Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR GUNNLAUGUR E. BRIEM + Gunnlaugur Eg- gertsson Briem var fæddur á Sauð- árkróki 5. febrúar 1903. Hann andað- ist á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 28. júlí síðastliðinn. For- eldrar Gunnlaugs voru Eggert Olafur Briem, sýslumaður á Sauðárkróki og 'fc' síðar hæstaréttar- dómari, f. 25. júlí 1867, d. 7. júlí 1936, og Guðrún Jóns- dóttir Briem, frá Auðkúlu í A- Hún., f. 11. maí 1869, d. 10. jan- úar 1943. Foreldrar Eggerts voru Eggert Ólafur Briem Gunnlaugsson, sýslumaður á Reynistað í Skagafirði, f. 15. október 1811, d. 11. mars 1894, og Ingibjörg Eiríksdóttir Sverr- issonar sýslumanns í Rangár- vallasýslu, f. 16. sept. 1827, d. 15. sept. 1890. Faðir Eggerts var Gunnlaugur Guðbrandsson, f. 13. janúar 1773, er tók upp v nafnið Briem. Foreldrar Guð- rúnar voru Jón Þórðarson, pró- fastur á Auðkúiu, f. 3. okt. 1826, d. 13. júní 1885, og Sigríður Ei- ríksdóttir, f. 18. febrúar 1830, d. 23. mars 1916. Systir Gunn- laugs var Sigríður Briem Thor- steinsson, f. 9. júlí 1901, d. 2. júlí 1998, maki Magnús Sch. Thorsteinsson forstjóri, f. 4. okt. 1893, d. 31. okt. 1974. Hinn 5. júlí 1930 kvæntist Gunnlaugur Þóru Garðarsdótt- ur Briem, f. 25. júlí 1905, d. 18. janúar 1999. Foreldrar Þóru voru Garðar Gíslason stórkaupmaður, f. 14. júní 1876, d. 11. febr- úar 1959, sonur hjón- anna Gísla Ásmunds- sonar og Þorbjargar Olgeirsdóttur á Þverá í Dalsmynni, og Þóra Sigfúsdóttir, f. 1. okt. 1874, d. 9. okt. 1937, dóttir hjónanna Sigfúsar Guðmundssonar og Margrétar Kristjáns- dóttur frá Varðgjá í Eyjafirði. Börn Gunnlaugs og Þóru eru: 1) Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 21.3. 1932, gift Þráni Þórhalls- syni prentsmiðjustjóra; börn þeirra eru Gunnlaugur viðskipta- fræðingur, kvæntur Sigríði Ein- arsdóttur, börn þeirra eru Anna Guðrún og Einar; Þórhallur forn- leifafræðingur, kvæntur Sif Ormarsdóttur, börn þeirra eru Þráinn og Óttar; Magnús Þór verkfræðingur, kvæntur Silke Þráinsson, barn þeirra er Catherine, og Þóra hjúkrunar- fræðingur, gift Jóni Einarssyni, barn þeirra er Ragnar Már. 2) Eggert Þórir læknir, f. 15.6. 1937, d. 3.2. 1983, kvæntur Hall- dóru Kristjánsdóttur, sem nú er látin; börn þeirra eru Gunnlaug- ur Þór, Birnir Kristján, Eggert, sambýliskona Bryndís Björns- dóttir, og Hrund, sambýlismaður Gunnlaugur Jónsson, barn þeirra er Andri Már. 3) Garðar tækni- fræðingur, f. 1.7.1945, kvæntur Hrafnhildi Egilsdóttur skrif- stofustjóra; börn þeirra eru Eg- ill lífefnafræðingur, Gunnlaug- ur Einar nemi, sambýliskona Alda Bragadóttir, og Þóra Björg nemi. Gunnlaugur lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1922 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands 1927. Gunnlaugur hóf störf í atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu 1927, var skipaður fulltrúi þar 1930 og skrifstofustjóri 1944. 1947 var hann skipaður skrif- stofustjóri og síðar ráðuneytis- stjóri í atvinnumálaráðuneytinu og síðar landbúnaðarráðuneyt- inu og veitt lausn frá störfum vegna aldurs 1973. Gunnlaugur var dómari í Félagsdómi frá 1938 til 1974, skrifstofustjóri títflutningsnefndar 1939 til 1943, sat í viðskiptaráði 1943 til 1945 og allan sinn starfsferil sat hann í fjölda veigamikilla nefnda á sviði innanríkis- og ut- anríkismála. Árið 1965 var Gunnlaugur kjörinn heiðursfé- lagi Skógræktarfélags íslands, hlaut riddarakross hinnar ís- lensku fálkaorðu 1946, stór- riddarakross 1952 og stórridd- arakross með stjörnu 1963. 