Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 40
30 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERNA GUÐRÚN t EINARSDÓTTIR + Erna Guðrún Einarsdóttir fæddist í Phila- delphia, Bandaríkj- unum 24. júlí 1944. Hún lést á krabba- meinsdeild Lands- spítalans 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Halldóra Oskarsdóttir, f. 27.2. 1925, d. 30.10. * 1993, og Melvin Gerald Waters, f. 13.1. 1921, d. 16.5. 1983. Þau skildu. Seinni eiginmaður Halldóru og kjörfaðir Ernu Guðrúnar var Einar Sigurðsson, hæstaréttar- lögmaður, f. 22.4. 1923, d. 29.9. 1994. Erna Guðrún var elst fjögurra systra. Þær eru: Dóra Geraldine Einarsdóttir, f. 1946, Þuríður Einarsdóttir, f. 1956, og Guðrún Einarsdóttir, f. 1957. Árið 1964 giftist Erna Guð- rún Emil Theodóri Guðjónssyni, f. 7.1. 1945. Dætur þeirra eru: í dag kveð ég þig, elsku mamma. Fram streyma endalausar minning- ar um þig. Þú varst vönduð á allan hátt, traust, áreiðanleg og hjarta- hlý. Þú barðist við sjúkdóminn af hugrekki. Gekkst í gegnum margar erfiðar lækningarmeðferðir en varst ákveðin í að gefast aldrei upp. Ávallt svo hugrökk og sterk. Fegurð þín kom jafnt utan frá sem innan. Þitt dökka yfírbragð, þín fallegu dökkgrænu augu, þitt einlæga bros og þín fágaða fram- "%oma. Þú varst alltaf tignarleg kona. Þér líkaði ekki sjálfshreykni eða uppivöðslusemi í fari fólks, né hvers kyns hégómi eða smáborg- araháttur. Mast þú menn að verð- leikum eftir látleysi þeirra og hóg- værð. Ég er þakklát íyrir öll þau ár er við áttum saman og þá yndislegu daga þegar þú komst að heimsækja mig til Kaupmannahafnar í október síðastliðnum. Kaupmannahöfn var þér ætíð ofarlega í huga þar sem þú dvaldist þar á æskuárum þínum. Það var unaðslegt að geta notið þess að sitja og tala saman á dönsk- um kaffihúsum og spókað okkur í j£ínum antikverslunum. Antik og arkitektúr voru þér mikið áhuga- mál, enda bjóstu þér og okkur afar fallegt og virðulegt heimili. Það er svo sárt að missa þig og ótímabært. Ég kveð þig, elsku mamma, með söknuði, og þakka þér traustið og allt sem þú kenndir mér. Nú fínn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, foma hijóma, fínn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aidrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörðu. '*T > Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Fú varst mitt blóm, mín borg, mín harpa og eldur. (Davíð Stef.) Guð geymi þig. Þín Theodóra. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, viðGuðþúmáttnú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, Wf hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Halldóra, f. 2.12. 1963, og Theodóra, f. 19.9. 1970. Þau skildu. Erna Guð- rún hóf síðar sam- búð með Sigurði J. Kristjánssyni, f. 21.3. 1944. Dóttir þeirra er Guðríður Arna, f. 13.8. 1979. Barnabörn Ernu Guðrúnar eru __ tvö, Erna Katrín Árna- dóttir, f. 12.10. 1989, og Pétur Theodór Árnason, f. 4.6. 1995. Árið 1961 hóf Erna Guðrún störf hjá Hagstofu íslands og starfaði þar til ársins 1973. Hóf hún þá störf hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík þar sem hún starf- aði til ársins 1998 og síðasta starfsárið hjá Tollstjóranum í Reykjavík. Utför Ernu Guðrúnar fer fram frá Fríkirkjunni í Reykja- vík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú. I eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson.) Elsku mamma mín. Ég þakka þér fyrir öll þau ár sem við áttum saman, og kveð þig með söknuði. Þín Guðríður Arna. Elsku mamma mín. Ég sit hér umkringd blómum frá ættingjum og vinum, og ég sé þig fyrir mér brosandi