Bókasafnið


Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 39

Bókasafnið - 01.04.1995, Blaðsíða 39
Mynd 3. Bókasöfn sem oftast voru nefnd í könnun um millisafnalán innanlands Tekið skyldi mið af marsmánuði 1994 við útfyllingu þessarra liða spurningarinnar. Mörg safnanna svöruðu ekki þessari spurningu eða misskildu hana. Eru því niðurstöðurnar úr þeim ónothæfar. Þá var spurt um beiðnir um millisafnaián sem bókasöfnin senda tii annarra safna innanlands. Þær voru 5.675. Rannsóknabókasöfnin sendu 5.420 beiðnir, en fram- haidsskólasöfnin 255, tæplega 5%. Framhaldsskólasöfnin eru fremur lánþegar en Iánveitendur. Það er eðlilegt þar sem þau þurfa oft að útvega notendum fræðilegt efni úr ritum sem ekki er ástæða fyrir þau að kaupa. Af 5.675 tókst að uppfylla 5.450 beiðnir um millisafnalán, um 96%. Reynt var að fá upplýsingar um hversu fljótt bókasöfnin fengu beiðnir sínar uppfylltar, en hér fór á sömu leið og þegar spurt var um hversu lengi söfn væru að uppfylla millisafnalánabeiðnir. Spurningin var í mörgum tilvikum misskilin og svörin því ónothæf. Aðferðir sem notaðar eru til þess að senda beiðnir um millisafnalán innanlands eru í langflestum tilvikum, sími, póstur og bréfasími. Lítið er um að notaður sé tölvupóstur eða boðsendingar. I desembermánuði 1994 tók Bókhlaðan upp þá þjónustu að bjóða notendum sínum að fylla út beiðn- ir um millisafnalán í Gegni og fróðlegt verður að sjá hvernig notendur taka þeirri nýjung. Misræmi á innkomnum og útsendum beiðnum um millisafnalán Hópurinn rak sig á að nokkuð er á reiki hvernig talningu beiðna um millisafnalán og afgreiðslu þeirra er háttað. Það kom fram í óeðlilegum mun á fjölda útsendra og innkom- inna millisafnalánabeiðna. Leita varð eftir skýringum og leið- réttingum hjá nokkrum söfnum til þess fá þessar tölur til þess að stemma. Fyrir næstu könnun á millisafnalánum þarf að semja ákveðnar leiðbeiningar um hvernig telja skuli beiðnir um millisafnalán. Helstu viðskiptasöfn Háskólabókasafn hefur verið miðstöð millisafnalána hér á landi og hefur yfirburðastöðu í millisafnalánunum. Það er langoftast nefnt sem það safn sem flestar beiðnir um milli- safnalán koma til og frá. Næst koma Hafrannsóknastofnun og bókasafn Landsspítalans. Millisafhalán til ogfrá útlöndum Spurningar um millisafnalán til og frá útlöndum voru þær sömu og um millisafnalán innanlands. Einungis var önnur tímaviðmiðun þegar spurt var um afgreiðslutíma millisafna- lána. I töflu 5 sést munurinn á hve mikið efni er fengið að láni frá bókasöfnum erlendis og hversu mikið er lánað til safna í útlöndum. Islensk bókasöfn fengu 1.358 beiðnir um millisafnalán frá útlöndum, þar af komu einungis 6 til framhaldsskólasafnanna. I 136 tilvikum var beðið um frumrit en annars var beðið um afrit. Alls tókst að uppfylla 1.214 beiðnir, 89%. íslensk rann- sóknabókasöfn sendu frá sér 11.626 beiðnir um millisafnalán til erlendra bókasafna. Framhaldsskólasöfnin sendu engar beiðnir til útlanda. Beðið var um 1.641 frumrit, en annars um afrit. Af þessum 11.626 millisafnalánabeiðnum voru 11.375 beiðnir uppfylltar, 98%. Spurt var hvernig beiðnir um milli- safnalán eru sendar. Flestar eru sendar með pósti, en einnig margar í bréfasíma. Beinlínusamband, tölvupóstur og Ariel voru einnig nefnd. Ariel er kerfi til að senda ljósrit milli not- enda á Interneti. Tæknin byggist á tölvu, skanna og prentara en auk þess þarf að hafa sérstakt sendingar/móttökunúmer, svokallað IP-númer. Ariel sameinar kosti símbréfs hvað hraða varðar og gæði ljósrita, en þeir sem senda efni milli sín á þenn- an hátt verði báðir að hafa þennan sérstaka búnað. Sími virð- Tafla 5. Fjöldi beiðna um millisafnalán til og frá údöndum og afgreiðsla þeirra Rannsókna- bókasöfn (42) Framhalds- skólasöfn (12) Samtals (54) Mótteknar beiðnir 1.352 6 1.358 Beiðnir urn frumrit 136 - 136 Beiðnir um afrit 1.052 6 1.058 Uppfylltar beiðnir 1.213 1 1.214 Utsendar beiðnir 11.626 — 11.626 Beiðnir um frumgögn 1.641 - 1.641 Beiðnir um afrit 8.361 - 8.361 Uppfylltar beiðnir 11.375 11.375 Tafla 6. Notkun tækja við sendingu beiðna um millisafnalán til og frá útlöndum Rannsókna- Framhalds- bókasöfn skólasöfn Samtals (42) (12) (54) Póstsendingar 31 - 31 Bréfasími 25 - 25 Tölvur 9 - 9 Tölvupóstur 3 - 3 Bókasafnið 19. árg. 1995 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.