að berjast hetju- legri baráttu við óprúttna hermenn sem hafa ekkert nema gróðahyggj- una að leiðarljósi í leit sinni að æv- intýraborginni Opar. „Eg held að það sem heillaði mig mest við myndina hafi verið að Tarsan var hetja mín í bamæsku og það var eins og að draumur rættist um að fá loksins að túlka æskuhetjuna á hvíta tjaldinu," seg- ir Casper Van Dien. Van Dien hef- ur alltaf verið mikið í íþróttum og var m.a. fyrirliði ruðningsliðs síns í skóla. Leikferill hans hófst í sjón- varpi og þekkja hann margir úr þáttunum Beverly Hills 90210. Jane March náði fyrst athygli umheimsins í myndinni Elskhug- inn sem byggð var á samnefndri sögu Marguerite Duras. Hún hefur einnig leikið á móti Bruce Willis í The Color of Night og í myndunum Provocateur og Never Ever. Hún segir að myndin hafi höfðað til hennar bæði vegna ævintýrsins og vegna þess að hún fékk að túlka Jane á nýjan og ferskan átt. Leikstjórinn Carl Schenkel fæddist í Sviss og hóf feril sinn sem blaðamaður í Þýskalandi. Hann hóf fljótlega að skrifa auglýsingatexta og gera auglýsingar. Hann á að baki nokkrar þýskar kvikmyndir og má helstar nefna Kalt Wie Eis og Abwarts, en eftir miklar vin- sældir hinnar síðamefndu hafði bandaríska sjónvarpsstöðin HBO samband við hann og hefur hann m.a. gert spennuþættina Profiler sem hafa notið mikilla vinsælda vestanhafs. KVIKMYNDIR/Bíóborgin hefur tekið til sýninga rómantísku gaman- myndina Hin systirin, The Other Sister, með þeim Juliette Lewis, Giovanni Ribisi og Diane Keaton í aðalhlutverkum. Ástin er fyrir öllu Frumsýning CARLA (Juliette Lewis) hefur eytt mörgum árum í sérskóla fyrir andlega þroskaheft böm og þar hefur hún náð að sigr- ast á mörgum hindrunum. Þegar hún útskrifast og snýr heim til of- vemdandi og metnaðargjamrar móður sinnar Elizabeth (Diane Keaton) kemur fljótlega í Ijós að Carla vill halda áfram með líf sitt og vera sjálfstæð, en móðir hennar ótt- ast stöðugt um hana. Þegar Carla verður ástfangin af Danny (Giovanni Ribisi) sem á einnig við andlega annmarka að etja breytist allfc líf hennar og þau þurfa í sameiningu að kijást við fötlun sína, samfélagið og fjölskylduna. Hlut- verk Cörlu Hinni systurinni er fyrsta hlut- verk Juiiette Lewis í langan tíma og hefur hún fengið frábæra dóma fyrir túlkun sína hinni saklausu og einföldu Cörlu. Lewis byrjaði mjög ung að leika og á að baki myndir eins og Cape Fear, Husbands and Wives, Kalifomia og Natural Bom Killers. Samband hennar við Brad Pitt var frægt á sínum tíma en Juliette seg- LEIKSTJÓRINN Gary Marshall með aðalleikurunum Giovanni Ribisi og Juliette Lewis. ist hafa dregið sig í hlé fyrir þremur ámm til að takast á við fíkniefna- neyslu sína og ná stjórn á lífí sínu. Hún segir að hlutverk Cörlu hafi verið eins og himna- sending, ögrun sem hafi gefið henni tækifæri til að sýna hvað í henni býr. Lewis og Giovanni Ri- bisi eyddu miklum tíma í að búa sig undir hlutverk sín og kynntu sér af kostgæfni líf þroskaheftra unglinga til að geta túlkað per- sónur sínar af meiri trú- mennsku. Lewis segir um Cörlu að hún þrái það frelsi sem flest- ir taka sem sjálfgefnum hlut. „Frelsi til að elska og taka ákvarð- anir. Frelsi til að reyna, mistakast og reyna aftur. „Ribisi segir að Danny skilji en þrái ást- ina og þá staðfestingu á sjálfsí- mynd sem hún veitir. „Fólk CARLA og Danny upp- götva ævintýri ástarinnar. eins og Carla og Danny þurfa að fá ákveðið frelsi svo þau geti blómstrað á sínum eigin forsendum," segir hann. Ribisi á að baki langan feril í kvikmyndum þrátt fyrir ungan ald- ur og hefur sést m.a. í myndunum Björgun óbreytts Ryans á móti Tom Hanks og í Póstmanninum á móti Kevin Costner. Einnig muna margir eftir Ribisi úr þáttunum Vinir þar sem hann fer með hlutverk hins sér- kennilega bróður Phoebe. Leikstjórinn Garry Marshall er einn af virtari leikstjórum Hollywood. Fyrir meira en áratug leikstýrði hann Pretty Woman sem skaut Juliu Roberts upp á stjörnu- himininn, en meðal annarra mynda hans má nefna Frankie & Johnnie, Beaches, Overboard og The Flamingo Kid. „Gary Marshall hef- ur hæfileika til að hreyfa við áhorf- endum á einhvern hátt sem fáum leikstjórum er gefið,“ segir einn framleiðandi myndarinnar, David Hoberman. „Hann getur sýnt mjög tilfinningarík atriði á mjög áhrifa- ríkan máta en á sama tíma brugðið ljósi kímninnar yfir sviðið. Það er ekki öllum gefið.