Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Síða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Síða 1
NTÖK PRENTUÐ í DAG. DAGBLAÐIЗVÍSIR 63. TBL. — 74. og 10. ARG. — MIÐVIKUDAGUR 14. MARS1984. Lýsing á afreki Guölaugs Friðþórssonar: MEÐ DOFNA FÆTUR 06 KREPPTA HNEFA —synti Guðlaugur en örvænti aldrei Frá Eiríki Jónssyni, blaðamanni DV í Vestmannaeyjum: „Sonur minn segist viss um að ein- hver yfirnáttúrleg öfl hafi verið í för með sér er honum tókst að ná til lands,” sagði Friðþór Guðlaugsson, faðir Guölaugs Friðþórssonar, pilts- ins sem komst einn af er Hellisey VE 503 hvolfdi og sökk þrjár sjómílur austur af Vestmannaeyjinn síðastlið- ið sunnudagskvöld. Eins og kunnugt er vann Guð- laugur það einstæða afrek að synda rúmlega 5 kílómetra leið í land og ganga síðan yfir úfið hraun til bæja. S jóslysið við Vestmannaeyjar: Um það segir faðir hans: „Hann synti i fimm tíma og gekk í þrjá tíma yfir hraunið. Hann segist aldrei hafa verið hræddur, skipulagt sundiö vel, synt bringusund og bak- sund til skiptis og aldrei fundiö til örvæntingar. Þó var honiun svo kalt að hann farin ekki fyrir fótum fyrir neðar. hné og hnefarnir voru krepptir af kulda.” Móðir Guölaugs, Margrét Karls- dóttir, segir son sinn hafa verið ákaf- lega heitfengan allt frá æsku, aldrei þurft að klæða sig vel. Friðþór faðir hans bætir því við að Guðlaugur hafi fengiö 9,5 í sundi er hann stundaði nám við Stýrimannaskólann. „Guðlaugur sagðist hafa verið svo þyrstur, þegar hann kom að landi, að hann hafi látið sig hafa það að drekka vatn úr fötu sem annars er notuö til að brynna ám. Þurfti hann að brjóta þykkan ís með krepptum hnefanum til að komast að vatninu,” segir Mar- grét móðir hans og þau hjónin bæta því við að þau séu þakklát forsjón- inni fyrir að hafa heimt son sinn úr helju og samhryggist jafnmikið að- standendum þeirra fjögurra sjó- manna sem fórust. Liöan Guðlaugs Friðþórssonar er nú sæmileg þó að enn sé langt í land aö hann hafi náð fyrri kröftum. JGH. Guðlaugur er viss um að yfirnáttúrleg öfl hafi komið honum til hjálpar. Á myndinni eru foreldrar Guðlaugs, Friðþór Guðlaugsson og Margrét Karlsdóttir. DV-simamynd Gunnar V. Andrésson. Leit hafin á megin- landinu Leit er haldið áfram að mönnun- um fjórum sem fórust með togbátn- um Hellisey frá Vestmannaeyjum siöastliöinn sunnudag. Leitarsvæ&ð hefur nú verið fært upp á megin- landið og fjörur leitaðar frá Þykkvabæ til Þorlákshafnar. Og það eru björgunarsveitir á Suður- landi sem sjá um þennan þátt leit- arinnar. Afram er leitaö á sjó og fjörum í Vestmannaeyjum en enn sem kom- ið er hefur leitin engan árangur borið fyrir utan hvað litils háttar brak úr bátnum hefur fundist. EIR-Vcstmannaeyjum/SþS Mjög harður árekstur varð á mótum Urðarbrautar og Borgarholtsbrautar i Kópavogi i gær og stórskemmdust eða eyðilögðust þar þrir bilar. Á þess- um gatnamótum hafa orðið tíðir og harðir árekstrar en þar er samt stöðvunarskylda fyrir umferð sem kemur Urðarbrautina. Þrennt sem var i bilunum, sem þarna skullu saman í gær, var flutt á Slysadeildina. Þau munu ekki hafa verið mikið stösuð. -klp-/DV-mynd S. Sjóprófum seinkar „Bæjarfógeti hefur falið Guð- laugi sjálfdæmi um það hvenær hann treysti sér til að mæta í sjó- próf,” sagði Friðþór Guðlaugsson, faöir Guðlaugs, í samtali við DV í morgun. „Guðlaugur er það illa farinn á fótum eftir gönguna yfir hrauniö, þar sem venjulegur maður hefði ekki komist tvo metra, að óvíst er hvenær sjóprófin geta farið fram en þau veröa aö öllum líkindum í þessari viku.” EIR/óm Hæsta vöruverð íKron — sjá Neytendur á bls. 6 og 7 Ríkiog borg sýknuð af kröfum Læknaþjón- ustunnar ____—sjábls.5 13 bátar búnirmeð kvótann — sjá bls. 5 Næröll gjaldþrot eruí Reykjavík og Reykjanesi — sjá bls.3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.