Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 5
Dr. Laurel A. Clyde dósent, Háskóla íslands Internetið Internecið er orðið eitt umtalaðasta fyrirbrigði þessa áratug- ar. í desember 1994 voru notendur þess fleiri en 38 millj- ónir um allan heim og þeim fer daglega fjölgandi. Samt hef- ur Internetið ekki sömu merkingu fyrir alla. Fyrir suma er það upplýsingabrunnur, fyrir aðra er það tæki til að eiga sam- skipti við fólk, það er hægt að nota í fjáröflunarskyni, til að stunda rannsóknir, fyrir sjálfsnám, til að fá útrás fyrir sköpun- argáfuna, sem útgáfukerfi, tæki til að hafa áhrif á fólk, sem tómstundagaman og leikfang. Bókaverðir voru meðal fyrstu notenda Internetsins og þessi tækni er orðin viðtekin í mörgum bókasöfnum. Sumir bókaverðir telja að Internetið bjóði upp á hina endanlegu lausn allra bókavarða, þ.e. fullkomnun hugsjónarinnar um „bókasafn án veggja“ sem er öllum aðgengilegt hvenær sem er. En þeir bókaverðir eru einnig til sem líta svo á að þetta sé hin endanlega ógnun - og rök beggja eru mestmegnis þau sömu. Hvað er Internet? Internetið er umfangsmikið net sem tengir saman önnur tölvunet - staðbundin, svæðisbundin eða á landsmælikvarða. Nánari skilgreining á Internetinu er varla möguleg. Tölvur sem tengdar eru Internednu eru venjulega þannig úr garði gerðar að þær geta átt samskipti sín á milli með því að notað- ur er nokkurs konar staðall eða samskiptareglur sem kallaðar eru TCP/IP. Þetta er oft skilgreint sem grundvöllur Internets- ins. Samt sem áður eru tölvur tengdar við Internetið sem ekki uppfylla þennan staðal. I reynd skiptir ekki máli hvaða skil- greiningar eru notaðar um Internetið. Alltaf er hægt að finna undantekningar og tölvur tengdar við netið sem ekki falla undir neina skilgreiningu. I raun veldur þetta því að fólk á í erfiðleikum með að skilja Internetið og þar eru blaðamenn sem skrifa um það engin undantekning. Sem betur fer er hægt að læra að nota það og hafa gagn af því án þess að vita hvernig tæknin bak við það virkar. Upphaf Internetsins má rekja til síðari hluta árs 1969 þeg- ar tölvur í nokkrum stórum stofnunum á vegum bandaríska ríkisins, aðallega rannsóknastofnunum og háskólum, voru tengdar saman með þar til settum gagnaflutningslínum í þeim tilgangi að samnýta upplýsingar meðal vísindamanna sem unnu að verkefnum á sviði varnarmála. Árangur þessar- ar samvinnu var rannsóknanetkerfi sem kallað var ARPA- NET (sem síðan hefur verið aflagt enda þótt margar tenging- arnar séu enn til staðar). I tengslum við þetta net voru settar ýmis konar samskiptareglur, þ.e. reglur um aðferðir við að senda og taka á móti skilaboðum og gögnum svo og reglur um samskipti milli einstakra tölva. Aukin notkun alls kyns tölva sem bættust við þetta tölvunet á níunda áratugnum leiddi til ennþá afkastameiri og hraðvirkari neta. Fimm ofur- tölvumiðstöðvar voru settar upp í Bandaríkjunum á vegum Vísindaráðs Bandaríkjanna (National Science Foundation) árið 1985 og ýmis konar tölvunet, sem sett höfðu verið upp til að þjóna staðbundnum og svæðisbundnum þörfum, tengdust inn á tölvurnar fimm sem mynduðu uppistöður netkerfisins. Er tímar liðu tengdust fleiri og fleiri tölvur inn á netið og þar sem hver þessara tölva var einnig