Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 35

Bókasafnið - 01.04.1995, Síða 35
ir veggi þess að hluta til, t.d. má þá kenna á skrár bókasafn- anna í tölvustofum skólanna. Öll söfnin sem hafa tölvuvæðst eru með tölvuprentara á sínum snærum, flest þrjá en fæst einn. Vissulega er þörfin fyr- ir slík tæki mismikil eftir skólastærð, en segja má að lágmark sé tveir prentarar, einn fyrir starfsfólk og annar fyrir nemend- ur. Ef bókasafn er nærri skrifstofu má e.t.v. að einhverju leyti samnýta prentara, t.d. dýra leysiprentara. Tafla 6 sýnir fjölda tölvuprentara á safni. Tafla 6 - Fjöldi tölvuprentara Fjöldi tölvuprentara Fjöldi safna % 0 1 10% 1 3 30% 2 4 40% 3 2 20% Samtals 10 100% Fram kom í könnuninni að 60% safnanna eru tengd um- heiminum með mótaldi. Þau tengjast öll íslenska mennta- netinu og tengdust fyrstu söfnin því árið 1992. Þess má geta að Islenska menntanetið tók formlega til starfa í febrúar 1992. Starfsmenn safnanna hafa þar með tölvupóstföng, að- gang að áðurnefndum umræðuhóp framhaldsskólasafnanna (frh-bok@ismennt.is) og bókavarða almennt (skrudda@rhi. hi.is) sem stofnaður var 30. október 1994. Þrjú safnanna hafa aðgang að alþjóðlegum umræðuhóp skólasafna: School Libr- ary Media & Network Communications (LM_NET@sum. syr.edu, sjá Eisenberg, 1994, s. 31—33). Mjög áhugavert og fróðlegt er að fylgjast með umræðum starfsfélaga erlendis og fá m.a. staðfestingu á því að þeir eru að fást við sömu vandamál og við hér heima erum að glíma við. Gegnum Islenska menntanetið hafa söfnin aðgang að Internetinu sem leiðir þau að upplýsingum um allan heim. Af tengingum við aðra gagnabanka má t.d. nefna að fjögur safnanna eru tengd við DOBIS/LIBIS gagnabankann og eitt er tengt Streng (Gagnasafhi Morgunblaðsins). Ekkert safananna er enn komið með formlegan almenn- ingsaðgang að Islenska menntanetinu og Interneti fyrir not- endur sína. Um þessar mundir er svokölluð margmiðlun (e. multi- media) óðum að ryðja sér til rúms. Margmiðlun kallast t.d. geisladiskar (CD-ROM) þar sem efni er sett fram á mismun- andi hátt í einum og sama miðlinum, t.d. sem texd, tal, tón- ar, kvikmyndir, Ijósmyndir, töflur eða línurit. 80% safnanna hafa nú þegar yfir geisladrifi, tæki framtíð- arinnar, að ráða. 50% safnanna fengu sitt fyrsta drif á sl. ári (1994) og söfnin eru nú sem óðast að byggja upp safnkost á forrni geisladiska. Fyrsta geisladrifið á framhaldsskólasafn kom árið 1986 á Bókasafn Verzlunarskóla Islands, en næsta safn fékk sitt drif árið 1991. Til samanburðar má geta þess hér til gamans að fyrsta geisladrifið kom á Háskólabókasafn árið 1986, en geisladisk- ar (CD-ROM) komu fyrst á markað árið 1985 og í október árið 1993 átti Háskólabókasafn 21 titil slíkra diska á notendaaðgangi (sbr. Halldóra, 1993, s. 2). Af þessari úttekt á tölvuvæðingu bókasafna í alm'ennum framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu má ráða að söfnin eru almennt séð komin á gott skrið inn á upplýsingahrað- brautina (e. the information superhighway), sem svo rnikið er fjallað um úti í þjóðfélaginu nú í augnablikinu. Mesti vaxtar- broddurinn er í tölvuvæðingu spjaldskráa og uppsetningu geisladrifa sem veita aðgang að nýju formi safnefnis sem er í örri þróun þannig að fjölbreytileiki þess og gæði aukast stöðugt, bæði hvað tækni og innihald varðar. Geisladiskar (CD-ROM) eru tiltölulega nýtt efni á bóka- söfnum almennt og eru t.d. hlutfallslega fá söfn yfirleitt far- in að lána út slíkt efni (sbr. Lifer, 1995, s. 44) Til samanburðar má nefna að samkvæmt könnun Library JournaDxaís. 