innan um gleym mér ei og blágresi. Það er svo sárt að þú skulir vera farin en þú ert laus við veikindin og sú hugsun gerir þetta þolanlegra. Hvernig þú tókst á veikindum þínum er ólýsan- legt, slíkur var dugnaðurinn og alltaf varstu að hlífa okkur við óþarfa áhyggjum. En þannig varst þú allt þitt líf. Það er svo margt sem kemur upp í hugann, svo margt sem ég er þakklát fyrir. Sérstaklega það að börnin mín fengu að kynnast ömmu sinni. Þú hafðir sérstakt lag á börnum og þau hændust að þér. Erna Katrín saknar þín, þið voruð svo góðar vinkonur. Pétur Theodór er enn of ungur en hann veit að þú ert ekki lengur á Ránargötunni heldur engill hjá Guði. Brátt verða barnabörnin þrjú talsins þegar Guðríður Ama og Örn eignast sitt fyrsta barn eftir um það bil tvær vikur. Það verður mikil gleði fyrir okkur öll. Elsku góða mamma mín, hafðu þökk fyrir allt, minning þín lifir í hjarta mínu. Halldóra. Ég kveð þig með söknuði, elsku systir. Við áttum svo margt sam- eiginlegt þó við værum andstæður. Við vorum ólíkar, en samt ein heild. Við vorum Erna og Bíbí, óað- skiljanlegar. Ég kveð þig með ljóði eftir góðan dreng. Ég vildi ég gæti verið blóm verið í garði þínum dáðst að þér og dáið svo draumaheimi mínum. Þá gengir þú um garðinn þinn og grétir að blómi mínu höndunum þínum hefðirðu mig að hjarta þínu. (Vilmundur Gylfason.) Ég veit að Gudda mun taka vel á móti þér og hugsa um þig eins og hún alltaf gerði. Þín systir, Bíbí. Með sárum söknuði kveðjum við Emu systur okkar í dag. Eftir MINNINGAR fimm ára baráttu hefur hún beðið lægri hlut í stríðinu við sjúkdóminn illvíga. Baráttuna háði hún af dugnaði og kjarki á sinn hljóðláta hátt. Hjá okkur, sem eftir sitjum, skilur Éma eftir sig ómþýðan og sterkan hljóm minninga. Fimmtíu og fimm ára ævi er bæði löng og stutt. Erna fæddist í Bandaríkjunum 1944, hún var „lýð- veldisbarn“ og hún átti sterkar rætur í gamla tímanum, rætur með dönskum keim, sem hún hlúði að og ræktaði. Eftir að leiðir mömmu og föður Ernu skildu fór mamma með dæt- ur sínar tvær aftur í föðurhús að Ingólfsstræti 21, þar sem þær bjuggu þar til mamma giftist föður okkar, Einari Sigurðssyni, snemmárs 1956. Pabba þótti strax mjög vænt um Emu og var hún alla tíð í mestu uppáhaldi hjá hon- um, sem annars vildi aldrei gera upp á milli okkar dætranna. I bók um afa okkar „Óskars sögu Halldórssonar" er getið síðustu dagbókarfærslu hans frá 24. des- ember 1952: „Þegar þetta er skrif- að er kl. 19 að kvöldi. Þá hefi ég og bamabörnin mín, Bíbí og Erna, verið tvo undanfarna tíma að punta jólatréð og láta sælgæti í jólapok- ana. Síðan kl. 20 koma börn mín og bamabörn hingað í Ingólfsstræti 21. Þá förum við fyrst upp í kirkju- garð og leggjum grenihríslur á leiði Guðrúnar heitinnar...“. Þremur vikum síðar var afi allur. Guðrún amma lést 1939 en við lát hennar tók mikil vinkona hennar, Guðríður Jakobsdóttir, Gudda, að sér heimilið. Ema bast Guddu sterkum tryggðarböndum, Gudda var henni sem fóstra og minntist hún hennar ætíð með einlægri hlýju og söknuði. Um hver jól lagði Erna grenihríslur á leiði Guddu. Þakklæti mömmu í garð Guddu var alltaf ljóst. Ema bar hlutverk sitt sem elsta systir í okkar fjögurra systra hópi með stakri prýði: rólynd, falleg, vönd að virðingu sinni, ávallt vel til fara, staðföst, vandvirk og iðin, hélt í heiðri gamlar hefðir, var glöðust og naut sín best í nánum hópi. Áhugamál Ernu vom gamli tím- inn og ættfræði, gamla Reykjavík, gamla Kaupmannahöfn og hún elskaði og safnaði fallegum göml- um munum. Sem barn hafði Erna farið til Kaupmannahafnar með Guddu og til Kaupmannahafnar