Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1984, Síða 4
4 DV. MIÐVIKUDAGUR14. MARS1984. Vatnsendabóndinn vill aftur gömul réttindi jarðarinnar: Viii fjórö- ung Elliða- áriaxins Bóndinn á Vatnsenda viö Elliöavatn, Magnús Hjaltested, hefur leitað sam- starfs Kópavogsbæjar um aö leita eftir innlausn gamalla laxveiðiréttinda í Elliöaánum. Land Vatnsenda og Kópa- vogs nær frá vatni niður í Grænugróf, gegnt Viðlagasjóðshúsunum í Breið- holti. Um fjóröungur Elliðaánna renn- ur um þettaland. Magnús segist hafa reynt þetta fyrir nokkrum árum en þáverandi land- búnaöarráöherra, Halldór E. Sigurös- son, hafi synjaö óskum hans að því sinni. Ráðherrann hafi ekki rökstutt þann úrskurö en beöið um upplýsingar sem lítið komi málinu við. Reykjavíkurborg eignaöist laxveiði- réttindin á sínum tíma. Magnús segir að menn hafi í seinni tíð almennt f engiö að innleysa slík réttindi sem keypt hafi verið fyrr úr löndum þeirra. Hann tel- ur mjög illa farið með stóran hlut ánna og neysluvatnstaka borgarinnar úr vatnasvæðinu hafi þegar gengið úr hófi fram. Vatnsendabóndinn hefur ekki hug á að breyta notum af ánum. Þvert á móti hefur hann mikinn áhuga á að bæta þær til veiöa svo og Eliiðavatnið og efri árnar. HERB Tálknafjörður: 200 tonna laxeldis- stöð reist I vor á að hefja byggingu laxa- ræktarstöðvar á Tálknafirði og er áætlað að framleiða þar 200 tonn af laxi til manneldis á ári. Það er Laxeldisstöðin Sveinseyri og fleiri heimamenn sem standa aö þess- ari framkvæmd og er þegar tryggt, nægilega mikið af heitu vatni til að geta haldiö uppi nægilegum hita allan veturinn. Að sögn Sigurjóns Davíössonar, gjaldkera Sveinseyrar sf., verða steypt ker á landi uppi fyrir ræktun- ina, síðan verða seiði tekin úr Sveins- eyrarstööinni, sem framleiðir göngu- seiði í laxveiðiár, og þau ræktuö upp í matfisk. Hann sagði að í Tálknafirði væru margir ókannaðir möguleikar til frek- ari starfsemi af þessu tagi. Víða væri heitt vatn, t.d. á Háanesi, í Botni, við Gileyri og að Felli. Þar eru allmargar lindir með upp í 26 stiga heitu vatni og auk þess mætti vafalaust bora eftir vatni því þama væri lághitasvæði. Einn útgerðarmaöur frá Tálknafirði er með í þessari framkvæmd, enda horfir hann fram á verkefnaleysi við venjulegar veiðar þegar líða tekur á árið. -GS. Vélsleöakeppni við Mývatn Einn keppandinn i véisieðakeppninni, MÝVATN 1984, þýtur fram af stökkpallinum. Glæsilegt stökk. DV-mynd Finnur Baldursson. Frá Finni Baldurssyni, fréttaritara DV við Mývatn. Arleg vélsleðakeppni, „Mývatn 1984”, fór fram í Mývatnssveit laugardaginn 10. mars. Keppt var í óformlegri kvartmíluspyrnu, svo og í alhliða þriggja kílómetra þrauta- braut með 60 hliðum, stökkbraut og hemlunarþraut. Keppendur voru 40 og komu þeir víösvegar af landinu. Meðal annars komu keppendur frá Keflavík og Hrunamannahreppi á sleöum yfir Sprengisand og menn frá Reykjavík komu meö sleöa á bílum. I kvartmíluspyrnu urðu sigurveg- arar sem hér segir: I A-flokki Ingvar Grétarsson, í B-flokki Viöar Eyþórs- son, í C-flokki Helga Sigur- björnsdóttir og í D-flokki Jónas Þ. Jónasson. I aíhliöa brautarkeppni sigraöi Ingvar Grétarsson í