Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 42
M3 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Helgi Bjarnason fæddist á Prest- hólum í Núpasveit 9. október 1925. Hann varð bráð- kvaddur á Húsavík 28. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Kristjönu H. Helgadóttur, f. 8. nóvember 1905, d. 7. ágúst 1976 og Bjarna Ásmunds- " sonar, f. 26. október 1903, d. 22. mars 1989. Helgi ólst upp á Húsavfk frá tveggja ára aldri og bjó þar síð- an. Hann var elstur sjö bræðra en þeir eru: Ásmundur, f. 1927; Halldór, f. 1929; Hallmar Freyr, f. 1931, d. 1987; Hreiðar, f. 1934; Pétur, f. 1941 og Jón Ágúst, f. 1944. Helgi kvæntist hinn 6. júlí 1950 Jóhönnu Aðalsteinsdóttur, f. 15. ágúst 1924 frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal, dóttir hjónanna Ingibjargar Jónsdóttur, f. 10.3. 1901, d. 17.12. 1987 og Aðal- steins Jónssonar, f. 6.12.1895, d. 3.2. 1983. Börn Helga og Jó- hönnu eru: 1) Aðalsteinn, f. 13.9. 1949, viðskiptafræðingur, bú- settur á Akureyri, kvæntur Ágústu Á. Þorsteinsdóttur, f. 2.12. 1949, hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra eru: a) Helgi, f. 19.7. 1973, M.Sc. í alþjóðavið- skiptum, í sambúð með Ragnheiði Páls- dóttur, f. 8.11. 1976, háskólanema. b) Rósa, f. 19.7. 1973, kennari, í sambúð með Hiimari Ágústs- syni, f. 21.5. 1972, verkfræðingi. Þeirra sonur er Ágúst, f. 16.3. 1998. c) Krist- ján, f. 3.11. 1983, nemi. 2) Kristjana, f. 24.9. 1950, meina- tæknir, búsett í Kópavogi í sam- búð með Arnari Björnssyni, f. 22.5. 1958, fréttamanni. Dóttir þeirra er Kristjana, f. 16.8. 1990. Sonur Arnars er Egill, f. 22.8. 1980, nemi. Kristjana var áður gift Páli Friðrikssyni, f. 3.6. 1943 og eru börn þeirra: a) Jóhanna, f. 4.9.1969, húsmóðir, gift Jóni Arn- ari Baldurs, f. 20.3. 1968, við- skiptafræðingi. Börn þeirra eru Ása Karen, f. 7.12. 1992, Unnar Páll, f. 8.12. 1994 og Krislján Ingi, f. 31.8. 1998. b) Unnar Frið- rik, f. 22.9. 1973, háskólanemi, í sambúð með Auði Þorgeirsdóttur, f. 18.3. 1975, flugfreyju. 3) Bjarni Hafþór, f. 22.8. 1957, viðskipta- fræðingur, búsettur á Akureyri, kvæntur Laufeyju S. Sigurðar- dóttur, f. 26.11. 1958, BA í frönsku frá HÍ. Börn þeirra eru: a) Atli, f. 24.4. 1978, nemi. b) Anna, f. 25.1.1988.4) Helgi, f. 8.8. 1959, verkstjóri, búsettur á Akur- eyri, kvæntur Onnu Guðrúnu Garðarsdóttur, f. 5.10. 1960, sjúkraþjálfara. Börn þeirra eru: a) Hanna Sigrún, f. 10.4. 1982, nemi. Unnusti hennar er Davíð Þór Helgason, f. 10.5. 1980, nemi. b) Inga Steinunn, f. 9.10. 1985. c) Helgi Flóvent, f. 23.12. 1987. d) fna Rúna, f. 28.7. 1993. 5) Ingi- björg, f. 18.6. 1961, þjúkrunar- fræðingur, búsett í Kópavogi, gift Halldóri Benediktssyni, f. 16.11. 1959, lækni. Synir þeirra eru: a) Benedikt, f. 13.9.1987. b) Steinar, f. 7.3. 