1946 hlaut hann frelsisorðu Kri- stjáns tiunda og kommandör- kross sænsku Vasaorðunnar, riddarakross norsku st. Olavs- orðunnar 1947, annars stigs kommandörkross Dannebrogs- orðunnar 1948 og fyrsta stigs kommandörkross Dannebrogs- orðunnar 1956. títför Gunnlaugs E. Briem fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Afi minn Gunnlaugur E. Briem er látinn, 96 ára að aldri. Hann var merkur maður, ákveðinn og trúr sinni sannfæringu en í senn réttlátur og réttsýnn. Eins og eflaust aðrir munu fjalla betur um en ég, átti afi farsælan feril að baki sem ráðuneyt- isstjóri og voru þjóðfélagsmálin hon- um ávallt ofarlega í huga. Til að fylgjast með hlustaði hann ávallt á fréttir og las dagblöð eins lengi og honum gafst þrek til. Hann var ekki alltaf sammála gangi mála og þá daga sem ég heimsótti afa fóru fréttatímarnir ekki fram hjá mér. Afi átti stóran þátt í uppvexti okk- ar systkina. Við bárum mikla virð- ingu lyrir honum og það sem hann i0,agði voru lög í okkar huga. Göngu- ferðir við Tjöraina voru fastir liðir og var tíminn notaður til að fræðast um fuglalífið og náttúruna. Aldrei fórum við frá afa án þess að fá súkkulaði og ef hætta var á að birgð- irnar væru á þrotum, var tekinn smá krókur í gönguferðinni og komið við í súkkulaðihúsinu, sem reyndist vera BSI. Afi barst aldrei á, hann var ró- legur að eðlisfari og leið best í róleg- heitum með ömmu og fjölskyldunni. Þau áttu sinn sælureit í sumarbústað við Elliðavatn, en þangað var haldið þegar kostur var. Þau voru miklir áhugamenn um skógrækt og unnu þar mikið starf við trjárækt og upp- græðslu landsins. v Söknuður afa var mikill þegar hánn sá á eftir ömmu snemma á þessu ári. Þau voru samhent í einu og öllu og eftir að hann kvaddi hana í síðasta sinn, var sem honum fyndist hlutverki sínu hér lokið. Ég á margar yndislegar endur- minningar um þau bæði, sem ég geymi í hjarta mínu. Er ég bæði stolt og þakklát fyrir að vera grein af þeirra tré. Þóra Þráinsddttir. Genginn er Guðs á vald frændi gpuinn og náinn vinur, Gunnlaugur E. Briem. Gunnlaugur náði háum aldri, varð elstur lifandi lögfræðinga hér á landi. Við andlát hans Iýkur merkum kafla og löngum, í langri ættarsögu. Samfelldur ferill fjögurra kynslóða embættismanna og lögfræðinga er að baki. Faðir hans, afi og langafi gegndu ^lir sýslumannsembættum. Lengst af naut Gunnlaugur góðrar heilsu en svo fór hin síðari ár að hún varð und- an að láta. Þó var hann svo vel á sig kominn á níræðisafmæli sínu að hann bauð til samkvæmis, vinum og ættingum. Við það tækifæri hélt hann eina af sínum eftirminnilegu ræðum. Minntist hann margs sem á daga hans hafði drifið. Meðal annars þess þegar hann dag nokkurn 6 eða 7 ára gamall var að leika sér fyrir ut- an hús fjölskyldunnar að Tjamar- götu 28 en ráðherra íslands gekk framhjá á leið sinni frá ráðherrabú- staðnum upp í stjórnarráð. Ráðherr- ann var barngóður, þekkti drenginn vel, lagði höndina á kollinn á honum og spurði hvernig námið gengi. Gunnlaugur var sagður hafa svarað með þessum orðum: „Heyrðu Hann- es, þarf maður að kunna að lesa til þess að geta orðið sýslumaður?" Þá hló ráðherra íslands og þótti ljóst hvert hugurinn stefndi. Vafalaust var þetta ekki fyrsta samtal Gunn- laugs við valdamesta mann þjóðar- innar og fráleitt það síðasta því að lífsstarf hans og starfsferill eftir að laganámi lauk voru nær samfelldar viðræður við ráðherra hverrar ríkis- stjórnarinnar á fætur annarri. Þegar Gunnlaugur var að því spurður í lok farsæls ævistarfs í stjórnarráðinu hvaða ráðherra, sem hann hafði átt samstarf við, honum hefði þótt mest til koma, svaraði hann því af hæversku, að þeir hefðu allir verið