Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 20

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 20
manntöl, ábúendatöl og héraðssögur. Ævisögur og sagnaþætt- ir geta líka verið gagnlegar heimildir og eru í skránni nokkur sýnishorn úr þeim flokkum. Handrit Handrit eru til í hundraða og þúsunda tali í söfnum og heimahúsum. Fjöldi ættfræðihandrita eru t.d. á handritadeild Landsbókasafns. Þar er m.a. handritasafn Einars Bjarnasonar, eina íslenska ættfræðiprófessorsins. Hvert á að leita ef almenningbókasöfh geta ekki hjálpað? Leita má til íslandsdeildar Landsbókasafns Islands - Há- skólabókasafns, Þjóðskjalasafns íslands, Borgarskjalasafns Reykjavíkur, bæjar- og héraðsskjalasafna, ættfræðimiðstöðva og ættfræðinga. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari Daga Heilögu (Mormónakirkjan) rekur litla ættfræðimiðstöð og vinnuað- stöðu á Skólavörðustíg 46 í Reykjavík. Ymsir ættfræðingar eru sérfræðingar í ákveðnum sýslum eða landshlutum. Marg- ar opinberar stofnanir hafa safnað miklum upplýsingum, t.d. Hagstofa íslands og Kirkjugarðar Reykjavíkur. Samtök áhugafólks um œttfræði Ættfræðifélagið var stofnað í febrúar 1945. Markmið þess er m.a. að stuðla að auknum áhuga á ættfræði, ættfræðirann- sóknum og útgáfu frumheimilda og hjálpargagna fýrir þá sem stunda þjóðleg fræði (ættfræði) svo sem manntala, búenda- tala og ættartöluhandrita. Arið 1976 var fjöldi félagsmanna 51 en í nóvember 1994 eru þeir 610. Fréttabréf hefur komið út síðan 1983 og félagatal nokkrum sinnum. Fréttabréfið er m.a. vettvangur fyrirspurna um ættfræðileg efni. Nú er á dag- skrá að opna skrifstofu félagsins. Leiðsögn og námskeið Að minnsta kosti þrír ættfræðingar, þeir Guðmundur Sig. Jóhannsson, Jón Valur Jensson og Þorsteinn Jónsson hafa haldið námskeið um ættfræði. Þau má halda í bókasöfnum og skjalasöfnum þar sem heimildir eru til staðar til að vinna ýmis konar verkefni. Þannig gæfist gott tækifæri fyrir ein- hverja af starfsmönnum safnanna að sækja námskeið. Æskilegt væri að söfn gætu skapað þessum gestum vinnu- aðstöðu og greiðan aðgang að heimildum til þess að þeir geti stundað sína iðju, einir eða í smáhópum, og gert þeim kleift að njóta leiðsagnar frá þeim sem lengra eru komnir í fræð- unum. Kennslubækur og leiðbeiningar á íslensku fyrir þá sem eru að fara af stað í ættfræði vantar tilfinnanlega. Semja þyrfti við ættfræðinga að taka saman Ieiðbeiningakver eða láta söfn- unum í té hluta af kennsluefni sem notað er á námskeiðum. Æskilegt væri líka að bókaverðir sjálfir tækju saman leiðar- vísa byggða á gögnum safnsins. Auðvitað eiga starfsmenn safna ekki að vinna ættartölur fyrir gesti, frekar en skrifa rit- gerðir fyrir námsfólk, en það er þó algert skilyrði að þeir viti hvar heimildir er að finna og hvert á að vísa áfram. Heimildaskráning Eitt af því sem benda þarf byrjendum á sem rekja vilja eig- in ætt er, að best er að slík vinna hefjist heima í stofu, á sjálfri fjölskyldusögunni. Byrjandi þarf að átta sig á fjölskyldu og tengslum sínum við nánustu skyldmenni og skrá upplýsingar skipulega á blöð, nöfn, fæðingardag og ár, fæðingarstað, dán- ardag, dánarár og dánarstað. Eldri ættingjar búa oft yfir mikl- um fróðleik um forfeður og ættarsögu. Vönduð vinnubrögð við skráningu eru mjög mikilvæg og rétt tilvísun í heimildir. Því væri gott að söfnin ættu skráningarblöð og