1989. Helgi stundaði sjómennsku frá 15 ára aldri á síldarbátum á sumrin og vertíðarbátum frá Suð- urnesjum og Reykjavík á vetrum. Árið 1949 keypti hann með föður sínum Svan TH-77 og gerði siðar út báta og rak fískverkun ásamt föður sínum og bræðrum til árs- ins 1971. Eftir það starfaði hann bjá Kaupfélagi Þingeyinga til árs- ins 1994. Hann var formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur frá árinu 1977 til 1991, formaður Stangveiðifélagsins Flúða 1974 til 1996 og sat í sljórn Safnahússins á Húsavík frá 1970 til dauðadags. Hann byggði húsið Grafarbakka árið 1946 og bjó þar til æviloka. Útför Helga fer fram frá Húsa- víkurkirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 14. HELGI BJARNASON Tengdafaðir minn var óvenju skemmtilegur maður, húmoristi af Guðs náð sem kunni þá list betur en margir að búa til ævintýri úr engu. Lítið hversdagslegt atvik varð að leikriti í frásagnarlist hans og við sem fengum að njóta urðum ríkari ■ fyrir vikið. Það sem maður er búinn að hlæja að öllum sögunum þínum og oftar en ekki voruð þið Jóhanna stödd í söguþræðinum miðjum. Við Didda hlökkuðum til að fá ykkur Jóhönnu í heimsókn nú í ágúst eins og til stóð. Við vorum búin að hugsa um að gera eitthvað skemmtilegt með ykkur, ætluðum meðal annars á fótboltamót um miðjan mánuðinn til þess að leyfa ykkur að fylgjast með dótturdótt- urinni í keppni. Hún var farin að hlakka til að fá ykkur Jóhönnu í heimsókn og gott ef hún ætlaði ekki að leggja sig sérstaklega fram í mótinu fyrir afa sinn og ömmu. En jjKvo tekur þú upp á að kveðja þenn- ' an heim. Það var svo eftir öðru að þú skyldir deyja nánast í fanginu á þínum besta vini, Nafna Héðins. Vart er hægt að hugsa sér fallegri ferðalok. Þú kveður Jóhönnu að Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Svemr Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ morgni, ferð niður fyrir Bakka, leggur netin og heilsar upp á Nafna Héðins í skúrnum. Þú deyrð á þeim stað þar sem þú áttir sumar þínar bestu stundir, innan um vini og fé- laga sem margir hverjir eru farnir yfír móðuna miklu. Þetta kalla ég að kveðja með reisn. En við áttum eftir að heyra margar fleiri sögur og hlæja með þér miklu lengur. En við hlæjum nú samt því sögurnar lifa sögumanninn. Núna þegar ég kveð tengdaföður minn rifjast það upp fyrir mér að fyrir nákvæmlega 20 árum stofnaði ég ásamt tveimur vinum mínum Víkurblaðið. Þessi tími var einstak- ur og mér er enn þá minnisstætt hvernig þú hvattir okkur til dáða. Þetta var mörgum árum áður en ég tengdist fjölskyldunni. Til marks um stuðninginn við brölt okkar í blaðaútgáfunni kom upp sú hug- mynd að kaupa prentsmiðjuna Tröð í Reykjadal til Húsavíkur. Vanda- málið var að lítið var um hentugt húsnæði á Húsavík. Þú taldir nú ekki vandkvæði á því og bauðst til þess að leyfa okkur að fá neðri hæðina í Grafarbakka undir prent- smiðjuna. Þetta var þér líkt, þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa ef málstaðurinn var réttur. Til þess Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg áOLSTEINAK 564 3555 Blómobúðtn öaúðskom v/ T-ossvogskirUjuga^ð Sími: 554 0500 Þegar andlát ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta ailra útfara á HöfuSborgarsvæSinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Alúlleg þjónusta sem bjrggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðannaehf. Vesturhlíð 2 - Fossvogi - Sími 551 1266 kom þó ekki því við hættum við kaupin. Ég veit að þú varst ekki bú- inn að bera þetta undir Jóhönnu þína en hún hefði samþykkt þetta umyrðalaust. Það verður vonandi fallegt veður í dag þegar þú verður til moldar borinn. Ég ætla að horfa út á Skjálfandann og kíkja á Kinnar- fjöllin. Kannski ná geislar ágústs- sólarinnar að leika sér á spegilslétt- um Flóanum. Sú mynd er öðrum myndum fegurri. Við andlát þitt er Húsavík góðum liðsmanni fátækari. Nú verður öðruvísi að koma í Graf- arbakka, þetta félagsheimili undan- farinna ára. Ásgarðsvegur 15 sem þú byggðir 22 ára að aldri hefur alltaf iðað af lífi. Þetta félagsheimili við Búðarána á Húsavík var alltaf öllum opið. Þangað kom fólk, borð- aði og gisti og skipti ekki máli hvað- an úr heiminum það kom. Að hugsa sér að heimili ykkur Jóhönnu héti Grafarbakki. Það var svo sem eftir grallaraskapnum í ykkur. Ég kveð þig, góði drengur, og þakka fyrir mig. Arnar Björnsson. Með örfáum orðum viljum við minnast Helga, tengdaföður og afa okkar. Dauði Helga var ótímabær en kringumstæður allar voru eins og hann hafði óskað sér og það þökkum við fyrir. Fyrir vikið verð- ur minningin um þennan sterka og skemmtilega persónuleika ennþá skýrari í hugum okkar. Ógleyman- legar eru fyrstu veiðiferðirnar sem ég fór í Reykjadalsá með Helga. Með honum veiddi ég fyrstu laxana. Tilfinningin og virðingin sem Helgi hafði fyrir veiðiskapnum og náttúr- unni allri var einstök. Öll náttúran var samfelld upplifun. Hann benti okkur á hnísur að stökkva úti á Skjálfandaflóa eða uglu sem sat úti í móa. Helgi hafði einstakt lag á að ná til afabarnanna enda varðveitti hann bamið í sjálfum sér. Hvers- dagslegir hlutir eins og að taka upp kartöflur, fara í berjamó eða fjalla- grös gerði hann að ævintýri sem okkur verða ógleymanleg. Stund- imar með Helga og Jóhönnu em eitthvað sem við eigum alltaf eftir að geyma í hjarta okkar. Steinar vill minnast afa síns með nokkmm línum. Afi minn, þú varst mér kær en farinn ertu til himna nú. Tárin renna af kinnum oss á meðan þú lifir í hjarta mínu. Halldór, Benedikt og Steinar. í upphafi var það rúnturinn á Cortínunni, bumbubílnum, sem dró okkur afa saman. Þá keyrðum við norður fyrir bæ og ég fékk að stýra. Það var alltaf jafn indælt þangað til við mættum lögreglunni, þá var mikill handagangur við að koma mér yfir í hægra sætið. Afi hafði ómælt gaman af þeim handa- gangi og ég held hann hafi ætíð reynt að mæta lögreglunni. Þegar þessar mætingar voru afstaðnar fórum við og keyptum hlaup. Það þótti mér góður kostur því afi var með falskar tennur og því helmingi lengur en ég með hvert stykki. Fyrir rúmum áratug breyttist andrúmsloftið hjá okkur afa. Ég hafði þá fengið krónískan áhuga á skipum og ekki var að spyrja að viðbrögðum hans. Þó ég væri ekki nema ellefu ára var ég einhvern veginn strax vígður inn í veiðisam- félagið fyrir neðan Bakka. Því fylgdu tilheyrandi selaróðrar í Sundið, fundahöld í skúmum hjá Helga Héðins og eilífar spekúla- sjónir úti á