Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1909, Page 43

Skírnir - 01.04.1909, Page 43
Úr ferðasögu. 139 Milano, er Rómverjar nefndu Mediolanum, var tii forna frægari borg en nú, og var þá um eitt skeið aðsetur keisar- anna. Alt er furðulegt í Mediolanum, segir skáldið Ausonius (Et Mediolani, mira omnia —). Hversu herskátt land þarna hefir verið, en borgin þótt mikilsverð, má marka af því, að 48 sinnum hefir herlið setið um Milano, en 28 sinnum hefir borgin verið í hershöndum. Er því ekki að furða, þó að fremur lítið sé þar um fornmenjar. — En annað eins og þetta minnir á, hvernig mannkynið hefir eytt sínum beztu kröftum í styrjaldir og alls konar deilur, oft hégómlegar að öllu öðru en þeim hörmungum, sem þær ollu; og er ekki furða, þó að siðmenningin sé ekki komin lengra áleiðis en er, svo margar og fjölmennar kynslóðir, sem eru til moldar gengnar. 2. Milano er líklega frægust út um löndin vegna dóm- kirkju sinnar, enda eru það engar ýkjur þó að hún sé talin eitt af furðuverkum heims. Eins og fell gnæfir dómkirkjan upp yfir bæinn, öll úr hvítum marmara, en logagylt líkneski á efsta stöpli. Eru myndasmíði og lík- neski svo mörg utan á kirkjunni að þúsundum skiftir, en stöplafjöldínn og gluggarnir marglitu, sem eru eins og dýrir steinar greyptir inn í kirkjuveggina, gera þessa miklu byggingu líkari trölistóru helgiskríni, heldur en húsi. Annar eins gimsteinn húsgerðarlistarinnar ætti að standa á víðum völlum og fögrum, en ekki í kreppu grárra hversdagshúsa. Torg allmikið er nú raunar fyrir framan kirkjuna og veitir þaðan og þangað vagnarás um allan bæinn, svo að þar er eins og nokkurs konar hjarta borgarinnar, og er þar eins og við er að búast ókyrt mjög og hávaðasamt. Hvílík viðbrigði að koma úr þessu glampandi sól- skini, og öllum skarkalanum úti, og inn í hið hátíðlega rökkur og kyrð kirkjunnar. Hvílíkur geimur, hvílíkar hvelfingar og súlur. Og hvílíkir gluggar; þeir minna á

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.