Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ari, en rödd hans skortir þó þá fáguðu trompettóna sem einkenna margar ítalskar óperur. En það eru þessar sömu óperur sem hafa einmitt hlúð svo vel að ferli Dom- ingos og Pavarottis. Nýleg upp- taka með Alagna gefur enn frem- ur til kynna að hann fari fullgeyst og takist á við erfiðari verk en rödd hans hefur þroska til. Þversagnakenndur Hinn argentínski José Cura hefur enn sem komið er gefið fátt út og því erfitt að spá um framtíð hans. Röddin er dýpri og hljómmeiri en rödd Alagnas. Cura er þó nokkuð þversagnakenndur, en hann er lærður söngvari sem stjórnar jafnvel og semur sjálfur. Engu að síður virðist hann á köfl- um skorta tónvísi Alagnas, sem lærði að syngja með því að koma fram í næturklúbbum og hlusta á upptökur af söng annarra tenóra. Fleiri eru þó tilnefndir og þykir Marcelo Álvares, samlandi Curas, einna líkegastur þeirra. Rödd hans og raddstyrkur gerir hann að keppinaut Alagnas hvað efn- iskrá varðar, en hann virðist þó ekki efni í samskonar stjörnu. Vera kann því að hann freistist, líkt og Alagna, til að reyna við erfiðari verk en rödd hans hefur þroska til. Hinn mexíkóski Ramón Vargas lofar einnig góðu en Domingo hef- ur tekið hann undir verndarvæng sinn. í rödd hans vottar fyrir sömu mýkt og einkenndi raddir þeirra Cesares Vallettis og Ugos Benell- is. Væntanleg útgáfa á aríum gefur enn fremur til kynna að rödd Var- gas búi yfir sama tærleika og rödd Domingos gerði á hans yngri ár- um, þótt krafturinn sé ekki sá sami. Sviðsframkoma hans er þó fullstíf og hann jafnast seint á við þá Alagna og Cura hvað glæsileik varðar. Ástæða til bjartsýni Tíundi áratugurinn er e.t.v. ekki gullöld tenóra, en ekki er ástæða til annars en bjartsýni hvað nýju kynslóðina varðar. Nú kunna loks- ins óperur sem ekki hafa verið fluttar lengi án eins tenóranna þriggja að fara að heyrast á nýjan leik og með nýjum röddum. Hvort arftakamir eiga hins vegar eftir að reynast jafn góðir og Pavarotti, Domingo og Carreras getur tím- inn einn leitt í Ijós. UNDANFARNA tvo ára- tugi hafa tenórarnir þrír - Luciano Pavarotti, Placido Domingo og José Carreras - borið ægishjálm yfir aðra tenóra og án þeirra hafa sumar óperur hrein- lega ekki verið fluttar í virtustu óperuhúsum. Nú virðist hins vegar vera að birta til og ný kynslóð ten- óra mjakar sér undan ofurvaldi þeirra eldri að því er segir í tíma- ritinu International Opera Collect- or. Leitin að fjórða tenórnum hef- ur staðið yfir lengi og erfitt reynst að henda reiður á þeim eiginleikum sem hann prýða. Enn er þó ekkert útlit fyrir að þeir Pa- varotti, Domingo og Carreras séu að leggja frá sér hljóðnemann. Þeir héldu t.d. nýlega tónleika í Detroit í Bandaríkjunum og ef hægt er að miða við frammistöðu Domingos í Tsjajkovskíj-óperunni Spaðadrottningunni, sem Metropolitan-óperan í New York flutti nýlega, er langt í að hann leggi sönginn á hilluna. Pavarotti kann að eiga styttra eftir taki hann ekki lífinu með ró, en hann hefur átt við veikindi að stríða sem hafa sett mark sitt á rödd hans. Ferill hans er líka orðinn langur og stutt er í að hann fagni fjöratíu áram í bransanum. Þroski raddar mikilvægur í byrjun áttunda áratugarins voru tenórarnir þrír hluti af nýrri, efnilegri kynslóð. Þá var enginn skortur á góðum tenórum og þekktustu óperuhús skörtuðu iðu- lega stjörnum á borð við Carlo Bergonzi, Nicolai Gedda, Alfredo Kraus, Jon Vickers og Giacomo Aragall. Það vill oft gleymast að bæði Pavarotti og Domingo höfðu tekið út þroska sem söngvarar áð- ur en frægðin barði að dyram og að tenórarnir þrír biðu allir síns tíma. Að mati International Opera Collector er það þessi þroski raddarinnar sem er ein helsta ástæða þess að tenórarnir hafa átt jafn langan söngferil og raun ber vitni. Tíundi áratugurinn hefur af þessum sökum reynst yngri söngv- uram þungur í skauti. Bergonzi, Gedda og Kraus hafa haldið áfram að syngja fram á