tengd við aðr- ar tölvur jókst umfang nettenginganna hröðum skrefum. Netkerfi á landsvísu og alþjóðleg net í Evrópu, Kanada, Ástr- alíu, á Norðurlöndunum og annars staðar urðu hluti af þessu sívaxandi neti. Nú til dags eru tölvukerfi á landsvísu eða svæðisbundin í meira en eitt hundrað löndum samtengd á einhvern hátt til að skapa hið umtalaða Internet. Aætlanir um fjölda tengdra tölva gera ráð fyrir að tvær, þrjár eða fleiri milljónir tölva séu tengdar inn á Internetið. ISnet er samheiti yfir íslenska hluta Internetsins. I gegnum ISnet geta menntastofnanir, rannsóknastofnanir, ríkisstjórn og viðskiptastofnanir hér á landi komist í samband við Inter- netið. ISnet er starfrækt af Reiknistofnun Háskóla Islands fyr- ir SURIS, Samtök um upplýsinganet rannsóknaraðila á Is- landi. Tengingar við útlönd eru í gegnum tölvu- og gervi- hnattartengingu ISgate til NORDUnet-miðstöðvarinnar í Stokkhólmi í Svíþjóð. NORDUnet, norræna uppistöðunetið, er samvinnuverkefni rannsókna- og menntaneta Danmerkur (DENet), Finnlands (FUNET), íslands (ISnet/SURIS), Nor- egs (UNINETT) og Svíþjóðar (SUNET). Frá NORDUnet eru tengingar við Evrópsk net og yfir til Norður Ameríku. Samt sem áður eru þessar tengingar „ósýnilegar“ Internet- notendum. Notendur slá inn póstföng einstaklinga eða upp- lýsingastofnana eða einhverrar tölvu einhvers staðar og hug- búnaðurinn kemur á sambandi án þess að notandinn sé endi- lega meðvitaður um hvaða leiðir eru farnar frá einni tölvu til annarrar. Einstök net eins og ISnet sem sameiginlega mynda Inter- netið geta haft netstjórn fyrir sig en Internetið sem slíkt hef- ur enga yfirstjórn og er því fremur hugtak en að hægt sé að skilgreina það sem stofnun. Bak við það er engin miðstöð á alþjóðlegum vettvangi þó til séu stofnanir og nefndir sem geta haft áhrif á staðla og vinnuaðferðir. í framkvæmd eru notaðir staðlar sem mótast hafa með tímanum og við þá er notast að meira eða minna leyti. Internetið varð til vegna þess að tæknin gerði það kleift fremur en að til hafi komið ein- hvers konar áætlanagerð um framkvæmdina. Það nær út fyr- ir öll landamæri, allar reglur og fyrirskipanir. Það er nokkuð einkennilegt að einmitt góður árangur Internetsins sem mjög óformlegs fyrirbrigðis skuli ef til vill leiða til stífara eftirlits með því. Hugmyndin um eftirlit kem- ur til afýmsu: Milljónir manna notfæra sér Internetið í mis- munandi tilgangi á degi hverjum og jafnframt á sér stað þró- un nýrra leitarforrita sem kalla á meiri „bandbreidd" á sam- skiptatengingunum. Stíflur myndast í netunum, þau verða hæggengari og svartíminn lengist. Þar að auki hefur komið fram þrýstingur í einstaka lönd- um í þá átt að Internetið verði opnað viðskiptaheiminum í ýmsum tilgangi. Þrýstingur er líka á öðrum stöðum í þá veru að fá meira pólitískt vald yfir netunum. Þannig er líklegt að breytingar verði í framtíðinni þó að ekki sé fullljóst í hvaða átt þessar breytingar muni verða. Hjálpartæki ogpjónusta á Internetinu Þrátt fyrir það að uppbygging Internetsins sé fremur ó- skipulögð eru þó til hjálpartæki og þjónusta sem hjálpa fólki við að „sigla" um netið, senda tölvupóst á réttan stað, koma Bókasafiiið 19. árg. 1995 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.