Gónhól, en þangað var iðulega farið- eftir lestur veður- frétta í útvarpinu. Grafarbakki var í mínum huga orðinn mikið „sálar- hospital" og það átti eftir að áger- ast með árunum. Það fór nefnilega svo að ég varð óskaplegur bóka- ormur og enn kom afi til skjalanna. Og nú í liði með ömmu. Grafar- bakki er eitt allsherjar bókaheimili og þar týndumst við afi og amma, hvað eftir annað, í óravíddum bókaheimsins. Við stúderuðum ógrynni af sjóarabókum með Skútuöldina í broddi fylkingar, komumst í kompaní við allífið með Þórbergi og bísnuðumst yfir landi og þjóð með Laxness. Þegar ég var aðeins farinn að stálpast, fór ég að fara í rjúpur með pabba. Hann var oft með ein- hverjum fleirum og þeir náttúru- lega hundvanir allir saman. Þá var gott að hafa afa með. Hann hafði alltaf tíma fyrir mig. Afi var þá orðinn slakur í hnjánum og var því oft í bílnum, sem hentaði byrjand- anum vel. Hann rúntaði bara þang- að til hann sá fugl og sagði mér svo tfl. Hann stóð við öxlina á mér þeg- ar ég skaut fyrstu rjúpuna og það er ógleymanlegt. Einnig veittist mér sá heiður að stunda með hon- um laxveiðar í Laxá í Aðaldal. Með afa voru þær alveg sérstakar. f upphafi veiðivaktar horfði maður til skiptis á hann og ána og hugs- aði; skyldi vera fiskur hérna? Manni fannst einhvern veginn að ef fískur væri á staðnum, yrði honum ekki lengri lífdaga auðið. Það var alltaf svo spennandi að veiða með afa. Flestir miklir veiðimenn bera virðingu fyrir náttúrunni. Vorin voru alveg sérstakur tími fyrir afa. Þá var gaman að fara austur á Húsavík og vera nokkra daga í Grafarbakka. Afi var fuglaspeking- ur mikill og við fylgdumst ætíð grannt með tilhugalífi fuglanna, varpinu og svo ungunum. Það var í þessum vorskoðunum okkar sem ég fékk flestar sögurnar frá hon- um. Um leið og við fylgdumst með allri þessari kviknun lífs, þá lærði ég um lífið sjálft. Afi fæddist fá- tækur, hann langaði að læra tónlist og var sleipur í kristnifræði. En hann var elstur margra bræðra á snauðu heimili og það gekk fyrir. Þrátt fyrir það dó hann ríkur. Með stórmerkilegri konu varð honum margra barna auðið, hann lifði og hrærðist í kompaníi við náttúruna og af því varð hann ríkur af tilfinn- ingu og næmi. Afi bar virðingu fyr- ir því sem mönnum ber að virða. Hann var samkvæmur sjálfum sér og mjög hjartahlýr, þó lífshlaupið hafi myndað utan um hann harða skel sem stundum var erfitt að sjá í gegnum. Rúmum sólarhring áður en afi dó, tókst mér að bjarga seiði úr svelti í Brunná í Öxarfirði. Mér auðnaðist ekki að segja honum frá því og fyrir vikið situr þetta atvik í mér sem eitthvað táknrænt milli okkar tveggja og stúderinga okkar um lífið og tilveruna. Seiðið mitt synti út í lífið um leið og hann féll frá. En afi kom sínu til skila og að því mun ég búa allt mitt líf. Atli Hafþórsson. Elsku afi. Við minnumst með þakklæti þeirra yndislegu stunda sem við áttum með þér. Það hefur alltaf verið okkur ómetanlegt að koma til ykkar ömmu í Grafarbakka sem við höfum ávallt litið á sem okkar annað heimili. Þetta á ekki síst við á síðustu árum er