góðir og miklir mannkosta menn. Þó mátti á stundum í þrengri hópi á honum skilja að á sumu a.m.k. hefði Ólafur Thors haft þar hælana sem aðrir höfðu tærnar. Gagnkvæmt traust Ólafs og Gunnlaugs var al- kunnugt enda lá hvorugur á áliti sínu á hinum. Vera má að ekki hafi það dregið úr dálæti Gunnlaugs á Ólafi að þeir Thor, bróðir Ólafs, voru æskuvinir og samstúdentar í þeim merka árgangi sem útskrifaðist úr MR vorið 1922. Lásu þeir saman hluta af lögfræðinni m.a. vestur á Bjamarhöfn á Snæfellsnesi, þar sem Thor Jensen rak þá stærðar fjárbú og hafði látið reisa þau fjárhús, sem betur þóttu innréttuð en híbýli manna víða annars staðar. Um gagn- kvæmt traust Gunnlaugs og Ólafs voru til margar sögur sem hér yrði of langt upp að telja. Er ekki ólíklegt að Gunnlaugur hefði tekið undir þau ummæli sem dr. Benjamín Eiríksson viðhafði í sjónvarpsviðtali nýlega að Ólafur Thors hefði getað orðið for- sætisráðherra í hvaða landi sem væri. Gunnlaugi þótti ekki síður vænt um traust þeirra ráðherra sem hann starfaði með en voru af öðrum stjórnmálaflokkum en þeim sem hann var talinn hlynntastur. I ráð- herratíð Hermanns Jónassonar kom stuðningsmaður hans af Ströndum bálreiður í stjórnarráðið vegna af- greiðslu á erindi sem hann hafði þangað sent en svarað var með bréfi undirrituðu af ráðherranum sjálfum. Þegar kjósandinn skammaði þing- mann sinn fyrir þessa afgreiðslu á erindinu sagði Hermann: „Hann Gunnlaugur getur látið mig skrifa undir hvað sem er.“ Þessi ummæli bárast Gunnlaugi og þau mat hann mikils. Títt var við stjórnarskipti að nýir ráðherrar, kraftmiklir og at- orkusamir, hugðust láta til sín taka í ráðuneytinu og framkvæma þar breytingar. Gunnlaugur tók öllu slíku af skilningi og með jafnaðar- geði en leiddi þeim fljótlega fyrir sjónir hvað þeim og ráðuneytinu væri fyrir bestu, enda bjó hann yfir áralangri reynslu, auk þess að vera mikill mannþekkjari. Ef fast var að sótt um óæskilegar breytingar eða aðgerðir var að mæta samstæðum hópi starfsbræðra Gunnlaugs, þá sérstaklega þeim Sigtryggi Klem- entssyni og Þórhalli Ásgeirssyni. Þann múr var engum stjórnarmanni fært að rjúfa. Að sjálfsögðu kom það á stundum til umræðu, hvort Gunn- laugur væri fáanlegur til að bjóða sig fram til þings og valda á því sviði. Það hvarflaði ekki að honum. Hann hafði öll þau völd sem hann gat ósk- að sér og jafnvel meiri því stundum varð hann eins og gefur að skilja að taka ákvarðanir sem fóra í bága við hagsmuni vina hans og þeirra sem hann vildi vel. I annan stað voru völd hans meiri en stjórnmálamanna því hann var óháður kjósendum eða hagsmunahópum og gat því með frjálsari hætti beitt valdi sínu en þeir sem þurfa að taka tillit til næstu kosninga við ákvarðanatöku sína. Þótt stjórnmálamönnum þætti á stundum nóg um vald ráðuneytis- stjóra vora þeir að öðram þræði því fegnir. Það auðveldaði þeim á stund- um að svara óskum kjósenda sinna og kröfum á þá leið að Gunnlaugur segði að þetta væri ekki hægt. Þann úrskurð virtu menn. Gunnlaugur Briem var allra manna trygglyndast- ur og mestur höfðingi heim að sækja. Áram saman hlökkuðu sam- starfsmenn hans í stjórnarráðinu til heimsóknar að Tjarnargötu 28, að lokinni móttöku í ráðherrabústaðn- um á nýársdag. Hátíðlegheitin og formfestan vora skilin eftir hjá ráð- herranum og upp tekið léttara hjal og ekki brást það áratugum saman að á afmælisdag hans kölluðu þau Gunnlaugur og Þóra til sín samstúd- enta hans og maka með fjölskyld- unni og veittu höfðinglega. Það var glaður hópur meðan þeirra naut við, Kristjáns augnlæknis og Bjama frá Geitabergi og Ólafs