“ Stutt Gult skal það vera í TILEFNI af endurútgáfu kvik- myndar og hljómplötu Bítlanna um Gula kafbátinn verður Evrópulest- in sem fer í sína fyrstu ferð 8. sept- ember næstkomandi frá Lundúnum til Parísar máluð heiðgul sam- kvæmt frétt í breska blaðinu Sun. Sagt er að Paul McCartney, Geor- ge Harrison og Ringo Starr hafi lagt út meira en 100 þúsund pund til að iestin gæti skartað gula Iitn- um og skrautlegum teiknimynda- fígúrum í ætt við Gula kafbátinn. „Gult er liturinn í ár. Paul, George og Ringo eru mjög spenntir yfir út- gáfunni,“ hafði Sun eftir talsmanni Bítlanna þriggja. I endurútgáfu myndarinnar munu verða myndskeið sem klippt voru út á sínum tíma og á hljóm- plötunni munu heyrast þekkt lög eins og With a Little Help from my Friends og Lucy in the Sky With Diamonds í nýjum útsetningum. Þá geta Bítlaaðdáendur klætt sig í gulu peysuna og beðið spenntir. Kurteis þjófur ÞÝSKUR þjófur skildi eftir afsökun- arbeiðni á ránsstað þar sem hann stal skartgripaskríni og peningaveski þar sem hann bað eigendurna að líta á stuldinn sem gjöf til líknarmála. Þjófurinn sem stal þýfi að verðmæti rúmlega þrjátíu þúsund króna í húsi í litlum bæ rétt hjá Mainz sagðist eiga þrjá litla bræður og veika móð- ur sem hann þyrfti að hugsa um. Gleraugu í pósti RÚMENSKIR póstburðarmenn ætla að nýta sér sólarmyrkvann sem verður í næstu viku til að drýgja tekjurnar. Lögreglunni í Búkarest hefur borist fjöldi kvart- ana frá eldri borgurum og bóta- þegum sem segja að andvirði gler- augna sem seld hafa verið til að sjá sólarmyrkvann hafi verið dregið af eftirlaunum þeirra að þeim for- spurðum. I fréttaþætti í rúmenska sjón- varpinu var talað við unglings- stúlkuna Ana Panti sem hefur ver- ið blind frá fæðingu og fær mánað- arlega greiðslu frá ríkinu sem var skert vegna gleraugnakaupanna. „Hvað á hún að gera við gler- augu?“ spurði faðir hennar reiður yfir atferli póstburðarmannanna. í fréttinni kom fram að framleið- andi gleraugnanna hefði boðið póstburðarmönnunum prósentur af sölu ef þeir seldu gleraugu fyrir þá. Horia Morutan sem er í for- svari póstburðarmanna sagði að póstburðarmenn hefðu einungis fengið þau skilaboð að það væri hluti starfs þeirra þessa vikuna að dreifa gleraugunum og vildi ekkert tjá sig um þóknun þeim til handa. Sólarmyrkvinn verður 11. ágúst næstkomandi og mun vara í tvær mínútur og 23 sekúndur og sjást um alla Rúmeníu. Ilmvatn sem virkar GÓÐUR ilmur getur gert kraftaverk í því að laða að hitt kynið segja aug- lýsingar ilmvatnsframleiðenda. Nú hafa vísindamenn í dýragarðinum í Dallas komist að því að mikið er hæft í þeirri staðhæfingu, í það minnsta hjá dýrunum. Vísindamenn hafa verið að rann- saka hvernig hægt sé að örva pardu- sketti til fjörugra ástarlífs, en teg- undin er í hættu og talið að aðeins um 100 parduskettir lifi villt í Texas- fylki. Þegar vísindamennirnir próf- uðu að nota karlmannsilmvatnið Ob- session frá Kalvin Klein urðu pardu- slæðumar afar ástleitnar og telja vís- indamennirnir að lyktin af ilmvatninu geti nýst þeim vel í að tryggja við- hald stofnsins. Fyrst ilmvatnið virkar svona vel á parduslæðumar er ekki loku fyrir það skotið að einmana karl- menn geti nýtt sér sama ilm til að laða að sér kvenfólkið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.