Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 48

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 48
144 Úr ferðasöga. líklega ekki skemur en svo sem í miljón ár. En þó má furða heita hvað þekkingin er á veg komin í þessum efn- um, þegar þess er gætt hve ung sú grein er visindanna, og hve fáir þeir eru að tiltölu, sem þar hafa unnið að. Allur þorri manna álítur engu skifta þessi fræði, sem þó hafa átt svo drjúgan þátt í að breyta lífsskoðun þeirra sem í andlegum efnum eru »salt jarðar«. Og ennþá skifta þeir ef til vill miljónum, sem festa trúnað á jafn fáránlega fjarstæðu og þá t. a. m., að alt þurlendi hafi farið á kaf í vatnsflóði. Eg var að gefa gætur að samferðafólki mínu þegar farið var fram hjá sumu því sem stórkostlegast var, og það virtist t. a. m. alveg greinilegt, að engir þeir af samferðamönn- unum, sem eg gat veitt eftirtekt, komu auga á jafnvel hinar aðdáanlegu bugður og fellingar i grjótlögum fjall- anna við Vierwaldstattervatn, og er þó þar að ræða um sannkölluð og augljós furðuverk náttúrunnar. En að vísu má alt að einu éta dýrindis mat í glæsi- legum gesthússölum fyrir því, þó að menn skynji lítið af því sem fyrir augun ber á ferðinni; og ekki allfátt af þessu fólki, sem er svo heppið að hafa efni á að ferðast, virtist mér ferðast einna helzt til þess. Eg hefl ekki séð matelskara fólk en sumt sem mér bar fyrir augu í þess- ari ferð, einkum sum miðaldra hjón1). Það virtist bersýni- legt, að sameiginleg ást á mat getur verið meginþáttur í bezta hjónabandi. Það er að segja, þegar nóg er til handa báðum. 2. Ekki vil eg skiljast við þetta mál án þess að minn- ast nokkurum orðum á uppruna Alpafjallanna. Talsverð- ar breytingar hafa orðið á ætlunum manna um þau efni síðastliðin 50 ár. Menn héldu fyrst, að fjöllin hefðu spyrnst l) Eg verð að sýna lesandanum það vantraust að taka það fram, að hann má ekki af þessn sem þarna er sagt, leiðast til að ætla mér þá óhæfu, að eg lasti góðan mat.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.