Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 43

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 43
Úr ferðasögu. 139 Milano, er Rómverjar nefndu Mediolanum, var tii forna frægari borg en nú, og var þá um eitt skeið aðsetur keisar- anna. Alt er furðulegt í Mediolanum, segir skáldið Ausonius (Et Mediolani, mira omnia —). Hversu herskátt land þarna hefir verið, en borgin þótt mikilsverð, má marka af því, að 48 sinnum hefir herlið setið um Milano, en 28 sinnum hefir borgin verið í hershöndum. Er því ekki að furða, þó að fremur lítið sé þar um fornmenjar. — En annað eins og þetta minnir á, hvernig mannkynið hefir eytt sínum beztu kröftum í styrjaldir og alls konar deilur, oft hégómlegar að öllu öðru en þeim hörmungum, sem þær ollu; og er ekki furða, þó að siðmenningin sé ekki komin lengra áleiðis en er, svo margar og fjölmennar kynslóðir, sem eru til moldar gengnar. 2. Milano er líklega frægust út um löndin vegna dóm- kirkju sinnar, enda eru það engar ýkjur þó að hún sé talin eitt af furðuverkum heims. Eins og fell gnæfir dómkirkjan upp yfir bæinn, öll úr hvítum marmara, en logagylt líkneski á efsta stöpli. Eru myndasmíði og lík- neski svo mörg utan á kirkjunni að þúsundum skiftir, en stöplafjöldínn og gluggarnir marglitu, sem eru eins og dýrir steinar greyptir inn í kirkjuveggina, gera þessa miklu byggingu líkari trölistóru helgiskríni, heldur en húsi. Annar eins gimsteinn húsgerðarlistarinnar ætti að standa á víðum völlum og fögrum, en ekki í kreppu grárra hversdagshúsa. Torg allmikið er nú raunar fyrir framan kirkjuna og veitir þaðan og þangað vagnarás um allan bæinn, svo að þar er eins og nokkurs konar hjarta borgarinnar, og er þar eins og við er að búast ókyrt mjög og hávaðasamt. Hvílík viðbrigði að koma úr þessu glampandi sól- skini, og öllum skarkalanum úti, og inn í hið hátíðlega rökkur og kyrð kirkjunnar. Hvílíkur geimur, hvílíkar hvelfingar og súlur. Og hvílíkir gluggar; þeir minna á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.