Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 65

Skírnir - 01.04.1909, Blaðsíða 65
Mærin frá Orléans. 161 voru lagðar, er auðséð, að dómarar hennar gáfust fljótt upp við að sanna að hún væri galdrakona, og reyndu að eins að dæma hana fyrir guðlast og villu- t r ú. Sakleysi hennar og guðhræðsla var samt svo aug- ljós, að jafnvel ýmsum meðdómendanna ofbauð meðferðin á henni; þeir vitjuðu hennar í fangelsinu og ráðlögðu henni að skjóta máli sínu til páfans; en biskupinn komst að því, varð reiður mjög og vék þessum mönnum burt. Jeanne bar þessa réttmætu kröfu fram, en henni var ekki sint og allri von var lokið um, að henni yrði réttlæti sýnt. I dýflissunni var hún höfð í hlekkjum og nótt og dag voru yfir henni þrír enskir hermenn. Hún þjáðist mikið af því, að geta ekki farið í kirkju eða neytt sakramentis um páskana; en til þess að fá leyfi til þess þurfti hún að af- neita því, sem hún hafði sagt um raddirnar frá himnum og leggja niður karlmannsfötin. Það gat hún ekki til unnið. Af öllu þessu stríði varð hún veik, en þá urðu Englendingar hræddir. Warwick lávarður, sem þá var í Rouen, sagði sjálfur við lækna þá, er hann sendi til hennar: »Konungurinn vill ekki fyrir neinn mun að hún deyi náttúrlegum dauða. Konungurinn hefir keypt hana dýru verði; þér v e r ð i ð að lækna hana; hún verður að deyja á bálinu. Henni var því hjúkrað og dómararnir komu til henn- ar til að prédika yflr henni og reyna að sannfæra hana um villutrú. En hún svaraði þeim blíðlega, sagðist vera skírð og vera kristin vel og mundi deyja í trú sinni. En nú var Englendingum farið að leiðast; þeir vildu að málinu væri flýtt og til þess að h ræða Jeanne var henni sýndur böðullinn og sagt að pyndingarfærin væru til búin; það hafði alls engin áhrif; þvert á móti var eins og henni yxi kjarkur, enda sagði hún sjálf, að Gabríel engill hefði komið til sín og hún tæki ekkert aftur af því, sem hún hefði sagt, hvað mikið sem þeir pynduðu sig. Akæran gegn henni var samin í 12 greinum og Eng- lendingar ákvörðuðu, að hún skyldi lesin í viðurvist lýðs- ll
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.