Helgasonar. Samband þeirra samstúdentanna frá 1922 var alla tíð mjög náið og vinátta mikil þeirra í milli. Þó var e.t.v. vin- átta Gunnlaugs og Kristjáns Sveins- sonar mest og táknrænt um hana hvernig andlát Kristjáns bar að. Þeir bekkjarbræður höfðu sest niður hlið við hlið til myndatöku af hópnum og beðið var eftir að myndin yrði tekin þegar höfuð Kristjáns hneig niður að öxl Gunnlaugs og hann var allur. Um síðir mátti Gunnlaugur sjá á eftir öll- um þessum vinum sínum svo og bekkjarbræðram úr barnaskóla sem hann hélt sambandi við meðan nokk- ur stóð uppi. Ættrækni Gunnlaugs var við brugðið. Honum þótti vænt um nafn sitt og alla sína ættingja sem það nafn bára. Átti hann og hélt á lofti skýringu á því hvers vegna svo margir af ættinni báru þetta nafn. Afi hans Eggert Ólafur var sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu, bjó hann á Espihóli. Þegar honum var gert að flytja inn á Akureyri sagði hann embættinu lausu því hann taldi sig ekki geta búið í kaupstað. Hann yrði að hafa búskap með embættinu vegna stækkandi fjölskyldu. Sótti hann því um Skagafjörð og bjó lengst af á Reynisstað. Búið þurfti mikils með því að börnin urðu alls 19 þótt ekki kæmust þau öll á full- orðinsaldur. Ekki var það einasta að fæða og klæða þyrfti allan þennan hóp heldur hafði sýslumaður þann metnað að senda þau sem það vildu til mennta. Eggert faðir Gunnlaugs var 17. í þeim barnahópi en næstelstur var Gunnlaugur. Hann gerðist bústjóri á umfangsmiklu búi sýslumannsins og honum var þakk- að að svo mörg af sýslumannsbörn- unum áttu þess kost að leita sér menntunar. I þakklætisskyni létu þau heita í höfuðið á þessum bróður sinum og velgerðarmanni. Af öllum nöfnum sínum var þó einn sem Gunnlaugi þótti vænst um en það var frændi hans og æskufé- lagi frá Reykholti, sonur séra Einars og Jóhönnu en hann andaðist að ný- loknu guðfræðinámi og var sagður hið mesta mannsefni. Engin minningarorð verða svo rit- uð um Gunnlaug Briem að ekki sé getið konu hans, svo náin sem þau vora, og samstillt í öllu lífi sínu og framkomu við gesti og gangandi. Þóra bjó manni sínum glæsilegt heimili og sjálf var hún svo hjartahlý að hún vildi allt bæta þar sem áfátt var. Þau nutu ástríkis og barnaláns, en skugga bar á þegar Eggert lækn- ir, eldri sonur þeirra, féll frá í blóma lífs frá konu og fjórum ungum böra- um sem skömmu síðar misstu einnig móður sína af sama sjúkdómi. Það var þeim hjónum mikið áfall sem þau tóku sér mjög nærri. En næst var þó að Gunnlaugi hoggið þegar Þóra féll frá. Aldrei var reisn hans meiri en þegar hann farinn að kröftum, í hjóla- stól, fylgdi kistu hennar út úr þeirri kirkju sem þau höfðu átt athvarf í svo langa og farsæla ævi saman. Eg kveð þennan frænda minn með kærri þökk fyrir vináttu hans og tryggð í fullvissu þess að við komu hans til nýrra heimkynna verði hon- um vel fagnað af þeim stóra hópi frænda og vina sem þangað era áður gengnir. Guð blessi minninguna um Gunn- laug Briem. Valgarð Briem. Ég kynntist Gunnlaugi E. Briem á blómaskeiði lífs hans, er ég kom ung- ur til starfa í Stjórnarráði Islands. Hann vakti þegar athygli mína fyrir þróttmikið fas og framgöngu, fríður maður og vörpulegur. Hann stjórn- aði þá stóru ráðuneyti með fjölda- mörgum undirstofnunum með harla ólík viðfangsefni á sviði landbúnaðar, orkumála og sjávarútvegs. Hann varð að vinna samtímis með mörgum ráðherram. Samstarf hans sem hins hlutlausa embættismanns við ráð- herra var náið. Hann eignaðist trún- að þeirra, og vináttu þeirra flestra. Við starfslok, eftir 46 ára starf í Stjórnarráðinu, taldist honum