fór hún sína síðustu utanlandsferð sl. haust í heimsókn til dóttur sinn- ar, Theodóru, og fann í leiðinni einn antíkmun eða tvo í safnið. Smátt og smátt skapaði hún af smekkvísi heilan heim með göml- um munum, heimili sem gott var að koma á. 17 ára gömul fór Erna til starfa á Hagstofu Islands og vann þar í tólf ár. Hún talaði alltaf vel um veru sína þar. 19 ára giftist hún Emil Theodóri Guðjónssyni og eignaðist með hon- um tvær dætur, Halldóru, sem var fyrsta barnabarn í báðum fjöl- skyldum og augasteinn allra, og sjö árum síðar Theodóru, eða Theobínu eins og pabbi kallaði hana gjarnan og var hún ekki síður augasteinn. Eftir skilnað sinn urðu samverustundir okkar og Ernu tíðari á Sunnubrautinni hjá mömmu og pabba. Það var oft sól á Sunnubrautinni og þegar við vor- um öll saman, mamma og pabbi, Erna, Bíbí og undirritaðar, og tengdasynir og barnabörn sem komu eitt af öðru, þá var eitthvað svo sérstaklega gott að vera til. Samband Ernu og Bíbíar var að vonum náið, þær í senn ólíkar og líkar, og oft hlógu þær innilegum systrahlátri. Árið 1973 hóf Erna störf hjá' Gjaldheimtunni í Reykjavík þar sem hún var skrifstofumaður til dauðadags, síðasta árið í veikinda- leyfi sem starfsmaður Tollstjóra- embættisins. í Gjaldheimtunni kynntist hún eftirlifandi manni sín- um, Sigurði J. Kristjánssyni deild- arfulltrúa. Hann reyndist henni traustur samferðamaður og sam- band þeirra var gott. Þau voru jafnaldrar, þau unnu saman, áttu heimili saman og varð einnar dótt- ur auðið, Guðríðar Örnu. Erna og Siggi byggðu sér stórt og myndarlegt hús við Jórusel þangað sem þau fluttu með dæt- urnar þrjár. Tíu árum síðar kusu þau að færa sig nær miðbænum og vinnustað og keyptu gamalt hús við Ránargötu frá árinu 1906. Um sama leyti greinist Erna með sjúk- dóminn. Hún lét ekki bilbug á sér finna og samhent unnu þau að því að ljúka við að gera húsið upp. Hann treysti alla út- og innviði af sinni sérstöku elju og nákvæmni og hún sinnti innréttingum, innan- stokksmunum og garðinum. Yndis- legt er að koma á heimili þeirra, sem lýsir af vandvirkni og fegurð. Erna og Siggi ferðuðust mikið saman um landið. Sem barn og unglingur var Erna mörg sumur í sveit í Munaðarnesi í Borgarfirði og fóru hún og Siggi þangað á hverju sumri til dvalar í orlofshús- um, sem lágu einmitt þar sem hún var vön að sækja kýrnar. Þá dvöld- ust þau nokkrum sinnum á sumri á æskustöðvum Sigga að Mel í Stað- arsveit á Snæfellsnesi í einni feg- urstu sveit landsins. Þaðan fóru þau gjaman í dagstúra á sögustaði á Vesturlandi. I hógværð sinni var Erna mjög stolt af dætrum sinum þremur og ömmubörnunum tveimur, Ernu Katrínu og Pétri Theodóri. Sárt er til þess að vita að þriðja ömmu- bamið sem Guðríður Arna gengur með skuli ekki fá að njóta samvista við hana. Við vottum Sigga, Halldóm, Theodóru, Guðríði Órnu og fjöl- skyldum þeirra dýpstu samúð vegna fráfalls Emu. í trausti og vissu um að mamma, pabbi og Gudda séu með Ernu systur okkar í ömggum höndum guðs, kveðjum við hana með söknuði og þakklæti. Lillý og Guðrún. Erna Einarsdóttir er látin, alltof fljótt, aðeins rúmlega 55 ára. Ég hitti Ernu fyrst skömmu eftir að ég kynntist systur hennar, Bíbí, sem varð eiginkona mín fyrir níu árum. Varla er hægt að ímynda sér ólík- ari systur. Þær voru sem dagur og nótt. Bíbí er ljós yfirlitum, kát og hláturmild. Ema var dökkhærð og ákaflega hlédræg. Hún var ekki margmál nema Bíbí væri nálæg. Þá skemmtu þær sér konunglega, spjölluðu og hlógu. Slík áhrif hafði Bíbí á Ernu. Bíbí og Erna töluðu saman á hverjum degi, ef þær hittust ekki, þá í