A-flokki,r Hinrik A. Bóasson í B-flokki og Stefán Jóhannesson í C-flokki. Keppnin var haldin á vegum Björgunarsveitarinnar Stefáns og Iþróttafélagsins Eilífs. -GB. Langlegudeild aldraöra á Selfossi kemst ekkiígagnið: . VANTAR EINN HJUKRUNARFRÆÐING Langlegudeildin i gamla sjúkra- húsinu að Austurvegi 28 á Selfossi er ekki enn tekin til starfa þótt hún hafi staðið fullbúin í þrjár vikur. Að þvi er Regína tjáði DV mun það stafa af þvi að ekki hefur enn fengist hjúkrunarfræðingur til starfa viö deildina. ,diúsiö var vígt 24. febrúar meö þriggja daga vígsluhátíð sem á sjötta hundrað manns sótti. Þar á meðal ráðandi menn þjóðfélagsins sem dáðust að vel unnu verki á stuttum tíma, verki sem unnið var fyrir gjafafé og með gjafavinnu. Að öðrum ólöstuðum eiga kvenfélög í Ames-'.RangárvaUa- og V-Skafta- feUssýslum mestan heiður að þessu framtaki.” Sagði Regína þetta ástand baga- legt með tilliti til þess aö víða væri gamalt fólk inni á venjulegum heimUum en þyrfti umhirðu eins og ungbörn. Lýsti hún undrun sinni á að vöntun á einum hjúkrunarfræöingi stæði i vegi fyrir að deildin tæki tU starfa þar sem deUdin ætti aö sækja læknishjálp og mat tU nýja sjúkra- hússins. „Það getur verið okkur dýrt þetta menntafólk. Hér er fuUt af myndar- konum sem eru búnar að koma bömum sínum upp og gætu annast þessi störf meðmyndarbrag þótt þær flaggi ekki prófum, orðum, eða köppum á höfði,” sagði Regína. -Regina, Selfossi/-GS. Gistihúsið við Bláa lónið fær lán hjá Ferðamálasjóði: Hálfursigur — segir eigandinn Ferðamálasjóður hefur úthlutaö gistihúsinu Bláa lóninu viö Grindavík einni miUjón króna að láni tU reksturs og framkvæmda viðBláa lónið. Að sögn Þórðar Stefánssonar, eiganda gistUiússins, er þetta lán hálfur sigur; með því er fengin viður- kenning Ferðamálaráðs á því að þarna sé um fullgUdan gistihúsarekstur að ræða, en Þórði finnst lánsupphæðin ekki mikil ef tUUt er tekið til þess aö byggingar á staönum eru metnar upp á um 15 miUjónir króna. Ekki náðist samband við formann Ferðamálaráðs né heldur formann Ferðamálasjóös út af máli þessu í gær. -SþS j dag mælir Dagfari _____________í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari Þegar Þjóðviljinn uppgötvar Andrés Andrés Kristjánsson, rithöfundur í Kópavogi, er hinn mætasti maður enda úr Suður Þing., þar sem mann- lífið blómstrar og vinstri menn meta íþróttafréttir í sjónvarpi til jafns við stjórnmál. Andrés Kristjánsson var i einn tíma í framboði í Suður-Þing. og viðar um það kjördæmi fyrir-vinstri menn þegar hann var orðinn úrkula vonar um að Framsókn yrði tU nokkurs nýt á þehn vettvangi og fór honum eins og mörgum öörum ágætismönnum að hann var orðinn þreyttur á að bíöa eftir að hið þing- eyska ljós fengi enn á ný að skina óhindrað. 