Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 92

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 92
alls ekki truflað hann, en sagði að nokkur tími væri liðinn frá því þetta hefði gerst síðast. Meira virðist vera um að fangarnir komi með óskir fyrir norðan en í Reykjavík, en lesefnið er svipað og fyrir sunnan. Þar sem fangarnir eru ekki nema 6 þegar fullt er, þá þarf ekki að senda kassa í fangelsið nema kannski á 2-3 mánaða fresti og þá með u.þ.b. 25-30 bókum í. Miklar sveiflur eru í út- lánum til lögreglustöðvarinnar á milli ára allt frá 412 bindum 1979 niður í 124 bindi 1993 sem er að vísu lang lélegasta árið. Lögreglustöðin á Akureyri Þar ræddi ég við Einar Thorlacius, fangavörð. Hann sagði að þessar ferðir fanganna á safnið væri fyrir löngu búið að leggja af. Aður höfðu fangarnir fengið kassann frá bókasafn- inu inn til sín en því varð að hætta þar sem alltaf vantaði í kassann þegar kom að skiladegi og þá kannaðist enginn við neitt. Fangar höfðu kannski útskrifast í millitíðinni og höfðu þá haft einhverjar bækur með sér. Ekki var alltaf hægt að fá þessar bækur sem glatast höfðu í bókabúðum og voru fanga- verðir farnir að þræða fornbókasölur til að finna bækur til að bæta tjónið. Núorðið fá fangarnir þess vegna lista sem þeir geta pantað eftir allan sólahringinn, en þeir fá aðeins að hafa eina bók í einu. Til afþreyingar hafa þeir jafnframt t.d. sjón- varp og myndbandstæki (þeir mega Ieigja þrjár spólur einu sinni í viku). Hvað segja fangarnir? Ekki get ég vitnað í íslenska fanga, en til að reyna að átta mig á því hvaða gildi þessi þjónusta hefur fyrir þá, leit ég í þau gögn er ég hafði fengið við „Lísuleit" (Library & in- formation Science Abstract (LISA)). Hér á eftir vitna ég í nokkur þeirra. Fyrst var það Dick M., sem var fangi í 15 ár fyrir morðtil- raun. Hann sagði að hann hefði aldrei á ævi sinni lesið bók fyrr en hann lenti í fangelsi. Og þar sem hann átti langa af- plánunn fyrir höndum fannst honum að hann gæti allt eins byrjað á því, og nú hefði hann lesið þær hundruðum saman. Bækur höfðu kynnt hann fyrir allskonar hlutum sem hann hafði ekki hugmynd um að væru til - hugmyndum, hvernig ýmiskonar fólk hugsar um ýmiskonar hluti, tónlist, listir, trú- mál og stjórnmál. Heill heimur hefði vaknað til lífsins innra með honum. Alla ævi hefði hann aðeins verið til, án þess að hugsa, sjá eða vera meðvitaður um nokkurn hlut. Hann sagði að þetta væri eins og fæðast eða lifna við. Hann hugsaði: „Guð minn góður þvílík veröld að koma í“ (Snape, 1980). I Hollandi voru sett árið 1841 lagaákvæði um að í hverju fangelsi ætti að vera bókasafn en þar í landi var fyrsta almenn- ingsbókasafnið ekki stofnað fyrr en árið 1892 (Kaiser, 1993). Þegar haldið var upp á 150 ára afmæli bókasafnsþjónustu fyr- ir fanga í Hollandi árið 1991, voru tekin saman nokkur um- mæli fanga um mikilvægi bókasafna og lestrar fyrir þá. Einn fanginn sagði að fangelsisbókasafnið hefði verið mjög gagn- legt og mikilvægt fyrir hann - andlega, sálfræðilega, tilfinn- ingalega, fræðilega og siðferðilega. Annar sagði að bókin væri hans besti vinur og þá sérstaklega í fangelsi. Sá síðasti sem ég vitna í sagði að bókstafir, orð, blaðsíður af sögum, hefðu orð- ið hans bestu vinir og hann hefði eignast fleiri og fleiri þess- konar vini. Hann sagði að sögur þeirra heilluðu hann (Kaiser, 1993). Af þessum svörum má glögglega sjá að þörfin fyrir þessa þjónustu er mikil. Lokaorð Ekki er hægt að bera þjónustu fyrir fanga hér á Islandi saman við þá sem fangar erlendis fá, þar sem fangelsin þar eru mikið stærri og víða er það í lögum að í fangelsum eigi að vera bókasöfn fyrir fangana. Það kæmi að sjálfsögðu ekki til hér á landi að hafa bókasöfn inni í fangelsunum vegna þess hversu lítil fangelsin eru. En sjálfsagt þætti mér að setja upp lesstofur þar sem einhver þjónusta færi fram. Til umhugsunar ætla ég að ljúka þessari stuttu grein um bókasafnsþjónustu fyrir fanga með orðum Frances E. Kaiser um að hið ríkjandi viðhorf almennings sé að föngum ætti að vera refsað duglega því þeir eigi það skilið, og ekki ætti að „spilla þeim með vellysdngunT. Svo lengi sem þetta viðhorf helst er ekki aðeins frelsi þeirra tekið frá þeim, heldur einnig réttur þeirra til að lesa, til að verða betur upplýstir eða til að menntast (1993). HELMILDIR: Kaiser, Frances E. 1993. An Introduction to the International Guidelines for Library Services to Prisoners. IFLA Journal. 19(1): 67 -73. Snape, Robert and Michael Curtis. 1980. Librarians behind bars. Library Association record. 82(5): 230-231. Munnlegar heimildir: (í síma og/eoa á staðnum 02.11.1994). Einar Ólafsson bókavörður, Borgarbókasafni Reykjavíkur. Einar Thorlacius fangavörður, Lögreglustöðinni á Akureyri. Guðmundur Zebitz fangavörður Síðumúlafangelsinu í Reykjavík. Hólmkell Hreinsson bókasafnsfræðingur og Hörður Jóhannsson bókavörður, Amtsbókasafninu á Akureyri. SUMMARY Library Services to Icelandic Prisoners The article is based on a thesis written for the course Libraries and the society at the Faculty of the Social Sciences at the University of Iceland. The author claims that the literature available on the subject is meager. Therefore the information was collected by interviewing librarians and prison guards in the city of Reykjavík and in the town of Akureyri as well. The services of the City Library in Reykjavik to prisoners goes back to 1971. Today the library serves two prisons within the city and delivers books to them on a monthly basis. The arrangement of the services is described and it came forth that wide range of subjects are demanded on behalf of the prisoners, with comics and thrillers being the most popular. The services of the Municipal Library in Akureyri to prisoners goes back to 1979. During the first years they were allowed to come to the library accompanied by guards and select the books by themselves. The author did not interview Icelandic prisoners but refers to foreign studies, where prisoners state that library ser- vices are very valuable for them and have opened them doors to new dimen- sions. Bókarýni íslensk bókaskrá = The Icelandic National Bibliography 1984—1988 / [skráin er unnin í Landsbókasafni Islands, þjóðdeild ; [ritstjóri Hildur G. Eyþórsdóttir]. - Reykjavík : Landsbókasafn íslands, 1994. — ix, 419 s. Þriðja fimm ára samsteypa íslenskrar bókaskrár er komin út og nær hún yfir árin 1984-1988. I skránni eru einnig nokkur rit útgefin á árunum 1979-1983. Eitt heildartöluyfirlit yfir bókaútgáfuna 1984-1988 er í skránni. 92 Bókasafnið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.