Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 17

Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 17 FRÉTTIR Morgunblaðið/Kristján ARI Teitsson, forseti Norrænu bændasamtakanna, afhendir Páli Lýðssyni menningarverðlaun samtakanna. Páll Lýðsson hlaut Menn- ingarverðlaun Norrænu bændasamtakanna ME NNINGARVE RÐLAUN Nor- rænu bændasamtakanna voru af- hent á Akureyri á miðvikudag í tengslum við aðalfund samtakanna. Verðlaunin, sem eru peningaverð- laun, hlaut að þessu sinni Páll Lýðs- son bóndi og sagnfræðingur i Litlu- Sandvík í Flóa fyrir margháttuð fé- lagsmálastörf og störf að menning- armálum. I fréttatilkynningu frá að- alfundi bændasamtakanna segir að Páll Lýðsson hafí í störfum sínum sem bóndi, félagsmálamaður, kenn- ari, fræðimaður og sagnaritari sam- einað það sem um aldir var aðals- merki margra íslenskra bænda og haldið því á lofti. Páll Lýðsson hefur stundað fjöl- þætt ritstörf sem tengjast sögu byggðarlags hans. Má þar meðal annars nefna sögu Búnaðarsam- bands Suðurlands. Hann hefur einnig komið að varðveislu þjóðlegra og sögulegra verðmæta í héraðinu, en hann var fyrsti stjórnarformaður Byggða- og listasafns Árnessýslu. Páll hefur einnig kennt við skóla á Selfossi, bæði íslensku og sögu. Einnig átti hann sæti í skólanefnd- um Héraðsskólans á Laugarvatni og Fjölbrautaskóla Suðurlands og sat í stjórn Tónlistarskóla Árnessýslu. Páll hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum en hann var alllengi oddviti og hreppstjóri í sveit sinni. Hann hefur einnig verið formaður Slátur- félags Suðurlands um langt skeið. Menningarverðlaun Norrænu bændasamtakanna hafa verið veitt frá árinu 1945. Verðlaunahafar eru valdir frá því landi þar sem aðal- fundurinn er haldinn og skal verð- launahafinn hafa með menningarvið- leitni sinni reynst landbúnaði vel, segir í fréttatilkynningu frá Nor- rænu bændasamtökunum. kmark Leðursófasett, þriggja sæta sófi og tveir stólar Vönduð leðursófasett frá Ítalíu, fást í Ijósu og svörtu. Kringlan, Smáratorg og Sk HAGKAUP Meira úrval - betri kaup ^^^Staeisis^issmssmif^ ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.