1 staðinn kusu vinstri menn í Suður-Þing. einhvern ótindan fréttaritara sjónvarpsins á þing en þangað kominn kvaðst hann bara kunna vel viö sig. Síðan hefur ekkert í honum heyrst. Nú hefur það gerst að Þjóðviljinn hefur uppgötvað Andrés og mun það henta vel fyrir vinstri menn í Suður- Þing. á meðan þeir hafa engar fréttir af þingmanni sínum. Byggir þessi uppgötvun á því að Andrés Kristjánsson hefur verið að skrifa pistla í Tímann handa vinstri mönnum 1 Suöur-Þing. sem skorti þrek og vit til að kjósa hann á þing þegar hann var í framboði. Andrés virðist fremur þungur á bárunni í Timanum og tók upp á því að herða mál sitt eftir að Oddur Olafsson taldi sig vera búinn að bjarga honum í horn. Það gerði iitla stoð af því að Andrés er í stjórnarandstöðu og fagnar Þjóðviljinn ákaflega þegar hann skrifar um fjárlagagatið og segir Þjóðviljinn orðrétt: „Þessar greinar (þ.e. Andrésar) vekja að vonum mikla athygli vegna þess hve rækilega þær stinga í stúf við svona heldur ámátlegt söngl blaðsins.” Og er þá komið i gamla farið um það sem frábært er talið í Þjóðviljanum. Nú er eftir að sjá hvort Oddi tekst að bjarga Andrési í horn að nýju. En þaö er sama hvernig barist verður um meiningar Andrésar Kristjánssonar. Honum fer í póli- tikinni eins og í bókmenntunum þegar hann vill þjóna góðu fólki. Okkur til gleði lýsti hann yfir hve ágæt einhver þýðing hefði verið úr frönsku og tóku menn þvi fegins- hendi. Á hitt ber aö líta að hingað til hefur ekki annað verið vitað um frönskukunnáttu Andrésar en að hann skrifar ágæta vel íslensku, enda menn málhagir í Suður-Þing. og hafa lítt byggt málkennd sína á litlu gulu hænunni. Rétt er það hjá Andrési að gat hefur fundist á fjárlögunum vegna þess að núverandi f jármálaráðherra viil ekki ljúga að þjóðinni og láta síðan samþykkja aukaf járlög í kyrr- þey. Fyrir utan að leiða þjóðina í allan sannleika um viöskiinað og vinnubrögð fráfarandi stjórnar, sem var mjög að skapi Þjóðviljans og Andrésar, vekur hann þessum aðilum sérstakan og málskrúðs- fullan unað með aðgerðum sínum og er þá gleymt að jafnvel óðasti vinstri sinninn á þingi boðaði neyðaráætlun til fjögurra ára með tilheyrandi veisluhöidum á félagsmálasviðinu. Vinstri menn í Suður-Þing. þurfa ekki að kvarta þessa stundina um fulltrúaleysi í höfuðborginni. Fyrir utan hinn týnda þingmann hafa þeir Andrés í Tímanum um helgar á milli þess aö hann kynnir sér þýðingar úr frönsku. Má segja að ekki minnki risið á Suður-Þing. þegar Þjóöviljinn uppgötvar Andrés nú á síðustu dögum. Var þó svo í eina tíð, áður en hann fór í framboðiö norður, að þeir höfðu ekki fyrir því að uppgötva hann vikulega og var hann þó í rit- stjórastóli á Tímanum og barði frá sér á báðar hendur. En það er auðséð á Þjóðviljanum að þeir telja fyrrver- andi ritstjóra í afturbata enda vekja greinar hans „mikla athygli” um þessar mundir. Líka hafa komið þeir timar að þeir töldu Þórarin Þór- arinsson bestan manna. En af þvi kommúnistum gengur illa að ráöa við Framsókn um þessar mundir og flokkurinn er ásamt Sjálfstæðis- flokknum upptekinn við að reyna að bjarga þjóðfélaginu hafa þeir gripið til þess að uppgötva Andrés. Vinstri menn í Suður-Þing. halda eflaust margir að þeir séu framsóknarmenn þótt þeir kjósi sjónvarpsstjörnu á þing sem óðara týnist. Gamli maðurinn frá Hriflu gerði sér mat úr því að eitt sinn var harmóníkuleikari sendur á móti honum í framboð. Og það er deginum ljósara að enn er spilaö á harmóníkur fyrir kjósendur norður þar. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.