40% bókasafna í Bandaríkjunum geisladrif sem ráða við margmiðlunartækni (Lifer, 1995, s. 45). A markaði eru enn sem komið er aðeins rúmlega 2000 titlar margmiðl- unardiska (sbr. Gillespie, 1995, s. 40) en alls um 6000 titlar geisladiska (CD-ROM) skv. Mecklermedias CD-ROMs in Print 1994 (sbr. Nicholls, 1994, s. 40). Segja má að þessi nýja tækni sé enn í vöggu og þyki enn þá nokkuð dýr ef vandaður vélbúnaður er keyptur (sbr. Shoema- ker, 1995, s. 28) og verðið á diskunum réttlæd ekki kaup á þeim heldur liggi kostirnir í því hversu aðgengilegt efni þeirra er þeim notendum sem þá vilja nota. I bandarískri rannsókn (sbr. Trotter, 1994, s. 22) kom í Ijós að í lok skólaársins 1992-1993 voru 11% framhalds- skóla (e. high schools) tengdir Interneti. Einnig kom í Ijós að skólarnir áttu þá sex geisladiska (CD-ROM) að meðaltali. Á þeim söfnum sem hér er fjallað urn er fjöldi slíkra diska á safn 6,9. Upplýsingamiðlun um tölvur er vissulega stórt framfara- spor. Sérstaklega eru tölvur vel til þess fallnar að hýsa hvers konar skrár gagna, þar sem þær bjóða upp á mjög markvissar og skilvirkar upplýsingaleitir. Almennt er talið að efni sem varðveita á lengi sé betur borgið á prentuðu formi á pappír en eingöngu á tölvutæku formi nema stöðugar uppfærslur komi til, sem gerist t.d. sjálf- krafa við hvers konar skrár sem stöðugt bætist við eins og t.d. skrár bókasafna. Helsta ástæða þessa er að sá hugbúnaður og vélbúnaður sem hýsa upplýsingarnar verða gjarnan fljótt úrelt og stöðugt verður að endurnýja báða þessa þætti. Þannig að upplýsingar sem voru keyptar á tilteknu formi fyrir áratug verður e.t.v. ekki lengur hægt að skoða og nýta í framtíðinni, því þær eru á úreltu formi, en sjálfar upplýsingarnar e.t.v. ekki orðnar úr- eltar. Með bókina er þessu öfugt farið, þar er það innihaldið sem að jafnaði úreldist er ekki formið. Frá því á árdögum prentlistar um miðja 15. öld hafa sömu aðferðir gilt fyrir not- endur bóka við að nálgast upplýsingar þeirra, þ.e. að opna bókina og byrja að lesa, en hvað varðar tölvuvæðingu upp- lýsinga þá er almennt talið að ný kynslóð vélbúnaðar og hug- búnaðar komi á markað annað hvert ár og fljótt kemur að því að gömul og ný tæki er ekki hægt að samhæfa. Hvaða tölvunotandi kannast t.d. ekki við óþægindin sem fylgja því að tölvudisklingar eru af mismunandi stærðum (5,25 " hinir eldri og 3,5 " þeir nýrri) og báðar stærðirnar ganga því ekki í sömu diskadrifin. Þess má einnig geta að þau atriði sem almennt er talið að ekki hafi verið leyst varðandi tölvuvæðingu upplýsinga eru heimildir til afnota af efni á tölvutæku formi, höfundarréttar- mál og meðferð geymslueintaka (sbr. Shaw, 1994, s. 211). Lokaorð Vissulega hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan á frum- býlingsárum bókasafna í framhaldsskólum enda hafa söfnin vaxið og dafnað þó enn búi nokkur þeirra við mikil þrengsli og öll séu þau undirmönnuð miðað við erlenda staðla um Bókasafnið 19. árg. 1995 35
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.