gætu látið fólki í té, ókeypis eða gegn vægu gjaldi, annars vegar fyrir áa- tal þar sem rakið er frá nútíma til fortíðar (forfeður), hins vegar niðjatal þar sem rakið er frá ákveðnum aðilum til dags- ins í dag. Auðvelt er að koma upp slíkum skráningarblöðum, þau má einnig fá á nokkrum stöðum, meðal annars hjá Ætt- fræðifélaginu. Nú er algengt að fólk sem á tölvur noti sérstakan hugbún- að og þar hefur forritið ESPÓLÍN náð mestri útbreiðslu. Kerfið er einfalt í sniðum og aðgengilegt fyrir fólk á öllum aldri. Því fylgir mikill gagnagrunnur með upplýsingum um miðaldaættir. Annað íslenskt ættfræðiforrit sem nefna má og nú er að ryðja sér til rúms er GAGN OG GAMAN. Þessi hugbúnaður þyrfti að vera til staðar á söfnum til uppfletting- ar. Lokaorð Ættfræði er heillandi og skemmtilegt áhugamál og getur orðið ótrúlega snúin. Hún líkist oft erfiðu púsluspili eða jafn- vel leynilögreglustarfi. Eftir að hafa kafað til botns í margvís- legustu skruddum og skræðum og kannað allar hugsanlegar leiðir, smellur myndin saman. Því er skiljanlegt að margir heillist af henni. Það er álit höfunda þessarar greinar, að ástundun ættfræði stuðli að því að treysta fjölskyldu- og ættabönd í nútímaþjóð- félagi, jafnframt sé það þroskandi fyrir hvern einstakling að kynnast lífi og starfi horfinna kynslóða. Þess vegna sé ættfræði fyllilega þess verð að að henni sé hlúð og þeir sem stundi hana eigi rétt á að þarfir þeirra séu virtar og þeir fái þá aðstoð í söfn- um og opinberum stofnunum sem þeir þurfa á að halda. Með Iitlum tilkostnaði má útbúa ættfræðihorn í safni. Þar ættu að vera niðjatöl og ættartölur, ættrakningaeyðublöð, flokkaður listi yfir ýmsar gagnlegar bækur í eigu safns og nöfn ýmissa stofnana sem hægt er að leita til. Þar lægi frammi Fréttabréf Ættfræðifélagsins og skrá yfir ættfræðirit. I slíkri skrá má merkja við hvaða rit safnið á og færa inn staðsetn- ingu þeirra í safninu, en jafnframt hvar önnur rit er að finna. Ætli söfn hins vegar að koma upp góðri ættfræðideild verður það ekki gert nema með ærnum tilkostnaði og á lengri tíma. I slíkri deild ættu að vera öll fáanleg ættfræðirit, mann- töl, héraðssögur og yfirleitt öll grunnrit í ættfræði, bæði til útlána og í handbókasafni, þægileg skriftar- og lesaðstaða og tölvur með ættfræðiskráningarforritum. Örfilmur af kirkju- bókum og lestæki þurfa að vera til staðar og síðast en ekki síst starfsfólk sem. hefur fengið þjálfun hjá sérfræðingum og kann að leiðbeina. HEIMILDIR: Árni Böðvarsson. 1983. íslensk orðabók handa skólum ogalmenningi. Reykja- vík : Menningarsjóður. Halldór Ármann Sigurðsson. 1994. Ritfregnir. Reykjahlíðarætt. „Mest af öll- um hér á Fróni“. Saga, tímarit Sögufélags 32: 320-324. Sigurjón Björnsson. 1994. Handbók fyrir ættfræðiunnendur. Bókmenntir. Ættfræði [gagnrýni]. Mbl. 26. nóv. VIÐAUKI: Nokkur almenn heilrœði til bókavarða sem vilja byggja upp þjónustu við áhugafólk um œttfrœði. * Lesið 1-2 einfaldar kennslubækur um ættfræði (erlendar) til að byggja upp eigin þekkingu á leitaraðferðum og tegundum heimilda. * Athugið hvort einhverjir sérfræðingar eru á þjónustusvæði ykkar og haf- ið þá með í ráðum við að byggja upp safnkost og þjónustu. * Komið á góðri samvinnu við héraðs- eða bæjarskjalasafn og kannið hvaða heimildir þar er að finna. 20 Bókasafhið 19. árg. 1995
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.