áttræðisaldurinn, tenórarnir þrír hafa skyggt á flesta aðra og drottnað jafnt yfir vinsældalistum sem virtustu óp- eruhúsum. Þessi langi ferill hefur reynst yngri söngvurum akkilesar- hæll og ekki fyrr en nú að útlit er fyrir að veður skipist í lofti. Þeir Roberto Alagna og José Cura eru oftar en aðrir nefndir sem fjórði tenórinn. Báðir eru á réttum aldri, rúmlega þrítugir og hafa það fram yfir þá Pavarotti og Domingo að myndast vel. Þeim er vel tekið af tenóraðdáendum, auk þess sem hægt er að etja þeim saman sem keppinautum, líkt og áður var gert við Domingo og Pa- varotti. En slík samkeppni er nokkuð sem fjölmiðlar hafa jafnan JOSÉ Cura syngur ekki bara, heldur sem- ur líka og stjórnar sjálfur. ROBERTO Alagna Iærði meðal annars að syngja með því að koma fram í næturklúbbum. MARCELO Álvares þykir svipaður Alagna hvað varðar rödd og raddstyrk. RAMÓN Vargas þykir minna á Placido Dom- ingo á yngri árum. unun af og útgáfufyrirtæki færa sér í nyt. Þess má geta að Alagna átti að halda í tónleikaför um Asíu síðastliðið haust ásamt Kristjáni Jóhannssyni og Ben Heppner, þar sem fylgt var fordæmi tenóranna þriggja. Alagna dró sig út úr sam- starfinu áður en til ferðarinnar kom og var það tenórinn Luca Ca- nonici sem kom fram ásamt þeim Kristjáni og Heppner. Cura þversagnakenndur Ekki er Ijóst hver verður valinn fjórði tenórinn og lítið útlit fyrir að niðurstaða náist í því máli á næstunni. Hinum fransk-siki- leyska Alagna skaut upp á stjörnuhimininn í kjölfar upp- færslu Konunglegu ensku óper- unnar á Romeó og Júlíu Gounods 1994. Hann er glæsilegur söngv- EKKERT Reuters bendir til að tenóramir þrír hafi hug á að leggja sönginn á hilluna. Tenór óskast á svið Hörð gella í undirheimum KVIKMYJVDIR Stjörnubfó GLORIA ★★ Leikstjóri: Sidney Lumet. Handrit: Steve Antin, upp úr handriti John Cassavetes. Aðalhlutverk: Sharon Stone, Jeremy Northam og Jean-Lu- ke Figueroa. ÞAÐ ERU gefin örlög endurgerðra kvikmynda að vera bornar saman við frummyndina. Gloria er að upplagi hugarfóstur hins sérstaka leikstjóra John Cassavetes og lék eiginkonan Gena Rowlands Gloriu, og var góð í því hlutverki eins og öllum öðrum. Gloria er afslöppuð og hörð gella sem gefur undirheimakörlunum ekk- ert eftir þegar því er að skipta. Skyndilega situr hún uppi með strákpjakk nágrannanna sem voru drepnir af mafíunni, og Gloria, sem þolir ekki krakka, lærir ýmislegt af sambandi sínu við strákinn. Gloria er að sumra mati sísta mynd Cassavetes, en hún var samt fín og bar viss höfundareinkenni hans. Þessi endurgerð myndarinnar kemur mjög á óvart, þar sem ekkert er gert annað en að útþynna fyrri myndina á allan hátt. Höfundurinn reynir að skrifa nýtt handrit upp úr því gamla og tekst engan veginn jafn vel til. Léleg- um klisjum er troðið inn þar sem eng- ar voru, og annars staðar er handritið næstum óbreytt, og þetta samkrull verður ein allsherjar stílleysa. Sharon Stone getur vart talist góð leikkona, alténd stendur hún sig ekki vel í þessari mynd, en það gerir held- ur enginn annar leikari. Er ekki Sid- ney Lumet búinn að fá fimm tilnefn- ingar til Óskars fyrir leikstjórn? Datt hann á hausinn eða er hann orðinn ellihrumur? Af hverju gerir hann ekki sína eigin mynd? Sharon Stone verður aldrei Gena Rowlands og hann verður aldrei John Cassa- vetes. Þrátt fyrir útþynningu á öllum vígstöðvum á myndin nokkur ágæt atriði og þá helst þegar stráknum, sem Jean-Luke Figueroa leikur, tekst að heilla mann upp úr skónum. Svei mér ef hann er ekki besti leikar- inn í myndinni. Hildur Loftsdóttir Stórsveit- arsmellir á Ingólfstorgi STÓRSVEIT Reykjavíkur undir stjórn Sæbjörns Jónssonar leika létta stórsveitarsmelli fyrir gesti og gangandi í dag, föstu- dag, kl. 17. Efnisskráin verður í anda Frank Sinatra, Nat King Cole o.fl. og er við hæfí að í slíkri dagskrá fái sveitin til liðs við sig hinn landsþekkta söngv- ara og gleðigjafa Ragnar Bjarnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.