svo til að hann hefði unnið með 33 ráðherr- um. Við ríkisstjórnarskipti og þar með ráðherraskipti, er siður að starfs- menn ráðuneyta eigi með fráfarandi ráðherra kveðjustund, sem Gunn- laugur kallaði jafnan húskveðju. Hann sagðist hafa séð eftir öllum þeim ráðherram, sem hann þurfti þannig að kveðja, en mismikið. Gunnlaugur sagði oft að þrír af þessum ráðherram skipuðu æðstan sess í minningum hans, Hermann Jónasson, Lúðvík Jósepsson og Ólaf- ur Thors. Hann átti einnig óskorað traust og vináttu þeirra. Gunnlaugur átti einnig virðingu og traust undirmanna sinna. Vissulega gustaði oft af honum og hann lét skýrt vita, væri hann ekki sáttur við hvernig að verkum væri staðið. Margir ungir menn byrjuðu sinn starfsferil undir handleiðslu hans og hlutu þar uppeldi og ögun í störfum, sem reynst hefur vel á lífsleiðinni. Undirritaður er einn þeirra. f hinu umsvifamikla ráðuneyti, at- vinnumálaráðuneytinu, vora við- fangsefni af ýmsum toga og næsta ólík, eins og áður segir. Gunnlaugur vann í framvarðasveit embættis- manna að útfærslu landhelginnar í 12 mílur, sem var mikið gæfuspor og auðveldaði að taka síðar stærri skref til þess áfanga sem ísland náði með 200 mílna landhelgi. Gunnlaugur vann að samningum við Titanfélagið norska um kaup á vatnsréttindum í Þjórsá, sem félagið hafði komist yfir þegar Einar Benediktsson skáld vann að undirbúningi stóriðju á ís- landi. Gunnlaugur sat í áratugi í Félags- dómi, hann var margsinnis kallaður til að vinna í sáttanefndum í kjara- deilum og starfaði langa tíð í yfir- matsnefnd skv. lögum um lax- og sil- ungsveiði, sem úrskurðar um skipt- ingu arðs milli veiðiréttareigenda, svo nokkuð sé talið af stóram við- fangsefnum hans og þeim sem lengi stóðu. Með lögum frá 1969 var gerð um- fangsmikil breyting á Stjórnarráði íslands. Ný ráðúneyti vora stofnuð og atvinnumálaráðuneytinu skipt í þrjú ráðuneyti. Eitt þeirra var land- búnaðarráðuneytið og kaus Gunn- laugur að stjórna því, sem hann gerði til starfsloka árið 1973. Gunnlaugur átti mjög jákvæð og gefandi samskipti við forsvarsmenn stofnana landbúnaðarins. Hann vann einn eða með fleiram að undirbún- ingi margvíslegrar löggjafar á sviði landbúnaðar. Má þar nefna lög um Stofnlánadeild landbúnaðarins, lög um Lífeyrissjóð bænda, lög um lax- og silungsveiði og lög um Fram- leiðnisjóð landbúnaðarins, svo nokk- uð sé talið. Þótt Gunnlaugur E. Briem hafi viljað tryggja öllum góðum málum brautargengi, tel ég samt óhætt að segja, að skógræktarmálefni hafi staðið hjarta hans næst. Hann studdi að eflingu skógræktar af þeim mætti sem hann gat og vann sjálfur að trjá- og skógrækt í helgilundi sem hann og Þóra kona hans áttu við Elliða- vatn. Þau hjón tóku mikinn þátt í félags- starfi skógræktarmanna, bundust sterkum vináttuböndum við fjölda fólks innan þeirra samtaka, og víst er að vinátta Gunnlaugs og Hákonar Bjarnasonar skógræktarstjóra skil- aði miklu í þágu íslenskrar skóg- ræktar. Skógræktarfélag íslands gerði hann að heiðursfélaga sínum og var það mjög að verðleikum. Gunnlaugur átti góða og mikil- hæfa konu, Þóra Garðarsdóttur, Gíslasonar. Hún dó í upphafi þessa árs. Hús þeirra var rausnargarður og vinir þeirra sem eru ofar foldu minnast margra gleðistunda, er þau stefndu til sín frænda- og vinaliði. Þá var glatt á hjalla. Húsmóðirin greip í hljóðfæri, sungið var og skrafað. Glaðastur allra var húsbóndinn, veit- ull og hláturmildur. Honum lá oft hátt rómur þá hann sagði hnyttnar sögur. Það skein góðvild og göfgi í öllu fasi hans, hvort sem samvera-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.