við vorum bæði búsett erlendis því þá skynjuðum við betur en nokkru sinni hvar ræt- ur okkar í rauninni liggja. I sumar, þegar við fluttum til landsins á ný ásamt fjölskyldum okkar, hlökkuð- um við til þess að geta loks átt enn fleiri stundir með þér. Þær stundir urðu því miður alltof fáar. Elsku afí, þú kenndir okkur svo margt, margt sem við munum reyna að miðla áfram til okkar af- komenda. Alla tíð lastu mjög mikið og þú lagðir mikla áherslu á að við bærum virðingu fyrir hinu mikil- væga gildi hins ritaða máls. Alltaf höfum við getað leitað til ykkar ömmu eftir ýmsum fróðleik enda er bókasafnið ykkar í Grafarbakka alveg einstakt. Söngur og tónlist voru þér einnig afar hugleikin. Þú varst söngmaður mikill og það var alltaf svo ljúft og skemmtilegt að hlusta á þig syngja sterkum rómi. Við munum sérstaklega eftir stundun- um þegar þú sameinaðir fjölskyld- una við jólatréð ykkar og við sung- um og dönsuðum í kring. Þú naust þess að vera úti í nátt- úrunni og varst mikill veiðimaður. Þú talaðir títt um veðrið, fuglana, berjasprettuna og kartöfluupp- skeruna og ósjaldan lögðum við upp í ævintýraferðir með þér og ömmu um Húsavík og nágrenni. Það eru ógleymanlegar stundir sem kenndu okkur að bera virð- ingu fyrir náttúrunni. Umfram allt var það fjölskyldan sem skipti þig mestu máli og við fundum alltaf hversu stoltur og hreykinn þú varst af okkur öllum, konu þinni, afkomendum ykkar og mökum þeirra. Þú miðlaðir til okkar hinu mikilvæga gUdi fjölskyldunnar og þér leið aldrei betur en þegar við vorum sem allra flest samankomin. Þér var t.d. umhugað um að allir hefðu nóg að bíta og brenna og við minnumst þeirra stunda er við sát- um í eldhúsinu hjá ykkur ömmu og vorum búin að borða okkur pakksödd af dýrindis mat. Þá heyrðist ósjaldan frá húsbónda- stólnum: „Er ekki eitthvað á eftir?“ Já, afi, minningarnar um þig, þitt ljúfa bros og smitandi hlátur munu svo sannarlega ylja okkur um ókomna tíð. Við þökkum fyrir þau forréttindi að hafa átt þig fyrir afa. Guð geymi þig, elsku afi. Þín Helgi (Nafni) og Rósa. Helgi Bjamason í Grafarbakka er allur, varð bráðkvaddur niðri í skúr hjá nafna sínum og vini, Helga Héðinssyni. Þótt dauðann hafi borið þannig brátt að og sé sár fyrir aðstandendur finnst mér ein- hvern veginn að þessi elsti föður- bróðir minn hafi ekki getað dáið á „réttari" stað nema ef vera skyldi í nýbyggingunni undir væntanlegt sjóminjasafn í Safnahúsinu á Húsa- vík. Helgi var elstur sjö bræðra, sem oftast voru kenndir við torfbæinn Grafarbakka, sem stóð norðan og austan Ásgarðsvegar 15 sem síðar, eða frá 1948, varð heimili Helga og Jóhönnu Aðalsteinsdóttur, konu hans, svo og foreldra Helga, Krist- jönu Hólmfríðar Helgadóttur og Bjarna Ásmundssonar. Helgi fæddist raunar austur á Presthól- um í Núpasveit en þar voru for- eldrar hans þá í vinnumennsku. Ársgamall fluttist hann með þeim til Húsavíkur og átti þar heima æ síðan. Ef eitthvað öðru fremur setti mark á æskuár Helga og annarra bræðra hans sem næstir voru hon-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.