síma. Það var sama hvort við vomm hér heima, á Kanaríeyjum, í Karíbahafinu, London eða Kali- fomíu. Bíbí hringdi í Ernu næstum á hverjum degi. Það var nærri því eins og Erna væri með okkur, hvert sem við fórum. Svo nánar vom þær, næstum eins og tvíbur- ar. Nú syrgir Bíbí hluta af sjálfri sér. Erna er sú þriðja í fjölskyldu sinni sem hefur látist nú á fáum ár- um eftir langvinna baráttu við krabbamein. Fyrst lést móðir hennar, Halldóra Óskarsdóttir, síð- an faðir hennar, Einar Sigurðsson, og nú Ema sjálf. Megi Guð gefa að áföllunum linni. Það er mér ógleymanlegt að hafa séð þær systumar saman, Bíbí sagði frá og þær grétu af hlátri þangað til ég hélt að þær yrðu veikar. Þannig vil ég minnast Ernu, með Bíbí. Með þessum orðum vil ég kveðja sérstæða, hugljúfa konu. Vertu sæl, Erna. Megir þú hvíla í friði. Tom Holton. Með sorg í hjarta kveðjum við móðursystur okkar Ernu, sem fór allt of fljótt frá okkur. Sigga, Halldóm, Theodóru, Guð- ríði og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Megi Guð styrkja ykkur á þessum erfiða tíma og alla tíð. Góða nú þér gefi nótt guð af fóðurkærieik sínum. Vertu sæl og sofðu rótt, sorgartár af kinnum þínum þerri svefnsins hulda hönd, hægan, væran blund þú eigir, svo, er gyllir sunna lönd, sæl þú aftur vakna megir. (Hannes S. Blöndal) Inga Dóra, Halldóra Lillý, Einar Helgi, Jóhann Óskar. RAGNAR SIGURÐSSON + Ragnar Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 8. maí 1921. Hann lést 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurður Páls- son frá Eyri við ísa- fjörð, f. 15.1. 1879, sjómaður á ísafírði og síðar togarasjó- maður í Reykjavík og kona hans Sesselja Guðmunds- dóttir frá Hrólfs- staðahelli á Landi, f. 15.12. 1884. Þau eru bæði látin. Ragnar átti einn bróður, Guðmund, f. 27.11. 1917, d. 5.11. 1990. Hálfsystir samfeðra var Valgerður Sig- urðardóttir, f. 30.7. 1913, d. 18.9. 1986, móðir hennar var Margrét Kristín Árnadóttir. títför Ragnars fer fram frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég er þakklátur fyrir það að hafa fengið að kynnast Ragnari móðurbróður mínum, en það gerð- ist ekki fyrr en í sjötugsafmæli móður minnar, 30. júlí 1983, en þá sá ég hann og Guðmund bróðir hans í fyrsta sinn. Ragnar var með- almaður á hæð, dökkhærður og grannur. Þeir bræður héldu saman heimili á Arnargötu 10 hér í borg, en eftir að Guðmundur bróðir hans lést, bjó Ragnar einn í húsinu við Arnargötuna. Oft kom ég í heim- sókn til þeirra bræðra og voru þær heim- sóknir bæði skemmti- legar og fræðandi, því báðir voru þeir vel lesnir og höfðu þeir mjög gaman af því að ræða bókmenntir, sér- staklega um ljóð. Guð- mundur skólaskáld var móðurbróðir þeirra og í miklum metum hjá báðum. Þeir ferðuðust víða bæði innanlands og ut- an og Ragnari var það einkar lagið að segja frá þessum ferðum og gera þær bæði skemmtilegar og lifandi. Ég fór með Ragnari í margar ferðir bæði hér í Reykjavík og víðar eftir að Guðmundur bróðir hans lést. í þessum ferðum, þó ekki væru þær langar, sagði hann mér frá ýmsu um bæði byggingar og fólk sem þar hafði búið og starfað, en Reykjavík og samtímafólk hans vakti honum mikinn áhuga. Hann las allt sem hann náði í um Reykja- vík, enda var hann fróður um sögu borgarinnar. Síðustu árin dvaldi Ragnar á elliheimilinu Grund og naut þar sérstaklega góðrar um- önnunar frábærs starfsfólks, fyrir það viljum við þakka af alhug. Guð blessi og varðveiti minningu þína, Ragnar minn. Þú munt lifa í huga mínum og fjölskyldu minnar um ókomna tíð. Gunnar Reynir Antonsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.